Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 DV Starfsmaður R-listans reglulega hjá sýslumanni: Aflaði upplýsinga um utankjörfundaratkvæði - mistök segir kosningastjórinn Risarækjueldi OR: Skilyrðum fullnægt - segir forstjórinn „Við vinnum eft- ir tveggja ára gam- alli stjómarsam- þykkt, en áður en framkvæmdir hefj- ast verður þetta lagt fyrir stjóm Orkuveitunnar til kynningar aftur,“ segir Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um fyrirhugað tilrauna- eldi Orkuveitunnar á risarækju á Bakka í Ölfusi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltrúi sjálfstæðismanna I stjóm Orkuveitunn- ar, hefur gagnrýnt fyrirhugaða tilraun þar sem skilyrðum 1 stjómarsamþykkt um flármögnun verkefnisins hafi ekki verið fullnægt. Guðmundur segir þetta rangt; skil- yrði stjómar fyrir þátttöku annarra að- ila hafi verið uppfyllt með samningi við nýsjálenska ræKjueldisstöð og íslenska nýsköpun, auk vilyrðis um víkjandi lán frá Nýsköpunarsjóði. -ÓTG Lóan sigraði Lóan sigraði í Evrópusöngvakeppni fugla en úrslit voru tilkynnt síðdegis í gær. Lóan varð efst í vefkosningu og sigraði blábrysting frá Belgíu eftir æsispennandi lokasprett. Tjaldurinn, sem var fulltrúi Færeyinga, varð í þriðja sæti. Lóan skaut mörgum fræg- um söngfuglum ref fyrir rass með sínu hógværa en hljómþýða dirrindí. -vig Rúmenar vilja pólitískt hæli Nítján rúmenskir fljóttamenn komu til landsins með Norrænu á fimmtudag og hafa þeir óskað eftir pólitisku hæli hér á landi. Hluti fólksins gaf sig fram við lögreglu á fimmtudagskvöldið en hópurinn náðist allur saman í gær og er kominn i húsaskjól hjá Rauða kross- inum. Sá elsti í hópnum, sem er þrjár fjölskyldur, er fæddur 1937, en yngst er þriggja mánaða barn, samkvæmt heim- ildum DV. „Við erum að rannsaka og ná utan um þetta mál,“ sagði Guðlaug- ur Valtýsson hjá útlendingadeild lög- reglunnar í Reykjavík í samtali við blaðið í gærkvöld. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. -sbs Aðalfundur Út- gáfufélags DV var haldinn í gær og hætti þá Ágúst Einarsson prófess- or í stjóm félags- ins. í viðtali við DV sagði Ágúst að nú væra tímamót í rekstri blaðsins og hann teldi því Einarsson. rétt að hætta en hann hefur verið stjórnarformaður blaðsins frá því núverandi eigendur DV komu inn í reksturinn í maí á síð- asta ári. „Þetta er búið að vera viðburða- ríkur tími. Það er mjög samhentur hópur sem eignaðist allt blaðið í desember sl.,“ sagði Ágúst. „Blaðið hefur batnað verulega síðustu mán- uði og við höfum flutt í nýtt og glæsilegt húnæði. DV býr yfir ein- Starfsmaður Reykjavíkurlistans sótti reglulega í vikunni upplýsing- ar til Sýslumannsins í Reykjavík um hverjir hefðu komið þangað til að greiða atkvæði utan kjörfundar. Athæfið vekur athygli í ljósi þess að R-listinn hefur lýst andstöðu við upplýsingaöflun Sjálfstæðisflokks- ins i kjördeildum um það hverjir neyta kosningaréttar. Ingvar Sverrisson, kosninga- stjóri R-listans, segir að um mistök hafi verið að ræða. Upplýsingarnar hafi starfsmaðurinn sótt að eigin frumkvæði og án samþykkis og vit- undar kosningastjómar. Gögnum hafi verið skilað þegar ljóst var staklega hæfu starfsfólki og lesend- urnir hafa kunnað að meta blaðið og þær breytingar sem hafa verið gerðar, t.d. á Helgarblaði DV.