Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 40
40 Helgcirblacf 33V LAUGARDAGUR 25. tvlAÍ 2002 Stríðið um Þjórsárver Það er barist um hálendi Islands. Stríðið stendur milli þeirra sem vilja virkja og hinna sem vilja vernda. Það var barist við Hágönqur og það var barist við Egjabakka og Kárahnjúka. Nú vill Landsvirkjun virkja við Norðlinqaöldu við rætur Hofsjökuls sem mgndi setja undir vatn hluta af fágætasta búsvæði heiðagæsar á Islandi íÞjórsárverum. Umhverfismat á áhrifum 575 metra hárrar stíflu liggur nú fgrir og mótmælin magnast. MÉR FINNST LANDSVIRKJUN GANGA alltof hart fram í þessum efnum og mönnum er alltaf stillt upp við vegg og settir úrslitakostir. Menn segja alltaf að það vanti raforku strax og þetta eða hitt sé eina leiðin. Þeir sem malda í móinn eru siðan kallaðir öfgamenn sem eru á móti öllum hagvexti," sagði doktor Arnór Sigfússon fuglafræðingur í samtali við DV um fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Norðlingaöldu. Arnóri eru Þjórsárver sérstaklega hugleikin en i starfi sínu hefur hann stundað miklar rannsóknir á heiðagæs, meðal annars í Þjórsárverum. Sú sérstæða gróðurvin er honum afar kær eftir marga leiðangra þangað bæði sum- ar og vetur og Arnór segir að ef valið stæði milli þess að virkja Gullfoss eða sökkva Þjórsárverum myndi hann fórna Gullfossi. Gert er ráð fyrir að stifla Þjórsá austan við Norðlinga- öldu. Byggðar verða tvær aðskildar stíflur og auk þess verður land hækkað lítillega á einum stað. Meginstíflan verður í farvegi Þjórsár um einn kílómetri að lengd og á bilinu 26-32 metrar á hæð. Flatarmál lóns með hæstu lónhæð er 29 ferkílómetrar miðað við 575 metra stíflu. Úr lóninu verður veitt vatni um 12,7 kílómetra löng göng í Þórisvatn og þarf reyndar að dæla því. Umdeild skýrsla Nú liggur fyrir mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðr- ar stíflu við Norðlingaöldu sem reiknað er með að verði 575 metrar á hæð. Það er niðurstaða matsins að slík stífla hefði lágmarksáhrif á friðland gæsarinnar og þá náttúru sem þarna er að finna og réttlætanlegt sé að ráð- ast í framkvæmdina. Þessari niðurstöðu eru Arnór og margir fleiri ósammála en frestur til þess að gera at- hugasemdir við umhverfismatið er til 11. júní og Arnór segir að búast megi við fjölda athugasemda frá stofnun- um og einstaklingum áður en fresturinn rennur út. Það er síðan skipulagsstjóri sem úrskurðar á grundvelli um- hverfismats og athugasemda við það hvort ásættanlegt sé að virkja eða ekki. Þann úrskurð verður síðan ráð- herra að staðfesta eða hnekkja en eins og margir muna sneri ráðherra úrskurði skipulagsstjóra við varðandi Kárahnjúka. Einnig þarf leyfi Náttúruverndar ríkisins til að virkja megi i verunum. Umrædd skýrsla um umhverfismat var mjög lengi á leiðinni því vísindamenn gerðu ítrekað athugasemdir við drög að skýrslunni þar sem þeim fannst að stungið væri undir stól athugasemdum sem sýndu neikvæðar hliðar á framkvæmdinni. „Það er alltaf viss hætta á því þar sem framkvæmda- aðili sér um gerð matsskýrslunnar að hann leitist við að draga frekar fram jákvæðar hliðar á framkvæmdinni. Andstæðingar halda síðan fram slæmu hliðunum og þetta má heita eðlilegt en mjög slæmt ef markverðum gögnum er stungið undir stól,“ segir Arnór. Upphaflega var sótt um leyfi til að reisa stíflu sem átti að vera í 590 metra hæð yfir sjó en síðan féllst Lands- virkjun á að lækka stífluna í 580 metra en umhverfís- matið gengur út á að reisa stíflu í 575 metra hæð. Þyrmið Þjórsárveruni en sökkvum ... „Það var þarna í bakgrunninum samkomulag við Náttúruverndarráð um að ef Þjórsárverum yrði þyrmt myndi ráðið ekki leggjast gegn virkjun við Eyjabakka heldur líta undan. Þessi fyrirhugaða stífluhæð sökkvir ekki miklu af griðlandinu sjálfu þótt hún skerði mikið land. Ég er sannfærður um að með þessu er Landsvirkjun að stinga fætinum í gættina ef svo má segja því þegar 575 metra stifla verður