Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 20
20 Helgarblað DV LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Loksins laus undan hnífnum André Bachmann tónlistarmaður segir frá sérstæðri aðgerð sem hann gekkst undir í Amertku til að laga ofholdgun ímunnholi. André fæddist holgóma og með skarð ívör og hefur barist i/ið þessa fötlun sína alla ævi. Hann gekk ntjlega undir óvenjulega aðgerð íAmertku. ANDRÉ BACHMANN FÆDDIST EKKI með silfur- skeið í munninum heldur fæddist hann holgóma og með skarð í vör. Hann ólst upp í Höfðaborginni sem var nokkurs konar braggahverfi á svæðinu milli Borgartúns og Skúlagötu. Hann átti líka heima vest- ur á Meistaravöllum og var elstur í stórum systkina- hópi. Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera afmyndaður í æsku og þegar André var að alast upp var honum miskunnarlaust strítt á þessu líkamslýti sínu. „Ég væri að skrökva ef ég segði annað,“ segir hann þegar hann rifjar þessa tíma upp. „Börn geta verið mjög grimm og það var margt sem var látið viðgangast þá sem ekki yrði tekið í mál í uppplýstu samfélagi nútímans." Alltai' á spítala í júní Vegna þessarar fótlunar gekk André mikla þrauta- göngu sem barn og unglingur. Árlega frá fæðingu og fram til tólf ára aldurs þurfti hann að gangast undir misjafnlega stórar aðgeröir til þess að lagfæra munn- hol hans og reyna að byggja það upp svo það mætti þroskast eðlilega. „í endurminningunni þá er það yfirleitt í júní á hverju ári sem ég er á sjúkrahúsi," segir André sem lá oftast á barnaspítala Hringsins þar sem læknar reyndu eftir megni að laga lýti hans. Hann gekk til talkennara og segist muna vel eftir Brandi sem annaðist það. Hann starfaði hjá Heyrn- leysingjaskólanum og var til húsa uppi í Holtum. André segist þannig hafa alist upp við að lífið væri barátta og langt frá því að vera dans á rósum og það þyrfti að hafa fyrir flestu því sem örlögin réttu að mönnum. En André lét ekki þetta mótlæti buga sig að neinu leyti því hann hefur alltaf verið lífsglaður og bjart- sýnn. Hann átti marga sólargeisla í sinu lífi og einn þeirra var tónlistin. Hann hóf mjög ungur sinn tónlistarferil og lærði að spila á trommur. Sá sem kenndi honum fyrst að slá taktinn var trommarinn í Lúdó sextett og Stefán, Ólafur Benediktsson. Sá er faðir Geirs Ólafssonar, söngvara og listamanns, og var á sínum tíma virkur tónlistarmaður. En hvar kom André fyrst fram sem trommari? „Það var í gamla góða Glaumbæ og hljómsveitin var meðal annars skipuð Guðmundi Ingólfssyni, stór- snillingi á píanó. Ég man ekki lengur hverjir aðrir voru þarna og ég man heldur ekki hvað við vorum að spila. Það fennir yfir þetta.“ Það kemur ef til vill ekki á óvart þótt André muni ekki nákvæmlega hvar og hvenær ferill hans hófst enda nær hann yfir rúmlega 30 ár. Þar kennir margra grasa en nefna mætti nokkur atriði eins og Lands- lagskeppnina sem André átti þátt í að stofna á sínum tíma. Það mætti líka nefna hljómsveitina Aríu sem ferðaðist um allt landið og miðin og tryllti lýðinn. Og það mætti líka nefna Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar frá Selfossi sem var betur þekktur sem Steini spil en hún naut feiknalegra vinsælda á sjö- unda og áttunda áratugnum. Vildi fá hann í framlínuna Einnig mætti nefna þau tímamót á ferli André sem urðu þegar hann hætti að tromma og fór að syngja eingöngu. Það gerðist í hljómsveit þar sem engillinn Ellý Vilhjálms var í framlínunni. „Hún skipaði svo fyrir að ég ætti að koma fram á svið og syngja með henni og hljómsveitin ætti að ráða trommara í staðinn fyrir mig. Henni leiddist að syngja tvísöng og þess háttar með mér og ég sat alltaf falinn á bak við settið. Ellý var yndisleg manneskja og frábær söngkona og það voru forréttindi að kynnast henni persónulega.