Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Page 9
9 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 I>V Fréttir Sveitarfélög viö Eyjafjörð hafna heildarsameiningu: Akureyrarbær endur- skoðar samstarfið Löngusker: Yrði að hluta Bessastaða- flugvöllur Hreppsnefhd Bessastaðahrepps fjall- aði um flugvöll á Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði á fundi sínum og vill fá nánari upplýsingar, enda sé flug- völlurinn inni i lögsagnarumdæmi Bessastaðahrepps. Hreppsnefndin segir meðal annars í bókun sinni að með vísan til umræðu um flugvallarmál að undanfórnu, í tengslum við svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins, fari hún þess á leit við samvinnunefhd um svæðisskipulag að tekin verði saman greinargerð og skipu- lagstengdar upplýsingar og hugmyndir sem fram hafa verið settar um flugvöll á ■Lönguskerjum og Hólma í Skerjafirði. Að mati hreppsnefndar Bessastaða- hrepps myndi flutningur Reykjavíkur- flugvallar út á Löngusker og Hólma þýða að nýr flugvöllur yrði að hluta til innan lögsagnarmarka Bessastaða- hrepps og hafa afgerandi áhrif á fram- tfðarskipulag höfuðborgarsvæðisins, umhverfi og yfirbragð byggðar í aðliggj- andi sveitarfélögum. Því sé mikilvægt að umrædd gögn verði tekin saman á þessu stigi svæðisskipulagsins. -DVÓ DV, AKUREYRI: Þreifingar um heildarsameiningu sveitarfélaganna í Eyjafirði, sem hafnar voru að frumkvæði bæjaryf- irvalda á Akur- eyri, hafa farið út um þúfur og verður ekki hald- ið áfram á næst- unni. í kjölfarið hefur bæjarráð Akureyrar sam- þykkt að skipa 5 manna nefnd Kristján Þór bæjarfulltrúa Júlíusson sem hafi það verkefni að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjar- ins í samstarfsverkefnum með öðr- um sveitarfélögum. Vitað er að þessi niðurstaða er bæjaryfirvöldum á Akureyri mikil vonbrigði en stjómir flestra ann- arra sveitarfélaga í Eyjafirði hafa viljað fara hægar í sakimar. Bent hefur verið á að talsvert hefur verið um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu á síðustu árum og misser- um. Þrír hreppar utan Akureyrar sameinuðust nýlega undir nafninu Hörgárbyggð, þrjú sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð sameinuðust undir nafninu Dalvíkurbyggð og þar áður sameinuðust sveitarfélögin innan Akureyrar undir nafni Eyja- fjarðarsveitar. Þegar fór að koma í ljós síðla á síðasta ári að ekki var mikill áhugi í öðrum sveitarfélög- um sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við DV: „Það eru vissulega mikil von- brigði að mál skuli hafa þróast á þennan veg og þessi stóra samein- ing nái ekki fram að ganga. Það eru ekki hvað síst vonbrigði vegna þess að mikill meirihluti íbúa hefur í könnun sem gerð var um þetta mál lýst sig fylgjandi sameiningu eins og lagt var upp með.“ Margir í öðrum sveitarfélögum telja að nóg hafi verið unnið i sam- einingarmálum í bili þótt menn úti- loki ekki sameiningu til lengri tíma litið og aðrir hafa ekki farið leynt með þá skoðun sina að þeir óttist ægivald Akureyrar eftir heildar- sameiningu. Viðbrögð Akureyrar- bæjar eru að taka til endurskoðun- ar samstarfsverkefni bæjarins við önnur sveitarfélög á svæðinu og nefndinni sem skipuð verður í því sambandi verður einnig falið að leggja mat á þann ávinning sem samstarfið kann aö hafa i for með sér fyrir Akureyringa. Þá er nefnd- inni gert að meta fjárhagslegar for- sendur fyrir þátttöku bæjarsjóðs Akureyrar í þeim verkefnum sem um ræðir. í samþykkt bæjarráðs Akureyrar segir að markmiðið með þeirri vinnu sem lagt er af stað með sé það aö bæjarstjórn Akureyrar geti á grundvelii vinnu nefndarinnar met- ið að nýju og í heild sinni þátttöku Akureyrarbæjar i einstökum byggðasamlögum eða öðrum samn- ingsbundnum verkefnum sveitarfé- laga sem Akureyrarbær á aðild að. Nefndin sem skipuð verður á að hafa skilað niðurstöðum fyrir mars- lok. -gk Frá Akureyri Bæjaryfirvöld ætla aö endurskoöa samstarf sitt viö önnur sveitarfélög í Eyjafírði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.