Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 14
14 Fréttir Hart barist um notkun Bláa lóns-nafnsins hjá samkeppnisaöilum í Svartsengi: - baöstaðurinn heldur löggiltu nafni - Bann á „blátt lón“ hjá veitingahúsinu Jenný Héraðsdómur Reykjaness bann- aði í gær með dómi veitingahúsinu Jenný við Bláa lónið að nota hér eft- ir orðin „Bláa lónið“ við kynningu á veitingastarfsemi sinni, bæði hér heima og við erlenda markaðssetn- ingu. Hér er ekki um að ræða Bláa lónið hf. sem Hitaveita Suðurnesja rekur sem margþekkt baðhús held- ur veitingahús sem staðið hefur frá árinu 1990 skammt frá upphaflegum baðstað. Bláa lónið hf. flutti í nýja aðstöðu áriö 1999 en hinn staðurinn hefur engu að síður notað „Bláa lónið“ í sínum rekstri, ekki síst við erlenda markaðssetningu. Þar hefur staður- inn heitið JENNY’S The Restaurant by the Blue Lagoon" á ensku og á þýsku „BEI JENNY Das Restaurant an der Blauen Lagune". Staðurinn má nú hér eftir ekki kenna sig við Bláa lónið, samkvæmt dómi héraðs- dóms í gær. sem tilmælunum var ekki sinnt. Núverandi eigandi „gamla staðar- ins“ tók við rekstrinum árið 1998. Var nafni hans þá breytt úr Veit- ingahúsinu við Bláa lónið í Veit- ingahúsið Jenný við Bláa lónið. Um svipað leyti setti Vegagerðin upp vegmerkingu við afleggjarann að veitingastaðnum með því nafni staðarins. Bláa lónið hf„ þ.e. bað- staðurinn ákvað því að fara ekki út i harðari aðgerðir. s.s. lögbann, að svo stöddu. FBA pantaði líka árshátíð á vitlausum stað Grímur Sæmundsen segir að síð- an hefði keyrt um þverbak eftir að ný aðstaða Bláa lónsins hf. var opn- uð, um 1000 metra frá gamla bað- staðnum. Þá hafi Fjárfestingabanki atvinnulífsins hf„ nú íslandsbanki- FBA, fyrir sakir ruglings bókað árs- hátíð bankans á Veitingahúsinu Jenný við Bláa lónið. Ætlunin hafi hins vegar verið að panta húsnæði og veitingar fyrir fjöimarga árshá- tíöargesti í hinni nýju og glæsilegu aðstöðu Bláa lónsins hf. Helga Hlín Hákonardóttir, sem var formaður starfsmannafélags FBA árið 1999, kom fyrir dóminn og skýrði þar frá því að áformað hefði verið að halda árshátíð starfs- mannafélagsins i veitingahúsi Bláa Útlendingar í röngu lóni Fram kom hjá rekstraraðilum Bláa lónsins hf. fyrir dómi að margoft hafi gætt ruglings um hvaða veitingastaður væri hvað. Grímur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri Bláa lónsins, bar fyrir dómi að þannig hefðu erlendir hópar komið á staðinn og þegið veit- ingar á vegum Víkurlóns ehf. þ.e. á þeim stað sem síðustu ár hefur heit- ið Veitingahúsið Jenný við Bláa lónið. Grímur sagði að eigendur Víkur- lóns hefðu þá látið sem ekkert væri. Hann sagðist itrekað hafa kvartað við fulltrúa staðarins og bent á að eigendur Víkurlóns væru að brjóta reglur með auglýsingum sínum, m.a. ofan á þaki veitingastaðarins. Þarna var Grimur að vísa til þess að Bláa lónið hf. hefði fyrir löngu öðl- ast einkarétt á „bláa lóninu" með löglegri skráningu. Lögmanni var síðan falið að skrifa eigendum Víklurlóns bréf í nóvember 1996 þar Bann a blatt lon Veitingahúsiö Jenný má ekki iengur heita líka „viö bláa lónið". Bláa lónib heldur sínu nafni Fyrirtækiö má nú banna öörum að nota nafniö „bláa lóniö“ í kynningar- og markaösstarfi. Nágrannar nýja lónsins viö Svartsengi mega nú ekki lengur valda þeim ruglingi sem dómari kemst aö niöurstööu um aö hafi óumdeilánlega gætt á milli staöa. lónsins hf. við Svartsengi að kvöldi 20. nóvember 1999. Vegna alvarlegs ruglings hefði Helga Hlín gengið frá pöntun fyrir árshátiðargesti hjá fyr- irtæki sem hefði auðkennt sig í símaská með nafninu Bláa lónið Veitingahúsið Jenný Svartsengi. Mistakanna hefði orðið vart nokkrum dögum fyrir árshátíðina en þá hefði verið fullbókað hjá Bláa lóninu hf. Fyrir einskæra heppni hefði bankanum tekist að fá leigðan veitingasal hjá Hótel Sögu fyrir árs- hátíðargesti og var hátíðin haldin þar. Ruglingur, villa og bann Það var Veitingahúsið Jenný sem upphaflega stefndi Bláa lóninu hf. og krafðist þess að skráning vöru- merkisins Bláa lónið í vörumerkja- skrá skyld fellt úr gildi, vörumerkið afmáð úr vörumerkjaskrá og bað- staðnum yrði óheimilt að nota Bláa lónið. Heilsufélagið stefndi hins veg- ar á móti. En niðurstaðan varð þessi: Baðstaðurinn Bláa lónið hefur löggildan einkarétt á vörumerkinu Bláa lónið. Hann getur því bannað öðrum að nota merkið að uppfyllt- um skilyrðum