Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 Helgarblað DV Skíðamanns- ins draumur - um harðræði, langferðir, heita læki, afrifur og leitina að draumnum Allir skíðamenn eiga sér draum. Draumurinn snýst um nokkur atriði sem telja verður meginatriði. Eitt er glitrandi snjóbreiða eins langt og aug- að eygir, umkringd i íjarska hvítum köldum fjöllum sem eru líkt og huiin feldi. Þykkum hvítum feldi. Annað er sólskin og þótt vetur sé þá er næstum alveg logn og það hvíl- ir yfir náttúrunni þessi einstaka stillta þögn sem aðeins verður á köld- um og kyrrum vetrardögum. Það er alltaf gott færi í draumi skíðamannsins. Það er hart og gott rennsli en skíðin marka samt aðeins fór I jafna hjambreiðuna. Skíðamað- urinn er á leiðinni eitthvað til fjalla og hans ferðalag sækist vel og það er heitt kakó og snúður í bakpokanum hans. Þetta er draumur skíðamannsins og þótt aðstæður séu sjaldnast ná- kvæmlega eins og hér er lýst þá eru margh skíðamenn alltaf að leita að þessum draumi. Erum við á réttri leið? Skíöagörpum finnst oftast gaman á ferö þótt veöur séu ekki fullkomin. Hér er Einar Ragnar Sigurösson, siglingafræöingur ieiöangursins, glaöbeittur á miöri leiö í Laugar í hvínandi skafrenningi. Meiri orku Þegar talað er um skíðamenn í þeirri grein sem fer hér á eftir er alltaf átt við þá sem kjósa að ferðast á gönguskíðum um landið og kæra sig lítt um troðnar brautir. Þetta er sér- stakur þjóðflokkur fólks og hann er sennilega ekki mjög stór. Skíðaganga er einhver hollasta hreyfing sem völ er á en hún er jafn- framt mjög orkuírek og enginn mað- ur hefur betri matarlyst en sá sem gengið hefur á skíðum daglangt. Sá sem gengur rösklega á skíðum brenn- ir um það bii 800 hitaeiningum á klukkustund. Það þýðir að skíðamað- ur sem gengur heilan dag hefur eytt 6-7000 einingum. Öfundsverðir Akureyringar Vinsælasta útgáfa skíðagöngu er að ganga á svokölluöum brautarskíð- um í troðinni braut eða góðri slóð eft- ir aðra skíðamenn. Þegar aðstæður eru góðar má sjá slíkar troðnar braut- ir á Miklatúni og Laugardal í Reykja- vik og þær eru alltaf fullar af fólki. Mai-gir leita einnig í Heiðmörk en á skógarstígum þar er oft gott að ganga og sérstaklega er stígurinn með fram Vifilsstaðahlið vinsæll því þar er skjól fyrir norðanátt. Akureyringar eiga sinn Kjama- skóg næstum inni I bæ. Þar eru alltaf troðnar brautir fyrir skíðamenn og þar er alltaf meiri snjór en í Reykja- vík og sunnlenskh skíðamenn grútöf- unda félaga sína fyrh norðan. Þeh sem alast upp í snjóþungum héruðum verða behi skíðamenn en Skíðamannsins draumur Draumur gönguskíöamanns snýst um sól, snjó oggott færi. Þetta var allt saman til staöar á þessari mynd sem var tekin í Bláfjöllunum um síö- ustu helgi. aðrir. Þess vegna em flesth bestu skíðagöngumenn íslands annað hvort úr Fljótum, Ólafsfirði eða vestan af ísafirði. Athvarf flesha skíðagöngumanna í þéttbýlinu á suðvesturhominu er yf- irleitt í Bláíjöllum þar sem er troðin skemmtileg braut og hægt að velja um misjafnlega stóra hringi. Þegar snjóalög þykkna og sól hækkar á lofti má oft sjá stóra hópa fólks að leik á Hellisheiði um leið og reyndar Mos- fellsheiði og Skálafelli þvi þá sjaldan að snjór er nógur eru gríðarlega mörg tækifæri fyrh skíöagöngumenn í ná- grenni Reykjavikur. Tiltölulega flatar víðáttur eins og finna má á heiöunum kringum Reykjavík eru kjörlendi fyr- h gönguskíði en slíkh garpar eru ekki endilega á höttunum efth brekk- um. Skíðamenn fyrh norðan og vest- an öfúnda Sunnlendinga mikið af þessum góðu aðstæðum en hafa vænt- anlega samúð með þeim í snjóleysinu. Stöðutákn skíðamanna Gönguskíði eins og þau sem yfir- leitt em notuð í troðnum brautum em grönn og frekar þykk miðað við hvað þau em mjó. Næsta stig þar fyr- h ofan era breið skíði og þynnri en brautarskíði og em með stálköntum. Þeim er hægt að stýra í talsvert brött- Loksins, loksins Hér sést sami hópur loksins kominn í Laugar eftir átta tíma ferö meö vindinn í fangiö. Vinsældir Lauganna Gott dæmi um