Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001_____________________________ I>V __________________________________________Helgarblað Margrét Pála hefur 18 ára starfsreynslu Reykjakot bjó viö gamlan vanda sem bæði fyrrverandi leikskólastjóri og skólayfirvöld hafa lýst. Þar má nefna mjög lágt hlutfall faglærðra starfsmanna, það minnsta sem ég hefkynnst sem leikskólastjóri, og fjarvistir og veikindi starfsfólks á síðasta skólaári höfðu verið langt umfram það sem hefur þekkst á nokkurri bæjarstofnun. hendur starfsmönnum Reykjakots og leikskólastjóra sem skaði skólastarf og ógni starfsgrundvelli. Snýst um persónu Margrétar Björn Þráinn Þórðarson sagði í samtali við DV 20. janúar að málið snerist ekki eingöngu um öryggismál heldur einnig persónu leikskólastjór- ans og hennar faglegu áherslur. Bæj- aryfirvöld hafa reynt að höggva á hnútinn með því að bjóða foreldrum þeirra barna sem formlega hafa kvartað að flytja börn sin annað og í einhverjum tilvikum mun það vera í athugun. Tilvikið þegar börnin voru flutt beltislaus í jeppabifreið sem i fréttum hefur verið nefndur opinn pallbíll hefur einnig verið kært til lögreglu og fjölþætt erindi hefur ver- ið sent siðanefnd leikskólakennara. Mjög fátitt er að slík erindi berist siðanefndinni en Kristín Sæmunds- dóttir, formaður nefndarinnar, vildi ekki gefa upp fjölda erinda sem nefndinni bárust á síðasta ári en þetta erindi er það fyrsta á þessu ári. Margrét talar Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskóla- stjóri á Reykjakoti, hefur fram til þessa ekki tjáð sig um þetta mál við fjölmiðla. Hún tók á móti blaðamanni DV í ausandi rigningu á Reykjakoti og við byrjuðum á því að spyrja hana út í þær fjölþættu ásakanir sem born- ar hafa verið fram af foreldrunum fjórum. „Þessi skóli var rekinn í anda Hjallastefnunnar þegar ég tók við honum en ég hef skerpt á ákveðnum atriðum eins og kynnt var á foreldra- fundi. Við leggjum mikið upp úr því að börnin hafi kyrrð og ró, skjól frá síbylju hversdagsins og þess vegna er reynt að hafa húsbúnað og umhverfi í þeim anda. Hér er opinn efniviður notaður í leik og starfi. Börnin nota kubba, leir og annað til þess að búa til þau leikföng og leiki sem þau vilja. Þannig örvum við sköpunargáfu þeirra. Hefðbundin leikfóng er oft með svo skýrt markmið sem við telj- um að hefti börnin," segir Margrét. Fjarvista- og veikindamet - Miklar breytingar á starfsliði hafa verið gagnrýndar. Flúði fólk þeg- ar þú komst? „Reykjakot bjó við gamlan vanda sem bæði fyrrverandi leikskólastjóri og skólayfirvöld hafa lýst. Þar má nefna mjög lágt hlutfall faglærðra starfsmanna, það minnsta sem ég hef kynnst sem leikskólastjóri, og fjar- vistir og veikindi starfsfólks á síðasta skólaári höfðu verið langt umfram það sem hefur þekkst á nokkurri bæj- arstofnun. Að sögn fyrrverandi leik- skólastjóra höfðu starfsmannamálin í Reykjakoti verið mjög erfið og henni reynst gífurlega erfitt að halda skól- anum saman og starfshæfum Svo ég „Ekki hefur verið gerð formleg skoðanakönnun meðal foreldra um afstöðu þeirra til málefna Reykja- kots. Hins vegar hefur þegar komið fram í fjölmiðlum að á foreldrafundi sem haldinn var 5. desember voru öll ágreiningsmál rædd og þeim komið í ásættanlegan farveg. Það hefur verið