Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 41
49
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001
H>V Tilvera
Hægt er að stunda alls konar vetraríþróttir á Eyjafjarðarsvæðinu:
Tafir og aflýsingar hjá
flugfélógum
Aflýsingar og tafir hafa aldrei
verið fleiri hjá flugfélögum en árið
2000 og talið er að ástandið eigi eft-
ir að versna til muna á næstu árum.
Þeir sem ferðast mikið ættu að sýna
fyrirhyggju og notfæra sér eftirfar-
andi ráð til að komast hjá mestu
óþægindunum sem töfunum fylgja.
I fyrsta lagi á að panta flug með
fyrstu vél dagsins. Sé flugi aflýst
eru farþegar með fyrstu vél fremst-
ir í röðinni í næsta flugi. í öðru lagi
á að forðast rafræna farseðla. Mörg
flugfélög eru með samninga sín á
milli og þá er hægt að nota pappírs-
farseðla sem farmiða hjá öðru flug-
félagi. í þriðja lagi segja vanir ferða-
langar að það eigi að treysta brott-
fararskiltum hæfilega því komu-
skiltin séu ábyggilegri. Ferðafólk á
að komast að því um hvaða hlið það
eigi að fara og fylgjast með komu
véla þangað. Tefjist vélar eða flugi
er aflýst er nokkuð öruggt að næsta
flug um sama hlið tefjist eða verði
aflýst líka.
Voodoo í New Orleans
Þeir sem leggja leið sína til New
Orleans ættu ekki að láta
voodoosafnið við 724 Dumainestræti
fram hjá sér fara. Á safninu er að
finna ótrúlegt samansafn muna sem
tilheyra þessum dularfullu trúar-
brögðum. Þar er m. a. að finna lif-
andi 12 feta langa pytonslöngu,
þurrkaða rottuhausa og uppstoppað-
ar leðurblökur í bland við helgigripi
og dúkkur sem má nota sem
nálapúða. Forstöðumaður safnsins
segir að tilgangur þess sé að fræða
fólk og útrýma misskilningi.
Voodoo er upprunnið í Afríku og
barst til New Orleans á þrælatíma-
bilinu þar sem það blómstraði í
skjóli kaþólsku kirkjunnar. Þrátt
fyrir að yfirvöld og kirkjan hafl
reynt að útrýma voodoodýrkun hef-
ur siðurinn haldið velli og talið er
að 15% íbúa í New Orleans stundi
voodoo reglulega.
Undanfarin ár hafa hátíðir og
munir tengir voodoo notið mikilla
vinsælda meðal ferðamanna og
voodoo telst með því áhugaverðasta
sem hægt er að skoða í New Or-
leans.
Auöþekkjanlegir merkimiðar
Flestir kannast við vandræðin
sem skapast þegar farangur er að
skila sér til farþega í flughöfnum.
Töskurnar eru fjöldaframleiddar og
líta allar eins út og eina leiðin til að
þekkja þær í sundur er að lesa á
merkimiðana sem líta reyndar allir r
eins út líka. Nú hefur bandarískt
fyrirtæki sett á markað „persónu-
lega“ merkimiða sem gerir fólki
kleift að þekkja töskurnar sínar
samstundis. Merkimiðarnir eru \
mismunandi að lögun og lit og mjög j;
vinsælir meðal barna og unglinga. F
Einnig er hægt að fá miða sem hægt j
er að skreyta, t.d. með mynd af eig- f
anda töskunnar. Kip j
Paradís vetrarfólksins
Sunnlendinga er farið að lengja
verulega eftir snjó, a.m.k. þá sem
stunda vetraríþróttir og -útivist. Að
vísu er ekki öll nótt úti enn þótt
kominn sé febrúar. Hins vegar er
nægur snjór fyrir norðan þannig að
þeir sem eru viðþolslausir geta drif-
ið sig norður á Akureyri og notið
vetrarríkisins þar og á Eyjafjarðar-
svæðinu öflu.
Skíöapassinn
Miklir möguleikar eru í Eyjafirði
í allan vetur fyrir unnendur vetrar-
íþrótta, t.d. gefst skíða- og snjó-
brettaunnendum nú í fyrsta skipti á
íslandi tækifæri til að stunda skíða-
íþróttina á þremur stöðum með
sama skíöapassanum. „Til dæmis er
hægt að skíða á Akureyri fyrir há-
degi og eftir hádegi er síðan hægt að
bruna til Dalvíkur (30 mín. akstur
frá Akureyri) eða Ólafsfjarðar (15
mín. í viðbót) og halda áfram," seg-
ir Ómar Banine, hjá
Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
Skíðapassinn gildir að sögn hans í 4
daga en einungis er borgað fyrir 3.
Hann gildir hvaða dag vikunnar
sem er og hægt er að kaupa á skiða-
svæðunum þrem.
Barnaskíðaskólinn er starfræktur
um helgar frá 10 til 14.
Lengsta skíöabrekka á
landinu
Ein nýjungin sem boðið er upp á
fyrir norðan nefnist skíðaflug. Flog-
ið er frá Reykjavík fyrir hádegi.
Þegar lent er á Akureyri er tekið á
móti skíða- og snjóbrettafólki, síðan
er borðað áður en haldið er upp í
Hlíðarfjall og menn láta gamminn
geisa það sem eftir er dags. Flogið
er aftur til Reykjavíkur um kvöldið.
