Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 16
16
Helgarblað
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002
DV
Erich Maria Remarque. Þýski rithöfundurinn sem nasistar settu á svartan
lista fyrir aö skrifa eina áhrifamestu stríðsbók allra tíma, Tíölndalaust á
vesturvígstöövunum.
Tíöindamikið
líf Remarque
Stundum hefur veriö sagt aö Erich Maria Remarque hafi
verið einnar bókar maöur. Þaö er vissulega umdeilanlegt
en víst er að frægasta verk hans, Tíöindalaust á vestur-
vígstöövunum, tryggöi honum sess í bókmenntasögunni.
Erich Maria Remarque fæddist árið 1898 í
Westfalen. Hann var draumlynt bam með ríkt ímynd-
unarafl og gæddur mikilli ást á bókum, myndlist og
tónlist. Hæfileikar hans til skrifta komu snemma í ljós.
Reyndar svo mjög að einn kennari hans lagði á hann
hendur eftir að hafa lesið ritgerð eftir hann og krafðist
þess að hann segði frá því hvaðan hann hefði stolið
textanum.
Remarque var kallaður til herþjónustu í fyrri heims-
styrjöldinni, þar sem hann særðist, og á spítala skrif-
aði hann fyrstu skáldsögu sína, Draumaherbergið, sem
kom út árið 1920. Hann lifði ekki á ritstörfum og vann
meðal annars fyrir sér sem kennari, sölumaður, org-
anisti á geðveikrahæli og sem blaðamaður og ritstjóri
íþróttablaðs.
Á svörtum lista
nasista
Árið 1927 settist
Remarque niður til að
skrifa frægasta verk sitt,
Tíðindalaust á vesturvíg-
stöðvunum, sem hann lauk
við á sex vikum. Á hverjum
morgni las hann fyrir konu
sína það sem hann hafði
skrifað kvöldið áður og hún
sagði honum að það væri
gott en ekki enn frábært.
Þetta varð honum sifelld
hvatning til að gera betur. í
verkinu fjallaði hann um líf
þýskra hermanna í skot-
grafahemaði í fyrri heims-
styrjöld og lýsti því sem öm-
urlegu og viðbjóðslegu.
Nokkrir útgefendur höfn-
uðu bókinni; töldu að þýsk-
ur almenningur hefði ekki
áhuga á að lesa um tapað
strið. Sagan birtist fyrst
sem ffamhaldssaga í dag-
blaði og hlaut svo góðar við-
tökur að blaðið seldist upp
dag hvem. Remarque var
orðinn frægur og á skömm-
um tíma var saga hans
þýdd á fjölmörg tungumál.
Kvikmynd eftir henni, sem
gerð var árið 1930 í
Hollywood, hlaut frábæra
dóma og óskarsverðlaun
sem besta mynd ársins. Þeg-
ar myndin var frumsýnd. í
Þýskalandi sama ár skipu-
lagði Joseph Goebbels, yfir-
maður Nasistaflokksins,
mótmæh sem fóra þannig
fram að nasistar mættu á
ffumsýningu myndarinnar
og þegar hún var i þann
mund að hefjast slepptu þeir
músum á sviðið og köstuðu
fýlusprengjum. Áhorfendur
flúðu. Svo fór að myndin var
bönnuð í Þýskalandi.
Árið 1933 var Remarque staddur á bar í Berlín.
Kunningi hans, sem var innanbúðar hjá nasistum,
gekk til hans, ldappaði hundi hans og laumaði miða í
hönd Remarques sem á stóð: „Forðaöu þér úr bænum
strax.“ Remarque lauk úr glasinu, fór upp í bil sinn og
keyrði til Sviss. Hann kom þangað allslaus. Goebbels
krafðist þess að hann sneri aftur til Þýskalands.
Remarque sagði: „65 milijónir vilja komast burt og ég
á að snúa aftur af fúsum og frjálsum vilja. Útilokað!"
