Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Blaðsíða 50
58 Tilvera LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 I>V lí f iö Rokkað á Brasserie Borg Það mun rokkað á Brasserie Borg í kvöld því hinir síungu rokkarar, Helgi Bjöms og Berg- þór Pálsson, ætla að syngja sam- an eins og þeim einum er lagið. Gamanið hefst klukkan 22 og það kostar hvorki meira né minna en 1800 krónur inn. Er nýja málverkiö oröiö gamalt Ómar Stefánsson segist hafa heyrt sögur um stofnanir og einstaklinga sem hafi keypt myndlist frá þessum árum og hún hafi hreinlega hruniö á gólfið. Nýja málverkiö í Nýlistasafninu: Tuttugasta öldin brotin saman í miðjunni - bannað að mála í myndlistarskólanum Krár ■ LAND QG SYNIR Á GÁUKNUM . Stórsveitin Land og synlr, meö kyn- tákniö Hreim í broddi fylkingar, mun leika fyrir dansi á Gauki á Stöng í kvöld. ■ ÞORRABALL Á NAUST-KRÁNNI Þaö veröur þorradansjeikur á Naust- kránni þar sem Gelr Ólafs og Anna Vilhjálms syngja með Furstunum. Húsiö verður opnað klukkan 22 og þaö kostar 1000 kall aö koma inn. Böll ■ ÞORRABALL I ARSELI Þaö yerð- ur ekta þorraball fyrir fatlaöa í Arseli , í kvöld, frá klukkan 20 til 23. Aliir - 16 ára og eldri eru velkomnir. Þaö kostar 400 krónur inn. Djass ■ SVEIFLUDJASS MEÐ GUITAR ISLANCIO Tríóiö Guitar Islancio heldur tónleika í Norræna húslnu í dag, klukkan 16. Á tónleikunum mun tríóiö leika íslensk þjóölög I léttdjössuöum kassagítarútgáfum í anda Django Reinhardt. Guitar Islancio, sem ætlar aö meika þaö f útlöndum, er skipaö gítarleikurunum Blrni Thoroddsen og Gunnari Þórö- arsyni og kontrabassaleikaranum Jónl Rafnssyni. Klassík ■ KOR FRIKIRKJU ROKKAR FEITT Kór Friklrkjunnar í Reykjavík heldur , - tónleika í Fríkirkjunni. Á efnisskránni eru dægurlög úr ýmsum áttum, meöal annars lög eftir Bftlana, Billy Joel, Burt Bacharach, Gershwin, Hrelðar Inga Þorstelnsson og fleiri. Einsöngvari á þessum tónieikum er Anna Slgríður Helgadóttir. Undanfarið hafa myndir sem tU- heyra nýja málverkinu prýtt veggi Nýlistasafnsins við Vatnsstíg. Sýn- ingin var opnuð 20. janúar og stend- ur til 18. febrúar. Á sýningunni eru verk sem voru á sýningunum Gull- ströndin andar í JL-húsinu árið 1983 og Sjö í Norræna húsinu árið 1982, auk þess sem sýnd eru verk sem unn- in voru í nýlistadeilld Myndlista- og handíðaskólans á árunum eftir 1980. í sýningarskrá segir að eitt af fyrstu merkjum um nýja anda hafi verið málning á póstkortum, tíma- ritaopnum og á dagblöðum. „Nýja málverkið fylgdi nefnilega þessum vUlta anda sem blossaði upp á árun- um eftir 1980 þó áður hafi kraumað undir. Menn hikuðu ekki við að nota forgengUeg efni - upphafningu efnis- ins sem verðmætis var hiklaust gefið langt nef.“ Meðal þeirra sem eiga verk á sýn- ingunni eru margir af helstu gullpenslum þjóöarinnar svo sem Guðrún Tryggvadóttir, ToUi, Tumi Magnússon og Ómar Stefánsson. Myndir á hvolfi Ómar Stefánsson hélt sina fyrstu einkasýningu á Mokka árið 1976. Hann stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla frá 1977 tU 1981. Ómar hefur aUtaf farið sínar eigin leiðir í málverk- inu og myndir hans einkennast af mik- Uli frásagnargleði og oft líkjast þær teiknimyndasögum. „Nýja málverkið er hluti af seríu nafna, nýja þetta og nýja hitt, nýja geó- metrían, ný abstraksjón, nýim- pressionismi og nýexpressionismi. Það má segja að tuttugasta öldin hafi verið brotin saman í miðjunni og seinni hlutinn étið upp þann fyrri. Eitt af ein- kennum nýja málverksins eru geming- amir og rokkið, ef það hefði ekki verið tU staðar væri þetta bara eftiröpun af expressionismanum. Það var mikið ak- sjón í gangi og margir sem unnu sam- an við að setja upp sýningar og halda gerninga. Menn vom óhræddir við að láta hlutina gossa og það átti sér stað einhvers konar kúvending." Ómar segir að á sínum tíma hafi orðið vakning fyrir málverkinu í ný- listadeUdinni og að það sé í sjálfu sér merkUegt. „Nemendur í málaradeUd voru að horfa í tæknina en hún lá miUi hluta í nýlistadeUd, enda mUdð af verkum frá þeim tíma hreinlega ónýtt. Ég hef t.d. heyrt sögur um að stofhan- ir og einstaklingar hafi keypt myndlist frá þessum árum og hún hafi hreinlega hrunið á gólfið. Þetta á sér reyndar ýmsar skýringar, menn voru að gera tUraunir með ný efni og sum þeirra voru meingöUuð eða hand-ónýt. Mig minnir