vörumerkjalaga. Hér- aðsdómur tekur skýrt fram að hvort heldur er nöfnin Veitingahúsið Bláa lónið, Veitingahúsið við Bláa lónið eða Veitingahúsið Jenný við Bláa lónið sé til þess fallið að valda rugl- ingi og hættu á að villst verði á henni og veitingastarfsemi Bláa lónsins. Skilyrði þykja þvi uppfyllt til að leggja bann við notkun Veit- ingahússins Jennýjar á orðunum Bláa lónið, hvort heldur er á ís- lensku eða öðrum tungumálum. Jónas Jóhannsson, héraðsdómari á Reykjanesi, kvað upp dóminn. -Ótt Bláa lónið lengur „JennýM má ekki nota Nektarstaðir óæskilegir í Kópavogi „Þeir telja sig hafa vísbendingar um að þarna eigi að vera nektar- dans á borðstólum og þeir eru ekki hrifnir af því,“ sagði Ólafur Briem, bæjarritari i Kópavogi, í samtali við DV. Bæjarráð Kópavogs fjallaði um veitingaleyfi til Baltik ehf. vegna starfsemi við Smiðjuveg 14. Ráðið taldi þá starfsemi sem umsækjandi hyggst reka á veitingastaðnum ekki æskilega í sveitarfélaginu. Ólafur Briem bæjarritari segir að það sé sýslumaður sem hafi vald til að samþykkja eða synja þessari starfsemi og hann segir að viðkom- andi veitingamaður hafi ætlað að reka þarna næturklúbb. Hann segir jafnframt að bæjaryfirvöld hafi ekki mótað sér neinar reglur í sambandi við næturklúbba í Kópavogi en að þetta hafi verið viðhorf bæjarráðs miðað við þær upplýsingar sem þeir hafa haft um starfsemina. „í umsögninni felst engin alhæf- ing, menn töldu sig hafa vísbending- ar um að þarna yrði rekinn nektar- dansstaður og afstaða bæjarráðs mun hafa mótast af því,“ segir Ólaf- ur Briem. Þegar blaðamaður spurði Ólaf hvort það væri ekki rétt skil- greining á umsögninni að nektar- staðir væru ekki æskilegir í Kópa- vogi þá sagði hann það greinilegt miðað við þessa umsögn bæjarráðs. -DVÓ I :: : : í LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 s>v Stækkun fram undan Tómas M. Sigurösson, fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfís- sviös Noröuráls. Framkvæmdir við stækkun Norðuráls: Tvöföldun gæti hafist eftir rúmt ár DV, GRUNDARTANGA:________________ Eins og kunnugt er hafa eigendur Norðuráls á Grundartanga farið fram á það að stækka verksmiðjuna í allt að 300.000 tonna ársframleiðslu og er sú beiðni í umhverfismati. í dag er því þannig háttað að fyrir- tækið hefur leyfi fyrir 180.000 tonna ársframleiðslu og gætu fram- kvæmdir við stækkun verksmiðj- unnar úr 90.000 tonna ársfram- leiðslu í 180.000 tonna ársfram- leiðslu byrjað á vor- eða haustmán- uðum 2002 að sögn Tómasar M. Sig- urðssonar framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs verk- smiðjunnar. „Þetta byggist að sjálfsögðu allt á því að tilskilin leyfi fáist og að semj- ist um orkuverð. Landsvirkjun get- ur sennilega látið okkur hafa orku sem jafngildir 90.000 tonna fram- leiðslu eða 1350 gígavattstundir fyr- ir árslok 2004. Tveimur árum fyrr, á vor- eða haustmánuðum 2002, gætu framkvæmdir hafist hér. Við mynd- um í fyrsta áfanga fara úr 90.000 tonna ársframleiðslu i 180.000 tonna ársframleiðslu síðan yrðu næstu framkvæmdir háðar afhendingu orkunnar," sagði Tómas. -DVÓ Útgerð Boot- es neitar að greiða sekt Útgerð og skipstjóri rússneska togarans Bootes neita að greiða sekt vegna meintra brota á samningi Noregs og Rússlands um . veiðar rússneskra skipa í norsku íandhelg- inni. Þetta kemur fram á veefnum Interseafood.com. Eins og greint var frá í vikunni var Bootes, sem gerð- ur er út af fyrirtæki sem íslending- ar eiga hlut í, færður til hafnar í Hammerfest í Noregi vegna þess að í veiðidagbók togarans kom fram að hlutfall ufsa í aflanum var of mikið. í ljós hefur komið að af 11 hölum var ufsaaflinn of mikill f þremur en þá var hlutfall ufsa í aflanum 89-100% en má ekki vera hærra en 25%. í hinum átta hölunum var hlutfall ufsaaflans 23-25% og skip- stjórinn heldur því fram, að sögn norska blaðsins Nordlys, að hann hafi gripið til nauðsynlegra ráðstaf- ana til þess að forðast ufsann. Sektin var ákveðin 15 þúsund norskar krónur fyrir skipstjórann og 450 þúsund krónur fyrir útgerð- ina en það er sama upphæð og skip- stjóri og útgerð rússneska togarans Anatoliy Gugunov var gert að greiða fyrir skömmu. Hvorug út- gerðin samþykkir að greiða sektina og því fara málin fyrir dómstóla. Verður mál Anatoliy Gugunov tekið fyrir á mánudaginn i Hammerfest. -DVÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.