Nasistar bragðust við með því að kasta bókum hans á
bál. Árið 1938 var hann sviptur þýskum ríkisborgara-
rétti á þeim forsendum að Tíðindalaust á vesturvíg-
stöðvunum væri móðgun við þýska hermenn.
Árið 1943 var systir Remarques, Elfriede, hálshöggv-
in. Hún hafði viðhaft ófógur orð um Hitler og meðal
annars sagt við nágrannakonu sína, sanntrúaðan nas-
ista, að sig langaði til að skjóta Hitler sem hefði gert
þýska hermenn að fallbyssufóðri. Elffiede sýndi mikið
hugrekki við réttarhöldin, neitaði að heilsa með nas-
istakveðju eins og krafist var og sýndi engin svipbrigði
þegar hún var dæmd til dauða. í dómsuppkvaðningu
var þess sérstaklega getið að hún væri systir hins al-
ræmda Remarques.
Orð og hljómur
Remarque var ekki iðinn rithöfundur og reyndist
aldrei létt að skrifa. Ef síminn hringdi meðan hann var
að skrifa brást hann hinn glaðasti við. „Ég heyri allt
sem ég skrifa,“ sagði hann eitt sinn. „Ég vel orð eftir
hfjómi þeirra. Vegna þess að ég er músíkalskur, vegna
þess að ég var einu sinni góður organisti og vegna þess
að ég vildi verða tónlistarmaður hljóma skáldsögur
mínar vel þegar þær era lesnar upphátt. Mér veitist
auðveldast það sem flestum öðrum rithöfundum frnnst
erfitt; að skrifa samtöl."
Virtir þýskir rithöfundar þessa tíma töldu lítið til
bóka hans koma. Thomas Mann, sem alla ævi skrifaði
1000 orð fyrir morgunmat, taldi hann til dæmis létt-
vægan höfúnd og Stefan Zweig og Bertolt Brecht sögðu
bækur hans vera ómerkilega maskínuframleiðslu.
Remarque skrifaði þrettán skáldsögur og þrjú leikrit
og tólf kvikmyndir voru gerðar eftir verkum hans.
Nokkur verka hans hafa komið út á íslensku: Tíðinda-
laust á vesturvígstöðvunum, Leiðin heim, Sigurboginn,
Lífsneisti og Nótt í Lissabon. Remarque bjó um tima í
Hollywood en mestum tíma eyddi hann þó í Sviss, í
fógra húsi þar sem var að finna ffábært safn verka eft-
ir Van Gogh, Cézanne, Renoir, Degas, Picasso og Tou-
louse Lautrec.
„Goddard-kvensan“
Remarque var mikill kvennamaður. Fyrri eiginkona
hans var þýsk leikkona og dansmær sem var honum
hvað eftir annað ótrú. Þau skildu árið 1932 en hann
kvæntist henni aftur árið 1938 til að útvega henni vega-
bréf til Ameríku en skildi aftur við hana. Á árunum
1937—41 átti hann ffægt ástarævintýri með Marlene
Dietrich. Hún var fyrirmynd að kvenpersónunni í Sig-
urboganum og hann tileinkaði henni bókina.
Remarque kynntist seinni konu sinni, leikkonunni
Paulette Goddard, árið 1951. Paulette hafði öðlast mikla
ffægð fyrir leik sinn í myndum Chaplins, Gullæðinu
og Nútímanum. Þau Chaplin vora gift í allnokkur ár og
Paulette lék aldrei i betri myndum en þessum tveim.
Hún vár ákaflega falleg kona og lífleg og karlmenn
féllu unnvörpum fyrir henni. Hún var lika ákaflega
sjálfhverf og peningar og yfirborö skiptu hana öllu
máli. Þau giftust árið 1958. Þegar Marlene Dietrich
vora sagðar ffegnimar af hjónbandi Remarques hróp-
aði hún: „Ekki þessi Goddard-kvensa!" og bætti við:
„Hún mun drepa hann. Hann er mikill rithöfundur en
heimskur þegar konur eiga í hlut.“
Þegar heilsu Remarques tók að hraka kom í ljós að
Paulette var ekki efni f hjúkrunarkonu. Þá stakk hún
af til stórborga og fór í innkaupaleiðangra. Remarque
lést árið 1970 og hafði þá lengi búið við vanheilsu. Mar-
lene Dietrich sendi hvítar rósir til að skreyta kistu
hans en Paulette neitaði að veita þeim viðtöku.
