Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002
H&Igarblað 3Z>"V
45
-4-
28 gíra fararskjóti fleygir manni um vínstíginn fræga í Frakklandi. Hjólaferð um vínhéruð Búrgúndí er óvið- Smábóndinn Miehelle Tliomas er með fjóra hektara í
jafnanleg leið til að kynnast sveitum og þorpum þessa kunnasta vínræktarlands í heimi. rækt, á hverjum þeirra vaxa ellefu þúsund plöntur og
hverja þeirra þarf að klípa þrisvar á ári.
Og hún veldur ekki vonbrigðum. Gamla virkisborg-
in Beaune er með fegurstu bæjum Frakklands. Þar
búa ríflega tuttugu þúsund manns beggja vegna mið-
aldarmúranna sem umlykja gamla bæinn og er vel
við haldið. Og einstakt og gott viðhald og virðing fyr-
ir sögunni er reyndar aðalsmerki þessa bæjar. Gömlu
húsin í miðju bæjarins, sum hver frá 12. og 13. öld,
standa þar reisuleg og fagurlega til merkis um menn-
ingarást Frakka. Gönguferð um stíga og götur Beaune
er hverjum manni opinberun. Þar mætist saga og
samtíð með óviðjafnanlegum hætti. Einna tignarleg-
ast er sjálft Guðshótelið, Hotel-Dieu, sem stendur í
gotneskum stíl við gamla markaðstorgið, en þar var
rekinn spítali á miðöldum fyrir fátæklinga og munað-
arleysingja. Þar er nú safn sem vitnar um eymdina á
fyrri tímum þegar hver hungursneyðin af annarri
fylgdi stríðum og stanslausum óvinafagnaöi um álf-
una alla. Hotel-Dieu er einhver glæsilegasta miðalda-
bygging sem enn stendur í Evrópu; jafnt ytra og innra
byrði byggingarinnar er fagurskreytt og marglitar
skífurnar á þaki þess eiga sér ekki hliðstæðu.
Vínstígurinn góði
Beaune er vínmiðstöð Búrgúndarhéraðs. t þessum
bæ hafa margir stærstu vínframleiðendur héraðsins
höfuðstöðvar sínar, s.s. Pommard, Meursault og
Volnay, en allt eru þetta heiti á litlum sveitabæjum í
grenndinni sem rekja sögu sína aftur fyrir miðaldir.
Þeir standa uppi í sólbökuðum hlíðunum við Beaune
sem eru hluti af löngum og ljúfum stíg sem á ekki
sinn líka í Evrópu. Hann er nefndur Route des Vins,
eða vínstígurinn og liggur suðvestur af borginni
Dijon og alit til Beaune, um 75 kílómetra leið og heit-
ir þar ýmist Cote des Nuits eða Cote des Beaune sem
saman nefnast Cote d’Or.
Við erum með öðrum orðum komin til hinna gylltu
hlíða Frakklands, bestu vínsvæða Búrgúndarhéraðs
aö mati þeirra sem telja sig best til þekkja. Og ekki
vantar svo sem vínsérfræðingana á þessum slóðum,
þar sem enginn er maður með mönnum nema þekkja
til ólíkustu bragðtegunda sem líkt er jafnvel við leður
og kattahland og allt þar á milli.
YFir tuttugu þúsund vín eru framleidd í öllu
Búrgúndarhéraðinu, þar af flest þau kunnustu á vín-
stígnum milli Dijon og Beaune þar sem ekrurnar
liggja þétt hver við aðra.
Óvíða eru betri aðstæður til að rækta vínvið; veð-
urfarið er hæfilega hlýtt og stillt, ávöxturinn er með
auðþekkjanlegum keim og jarðvegurinn ýmist
kalkríkur eða nægur af leir og tinnu en almennt er
talið að úr þess konar mold spretti besti vínviðurinn.
Heimamenn segja að hvergi i heiminum komi þessir
eiginleikar náttúrunnar saman á einum stað nema á
vínstígnum góða. Og slíkur fjöldi aðkomumanna hef-
ur tekið undir þau sjónarmið að fáir eru eftir sem ef-
ast.
Hjólað um ekrumar
Ferðamennska í Frakklandi getur tekið á sig marg-
víslegar myndir, enda landið stórt og fjölbreytilegt.
Skrifari þessara orða hefur oftsinnis sótt Frakka
heim, en aldrei kynnst landi þeirra með jafn áhrifa-
miklum hætti og að hjóla um einar frægustu vínekr-
ur landsins. I sól og ljúfum andvara líða hjólreiða-
menn um franska vínstíginn og staldra ýmist viö úti
á ekrunum eða inni í þorpunum og þess á milli er
dreypt á vini í þeim fjöldamörgu vínkjöllurum sem er
að finna á þessari vinalegu vegferð. Vandalaust er að
leigja sér fuilkomnasta gírahjól í Beaune, sem kostar
innan við 2000 krónur á dag - og með hjálminn á
höfði fær ekkert stöðvað þann mann sem vill komast
til botns í bikar þessa frægasta vínræktarlands í
heimi.
Með skrifara í för voru átta manns og farið var
hring um hlíðamar við Beaune sem baða sig í sunn-
ansólunni. Alls staðar mætti neFi og augum ný upplif-
un, hvort heldur var ofan í kjallara kastalans í Me-
ursault þar sem smakkað var á öflugasta árganginum
eða úti á ekrunni hjá Michelle Thomas. Sú síðar-
nefnda er liðlega sextug kona, einn ótal smábænda
sem yrkja sinn skika árið um kring. Hún sagði okkur
sínum hæga rómi að þau hjónin væru með fjóra hekt-
ara í rækt, á hverjum þeirra væru ellefu þúsund
plöntur og hverja þeirra þyrfti að klippa þrisvar á ári
svo hún gæfi nægilega af sér. Það væri vissulega ærið
verk, en þetta væri líf hennar - og yndi.
Gestir Michelle Thomas þennan dag í gylltu hlíðun-
um í Frans mældu uppskeru hennar í flöskum. Þeir
töldu í huga sínum 50 þúsund flöskur á ári. Það
fannst hjjólreiðafólkinu dágott og hélt áfram sína leið
þennan dag á fótstiginu í Frans. Og það er ferð sem á
ekki sinn líka. -SER