“ André hefur oft vakið athygli fyrir afskipti sín af ýmsum liknarmálum og mætti nefna ýmsa góðgerða- tónleika sem hann hefur beitt sér fyrir og safnað fé til ýmissa verkefna sem tengjast þroskaheftum og fötluð- um og þeirri aðstöðu sem Kiwanisklúbburinn Viðey hefur verið að byggja upp i Mosfellsbæ. Þar naut André áratuga vináttutengsla sinna við fjölmarga tónlistarmenn sem hann hefur unnið með og kynnst í gegnum tiðina. André hefur alltaf haft með höndum eitthvað ann- að starf en tónlistina og viðurkennir hlæjandi að tón- listin hafi verið hjákona frekar en eiginkona gegnum tíðina. Hann starfar enn á fullu sem tónlistarmaður bæði innan lands og utan. Þannig fór hann til Amer- íku í vetur með hljómsveit sína til þess að spila á skemmtunum íslendingafélaga í Los Angeles og víð- ar. Hann segir samt að það sé ekki þannig að hljóm- sveitin starfi með reglulegum hætti eða vinni eftir æf- ingaplani. „Þetta gengur þannig fyrir sig að ef við ætlum að spila einhvers staðar þá hringi ég í Árna Scheving og hann hóar i nokkra menn, ekki alltaf þá sömu en oft er Carl Möller þar einhvers staðar. Tryggvi Húbner kemur oft við sögu og Helga Möller. Þetta eru at- vinnumenn og það er engin sérstök þörf á að æfa það sem menn kunna vel. Ef eitthvað vantar upp á þá rissar Ámi það upp og menn spila bara af blaðinu." André gekk í gegnum einkennilega lífsreynslu í vor þegar margra ára veikindaferli hans lauk með ein- stakri aðgerð. Eins og fyrr sagði þá sótti André mik- ið til lækna vegna bæklunar sinnar og gekkst alltaf undir aðgerðir annað slagið og um tíma var opið úr munnholi upp í nef. André þjáðist af sífelldum sýk- ingum í munnholi og nefi og var nær stöðugt á sýkla- lyfjum. Aðskotahlutur í munnholi Eftir miklar rannsóknir og nær vikulegar heim- sóknir til Einars Thoroddsens sérfræðings, sem André talar um af mikilli virðingu, uppgötvaðist hinn skelfilegi sannleikur þegar í ljós kom að í einhverri læknisaðgerð hafði aðskotahlutur orðið eftir í munn- holi André og hafði, þegar uppgötvunin var gerð, lík- lega verið þar í um nokkur ár. Um aðskotahlutinn hafði myndast mikill örvefur og ofholdgun sem var að eyða bæði beini, æðum og taugum i kring. Nú tók við mikil leit að læknum sem treystu sér til þess að lagfæra þetta áður en það legði heilsu André gersamlega í rúst. Það var Ottó Guðjónsson, íslensk- ur lýtalæknir sem lengi hefur starfað í Ameríku, sem á endanum kom André í samband við Stephen Sachs lýtalækni sem hefur sérhæft sig í slíkum aðgerðum. Það var síðan hjá honum sem André lagðist undir hnífinn í byrjun maí sl. og var þá ofholdgunin fjar- lægð og framkvæmd umtalsverð lýtaaðgerð í munn- holi André. Um tíma var talið að flytja þyrfti bein af mjaðmarkambi hans í munnholið en sem betur fer var horfið frá því. André segist lítið muna eftir að- gerðinni sjálfri en 50 spor munu hafa verið saumuð til þess að ljúka verkinu. Þegar blaðamaður DV hitti André á heimili hans í Breiðholtinu lék hann á als oddi enda verður ekki séð annað en aðgerðin hafi tekist vel. Rödd André hefur breyst mikið og þeir sem þekkja hann segja að auka- hljóð sem áður heyrðust nokkuð í tali hans og mikið nefhljóð sé algerlega horfið. „Mér líður vel og hlakka fyrst og fremst til þess að mæta aftur í vinnu hjá Strætó á þriðjudaginn og taka aftur við leið 7 þar sem ég er vanur að vera. Það má þakka öllum þeim samstarfsmönnum mínum sem alltaf hafa verið tilbúnir að leysa mig af,“ segir André og býður upp á kaffi. Hann vill einnig þakka þeim tónlistarmönnum og vinum sem stóðu fyrir tónleik- um honum til styrktar áður en hann lagði í þessa Bjarmalandsför til Ameríku. „Ég vil þakka Árna Scheving, Helgu Möller, Carl Möller, Tryggva Húbner og mörgum fleiri sem lögðu hönd á plóginn. Þetta er fólk sem við stöndum í þakk- arskuld við. En fyrst og fremst vil ég þakka eiginkonu minni, Emelíu, sem stóð eins og klettur við bakið á mér í öllu þessu andstreymi og hefur alltaf gert. Ég á henni allt að þakka.“ PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.