“ Aðspurður um afkomuna sagði Ágúst að síðasta ár hefði verið þungt enda allir íjölmiðlar gengið í gegnum lægð á auglýsingamarkaði en rekstur síðustu mánaða væri eftir áætlun og þetta ár liti vel út. „Við erum að ljúka þvi að styrkja blaðið fjárhagslega og blaðið heldur ótrautt áfram að vera vandaður og gagnrýninn íjölmiöill," sagði Ágúst. „Við fækkum einfaldlega í stjóm. Þetta eru því góð timamót að hverfa úr þessu hlutverki enda tók ég þetta verkefni eins og að fara á vertíð og henni er farsællega lokið. Ég færi starfsfólki og lesendum bestu þakkir fyrir samstarflð á liðnu ári,“ sagði Ágúst Einarsson, fráfarandi stjórnar- formaður DV, að lokum. - hlh hvers kyns var. Ingvar tekur fram að þetta sé raunar í samræmi við þær starfsaðferðir sem flokkamir hafi haft, en frá þeim vilji R-listinn hverfa. „Hins vegar höfum við sem fyrr aflað okkur upplýsinga um einstaka kjósendur sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Svo var í einu tilviki þar sem ekki var á hreinu hvort eldri kona sem dvelst á sjúkrahúsi væri búin að greiða atkvæði eða ekki. Því máli tókst okkur að koma á hreint," segir Ingvar. Sem kunnugt er sendi Reykja- vikurlistinn í vikunni erindi til Persónuverndar þar sem spurt var DV. NEW YQRK_____________________________ Helgi Tómasson, ballettdansari og að- alstjómandi San Francisco-ballettsins, var í gær gerður að heiðursdoktor við Juillard-háskólann 1 New York en skól- inn er einn virtasti listaháskóli í heimi. „Ég er afar stoltur af þessum titli, ekki síst þar sem skólinn skilar af sér hvort það samræmdist lögum að fulltrúar framboða sitji í kjördeild- um og skrái hverjir kjósi. „Kjósi menn ekki er það auðvit- að ákveðin afstaða. Með upplýs- ingaöflun sinni í kjördeildum hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn það á hreinu og það tel ég vera per- sónunjósnir," segir Ingvar. „Fulltrúi listans kom hingað oft- ar en einu sinni en skilaði síðan listunum. Ég veit ekki af hvaða hvötum hann gerði það,“ sagði Þórir Hallgrímsson fulltrúi Sýslu- mannsins í Reykjavík sem stjórnað hefur utankjörfundaatkvæða- greiðslu. -sbs nemendum á heimsvísu,“ sagði Helgi Tómasson við DV. „Þetta var stór stund fyrir ísland og mikill heiður sem Helga er sýndur. Hann er einn fremsti listamaður heims á okkar tímum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sem var við- staddur athöfnina í New York í gær. -rt Glerlykillinn afhentur: Mýrin besta glæpasagan Amaldur Indriðason rithöfundur veitti í gær viðtöku Glerlyklinum, nor- rænu glæpasagnaverðlaununum í ár, fyrir bók sína, Mýrina. Tilnefnd vom verk ffá Dan- mörku, Noregi, Fnnlandi og Sví- þjóð auk Islands. Mýrin kom út árið 2000 og hlaut afar lofsamlega dóma gagnrýnenda og var meðal annars sagt um hana að loksins væri komin trúverðug íslensk glæpasaga. Verðlaunin nú em hins vegar fyrstu alþjóðlegu verðlaunin sem hlotnast islenskum