Dietrich sagði við Noel Coward: „Hann arfleiddi mig
bara að einum skartgrip en þessi kona fékk alla pen-
ingana hansCoward minnti hana á að „þessi kona“
væri eiginkona hans. „Láttu ekki eins og kjáni,“
hvæsti Dietrich, „Þetta er Goddard-kvensan."
„Goddard-kvensan" fékk brjóstakrabbamein árið
1975. Hún fór að drekka og taka inn sterk verkjalyf og
reyndi að minnsta kosti fimm sinnum að fremja sjálfs-
morð. Hún sagði ráðskonu sinni aö Remarque hefði
verið orðinn gamall og lyktað illa og það hefði verið
ágætt að hann skyldi deyja því hún hefði ekki viljað
eyða mörgum árum í að sjá um hann. Paulette lést árið
1990.
Ljóð vikunnar
Vorið góða
- eftir Jóhannes úr Kötlum
Það seytlar inn í hjarta mltt
sem sólskin fagurhvítt.
sem vöggukvœði ertunnar.
svo undur fínt og blítt,
sem btœitmur frá víðlrunnl,
- vorið grœnt og hlýtt.
Ég brelði út faðminn - heiðbjört tíbrá
hnigur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang. -
Nú htœja loksins augu mín,
- nú hægist mér um gang.
Því fagurt er það iandið mltt.
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndl það.
sem elnu sinni fór.
Og bráðum verð ég fallegur
og bráðum verð ég stór...
Svejk á topp tíu
- Einar Kárason rithöfundur segir frá uppáhaldsbókunum sínum
„Uppáhaldsbækurnar segirðu. Maður fer
ósjálfrátt að hugsa um allt þetta gamla góða sem
maður hefur lesið oft eða getur lesið oft. Sturl-
unga kemur strax í hugann - hún veiðir mann í
net sín, maður festist, ánetjast - verkið er svo
furðulega auðugt og ríkt að allir gallamir verða
smávægilegir, eins og að fyrstu 180 síðumar eru
óinnblásið torf. Önnur slík er Djöflamir eftir
Dostojevskí; stærsti gallinn einmitt mjög hlið-
stæður, en snUldin líka af
sama kalíber. Ég sá
um daginn út-
valdar 100
bestu bækur
heimsins af
allra þjóða
spakvitr-
ingum. Ég
hafði
reyndar
fengið
beiðni um
að taka
þátt og með-
fylgjandi
eyðublað en
láðist að svara
- og þótt maður
gæti verið furðu
sáttur við
margt þá
saknaði ég
þeirrar stórkostlegu bókar, Góði dátinn Svejk,
eftir Jaroslav Hasek. Hún á að vera á topp tíu en
ég get bara nagað mig í handarkrikann. Bókin er
til í um margt frábærri þýðingu Karls ísfeld en
hún morar i villum, enda ekki gerð beint úr tékk-
nesku og er mjög til vansa stytt - mér fmnst að
útgefendur ættu aö ráða tékkneskukunnandi
mann til að yfirfara og leiðrétta og fylla út í þýð-
ingu Karls - það væri stór greiði við litla
bókelska þjóð.