að ég hafi fyrst heyrt minnst á nýja málverkið í tima hjá Hreini Friðfinnssyni þar sem hann sagði að það einkenndist af því að menn máluðu aUt á hvolfi. Persónu- lega held ég að Dieter Roth sé guðfaðir nýlista hér á landi aUar götur frá því að SÚM var og hét. Hann kom okkur ToUa tU dæmis í samband við menn eins og Bernt Koberling og Karl Heinz Hödicke sem voru sporgöngumenn nýja málverksins í Þýskalandi. Ég var hins vegar í námi hjá nýimpression- ista sem hét Klaus Fussman og hann var lengi að ströglast í mér að hætta að mála myndir með mikilli frásögn og sagði að það væri hreinlega bannað. Mér fannst reyndar líka eins og það væri bannað að mála í myndlistarskól- anum, þess í stað áttu menn að fá hug- myndir og láta framleiða myndirnar úti í bæ. Samkvæmt þessari hug- myndafræði voru það bestu myndlist- armennirnir sem borguðu öðrum fyrir að gera myndirnar fyrir sig. Nýja mál- verkið er einhvers konar andsvar við því, okkur hreinlega kitlaði í fmguma og langaði að suha i draslinu." Aðspurður segir Ómar að nýja mál- verkið hafi verið bylgja sem menn hafi riðið á eins og brimbretti en fáir hafi fylgt því eftir. Kip Leikhús ■ ANTIGONA I kvöld, kl. 20, veröur Antlgóna eftir Sófókles sýnd á Stóra sviðl Þjóðlelkhússlns. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson en aö- alhlutverk eru meöal annars í hönd- um Halldóru Björnsdóttur og Arnars Jónssonar. ■ EVA Bersögli sjálfsvarnareinleikur- inn Eva veröur sýndur í kvöld, kl. 21, í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Frábær tragí-kómedía. * ■ JÁ, HAMINGJAN Já, hamlngjan eftir Krlstján Þórð Hrafnsson veröur sýnd í kvóld, klukkan 20.30, á Litla svlði í Þjóðleikhúslnu. Fundir ■ HEIMSPEKI RÆDD I KAFFILEIK- HUSINU Félag áhugamanna um heimspeki stendur fyrir rabbfundi um heimspeki í skáldsögum í Kaffi- leikhúslnu klukkan 16 í dag. Meöal annars stendur til aö ræöa bók Pét- urs Gunnarssonar, Myndin af heim- inum. Frummælendur eru, auk Pét- urs, Jón Karl Helgason, Úlfhlldur Dagsdóttlr og Jón Ólafsson stjórnar ■jj, umræöum. ■ FÉLAGSFUNPUR MARKARHOLTS Stjórn og fulltrúaráö Markarholts boöa til almenns fundar fyrir félagsmenn og aðra. Fundurinn verður í dag, kl. 14, í safnaðarheimlll Bústaðakírkju. Sjá nánar: Líflð eftlr vlnnu á Vísl.is Biðu í þrjá og hálfan tíma eftir þorrablótsmiða: Glatt á hjalla í biöröö DV, GRUNDARFIRÐI: Þorrablót Grundfirðinga er um helgina og sem fyrr er mikill spenningur fyrir blótinu. Miðasala fór fram sunnudaginn 28. janúar og hófst klukkan átta um kvöldið í ákveðnu húsi í bænum. Það er mikið keppi- kefli að geta valið sér borð í samkomuhúsinu og þar gildir að vera snemma á ferð þegar miðasala stendur fyrir dyrum. Fyrstur á húninn að þessu sinni var Kristján Oddsson eða Diddi Odds, var hann var mættur um kl. 16.30 og upp úr því dreif aö fólk I einmuna veöurblíðu. Þaö væsti þvi ekki um fólk í biðröðinni en þar sem tölu- verður tími var þar til miðasalan hæfist var tím- inn notaður til spila- mennsku og Árni í Tanga var mættur meö gítarinn svo það var glatt á hjalla í biðröðinni. DVÓ/GK DVJHYND GUNNAR KRISTJANSSON Arni í Tanga, kaupfélagsstjórinn, elns og Grundfirðingar kalla hann, var mættur með gítarinn Þaö var meöal annars spilaö á spil viö huröarhúninn til aö stytta sér stundirnar áöur en miöasalan hæfist. Frumsýning hjá leikfélagi Félags eldri borgara: Leikarar með mikla lífs- reynslu Snúður og Snælda, leikfélag Félags eldri borgara í Reykjavík, frumsýnir á morgun, kl. 17, í Ásgarði í Glæsibæ Gamlar perlur sem eru stuttir þættir úr fimm gömlum verkum. Þetta eru verkin Maður og kona, Dúfnaveislan, Hart í bak, Tíðindalaust í kirkjugarð- inum og Loksins ein sem er erlendur gamanþáttur. Um 20 manns koma að sýningunni, allt fólk með mikla reynslu, þ.e. lifsreynslu, enda er með- alaldur leikara 70 ár. Leikarar eru: Gunnar Helgason, Að- alheiður Sigmjónsdóttir, Jón Jónsson, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, María H. Guðmundsdótt- ir, Sigmar Hróbjartsson, Vilhelmína Magnúsdóttir, Hafsteinn Hansson, Sig- rún Pétursdóttir, Aðalheiður Guð- mundsdóttir og Helga Guðbrandsdótt- ir. Leikstjóri er Bjami Ingvarsson og tæknimaður Kári Gíslason. Sýningar á Gömlum perlum verða á sunnudögum, kl. 17, og miðvikudög- um, kl. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.