Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 9
9 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Sveitarfélög viö Eyjafjörð hafna heildarsameiningu: Akureyrarbær endur- skoðar samstarfið Löngusker: Yrði að hluta Bessastaða- flugvöllur Hreppsnefhd Bessastaðahrepps fjall- aði um flugvöll á Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði á fundi sínum og vill fá nánari upplýsingar, enda sé flug- völlurinn inni i lögsagnarumdæmi Bessastaðahrepps. Hreppsnefndin segir meðal annars í bókun sinni að með vísan til umræðu um flugvallarmál að undanfórnu, í tengslum við svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins, fari hún þess á leit við samvinnunefhd um svæðisskipulag að tekin verði saman greinargerð og skipu- lagstengdar upplýsingar og hugmyndir sem fram hafa verið settar um flugvöll á ■Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði. Að mati hreppsnefndar Bessastaða- hrepps myndi flutningur Reykjavíkur- flugvallar út á Löngusker og Hólma þýða að nýr flugvöllur yrði að hluta til innan lögsagnarmarka Bessastaða- hrepps og hafa afgerandi áhrif á fram- tfðarskipulag höfuðborgarsvæðisins, umhverfi og yfirbragð byggðar í aðliggj- andi sveitarfélögum. Því sé mikilvægt að umrædd gögn verði tekin saman á þessu stigi svæðisskipulagsins. -DVÓ DV, AKUREYRI: Þreifingar um heildarsameiningu sveitarfélaganna í Eyjafirði, sem hafnar voru að frumkvæði bæjaryf- irvalda á Akur- eyri, hafa farið út um þúfur og verður ekki hald- ið áfram á næst- unni. í kjölfarið hefur bæjarráð Akureyrar sam- þykkt að skipa 5 manna nefnd Kristján Þór bæjarfulltrúa Júlíusson sem hafi það verkefni að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjar- ins í samstarfsverkefnum með öðr- um sveitarfélögum. Vitað er að þessi niðurstaða er bæjaryfirvöldum á Akureyri mikil vonbrigði en stjómir flestra ann- arra sveitarfélaga í Eyjafirði hafa viljað fara hægar í sakimar. Bent hefur verið á að talsvert hefur verið um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu á síðustu árum og misser- um. Þrír hreppar utan Akureyrar sameinuðust nýlega undir nafninu Hörgárbyggð, þrjú sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð sameinuðust undir nafninu Dalvíkurbyggð og þar áður sameinuðust sveitarfélögin innan Akureyrar undir nafni Eyja- fjarðarsveitar. Þegar fór að koma í ljós síðla á síðasta ári að ekki var mikill áhugi í öðrum sveitarfélög- um sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við DV: „Það eru vissulega mikil von- brigði að mál skuli hafa þróast á þennan veg og þessi stóra samein- ing nái ekki fram að ganga. Það eru ekki hvað síst vonbrigði vegna þess að mikill meirihluti íbúa hefur í könnun sem gerð var um þetta mál lýst sig fylgjandi sameiningu eins og lagt var upp með.“ Margir í öðrum sveitarfélögum telja að nóg hafi verið unnið i sam- einingarmálum í bili þótt menn úti- loki ekki sameiningu til lengri tíma litið og aðrir hafa ekki farið leynt með þá skoðun sina að þeir óttist ægivald Akureyrar eftir heildar- sameiningu. Viðbrögð Akureyrar- bæjar eru að taka til endurskoðun- ar samstarfsverkefni bæjarins við önnur sveitarfélög á svæðinu og nefndinni sem skipuð verður í því sambandi verður einnig falið að leggja mat á þann ávinning sem samstarfið kann aö hafa i for með sér fyrir Akureyringa. Þá er nefnd- inni gert að meta fjárhagslegar for- sendur fyrir þátttöku bæjarsjóðs Akureyrar í þeim verkefnum sem um ræðir. í samþykkt bæjarráðs Akureyrar segir að markmiðið með þeirri vinnu sem lagt er af stað með sé það aö bæjarstjórn Akureyrar geti á grundvelii vinnu nefndarinnar met- ið að nýju og í heild sinni þátttöku Akureyrarbæjar i einstökum byggðasamlögum eða öðrum samn- ingsbundnum verkefnum sveitarfé- laga sem Akureyrarbær á aðild að. Nefndin sem skipuð verður á að hafa skilað niðurstöðum fyrir mars- lok. -gk Frá Akureyri Bæjaryfirvöld ætla aö endurskoöa samstarf sitt viö önnur sveitarfélög í Eyjafírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.