Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 DV REUTERSMYND Hermenn í skóianum Indversk skólabörn viröa fyrir sér hermenn sem hafa tekiö sér ból- festu í skóla þeirra nærri landamær- unum að Pakistan. Mikil spenna er í samskiptum ríkjanna tveggja. Herinn í Pakistan prófar flugskeyti Indverskir ráðamenn snupruðu í gær Pakistana fyrir tilraunir þeirra með flugskeyti sem hefjast um helg- ina og eiga að standa næstu daga. Pakistanar tilkynntu þetta í gær, á sama tíma og heldur dró úr ótta manna við áð stríð milli kjamorku- veldanna tveggja vegna Kasmírs væri yfirvofandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að deilur ríkj- anna væru „mjög hættulegar" og hét því að reyna sitt til að koma vit- inu fyrir ráðmenn. Þá sagði Chris Patten, sem fer með utanrikismál hjá ESB, að þolin- mæði indverskra stjómvalda í garð Pakistana væri senn á þrotum. Færri flóttamenn til Danmerkur Umtalsvert færri flóttamenn hafa leitað hælis í Danmörku á undan- förnum mánuðum á sama tíma og þeim hefur fjölgað í bæði Noregi og Svíþjóð. Talið er að beint samband sé milli þessa og strangrar stefnu dönsku ríkisstjómarinnar í málefn- um útlendinga, að því er fram kem- ur í danska blaðinu Jyllands-Post- en. Á fyrsta fjórðungi þessa árs komu 1.877 flóttamenn til Danmerkur, eða 1.251 færra en á sama tíma í fyrra. Flóttamönnum fjölgaði aftur á móti um 711 í Noregi á sama tíma og fjölgaði um 1.356 í Svíþjóð. Flóttamennimir til þessara þriggja landa koma aðallega frá löndum á borð við írak og fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. REUTERSMYND Bono og ráðherrann Matarhié á sjúkrahúsi í Soweto. Bono og ráöherr- ann hneykslaðir Irski U2-popparinn Bono og Paul O’Neill, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, áttu ekki orð til að lýsa hneykslan sinni á því hve lítið er um úrræði fyrir HlV-smitaðar van- færar konur í Suður-Afríku. Tvímenningamir heimsóttu Chris Hani Baragwanath sjúkrahús- ið i Soweto í gær og þar var þeim sagt að tvö þúsund vanfærar HIV- smitaðar konur í bænum fengju enga meðferð þrátt fyrir að árleg framlög gjafaþjóða til meðferðar gegn alnæmi næmu um fimm millj- örðum króna. Starfsfólk sjúkrahússins sagði að það kostaði aðeins um 100 milljónir króna að gefa öllum vanfæmm kon- um í Soweto lyf sem dregur úr því að smitið berist í börn þeirra. ^ Samningur um fækkun kjarnorkuvopna undirritaður: Iranar fá ekki að- stoð við sprengjur Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði George W. Bush Bandaríkja- forseta einslega í gær að Rússar myndu ekki gera neitt sem kæmi stjórnvöldum í Iran að notum við að smíða kjarnorkusprengju, að því er háttsettur bandarískur embættis- maður greindi fréttamönnum frá í Moskvu. Ágreiningur forsetanna um mál þetta kom hins vegar í ljós á fundi sem þeir héldu með fréttamönnum í gær, á fyrsta degi fjögurra daga fundahalda þeirra. Bandarikjamenn hafa haft af því þungar áhyggjur að aðstoð Rússa við írana að reisa kjamorkuver til raforkuframleiðslu verði til þess að gera írönum kleift að framleiða ger- eyðingarvopn. Stjómvöld í Wash- ington líta svo á að ráðamenn í Teheran styðji við bakið á hryðju- verkamönnum. Vladimír Pútín bar það alfarið til baka að aðstoð Rússa gæti leitt til REUTERSMYND Forsetamir heilsast Gestgjafmn Vladimír Pútín Rúss- landsforseti heilsar vini sínum, George W. Bush Bandaríkjaforseta, viö upphaf fundar þeirra í Moskvu. þess ama. „Við ætlum að vinna náið saman að þessu mikilvæga máli,“ sagði Bush á fréttamannafundinum. Ágreiningur forsetanna tveggja um íran hefur varpað skugga á ann- ars ágætan fund þeirra i Moskvu þar sem þeir undirituðu í gær tíma- mótasamning um niðurskurð í kjarnorkuvopnabúri landanna. Samningurinn kveður á um að lang- drægum kjamaoddum verði fækkað um tvo þriðju á næstu tíu árum. Bush stóð undir þvi orðspori sem fer af honum að vera fremur fljótur í ferðum þegar hann skoðar erlend- ar borgir. Þannig tókst Bandaríkja- forseta til dæmis að hespa af skoð- unarferð um Kreml á sjö mínútum. Ferðin átti aftur á móti að taka hálfa klukkustund. Bush skoðaði meðal annars hið fræga Dómkirkju- torg í Kreml þar sem gefur að líta glæsilegar kirkjur með tumum í laginu eins og