gert á mjög viðunandi hátt. Vilji þeirra fjölmörgu foreldra sem ég hef rætt við er eindreginn sá að ofsóknum örfárra háværra for- eldra á Reykjakot og leikskólastjór- ann Margréti Pálu linni þar sem hann skaði starf skólans. Ef hinn háværi minnihluti getur ekki unað þeirri niðurstöðu sem bæjaryfirvöld og aðrir foreldrar hafa komist að er kannski kominn tími fyrir þá að skoða aðra möguleika. Það hlýtur að vera réttur allra foreldra að frið- ur skapist um starfssemi leikskól- ans,“ segir Eva Magnúsdóttir, for- eldri barns á Reykjakoti. noti hennar orð úr skýrslu sem hún hefur lagt fram. Stærsta vandamálið var starfs- mannaandinn og skortur á tilskildum árangri í starfi sem hvort tveggja tengdist nokkrum einstaklingum og kynnti ég þessi efnisatriði úr skýrslu forvera mins á foreldrafundi i byrjun desember. Sem betur fer var hér og er enn þéttur og góður kjarni mjög hæfs starfsfólks með langa starfsreynslu og metnað. Þar að auki hafa leikskóla- kennarar bæst í hópinn, þar af þrír þaulvanir Hjaliastarfi, og styrkir það starfsemina mikið. Núna er um 50% hlutfall starfsmanna faglært en hlut- fallið á landsvísu er aðeins 34%.“ Minni sykur - Þær breytingar sem gerðar voru á mataræði, í hverju fólust þær? „í upphafi vildi ég reyna að draga úr sykurneyslu barnanna og þess vegna var kakósúpa strikað út af mat- seðlinum, sætabrauð minnkað og „Gleði, kærleikur, jákvæðni, sam- kennd og agi eru höfð að leiðarljósi í Hjallastefnunni. Þetta eru falleg markmið og þeim hefur ávallt verið fylgt á Reykjakoti. Þar eru ham- ingjusöm brosandi börn sem bíða eftirvæntingarfull eftir því að kom- ast á leikskólann. Starf skólans byggist á 18 ára rannsóknum og þró- un á uppeldisstefnu sem Margrét Pála er höfundur að. Ég fagnaði því ásamt mörgum öðrum foreldrum barna á Reykjakoti þegar hún ákvað aö koma til starfa. Það er mikill fengur fyrir Mosfellinga að hún skuli leggja línurnar um uppeldi barna okkar. Ég hef um árabil fylgst með hennar frábæra starfi á Hjalla og hlýtt á fyrirlestra hennar um Hjallastefnuna. Ég veit að hún á eft- ir að hefja á ný upp ímynd Reykja- kots með faglegu starfi sínu og ein- lægri væntumþykju fyrir börnum,“ segir Eva. PÁÁ kakó haft annan hvern fóstudag í stað hvers föstudags og vakti það nokkra úlfúð. Auk þessa var eldhúsaðstaöa Reykjakots aldrei ætluð til elda- mennsku fyrir allan þann bamafjölda sem raun bar vitni; 75 böm og til- heyrandi fjöldi starfsmanna. Eldhús- ið var í níu fermetra herbergi með heimiliseldavél og matvælageymslur tóku dýrmætt pláss af leikrými skól- ans og því hluti barnanna í gamalli færanlegri kennslustofu. Þessu hefur verið breytt og þetta bráðabirgðaeld- hús lagt niður.“ Mistök voru gerö - Voru gerð mistök í öryggismál- um? „Tveir starfsmenn Reykjakots, og ég var annar þeirra, sýndu dóm- greindarleysi þegar Qórum drengjum var leyft að sitja óbundnum aftur í jeppabifreið ásamt kennara meðan ekið var niður í íþróttahús á söngæf- ingu. Þó drengjunum hafi ekki verið stefnt í lifshættu, að mati kennar- anna, voru þetta mistök.. Foreldrar hafa verið beðnir afsök- unar og mistökin hörmuð, málið hef- ur verið skýrt til hlítar og mun ekki endurtaka sig. Þetta atvik var 1 september og fyrst í desember er ég kærð til lögreglu og um miðjan janúar fyrir