Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 DV Fréttir íslensk fyrirtæki nefnd erlendum nöfnum: Tuggið upp á amerísku - segir Kristján Árnason, formaður íslenskrar málnefndar Erlend nöfn íslenskra fyrirtækja Mikill fjöldi íslenskra fyrírtækja ber erlend nöfn, jafnvel þótt eigendur þeirra hafi ekki í huga aö færa sig út fyrir landsteinana. Formaöur íslenskrar mál- nefndar telur aö um landlægan skort á sjálfstrausti sé aö ræöa, aö fólk hafi ekki mikla trú á því aö þaö sem íslenskt er sé mikils viröi. íslensk málnefnd mun hittast um miðjan mánuðinn og fjalla um erlend nöfn íslenskra fyrirtækja. íslendingar hafa löngum talið sig standa framarlega i málrækt og málvemd og stært sig af orðum eins og netfang, simi og tölva, í stað e-mail, telephone og comput- er sem mörg önnur tungumál heimsins hafa tekið upp úr enskunni. Það skýtur þess vegna skökku við hversu mörg íslensk fyrir- tæki bera erlend nöfn. Algengt er til dæmis að fataverslanir, veitingastaðir og líkamsrækt- arstöðvar séu nefnd erlendum nöfnum, jafnvel þótt þessi fyrir- tæki séu alíslensk og að eigendur þeirra hafi ekki hugsað sér að færa sig út fyrir landsteinana. Kristján Árnason, prófessor við Háskóla íslands og jafnframt for- maður íslenskrar málnefndar, ræddi við DV um þetta mál. „Mörgum finnst þetta bara hjá- kátlegt og aulalegt að geta ekki nefnt íslenska hluti islenskum nöfnum. Af hverju velja þeir ekki svahilísku, til dæmis? Ég veit ekki hvort við getum kallað þetta und- irlægjuhátt en þetta er einhver skortur á sjálfsöryggi; ekki mikil trú á að íslenskt sé talið einhvers virði,“ sagði Kristján. „Þetta er landlægt. Hér áður fyrr þurfti allt að vera upp á dönsku, menn tuggðu meira að segja upp á dönsku. Nú þurfa menn að tyggja upp á amerísku." Lögunum breytt Að sögn Hólmfríðar Gísladótt- ur, deildarstjóra í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar, eru ákveðin lög sem fyrirtæki verða að fylgja en Hagstofan hefur á síðustu árum rýmkað reglur sínar i samræmi við þróunina í landinu. „Tímarnir breytast og allt breytist með. Þetta er hlutur sem hefur þróast og verður að vera svona,“ sagði Hólmfríður. I 8. grein íslensku firmalaganna segir: „... enda beri fyrirtækið og atvinnustarfsemi þess nöfn sem samrýmast íslensku málkerfi að dómi skrásetjara." Auk þess segir í samkeppnislögum frá 1993 að auglýsingar sem höfða eigi til ís- lendinga skuli vera á íslensku en deila má um hvort nöfn fyrirtækja fallist undir auglýsingar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sam- keppnisstofnun hefur aldrei verið gerð athugasemd um nöfn fyrir- tækja á þessum grundvelli. Fyrirtæki hafa þurft að skrá sig hjá Hagstofunni með íslenskum nöfnum en hafa haft rétt á því að skrá eitt erlent hjáheiti, eða er- lenda útgáfu á íslenska nafninu, eins og Flugleiðir og Icelandair. Seinustu árin hefur Hagstofan rýmkað reglurnar þar sem al- þjóðaviðskipti aukast dag frá degi og mega fyrirtæki nú skrá sig undir erlendu nafni svo lengi sem þau setja „á íslandi" á eftir er- lenda heitinu, óháð því hvort fyr- irtækin hyggja á erlendan markað eða ekki. Fyrirtækin sem standa að baki verslana