Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aftalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíft 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kjördagur Um 200 þúsund íslendingar ganga að kjörborðinu í dag til að velja sér sveitarstjórnir. Athygli flestra og þá sérstaklega fjölmiðla hefur verið á úrslit kosninga í höfuðborginni. Slíkt er eðlilegt en kannski ekki alltaf sanngjarnt. Skoðanakannanir benda til þess að R-listinn, kosninga- bandalag Samfylkingar, vinstri-grænna og Framsóknar- ílokksins, haldi velli í höfuðborginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt á brattann að sækja þótt staða hans sé sterk, líkt og víða um land. Verði niðurstaða kosninga til borgarstjórnar svipaðar þvi og skoðanakannanir gefa vísbendingar um er um persónulegan sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að ræða. Sigur í kosningunum gerir það lík- legra - raunar öruggt - að Ingibjörg Sólrún taki innan nokk- urra missera við formannsembætti Samfylkingarinnar. Sveitarstjórnarkosningar hafa oft verið notaðar sem mæli- kvarði á pólitískan styrk stjórnmálaflokkanna og af úrslitum kosninganna hafa verið dregnar ályktanir af stöðunni í landsmálunum. Erfitt eða jafnvel útilokað verður hins vegar að draga slíkar ályktanir að þessu sinni. í Reykjavík hafa vinstrimenn og Framsóknarflokkurinn sameinast í R-listanum gegn sjálfstæðismönnum. Samfylk- ingin stendur sjálf aðeins að framboði í tíu sveitarfélögum og vinstri-grænir í átta. í 37 sveitarfélögum er listi sjálfstæðis- manna í boði og listi Framsóknarflokksins í 30. Á undanfórnum árum hefur mikilvægi sveitarstjóra auk- ist verulega, sérstaklega með flutningi á verkefnum frá ríki til sveitarfélaganna. Þar skiptir mestu að nú bera sveitarfé- lögin beina ábyrgð á grunnskólanum. Stefna og trúverðug- leiki frambjóðenda í skólamálum mun áreiðanlega skipta miklu um það hvort kjósendur veita þeim brautargengi eða ekki. Frá síðustu sveitarstjórnarkosningum hefur margt breyst. Liðlega 17 þúsund ganga nú að kjörborðinu í fyrsta sinn á sama tíma og sveitarfélögum heldur áfram að fækka. Að loknum kosningum verða þau 105 talsins en voru 124 í kosn- ingunum 1998. Árið 1990 voru sveitarfélögin 204 þannig að þeim hefur fækkað um nær helming á aðeins tólf árum. Einnig er eftirtektarvert að fjölgun nýrra kjósenda á sér fyrst og fremst stað í bæjarfélögum í nágrenni Reykjavíkur en ekki í höfuðborginni sjálfri þar sem fjölgunin er töluvert minni en á landinu öllu. Kjósendum hefur aðeins fjölgað um 4,7% í Reykjavík en um 34,2% í Bessastaðahreppi, 22,5% í Kópavogi og 21,4% í Mosfellsbæ. Þannig hefur hlutfallslegt vægi Reykjavíkurborgar á höfuðborgarsvæðinu minnkað. Gleðifréttir Þrjá sérstakar gleðifréttir síðustu daga ættu að auka al- menna bjartsýni landsmanna. Undirritað hefur verið sam- komulag við bandaríska álrisann Alcoa um að halda áfram viðræðum um hugsanlega þátttöku í byggingu álvers í Reyð- arfírði. Þó enn sé ekkert fast í hendi hafa líkur á að draum- ur flestra Austfirðinga um álver verði að veruleika aukist. Bygging álvers og nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir Austfirðinga heldur landsmenn alla, þótt alltaf séu til staðar úrtölumenn sem hafa allt á hornum sér. Kaup