glæpasagna- höftmdi, en bók Viktors Amar Ingólfs- sonar, Engin spor, var tilnefhd i fyrra. Amaldur hefur sent frá sér fimm glæpasögur, Syni duftsins, Dauðarósir, Napóleonsskjölin, Mýrina og Grafar- þögn sem kom út fyrir síðustu jól. Bækur hans eru væntanlegar á dönsku, ftnnsku, þýsku og hollensku. Auk þess eru í undirbúningi tvær kvikmyndir eftir bókum Amalds. Baltasar Kormákur vinnur að gerð bíó- myndar eftir Mýrinni og Snorri Þóris- son stefnir að gerð alþjóðlegrar stór- myndar eftir Napóleonsskjölunum. -aþ Akureyri: Kjöltudans bannaður Allar líkur eru á að kjöltudans verði bannaður á Akureyri innan skamms. Bæjarráð lagði í gær til við bæjarstjórn að breyting yrði gerð á Lögreglusamþykkt Akureyr- ar í þessa veruna. í umsögn bæjar- ráðs segir að bann skuli lagt við hvers konar einkasýningum og dansi. „Dansatriði skulu einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjar- lægð milli dansara og áhorfanda sé a.m.k. 4 metrar. Dönsurum er óheimilt að fara mn á meðal áhorf- enda,“ segir bæjarráð. -BÞ Skóli ísaks Jónssonar: Afmælishátíð Skóli ísaks Jónssonar á 75 ára af- mæli og í tileftii af því ætla skólinn og foreldrafélagið að efna til sýningar og vorhátiðar í skólanum í dag. „Undir- búningurinn hefúr verið hnitmiðaður og allur veturinn hefur miðast við að hafa sýninguna sem glæsilegasta," seg- ir Sonja Backman, skrifstofustjóri skól- ans. Allar stofúr verða undirlagðar gömlum munum og kennslugögnum og einnig verður til sýnis mikið safn af gömlum ljósmyndum ásamt kvikmynd sem tekin var í skólanum rétt eftir 1960. „Ýmis skemmtiatriði verða á boðstólum, foreldrafélagið verður með uppákomur fyrir bömin frá kl. 12 og kl. 14 og ýmislegt fleira skemmtilegt verð- ur á dagskrá," segir Sonja. Allir vinir og velunnarar skólans era velkomnir á sýninguna sem stendur frá kl. 10 til kl. 15. -V Guömundur Þóroddsson. DV-MYND PJETUR KR-sigur á íslandsmeisturunum í vesturbænum íslandsmeistarar Akraness eru enn án stiga í Símadeild karla eftir tap gegn KR í vesturbænum í gærkvöldi, 3-1. Sigurvin Óiafsson geröi tvö fyrstu mörk leiksins fyrir KR áöur en Eiiert Jón Björnsson náöi aö minnka muninn fyrir Skagamenn. Þaö var svo Reynir Örn Leósson sem tryggöi sigur KR-inga meö sjálfsmarki rétt fyrir leikslok. KR-ingar hafa hins vegar ekki enn tapaö leik og eru meö fjögur stig eftir tvær umferöir Breyting á stjórn DV Forsetinn og ballettmelstarinn Forseti íslands ásamt Helga Tómassyni, eiginkonu hans og Dorrit Mousaieff. Helgi heiðursdoktor Arnaldur Indriöason. ...d þú bara leyfir okkur það. Hikaðu ekki við að spyrja allra þeirra spurninga sem þú hefur i huga þvi söluráðgjafar okkar rnunu leggja sig fram við að uppfylla óskir þínar um draumaeldhúsið. Einnig bjóðum við þá þjónustu að heimsækja þig og koma með tillögu að þvi hvernig nýja eldhúsið þitt eigi að lita út. hannig getur þú fengið nýtt eldhús á ánægjulegan hátt með lltilli fyrirhöfn. Sjá nánar heimasiöu okkar www.hth.dk .þú færð það aðeins betra hjá æ BRÆÐURNIR ORMSSON - LÁGMÚLA 8 •• REYKJAVfK - SÍMI530 2800 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.