vel heppnaða veh- arferð á skíðum væri að ganga frá Sigöldu sem leið liggur í Landmanna- laugar efth hefðbundinni slóð. Leiðin er 23-24 kílómehar og ekki mikill hæðarmunur og um slétt land að fara. Auðvelt er að rata þar sem háspennu- línur visa veginn hluta af leiðinni og bílaumferð og umferð vélsleða er tals- verð á þessum slóðum. Skíðagarpar eru 6-8 tíma að fara þessa leið með farangur og þykh gott dagsverk. Síðan mætti morra í heitum læk í Landmannalaugum um kvöldið en hinn vinsæli lækur í Laugum er að jafnaði heitari á vetrum en sumram vegna lægri grunnvatnsstöðu. Sá sem hefur legið þar eins og skata á froststilltu kvöldi í myrkri og horft upp í stjömubjartan himininn og látið líða úr sér eftir erfiðan skíða- dag gleymh því aldrei. Landmannalaugar draga þess vegna skíðamenn til sin ár efth ár og vegna þess að þar er stór upphitaður skáli í eigu Ferðafélags íslands eru Laugar án efa vmsælastur viðkomu- staða alha skíðamanna. Þaðan liggur leið manna áfram en margh fara hinn svokallaða Laugaveg milli Land- mannalauga og Þórsmerkur á skíðum þegar snjór er nægur en aðrh demba sér austur Jökuldali og taka byggð austur í Skaftártungu. Það er vinsælt meðal skíðamanna af þessu sauðahúsi að fara um Kjöl með viðkomu á Hveravöllum. Fjórar til fimm dagleiðh em há Blöndu- vhkjun að Gullfossi ef færi er gott og er leiðin um 170 kilómehar. Öllu meira og stærra verkefni er að ganga Sprengisand á skíðum en það hafa samt margh gert og er rétt að reikna með viku til þess. Langferðir og kjörtími Nú stendur yfir kjörtími þeirra sem fara í lengri ferðh á skíðum. Sól er að hækka á lofti og birtutíminn orðinn nógu langur til að ferðast heila daga. Færið er yfirleitt gott enda harðnar það efth því sem sól- bráðar gæth meira. Páskar em sér- stök hátíð í hópi slíkra ferðalanga og mest er gaman þegar þá ber upp á hentugan tíma, sem er áður en snjóa fer að leysa. Páskamh í ár em á besta tíma en skíðamönnum er illa viö sumarpáska þegar krapablár og leysing fer að hrella ferðamenn til fjalla. Blessuö Bláfjöllln Útsýniö af Heiöartoppi í Bláfjöllum er fagurt í góöu veöri. Hér finnst skíöamönnum gott aö æja meö kakóbrúsa og snúö. Af bílastæöi viö Blá- fjöll eru um þaö bil þrír kilómetrar aö Heiöartoppi. OV-MYNDIR RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR Fjöll og flmindi Margir gönguskíöamenn fara í lengri vetrarferöir á gönguskíöum. Hér sést hópur göngumanna á ferð rétt viö Bjallavaö í byrjun mars ð leiö í Land- mannalaugar. Veöriö var ekki sérstaklega gott. um brekkum og fóta sig á mun meha harðfenni en á brautarskíðum. Þessi skíði em notuð í lengri ferð- h utan hoðinna brauta og það er á þessum skíðum sem skíðagarpar bregða fyrh sig hinni frægu Þela- merkursveiflu sem er fom aöferð við að beygja í bröttu rennsli. Ekkert finnst þeim sem fara á skíðum um fjöllin eins glæsilegt og falleg Þela- merkursveifla og ekkert er efthsótt- ara stöðutákn í heimi skíðamanna en kunnátta í slíku. Stöðutákn skiðamanna eru reynd- ar fjöimörg og margh í þessum hópi em haldnh vægu merkjasnobbi, Af einhverjum ástæðum eru útprjónaðar norskar peysur og hnéháh skræpótt- h sokkar sjaldséðh utan Miklatúns og þættu sennilega frekar hallærisleg- h á fjöllum þótt þetta sé nánast ein- kennisbúningur skíðamanna í sum- um nágrannalandanna. Þeh sem leggja í langferðh að veh- arlagi eiga um ýmsa kosti að velja. Ferðafélögin bjóða upp á ýmsar páskaferðh og bjóðast jafnvel til að flytja mat og farangur fyrir fólk. En þeh sem ferðast á eigin vegum em yf- irleitt með farangur sinn í poka á bakinu eða draga hann á efth sér á svokallaðri púlku sem er léttur far- angurssleði. Púlka er í raun sérstak- ur sleði til þessara hluta en flesth láta sér nægja venjulega snjóþotu. Það er erfitt að bera meha en 15-20 kíló á bakinu til lengri tima en auð- velt er að setja 30 kíió á þotuna og sé færið gott skondrar hún á efth skiða- manni án þess að hann fmni mikið fyrh því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.