sænska fjárfestingarsjóðsins Industrivarden á 15% hlut í Össuri hf. eru önnur gleðitíðindin fyrir íslenskt at- vinnulíf. Aukinn áhugi erlendra fjárfesta á íslandi getur ráð- ið úrslitum um framsókn fyrirtækja og þar með sókn íslend- inga til bætta lífskjara í harðri samkeppni við aðrar þjóðir. Þriðja góða fréttin er vaxtalækkanir banka og sparisjóða í kjölfar síðustu vaxtalækkunar Seðlabankans. Öll sólarmerki eru því um að framtiðin í íslensku efna- hagslífi sé björt þótt enn glími margir við erfiðleika. Óli Björn Kárason LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 DV Á kassa til Ameríku Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri „Eru sæti um borð?“ spurði ég og þóttist fyndinn. Fyrir fram gekk ég út frá því að sæti væru í flugvélinni sem okkur stóð til boða. „Hvað með fallhlífar?" spurði kona í hópnum á sömu nót- um. Fall- hlífabrandarar eru sígildir í tengslum 1 við flug þótt venju- legt fólk hafi ekki séð slíka gripi í brúki nema í bíómyndum. Við vorum stödd á Keflavíkurflugvelli, tugur manns, ferðafélagar á leið til Bandaríkjanna innan fárra daga. Óvenjulegt við væntanlegan ferðamáta okkar var farkostur- inn, ekki farþegaflugvél heldur hervél, kafbátaleitarflugvél af gerðinni Orion P 3. Ekki þori ég háloftafrostinu." Þá bentu þeir einnig á að skynsamlegt væri að taka með reyfara til að stytta stundirnar. Með það fórum við heim og mættum galvösk á flug- völlinn nokkrum dögum síðar, í björtu veðri, iklædd peysum, hlýjum sokkum og hlaðin bókum og blöðum. Þið fáið eitthvað að borða, höfðu þeir sagt, leiðbein- endurnir. Við mættum því ekki með nesti. Flugvélin beið okkar úti »á velli, grá- Fallhlíf og gúmmígalli Þeir sem sýndu búnaðinn voru hvorki flugfreyjur né -þjónar heldur hermenn í fullum skrúða. Ekkert var minnst á sæti í vél- inni en þess getið að engar súr- efnis- að fullyrða hve vel landsmenn þekkja þessar ágætu flugvélar en þær hafa lengi þjónað suður þar þótt verkefnin hafi að sönnu breyst eftir fall Sovétríkjanna. Síðan hafa Rúss- ar lítið gert af því að senda kafbáta norður í höf. íbú- ar á höfuðborgar- svæðinu kynnt- ust síðan hljóð- inu í leitarflug- vélunum á dög- unum þegar þær sveimuðu daga og nætur yfir Natófundinum. Sumir gátu ekki sofnað vegna þessa. Aðrir sváfu værar en ella í trausti þess að vondir menn kæmust ekki nálægt okkur. Sem betur fer vildi enginn hrekkja ráðherrana sem Halldór bauð hingað. um a hana þegar við renndum fram hjá. Áður áttum við þó að fá smálega sýnikennslu og yfirferð á ör- yggisatriðum fyrir flug í nálægum skála. Flestir þekkja yfir- Ég leit á nefnda konu um leið og flugsveit- armaðurinn spennti á sig fallhlífina. Hún var í Ijósum jakka utan yfir þykka peysu. And- litið var samlitt jakkanum. Verst var að hlífina þurfti að spenna utan um gúmmígallann. Peysa og hlýir sokkar Ferðahópurinn var í kynnis- ferð nokkrum dögum fyrir brott- för. Hann samanstóð af blaða- mönnum, upprennandi stjóm- málamönnum og sendiráðsfólki. Ágætir gestgjafar okkar sýndu okkur meðal annars farkostinn. Vélin var að sjá traust skrúfuvél líkt og flugvélar vom áður en þotur uröu allsráðandi í far- þegaflugi milli landa. „Látið ykkur ekki bregða þótt lítt fari fyrir þægindunum um borð,“ sögðu þeir. „Þetta eru vinnu- hestar sem þjónað hafa í ára- tugi, góðar vélar til síns brúks.