siðanefnd leikskólakennara. Hvað varðar gönguferð stúlknanna án kennara hér umhverfis skólann þá voru þær undir eftirliti allan tímann. Þetta er ákveðin þjálfun sem snýst um að börnin sýni ábyrga hegðun og fari eftir fyrirmælum og hér er staðið að málum með sama hætti og gert hefur verið á Reykjakoti síðastliðin ár. Því hefur verið heitið að þessar ferðir verði ekki í framtíðinni nema með samþykki foreldra. Það hefur einnig verið rætt um gönguferð nokkurra drengja áleiðis upp að Skyggni. Ég tel það mjög góða og æskilega þjálfun að börn fái að ganga á einhverju öðru en sléttu mal- biki og stéttum.“ Sumir segja nornaveiðar - Því hefur verið haldið fram að þetta mál snúist ekki um öryggismál eða rekstur skólans heldur þig per- sónulega. Heldur þú að þetta sé rétt? „Margir hafa kallað þetta einelti eða nomaveiðar í mín eyru en ég tek ekki sjálf afstöðu þar um. Hins vegar má nefna að nornaveiðar miðalda beindust gegn þeim konum sem ekki fóru alltaf sömu leið og fjöldinn. Það hef ég ekki gert, hvorki i mínu einka- lífi né faglega, og vitaskuld hefur mér dottið í hug að fordómar búi hér að baki. Það er þó erfitt að ætla nokkrum svo illt en á miðöldum töldu norna- veiðarar svo sem ekki að þeir væru að þjóna fordómum og fáfræði heldur trúðu á málstaðinn og leituðu logandi ljósi að einhverju sem mætti verða til þess að sanna sök og koma viðkom- andi á bálið. Mér finnst að nokkrir einstakling- ar leiti núna logandi ljósí að ákærum á mig en þær eru tilhæfulausar og hvað varðar hina löngu liðnu ökuferð er búið að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að gera gott úr því máli. Hvert er þá málið? Nokkrir aðilar hafa borið þau orð frá viðkomandi óánægjuhópi að þessu muni ekki linna fyrr en ég fer frá sem leikskólastjóri. Yfirmenn minir hafa hins vegar kynnt sér starf- semi Reykjakots ítarlega og telja að gott og traust starf fari fram í leik- skólanum. Fulltrúar skólaskrifstofu og bæjaryfirvöld hafa veitt mér fullan stuðning og traust í þessu máli sem ég er afar þakklát fyrir og hefur mér og starfsmannahópnum ekki veitt af í öllu moldrokinu." í fyrsta sinn í 18 ár - Hefur þú upplifað slíkt áður? „Ég hef á 18 ára ferli mínum aldrei fengið kvartanir af þessu tagi frá for- eldum. Þegar ég var að koma Hjalla á skrið á árum áður varð ámóta mold- viðri en þá sætti ég gagnrýni frá nokkrum fulltrúum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði en foreldrar fylktu sér að baki mér sem einn maður. Það sama hef ég reyndar fundið hér frá yfirgnæfandi hópi foreldra sem hafa hvatt mig til dáða.“ - Hvernig er ástandið á Reykjakoti i dag? „Það hefur reynt illOega á þolrifin hjá okkur öllum og margir kvíða vinnudeginum þar sem við óttumst orðið ásakanir og árásir af minnsta tilefni en þeir foreldrar og starfsmenn sem ósáttastir hafa verið eru hér enn með börnin sín. Starfsmannahópur- inn hefur sýnt frábært þolgæði og ég þakka þeim fyrir að okkur hefur tek- ist að halda fagstarfinu ósködduðu. Það sem við viljum fá og þurfum að fá hér í Reykjakoti er vinnufriður til að tryggja frábært leikskólastarf fyrir bömin og að þessum ásökunum linni.“ -PÁÁ Laugardagar eru nammidagar Eva Magnúsdóttir foreldri: Ofsóknum verður að linna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.