Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2002, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 23. MARS 2001 67 > ~ DV EIR á laugardegi Sturla. Einar. Vilhjálmur. Norðvestur- bandalagið Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á norðvesturhominu ganga ekki allir að þingsætum sínum vísum eftir kjör- dæmabreytingima sem gerð verður fyrir næstu alþingiskosningar. Nýtt Norðvesturkjördæmi rúmar ekki nema hluta þeirra þingmanna sem nú sitja og því hafa þeir Sturla Böðvars- son, Einar K. Guðfinnsson og Vil- hjálmur Egilsson bundist bandalagi til sóknar fyrir eigin sætum og ætla að skilja þau Einar Odd Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson og Sigríði Ingv- arsdóttur (arftaka séra Hjálmars Jóns- sonar) eftir úti í kuldanum. Fellur bandalagið í misgóðan jarðveg í flokknum. (Framhald). Jón fyrir Jón eftir Rakaði yfir- varaskeggið Jón Baldvin HannibafsSon, sendi- herra í Washington, hefur rakað af sér yfirvaraskegg sem lengi hefur verið aðalsmerki hans. Hefur rakst- urinn vakið þó nokkra athygli í Was- hington og skiptar skoðanir um ágæti rakstursins. Gamlir félagar sem heimsótt hafa sendiherrann þekkja hann vart fyrir sama mann - í útliti. Landssöfnun skilar sér Á næstu fimm árum verður þvi fé sem safnaðist í landssöfnun til styrktar krabbameinssjúkum í marsmánuði í fyrra deilt út á margvíslegan hátt - 15 milljón- um á ári. Alls söfnuðust um 80 milljónir króna og koma þær til skiptanna að frá- dregnum kostn- aði. Að sögn Guð- rúnar Agnars- dóttur, læknis og talsmanns söfn- unarinnar, verða nú ráðnir sálfræð- ingur og félagsráðgjafi til að vera krabbameinssjúkum og aðstandend- um þeirra innan handar, nám- skeiðahald verður eflt, stutt við end- urhæfingu á Landspítala, svo og við bakið á aðildarfélögum Krabba- meinsfélagsins á landsbyggðinni, þar sem reynt verður að ráða starfs- menn. Þá fer ákveðin fjárhæð í heimahlynningu krabbameins- sjúkra í Skagafirði en þar er um til- raunaverkefni að ræða. Þá hefur verið keypt ný íbúð í Reykjavík fyr- ir krabbameinssjúka af landsbyggð- inni en fyrir á Krabbameinsfélagið funm íbúðir í höfuðborginni með Rauða krossinum. Gubrún 15 milljónir á ári í 5 ár. Leiðrétting Vegna langvarandi umræðu um réttindamál kynjanna skal tekið fram að karlmenn geta enn fengið legsteina. Guörún meö Svalarörin frá Svíþjóö Sérstakur starfsmaður settur í að blása í rörin til aö finna iekann. Galli í sendingu frá Tetra í Svíþjóð: Svalarörin láku - og neytendur sugu loft - Svalinn frussaðist um allt „Við fengum gallaða sendingu frá Tetra í Svíþjóð og gallinn sá að þeir sjálfir fundu ekki gallann," segir Guðrún Gunnarsdóttir hjá gæðaeft- irliti Vífilfells um rör sem fylgja Svalafernum og láku neytendum að óvörum. Sugu þeir loft í stað Svala en sjálfur drykkurinn frussaðist meðfram. „Vegna þess hve varan er létt kaupum við mikið magn í einu. í þessari sendingu voru 5 milljónir röra og hluti þess gallaöur." Starfsmenn Vífilfells brugðust hart við og stóðu frammi fyrir þvi vali að hætta framleiðslu á Svala eða taka áhættuna og senda lek rör á markað. Rörin koma í kössum og eru 32 þúsund rör í hverjum. Gæða- eftirlitsmennimir skoðuðu 52 kassa og fundu þar tvo með lekum rörum. „Við höfðum sérstakan starfsmann í þvi að blása í rörin til að athuga hvort þau væru í lagi en gallinn lýsti sér í gati við beygjuna á rörinu rétt áður en harmonikkan byrjar," segir Guðrún í gæðaeftirlitinu sem hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanfórnu. „Við vonum bara að þetta sé búið og fleiri lek rör fari ekki í umferð." Vífilfell á von á nýrri og ógallaðri rörasendingu frá Tetra í Svíþjóð 9. apríl og þangað til verða starfsmenn