“ Það brúk er auðvitað leitar- og eftirlitsflug en ekki farþegaflug. Sérfræðingarn- ir leiddu spurningar um sæti og fallhlífar hjá sér en sögðu að við yrðum heldur lengur á leið- inni en al- mennt tíðkast. „Það er þó vissara," sögðu sömu menn, „að taka með sér peysu og eitthvað hlýtt. Það er aldrei að vita í hvaða stuði hita- kerfíð veröur í ferð flug- freyja áður en haldið er í flug, hvort sem þær líkamnast fyrir framan okkur í vélinni eða sýna öryggisviðbúnaðinn á skjám sem síga úr lofti Hætt er við að margir séu annars hugar í þeirri fræðslu, hafi annaðhvort séð þetta kynnt þráfaldlega eða með hugann við annað, lestur eða samræður, að ógleymdum þeim sem sitja í gluggaröð með nefin límd á gler. 1 okkar hópi var staðan önnur og allir með hugann við efnið. Kynningin var öðruvísi en við áttum að venjast, enda á leið úr landi í hervél. grimur dyttu úr loftum yrði breyting á loft- þrýstingi. Hins veg- ar væri hægt að ná sér í súrefni með öðrum hætti, lægi mikið við. Okkur var sýnt hvemig. Við horfðum hvert á annað og alls ekki viss um að við næðum tökum á þeirri tækni. Færi svo, sögðu þeir vísu menn, að nauðlenda þyrfti vélinni á sjó, bæri okkur að íklæðast búning- um sem í augum okkar amatöra líktust kafarabúningum af eldri gerð. Einn flugsveitar- manna sýndi okkur að- ferð við að komast í gallann. Hann var þrautþjálfaður enda vann hann verk sitt fumlaust. Það fór þó ekki fram hjá okkur að kafarabúningur þessi var óþjáll og erfiður viðfangs. Ég taldi því víst, kæmi til óhapps, að ég yrði enn á peysunni með gúmmígallann vafinn um legg- ina. Sérlega erfitt virtist mér að binda um sig gallann í lokin. Ég hef alla tíð verið lélegur í hnút- LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 11 Skoðun um, enda aldrei í skátun- um. Af svip ferðafélaga minna réð ég að þeir væru þeim komið. Radar- myndavéla- og leitar- sérfræðingar sátu líka I við græjur sínar fram- arlega i vélinni og sama sinnis. Ástandið versnaði hins vegar þeg- ar kom að næsta atriði öryggis- kennsl- unn- tveir kollar voru mið- skips. Ég náði öðrum. Ann- ars voru ekki sæti í flugvélinni að því frátöldu að bekkjanefnur voru í eldhúsholu aftast. Tvær konur voru í hópnum. Flugliðam- ir kunnu sig og buðu þeim að sitja frammí í flugtakinu. Þær þáðu það að vonum. Flugtakið gekk vel og konurnar ljómuðu í framan þegar þær komu afturí og vélin var á beinu braut- inni út yfir hafið. Lúxus- inn var takmarkaður þar eins og annars staðar I vélinni. Þær sátu á kössum. Hafi skort ör- lítið á saga- ar. / /// Þá tók enn einn flugsveitar- maðurinn fram fallhlíf. Samferða- kona okkar var að grín- ast þegar hún spurðist fyr- ir um fallhlífamar á kynning- arfundinum. Við hin töldum spuminguna líka grín, ekki síður en þegar ég spurði í sakleysi mínu hvort það væru sæti um borð. Ég leit á nefnda konu um leið og flug- klass- ann bættu flugliðar og tæknimenn það upp með þægilegu við- móti. Þeir kynntu fákunn- andi farþegum tæki sín og tól og smurðu ofan í okkur ljúfar samlokur. Flugtíminn var langur, nær niu tímar, en hann leið furðufljótt. Veður var einstakt alla leiðina og ferðin því hreint útsýnisflug, yfir ísjaðarinn við Grænland og síðan hið