komin upp þá er hagkvæmasti virkjunar- kostur sem til er að hækka hana um sex metra og auka þannig afköstin stórlega. Við það stækkar fyrirhugað lón nærri tvöfalt og umhverfisáhrifin verða margfalt meiri. Þarna þarf ekki nema nokkur vörubílshlöss ofan á stífl- una og þá er þaö igildi nýrrar virkjunar." Fossarnir þorna Þegar virkjað verður við Norðlingaöldu mun rennsli í Þjórsá skerðast verulega en tilgangurinn með byggingu lónsins er að dæla vatni úr því yfir i Þórisvatn og nýta or .Si“hissnn cr luýl;itr;uniniiur sciii scl*ísI !rclv;ir iuyiulu lV»rii;i (iulllossi cii l*jórs:ir\criiiu. orkuna í virkjunum við Sultartanga og Búðarháls. Við þetta mun skerðast verulega rennsli í tiikomumiklum fossum i Þjórsá á svæði sem heitir Gljúfurleit. Þar eru þrír stórir fossar sem heita Gljúfurleitarfoss, Dynkur og Hvanngiljafoss og er Dynkur almennt talinn tilkomu- mestur þeirra. Þessir fossar eru ekki ýkja vel þekktir enda ekki beinlínis í alfaraleið. Það er eitt af sérkennum þeirra að vegna þess hve erfið áin var yfirferðar og sam- skipti milli sveita lítil bera allir fossarnir tvö nöfn eftir því hvort þeir voru skírðir af gangnamönnum austan eða vestan ár. Rennsli í Dynk er nú ríflega 200 rúmmetrar á sekúndu þegar það er mest en mun minnka í rúma 120 rúmmetra á sekúndu að hámarki sem er umtalsverð skerðing. Hér er ennfremur rétt að hafa í huga að rennsli í fossunum hefur þegar verið skert þegar nokkrum kvíslum Þjórsár var veitt í austur i tengslum við framkvæmdir við Kvisl- arveitur. „Það heyrist oft sú röksemd að skaðinn sé minni en ella því það sé búið að minnka vatnsmagnið nú þegar. Ég óttast að þessi sömu rök verði notuð þegar stíflan verður hækkuð seinna, nefnilega að það skipti ekki eins miklu máli og áður því það sé þegar búið að skerða friðlandið. Mér finnst þess vegna sanngjarnt þegar rætt er um þessar framkvæmdir að gert sé ráð fyrir að stifl- an hækki,“ segir Arnór sem segir að í lónum eins og þessum fari aðallega flatt og gróið land undir vatn en jökulöldur og melkollar standi upp úr og eins metra hækkun á vatnsborði geti á flötu landi þýtt marga tugi ferkílómetra stækkun lónsins. Mönnum stillt upp við vegg „Ég vil gagnrýna harkalega hvemig Landsvirkjun stillir mönnum upp við vegg og hvernig umræðan er alltaf of öfgakennd. Það er í gangi vinna við rammaáætl- un þar sem farið er yfir lista eða áætlanir um virkjanir og þeim raðað í forgangsröð eftir ýmsum forsendum og flokka eftir ýmsum aðferðum. Það viðurkenna allir að það þurfi að virkja en það verður að ná sátt um að gera það með þeim hætti að ekki sé fórnað dýrmætum nátttúruperlum. Þess þarf ekki. Það á ekki að virkja hvað sem það kostar. Hluti vandans er sá að við erum langt á eftir í allri umræðu um þessi mál. í kjölfar Alta-virkjunarinnar i Noregi breyttist umræðan þar og virkjunum var raðað í nýja forgangsröð. Það er alls ekki rétt að Norðmenn hafi hætt að virkja eftir Alta. Sættir eru nauðsynlegar en mér finnst að nú sé Lands- virkjun að sækja að þeim tveimur stöðum sem hafa hvað hæst náttúruverndargildi af öllum sem eru annars veg- ar Þjórsárver og hins vegar Kárahnjúkar. Frá náttúru- vemdarsjónarmiði eru þessi svæði í hæsta flokki. Við erum þarna að taka náttúruperlur frá komandi kynslóðum og eyðileggja þær. Það er ekki einu sinni svo að þetta sé vistvæn orka eins og sagt er á tyllidögum því uppistöðulón í jökulám fyllast á skömmum tima. Norð- lingaöldulón mun fyllast á innan við 100 árum og þá standa eftir jökulaurar og leir sem aldrei verður endur- heimt,“ segir Arnór. Hverjir berjast? I því sem kallað er umræða um virkjanamál á íslandi má segja að standi tvær fylkingar andspænis hvor annarri. í annarri eru stjórnvöld í formi Landsvirkjun- ar og stjórnmálamanna sem eru skipulögð í sínum vinnubrögðum og beita einkum tæknilegum rökum en í vaxandi mæli hefðbundnum áróðri. Andspænis þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.