Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Page 21
LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 21 DV Helgarblað Rosie O’Donnell: Komin út úr skápnum Rosie O’Donnell er einn vinsæl- asti spjallþáttastjóri í Ameríku næst á eftir Oprah Winfrey. Donn- ell stjórnar sínum eigin þætti og er gríðarlega vel þekkt. Allt sem slíkt fólk gerir opinber- lega eða í sínu einkalífi verður umfjöllunarefni fjölmiðla. Donnell er móðir tveggja ættleiddra barna og býr með annarri konu sem heit- ir Kelli Carpenter. Nú er það orðið opinskátt í Am- eríku að þær deila ekki bara með sér íbúð heldur deila rúmi og kyn- hneigð því Donnell og Carpenter eru lesbískar. Þetta þykja allnokk- ur tíðindi og verða til þess að Donnell er í annarri stöðu en áður og sumt sem hún segir verður lagt út á annan veg. Stutt er síðan Donnell varð tíð- rætt um að helsti draumaprins hennar væri Tom Cruise. Nú velta menn vöngum yfir því hvort þetta hafi verið úthugsað yfirvarp eða kannski vísbending um að Cruise tilheyrði einnig sama hópi og Donnell. Aðrir láta sér fátt um þessar fréttir fmnast og segja að kyn- hneigð Donnell sé eitt verst varð- veitta leyndarmál í bandarískum skemmtanaiðnaði og hafi verið á allra vitorði árum saman að hún hneigðist til kvenna. Rosie O’Donnell Hún hefur ákveðið að koma út úr skápnum. Hófsama leikkonan sýnir nýja hluta: Opinberun Halle Berry Halle Berry hefur hingað tll verið talin verið hófsöm í sýning- um á brjóstum sínum í kvik- myndum. Þegar tökur voru á Swordfish fór hún fram á gífur- lega háar upp- hæðir fyrir að sýna á sér brjóst- in, raunar eina milljón dollara fyrir hvort stykki. Þegar kom að því að leika í mynd- inni Monster’s Ball sem hún er til- nefnd til óskarsverðlauna fyrir var hún öllu viljugri í opinberun lík- ama síns. Eftir þvi sem leikstjóri myndarinnar segir varð að klippa nokkuð mikið af ástaratriðum út úr myndinni, þar á meðal ástaratriði með Halle og Billy Bob Thornton. Halle leikur konu fanga en Billy Bob er í hlutverki rasisks fanga- varðar.Leikstjóri myndarinnar, Marc Foster, segir að hann hafi þurft að slást við kvikmyndaeftirlit í Bandaríkjunum til að hún yrði ekki bönnuð. í nýlegu viðtali segir hann að hann hafði þurft að leggja mikið á sig til að sannfæra eftirlits- menn um að atriðið væri nauðsyn- legt fyrir framvindu myndarinnar. Halle Berry Sýnir hold á Skrímslaballinu. James Woods: Yill hálshöggva hryðju- verkamenn Leikarinn James Woods hefur ekki verið mikið i sviðsljós- inu undanfarin misseri enda ekki verið í áber- andi hlutverkum í vinsælum kvik- myndum. Hann gekk gersamlega fram af mjög mörgum með harkalegum um- mælum sinum ” fyrir skömmu þegar hryðjuverka- menn voru til umræðu. „Það er aðeins ein leið til að stöðva hryðjuverkamann og það er að höggva af honum hausinn. Ef við höfum minnsta grun um að eitt- hvert land hýsi hryðjuverkamann þá skal það land þurrkast af yfir- borði jarðar." Þessi ummæli Woods þóttu mörg- um frekar harkaleg og sérstaklega fóru þau fyrir brjóstið á talsmanni araba í Bandaríkjunum sem þykir kannski ekki sérkennilegt. Jean Abinader, sem er í forsvari fyrir Ar- abísku stofnunina, sagðist vona að Woods væri aftur farinn að taka lyf- in sín. James Woods Hann hefurgeng- iö fram afmörg- um meö ummæl- um sínum. 2002 hjólalínan er komin Gerðu góð kaup - Sama verð og í fyrra S* KLEIN Handcrafted Science' ORNiNNP' STOFNAÐ 1925 Skeifunni 11, Sími 588 9890 Söluaöilan Útisport, Keflavík - Hjólabær, Selfossi - Sportvep Akureyri Byggingavöruversl-Sauöárkr. Olíufélag Crtvegsmanna Isafiröi Eðalsport Vestmannaeyjum - Pípó, Akranesi Opið laugard. 10-16 I Visa- og Euroraðgr. www.ornmn.is Njóttu útiverunnar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.