sem bera erlend nöfn heita oftast íslenskum nöfnum. Fyrirtækin eru þá skráð undir ís- lensku heiti hjá Hagstofunni en verslanimar sjálfar eru svo kall- aðar eitthvað annað. „Ég tel að lagabókstafurinn sé skýr en það vill verða misbrestur á því hvernig honum er framfylgt. Það er spurning ef þessu er ekki framfylgt hvort löggjafinn sjái ástæðu til þess að breyta lögunum sem ekki er farið eftir. Það er nátt- úrlega ákveðinn tvískinnungs- háttur að setja eitthvað i lög og láta svo allt aðrar venjur viðgang- ast,“ sagði Kristján. „Það sem ræður mestu um þetta eru ein- hver óskráð lög eöa almannaskoð- un og -gildismat." Að sögn Hólmfríðar er verið að undirbúa að breyta lögunum um nöfn íslenskra fyrirtækja. Aulatíska eöa breyttir tímar? „Ég veit ekki hvort fyrirtækin selja meira út á það að heita ein- hverju skrýtnu útlensku nafni,“ sagði Kristján og bætti því við að líklega veldu flestir neytendur vörur eftir gæðum þeirra og hag- stæðu verði, óháð nafni verslunar- innar. „Oft eru þetta jú útlensk fyrir- tæki en mér finnst engin ástæða til annars en að fyrirtækin velji sér íslenskt auglýsingaheiti,“ sagði Kristján. „Ég held að þetta sé nú bara einhver aulatíska, ég held við getum kallað þetta það.“ -SMK Patreksfjörður: Óánægðir með bensínsölu - bara selt úr sjálfsala íbúar á Patreksfirði eru óánægðir með að frá og með síðustu áramótum hefúr eingöngu verið hægt að kaupa bensín í gegnum sjálfsala á staðnum. Að sögn Jón B.G. Jónssonar, bæjarfúU- trúa á Patreksfírði, eru menn einnig óánægðir með að fá ekki afslátt fyrir að afgreiða sig sjálfir eins og gert er annars staðar. Hann segir að margt eldra fólk eigi erfitt með að nota þjón- ustuna, til að mynda vegna þess að ein- göngu er hægt að borga með kortum. „Hér búa um 800 manns og fólki finnst þetta því mjög slöpp þjónusta," segir Jón. Sjálfsalinn er í eigu Olíufé- lagsins hf. sem áður var með bensínaf- greiðslu í bænum og átti bæjarstjómin fund með forráðamönnum fyrirtæks- ins vegna málsins fyrr í vetur þar sem hún lýsti yfir óánægju sinni. Þrátt fyr- ir það hefur frá áramótum eingöngu verið hægt að kaupa bensín í gegnum sjálfsala. Heimir Sigurðsson hjá Esso segir að þetta mál sé til skoðunar hjá fyrirtækinu og með þessu sé verið að auka þjónustustigið en ekki draga úr því. Hann segir að ekki sé veittur af- sláttur fyrir sjálfsafgreiðslu þar eins og höfuðborgarsvæðinu því ekki sé sam- bærilegt áð selja vöruna þar og í Reykjavík og nágrenni. -MA Noröurland: Mjög almenn bílbeltanotkun DV. AKUREYRI: Almenn notkun bilbelta reyndist vera í umferðarkönnun lögregluemb- ættanna á Norðurlandi sem fram- kvæmd var sl. þriðjudag. Að könnun- inni komu 7 lögregluembætti á Norð- urlandi, frá Húsavík í austri til Hólma- víkur, og var yfirskrift könnunarinn- ar: „ökuréttindi og bílbelti". Alls var stöðvuð 771 bifreið. í 31 til- felli reyndust ökumenn ekki vera með bílbelti spennt og farþegar ekki í 10 til- fellum. í tuttugu tilfellum voru gefnar út kærur vegna þessa en í hinum til- fellunum var gefin áminning. Vegna annarra brota voru lagðar fram 9 kær- ur og 93 áminningar. Það vekur at- hygli að af þeim 31 ökumanni sem