og neytendur að lifa milli vonar og ótta um hvort þeir lendi á götóttum rörum eða heilum. Strax og ný sending berst verður þeirri gömlu eytt og farið fram á bætur sam- kvæmt eðlilegum viðskiptavenjum. Þeim sem lent hafa í því að fá Sval- ann yfir sig í stað upp í sig er bent á að hafa samband við gæöaeftirlit Vífilfells þar sem allir eru boðnir og búnir til að aðstoða fólk og leiðrétta það sem misfarist hefur. JÓfl Ólafsson Plötusnúöur á Bessastöðum. Ólafur Ragn- ar Grímsson Forsetaveislur í áskrift. Kristófer Már Kristinsson Evrópufræðingur meö slagkraft. Þorsteinn Joð. Dýrslegur í þögninni. Jón Böðvarsson Sköllóttur þokki. Markús Örn Antonsson Óljóst endurvarp. m m E5 m m L Toppsex-listl Kollu bygglr á grelnd, útgeislun W og andlegu menntunarstigl þeirra sem i honum eru. Nýr Ustl næsta laugardag. Kynlíf í fjölbraut Nær allir nemendur Fjölbrauta- skólans í Ár- múla stunda kynlíf sam- kvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem birt er í glæsilegu skólablaði þeirra. Nær því allir skólastrákarnir fá fullnæg- ingu við samfarir en aðeins um 70 prósent skólastúlknanna. 95 prósent drengjanna stunda sjálfsfróun, 62 pró- sent stúlknanna sem hafa mestar mætur á trúboðsstellingunni við sam- farir. Strákamir vilja dömuna ofan á fái þeir að velja. f T Sykursjúk börn í sumarbúðavanda - fjárlaganefnd gat lítið hjálpað Fjárlaganeftid Alþingis sá sér ekki fært að verða við óskum að- standenda sykur- sjúkra bama um þriggja milljóna króna styrk til reksturs sumar- búða fyrir börnin. í bréfi frá nefnd- inni felst hún á að veita börnunum 200 þúsund króna styrk til sumar- dvalarinnar. Það fé hrekkur skammt og því er sumar- búðadvöl sykursjúku bamanna stefnt í voða en þau þurfa flest hver sérstaka umönnun og geta ekki sótt almennar sumarbúðir. „Við reynum allt hvað við getum til að hjálpa fólki sem fær ekki úr- lausn annars staðar. En ég verð að skoða þetta mál sérstaklega en get það ekki nú vegna þess að ég ligg veikur í flensu,“ segir Ólafur Örn Har- aldsson, formaður fjárlaganefndar. „Ég býð þessu fólki hins vegar að koma og hitta mig strax og ég er orðinn frískur.“ Sykursjúku bömin (6-12 ára) höfðu hlakkað til að fara í sumar- búðir í Reykjadal í Mosfellssveit í lok ágúst en óvíst hvort af því getur orðið. Nema Ólafur Öm og félagar hans í fjárlaganefnd hressist. Eða eins og eitt foreldrið orðaði það: „Nóg virðist vera til af peningum þegar verið er að hækka launin hjá alls kyns nefndarmönnum sem eru hvorki böm né sykursjúkir." Ólafur Öm og sumarbúöirnar Býður aðstandendum sykursjúkra barna til fundar - allur af vilja gerður. Þingmenn að störfum Verkin verða léttari þegar aðstoðarþingmennirnir koma til sögunnar - ef Guð lofar. Aðstoðarþing- menn í fæðingu í tengslum við væntanlega kjör- dæmabreytingu má gera ráð fyrir að nýtt og áður óþekkt afl verði til í íslenskum stjórmmálum; aðstoðar- þingmenn. Þeir yrðu ekki kjömir heldur ráðnir af Alþingi til að byrja með. Samkvæmt tillögum nefndar undir forsæti Einars K. Guðfínns- sonar er gert ráð fyrir einum og hálfum aðstoðarmanni á hverja tvo þingmenn. Reynslan myndi síðan skera úr um hvort ekki væri rétt að hver þingmaður fengi sinn aðstoð- armann - og þá líklega að eigin vali líkt og tíðkast hjá ráðherrum. Til- lögurnar eru nú á borðum for- manna stjórnmálaflokkanna sem eiga eftir að taka afstöðu til þeirra. Verulegur kostnaður myndi fylgja nýbreytninni en samkvæmt út- reikningum Hreins Loftssonar hæstaréttarlögmanns kostar hver þingmaður þjóðarbúið 37 milljónir króna á kjörtímabili. Rétta myndin DVIHYND HILMAR ÞÖR A ís Hófadynur á ísilögðu vatni. Fegurri verða hljóðin ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.