laukar. REUTERSMYND Veifað til mannfjöldans Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn veifa til mannfjötdans í Þrándheimi eftir brúökaupiö í gær. Marta Lovísa Noregsprinsessa gekk í hjónaband í gær: Felldi tár í kirkjunni Mikið var um dýrðir í Niðaróss- dómkirkju í gær þegar Marta Lovísa Noregsprinsessa gekk að eiga sinn heittelskaða, rithöfundinn Ara Behn, frammi fyrir guði, kóng- inum og dauðlegum mönnum. Prinsessan var í hvítum liljum skreyttum silkikjól, með þriggja metra löngum slóða, þegar hún ját- aðist Ara. Marta Lovísa var svo hrærð að þún þurfti að brúka vasa- klút til að þerra tárin. „Þú færð prinsessu alls landsins," sagði Finn Wagle biskup við brúð- gmnann þegar hann gaf þau saman. Enda þótt þetta hafi ekki veriö „ekta“ konunglegt brúðkaup, þar sem rithöfundurinn Ari er ekki með blátt blóð í æðum, voru engu að síð- ur fulltrúar konungsfjölskyldna viðs vegar að úr Evrópu meðal hinna fimm hundruð gesta í Niöar- óssdómkirkju, þar á meðal Margrét REUTERSMYND Lokslns gift Norski rithöfundurinn Ari Behn smell- ir kossi á brúöi sína, Mörtu Lovísu Noregsprinsessu. Þau gengu i hjónaband í Niöaróssdómkirkju í Þrándheimi í gær. Þórhildur Danadrottning. Mikill fjöldi Norðmanna stóð meðfram þröngum götum Þránd- heims, margir hverjir í litríkum þjóðbúningum, þar sem Marta Lovisa og faðir hennar, Haraldur kóngur, fóru um í opnum vagni á leið til dómkirkjunnar. Eins og nærri má geta skartaði Þrándheim- ur sínu fegursta í tilefni dagsins, skraut og blóm á hverju homi. Aldrei fyrr hafa jafnmargir tignir gestir sótt borgina heim á sama tíma. Brúðguminn Ari Behn er þekktur rithöfundur í Noregi og hefur verið fremur umdeildur. Hann hefur með- al annars verið gagnrýndur fyrir of áberandi klæðaburð, eins og bleika skyrtu sem hann klæddist ein- hverju sinni þegar hann brá sér á skíði. Kjósendur flýja Vandaræðagang- ur Anfinns Kalls- bergs, lögmanns Færeyja, við að mynda meirihluta- stjóm hefur orðið til þess að kjósend- ur hafa snúið baki við flokki hans, Fólkaflokknum, og einnig við Jafn- aðarflokkmum. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að margir kjósendur þessara flokka myndu nú greiða at- kvæði á annan veg en þeir gerðu í kosningunum 30. apríl. Finnar reisa kjarnorkuver Finnsk stjómvöld ákváðu í gær að láta hefja smíði fyrsta kjam- orkukljúfsins í Evrópu í tíu ár til að mæta vaxandi orkuþörf, þrátt fyrir harða andstöðu umhverfissinna. Fyrstu jarðarber ársins Fyrstu jarðarber ársins sem rækt- uð vom í gróðurreitum utanhúss í Danmörku voru boðin til sölu í Esbjerg í gær. Rúmlega tíu þúsund krónur fengust fyrir kílóið af þess- um fyrsta skammti. Bondevik gagnrýnir Svía Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, gagnrýndi óbeint í gær Monu Sahlin, ráðherra innflytj- endamála í Svíþjóð, fyrir að hafa blandað sér i dönsk innanríkismál og gagnrýnt stefnu danskra stjóm- valda I málum útlendinga. Hækkanir í skjóli evru Verðhækkanir í Þýskalandi í skjóli innleiðingar evrunnar hafa valdið mörgum Þjóðverjum vand- ræðum og stjómvöld íhuga að grípa í taumana. Fundur í öryggisráði Jacques Chirac Frakklandsforseti fundaði í gær í fyrsta sinn með ný- stofnuðu ráði sem á að gæta öryggis í landinu. Ráði þessu er ætlað að gegna lykilhlutverki í bar- áttunni fyrir því að fylla landsmenn aftur öryggiskennd. Glæpir og ör- yggisleysi voru helstu baráttumál hægrimanna í forsetakosningunum í apríl og maí. Netanyahu vill völdin Benjamin Net- anyahu, fyrrum for- sætisráðherra ísra- els, sagði í gær að hann ætlaði bjóða sig aftur fram til embættisins í næstu kosningum sem áformaðar em í nóvember 2003. Hinn hægrisinnaði Netanyahu hefur ekki farið dult með þá löngun sína að setjast aftur í stól forsætisráðherra þaðan sem hann hraktist í kosningunum 1999. Lík flugmanns fundið Björgunarsveitir fundu í gær lík flugmanns breskrar þyrlu sem hrapaöi í sjóinn undan Orkneyjum. Þolinmæði senn á þrotum Farouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði í Stokkhólmi í gær að þolinmæði arabaþjóða gagn- vart ísrael væri senn á þrotum og vandræði væm fram undan ef ísra- elar héldu ekki að sér höndum i árásum sínum á Palestínumenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.