stórbrotna land, þá víðar lendur Kanada og loks suður yfir Bandaríkin. Vélin haggaðist ekki alla leið- ina. Það var þvi engin þörf fyrir súrefni og því síður gúmmígalla og fallhlifar. Konan í ljósa jakkan- um fékk því fljótt réttan lit í and- litið. Hitakerfið stóð sig með prýði svo við gátum farið úr lop- anum. Enn er mér þó hulin ráð- gáta hvernig þær athöfn- uðu sig á kló- setti vélar- innar, kon- sveitar- maðurinn spennti á sig fallhlífina. Hún var í ljósum jakka utan yfir þykka peysu. Andlitið var samlitt jakkanum. Verst var að hlífina þurfti að spenna utan um gúmmí- gallann. Við sögðum ekki orð. Flugsveitarmennimir skynjuðu andrúmsloftið og hughreystu okk- ur í þeirri fullvissu að afar ólík- legt væri að við þyrftum að nota búnaðinn. Allur væri þó varinn góður. Hafi ég verið sannfærður um að komast ekki í búninginn óþjála var ég þess fullviss að fall- hlífhmi kæmi ég hvorki á mig né gúmmígallann. Ég færi því niður með gallann á hælunum í flæktri fallhlíf. Enginn sagaklassi Við gengum um borð að þessu loknu. Þar var fráleitt sagaklassi. Flugmennimir fengu sæti. Það var gott enda öryggi okkar undir urnar góðu sem voru með okk- ur. Ég sá ekki annað virka á þeim leynda stað en pissustand fyrir karla. Einstakur aukabúnaður Við flugum með Flugleiðum heim í þægilegum stólum þar sem flugfreyjur sinntu þörfum. Ferða- hópurinn var fjórum timum fljót- ari en út og ekkert var minnst á gúmmígalla við brottför né súr- efhi á færanlegum kútum. Allir voru með réttan lit í andliti og engin hætta var talin á að hita- kerfl vélarinnar gæfi sig. Samt var ekki laust við að við söknuð- um gamla rokksins. Hann hafði sinn sjarma þótt horfinn væri æskublóminn. AUir hafa til sins ágætis nokk- uð og aukabúnað var að finna í þeim gamla sem ekki er einu sinni boðinn á sagaklassa, sumsé fallhlífar. Það á að kjósa Kostulegt kerfi Því er á þetta minnst að mér reyndist erfitt að útskýra lýðræði fyrir þessari konu seint á níunda áratugnum austur á bökkum Moskvuárinnar. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt að koma orðum að þessu mikilvæga fyrirbrigði sem svo mjög hefur verið dásamað í ræðu og riti í nokkra mannsaldra. Gerska konan hafði allt sitt lif lifað við einræði Flokksins og þó að fólk- ið mætti á kjörstaðina með reglu- bundnum hætti voru það ekki kjós- endur sem réðu heldur frambjóð- endur. Sovéska kosningakerfið var reyndar kostulegt á sinni tíð. Rik- inu eða öllu heldur risaveldinu var haldið saman af aga og eftirliti. Kosningakerfið bar þess merki. í reynd var kosningaskylda í Sovét- ríkjunum sálugu. Öllu fólki á kosn- ingaaldri var skylt að mæta á kjör- staði, ella átti það á hættu að vera refsað. Grannt var fylgst með því að allir mættu enda kosningaþátttaka talin vera mælikvarði á heilbrigði samfélagsins. í þeim efnum var heilsa Sovétrikjanna alla jafna 100 prósent. Það fulltrúalýðræði sem íslendingar þekkja er svo sem ekki fullkomin leið til að leyfa lýðnum að ráða. Gallar þess eru margir og helgast meðal annars af hlutfallskosn- ingunni þar sem hópar þúsunda manna koma ekki sjónarmiðum sínum að. Stundum fer svo að meirihlutinn rœður ekki ferðinni. Og sigurvegarar komast jafnvel ekki að. Seðill með einum lista íslendingar muna eftir samtíma- fólki