voru kærðir fýrir að nota ekki bílbelti voru 9 kærðir af lögreglunni á Húsa- vík. „Við erum mjög ánægðir með niður- stöður þessarar könnunar hjá okkur hvað varðar notkun bílbelta en hún hefúr ekki mælst svona góð áður,“ seg- ir Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri. Akureyrarlög- reglan stöðvaði 405 ökutæki og þar reyndust einungis 5 ökumenn vera án bílbelta og einn farþegi. -gk Kólnar í veðri síðdegis Suöaustan 10 til 15 m/s austan til á morgun en annars hægari. Rigning suðaustanlands og vestur meö suðurströndinni, slydduél austanlands en annars skýjað en úrkomulaust aö mestu. Hiti 2 til 7 stig, en kólnar síðdegis á morgun. Sólnrgangur og sjávarföil REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag I kvöld 17.23 16.57 Sólarupprás á morgun 09.58 09.54 Síödegisflóö 13.48 18.21 Árdegisflóö á morgun 02.33 07.06 Skýringar á veðurtáknum 10°. /^VtNÐATT 151 .10° ^VINDSTYRKUR \ í metrum á sekúndu FROST C> £>'0 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ W /1 RIGNING SKÚRIR - . SLYDDA tgi SNJÓKOMA W "P = ÉUAGANGUR ÞRUNIU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA AHt V< Ymist í ökkla eða eyra Veðráttan hefur verið einstök að undanförnu og skíöamenn bíða enn eftir snjónum á Suðvesturlandi. í fyrra var ástandið annað því þá var óvenju- snjóþungt í Reykjavík í febrúar. Jörö var hulin snjó 28 daga í mánuðinum og þarf að fara aftur til 1957 til aö finna jafn þrálátan snjó var þá. Þaö mætti því segja aö þaö væri ýrpist í ökkla eða eyra þegar kemur aö snjónum. Veöríð á morgun Sums staðar frostlaust við ströndina Spáö er austlægri átt, víöa veröa 8 til 13 m/s og él, einkum þó austanlands. Frost veröur yfirleitt 0 til 5 stig en sums staðar frostlaust viö ströndina. Migy: Vindur:''0 8-13 ,v. \ ? Hiti O" ti! .5° ejij*6 Austlæg átt, víöa 8-13 m/s og él, einkum þó austanlands. Frost yfirleitt 0 tll 5 stlg, en sums staöar frostlaust vlö ströndina. I*íyHI b)ij>vihn»l.ii Vindur: ' vú—\ 8-13 (n/» ' Hiti O’ til -3" ' Vindur: /5O 3-8 wí ~ ' ■ ? Hiti 3° tii 0° *V* Noröaustan 8-13 m/s og él eða dálítll slydda Noröaustanátt og slydda noröan- og austanlands, eöa rigning, einkum en skýjaö meö köflum og noröanaustanlands. þurrt suövestan tll Hlýnandi veöur H; AKUREYRI :skýjað 3 BERGSSTAÐIR skýjaö 8 B0LUNGARVÍK ft alskýjaö 6 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. rigning 6 KEFLAVÍK úrkoma 5 RAUFARHÖFN skýjaö 4 REYKJAVÍK rigning 5 STÓRHÖFÐI rigning 5 BERGEN léttskýjaö -4 HELSINKI léttskýjað -18 KAUPMANNAHÖFN snjóél -5 ÓSLÓ snjókoma -11 STOKKHÓLMUR rigning -10 ÞÓRSHÖFN skúrir 6 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -12 ALGARVE þokumóöa 15 AMSTERDAM snjókoma 0 BARCEL0NA léttskýjaö 11 BERLÍN snjókoma -2 CHICAGO heiöskírt -18 DUBLIN skýjað 7 HALIFAX haglél -4 FRANKFURT snjókoma 1 HAMBORG skýjaö -7 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON alskýjaö 7 LÚXEMBORG þokumóöa -1 MALLORCA skýjaö 13 MONTREAL -8 NARSSARSSUAQ snjókoma -12 NEW YORK alskýjaö 4 ORLANDO alskýjaö 17 PARÍS París rigning á siö. VÍN kls. 2 WASHINGTON skýjað 1 WINNIPEG alskýjaö 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.