Fjórða skíðasvæðið í Eyjafirðin-
um bættist við síðastliðinn vetur:
„Það er viö Grenivík, nánar tiltekið
er skíðað niður Kaldbak úr 1200
metra hæð. Farið er með 20 manna
snjóbíl upp á topp fjallsins og tekur
ferðin um 45 mínútur. Kaldbakur er
eitt tignarlegasta fjall Eyjafjarðar-
svæðisins. Skíðabrekkan er tæplega
5 km og er án efa lengsta skíða-
Gott skíöafærl
Þaö er ólýsanleg tilfinning aö bruna niöur skíöabrekkur í góöu færi.
ðamót á Akureyri rgrn
bruar Bikarmót
3. febrúar Brettamót félagsmiðstöðva
mars Námskeið fyrir fatlaða, hreyfihamlaða
mars Prufudagar á skíðum og brettum
mars Námskeið fyrir blinda og sjónskerta
mars Telemark skíðamót
apríl Skíðalandsmót fslands
flndrésar Andar leikamir
fara í stuttar sem langar vélsleða-
ferðir og einnig spennandi jeppa-
ferðir. Þetta er tilvalið bæði fyrir
einstaklinga og hópa.
Snjóbátabrun í Hlíðarfjalli og
óvissuferðir
Hvað skyldi snjóbátabrun vera?
„Þetta er fyrir þá sem eru örlitlir
spennufiklar því hraðinn er tölu-
verður. Notaðir eru gúmmíbátar
sem allajafna eru notaðir til sigl-
inga niður ár. Farið er með þá upp
i Hlíðarfjall og stoppað við Skíða-
staði. Þaðan er farið á snjótroðara
upp á Mannshrygg þar sem ballið
byrjar. Farið er yfir öryggisatriðin
og þegar þátttakendur hafa fengið
hjálma er brunað af stað út í óviss-
una. Þegar aflir hafa farið eina eða
tvær ferðir í bátnum er farið til
baka í Skíðastaði og þar geta gestir
fengið sér heitar og kaldar veitingar
eöa leigt sér skíði eða bretti."
Óvissuferðirnar eru famar frá
hóteli á Akureyri eða nágrenni, í
rútu með skemmtikrafti. Ferð þessi
getur verið upp sett á margan hátt,
allt eftir óskum hvers og eins, og
lýsir Ómar hér vinsælli uppbygg-
ingu slíkrar ferðar. „Farinn er stutt-
ur rúntur um Akureyri og komið
við í Kjarnaskógi þar sem settur er
upp skemmtilegur og fjölbreyttur
ratleikur. Eftir það er haldið í
Skautahöllina og aflir fá aö reyna
hæfileika sína þar. Þegar allt þetta
er yfirstaðið eru nokkrir skemmti-
legir möguleikar til að enda ferðina,
Á skíðum skemmti ég mér
Skíöasvæöiö í Hlíöarfjalli er rómaö
en fleiri kostir eru í boöi fyrir þá
sem vilja fara á skíöi á
Eyjafjaröarsvæöinu
t.d. heimsókn í ölverksmiðju bæjar-
ins eða á eitthvert kafíihús og svo
er alltaf gott eftir svona ferð að fara
í hina nýendurbættu og glæsilegu
Sundlaug Akureyrar.
Land andstæðnanna
Fátt jafnast á viö fannhvíta mjöllina á móti hrikalegum björgum.
brekkan á landinu. „Brekkan er
ekki síður fyrir snjóbrettafólk. Hún
er ævintýri líkust og reynir á hæfi-
leika hvers og eins. Útsýnið af
tindinum yfir Eyjaijörð er líka ægi-
fagurt og þeim sem vilja njóta þess
og fara með bílnum aftur niður í
stað þess að skíða býðst sá kostur."
Jeppa- og vélsleðaferðir
Þeir sem hafa áhuga á að skoða
ósnortna og fjölbreytta norðlenska
náttúru með örlitlu spennuívafi og
fara í náttúrlegt gufubað í
Bjarnarflagi í Mývatnssveit eiga
íjölbreytta möguleika. Hægt er að
Með snjóbíl á Kaldbak
Nú er rekiö skíöasvæöi í Kaldbak og
þar mun nú vera lengsta
skíðabrekka á landinu, nærri
5 km löng.
Snjóbátabrun í Hlíðarfjalli
Þetta er tilvalin skemmtun
Gönguskíði
Ferðafélag Akureyrar er með fjöl-
breyttar eins og tveggja daga göngu-
skíðaferðir um helgar. Ferðirnar
eru sniðnar að þörfum hvers og
eins. Gengið er m.a. um Vaðlaheiði,
Glerárdal, Botna, Eyjafjarðarár-
bakka og Þorvaldsdal.
Þá bjóða Grenivíkingar upp á
þriggja daga skíðagönguferðir um
einskismannsland, ef svo má að orði
komast, í apríl. Hrikaleg náttúrufeg-
urð á óbyggðu landsvæði blasir við
göngumönnum allan tímann.
Heimsmeistaramótið í
vélsleðaakstri
Heimsmeistaramót í vélsleða-
akstri er nú haldið í fyrsta sinn og
varð Ólafsfjörður fyrir valinu sem
keppnisstaður. „Þeir bestu frá Evr-
ópu etja kappi viö þá bestu frá N-
Ameríku ásamt okkar mönnum
auðvitað. Þetta er í raun heimsvið-
burður. Má búast við miklum fjölda
erlendra keppenda á mótið sem
verður haldið í apríl,“ segir Ómar
Banine að lokum.
Nánari upplýsingar má fá á
heimasíðunni www.eyjaijordur.is.
Kaupmannahöfn
Góð gisting,
á besta stað.
^íMVHLY HOT^
Valberg
Sími +45 33252519
ísl. símabókanir milli kl. 8 og 14.00.
Fax +45 33252583
www.valberg.dk
Net tilboð