Og talandi um þýðingar þá hafa hér á landi á
síðustu 15-20 áram verið lagaðar margar stórar
gloppur í útgáfu sígildra lykilverka fomra og
nýrra og nægir að nefna það þrekvirki sem unn-
ið var með þýðingu og útgáfu Ódysseifs eftir
James Joyce - en nokkrar af mikilvægustu skáld-
sögum 20. aldar liggja þó óbættar hjá garði og
myndi ég þar fyrstar telja Berlln Alexand-
erplatz eftir Alfred Döblin og aðra skáldsögu eft-
ir Celin, sem ég kalla Dauði á afborgunum (Ég
hef bara lesið hana á ensku - Death on the instáll-
ment plan - ég held hún heiti „Mort á credit“ eða
eitthvað þannig á fmmmálinu, pardon my French
...).
Og í blálokin eitthvað nýtt og íslenskt, og það
er bók sem stenst að vísu ekki samjöfnuð við of-
angreind verk en ber þó vitni hæfileikum ungs
höfundar sem geta borið hann hátt og langt, en
þetta er bókin Hótel Kalifomia eftir Stefán
Mána. Ég tel að bókalesendur og kaupendur og
aðrir sem ráða velferð og gengi okkar framtíðar-
höfunda ættu að gefa þessu skáldi gaum.“
Bókasíöan
Umsjón:
Kolbrún
Bergþórsdóttir
í kostulegum
félagsskap
Midnight in the inKaHB
Garden of Good f
and Evil er eftir p
John Berendt, E
bandarískan rit- 1
stjóra og dálkahöf-
und. Bókin er |
byggð á minning- i
um Berendts frá Í
litlum bæ,
Savannah, þar sem hann bjó í átta
ár. Bærinn var fullur af sérlunduöu
og sérstöku fólki sem Berendt gerir
ljóslifandi i dásamlega fyndinni og
spennandi bók. Seinni hlutinn fjall-
ar um sakamál og Clint Eastwood
einbeitti sér einkum að þeim þætti í
kvikmynd sem hann gerði eftir bók-
inni. l'Yrir vikið glataðist mikið af
fyndni bókarinnar. Sérstaklega
skemmtileg lesning.
Sálgreining er dásamleg.
Hún kemur einfóldustu
mönnum til að finnast þeir
vera margbrotnir.
Groucho Marx
Bókalistinn
Allar baekur
1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG.
Anna Valdimarsdóttir
2. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA.
Dave Pelzer
3. KONAN í KÖFLÓTTA STÓLNUM.
Þórunn Stefánsdóttir
4. EYÐIMERKURBLÓMIÐ. Waris
Dirie
5. SAGA HEIMSPEKINNAR. Bryan
Maqee_________________________
6. ISLENSKUR FUGLAVÍSIR. Jóhann
Óli Hilmarsson
7. ÞINGVALLAVATN. Pétur M.
Jónasson oq Páll Hersteinsson
8. SPÁMAÐURINN. Kahlil Gibran
9. ÍSLENSK SAMHEITAORÐABÓK.
Svavar Siqmundsson ritstýrði
10. VEL MÆLT.
Sr. Siqurbjörn Einarsson tók saman
Skáldverk
1. ASKA ANGELU. Frank McCourt
2. ÆVINTÝRI GÓÐA DÁTANS SVEJK.
Jaroslav Hasek
3. DAUÐARÓSIR.
Arnaldur Indriðason
4. STEINN STEINARR.
Steinn Steinarr
5. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA.
Hallqrimur Helqason
6. HOBBITINN. J.R.R. Tolkien
7. UÓÐ TÓMASAR.
Tómas Guðmundsson
8. ALVEG DÝRLEGT LAND. Frank
McCourt
9. HRINGADRÓTTINSSAGA l-lll.
J.R.R. Tolkien
10. MÝRIN. Arnaldur Indriðason
Metsölulisti Eymundsson 16.5 - 22.5
Klljur
1. CHOSEN PREY. John Sandford
2. THE SUMMERHOUSE. Jude
Deveraux
3. ON THE STREET WHERE YOU
LIVE. Mary Hiqqins Clark
4. THE VILLA. Nora Roberts
5. THE NEXT ACCIDENT. Lisa Gar-
dner
Listinn er frá New York Times.