þessarar konu sem stóð í bið- röðum framan viö kjörstaði í borg- um og bæjum þessa ægilega risa- veldis lands sem náði yfir heimsálf- ur. Fólk stóð þar tómlátt í framan og yfirleitt nokkuð vandræðalegt á svip. Og svo sem ekki að undra, enda stjómvöld að gera lítið úr sinu fólki. Þau drógu mann og annan á kjörstað og létu honum í té seðil með einum lista og hlutverk kjós- andans var að krossa við þann hinn sama lista og stinga bleðlinum i kassann. Þessi sovéska útgáfa af lýðræði var með eindæmum. Jafnvel önnur ríki Austur-Evrópu reyndu að setja fleiri lista á kjörseðlana sina, enda þótt atkvæði væri því aðeins gilt að krossað væri við einn og sama list- ann. Sovétmönnum dugði einn listi og þar í landi áttu kjósendur ekki þess kost að pukrast með kjörseðil sinn á bak við tjald í lokuðum klefa. Kjósendur krossuðu einfaldlega á seðilinn fyrir framan kosningaeftir- litsmenn ríkisins, en fengu þó sjálf- ir að stinga seðlinum í kassa. Frelsið er yndislegt Ég átti sumsé erfitt með að út- skýra íslensku aðferðina við að velja valdamenn heima á íslandi. Og sjálfsagt var ég orðinn svo samdauna blessuðu kerfmu mínu að erfitt var að orða jafn sjálfsagðan hlut og þjóðræði var Vesturlanda- búum á þessum árum. Og er enn. Það er nefnilega svo að mörgum helstu mannréttindum sínum tekur maður alla jafna sem gefnum. Frels- ið er yndislegt, segir í dægurlaga- textanum - og stundum er eins og ekkert meira sé um það að segja. Það fulltrúalýðræði sem Islend- ingar þekkja er svo sem ekki full- komin leið til að leyfa lýðnum að ráða. Gallar þess eru margir og helgast meðal annars af hlutfalls- kosningunni þar sem hópar þús- unda manna koma ekki sjónarmið- um sínum að. Stundum fer svo að meirihlutinn ræður ekki ferðinni. Og sigurvegarar komast jafnvel ekki að. Enn sem komið er hafa menn hins vegar ekki getað bent á betri leið til þess að allur almenn- ingur í hverju þjóðríki fái að ráða sinni samfélagsgerð. Gengið að kjörborði Það hafa margir hlakkað til þessa dags i maí þegar landsmenn ganga að kjörborði. Það er merkileg stund. Það eru allir jafnir framan við kosningaeftirlitsfólkið í skóla- stofunum og íþróttasölunum þar sem manni er gert að sýna fram á hver maður er. Og svo er strikað yfir nafnið manns með blýanti i sömu mund og seðillinn og kjósand- inn hverfa á bak við tjald. Þaðan kemur maður meira og minna sann- færður um valið, búinn að gera skyldu sína sem þægilegur þegn í lýðræðisríki. Það er mikill munur á íslendingi í kjörklefa og Sovétmönn- um sinnar tíðar á sama stað. Stjóm- völd austur í Moskvu höfðu þegna sína að fiflum um áratugaskeið og smöluðu þeim eins og skepnum á kjörstaði tfl að yfirvaldið fengi rúss- neska kosnmgu. Vissiflega er smal- að heima á íslandi og oft með harðri hendi, en hér geta menn valið - og hér geta menn ráðið, þó ekki sé nema atkvæði sínu. Að nota ekki þann rétt sýnir að fólki er sama - um sjálft sig og samfélagsgerðina. Skrifari þessara orða var staddur í Moskvu fyrir þrettán árum. Þá voru umbrotatímar í þessari gömlu höfuðborg Sovétríkjanna og al- menningur sá ekki betur en á að giska frjálslyndir timar færu í hönd. Altént gæti það varla versn- að. Hvað þetta hugsanlega frelsi ætti hins vegar eftir að þýða í lífi þess og þjóðarinnar væri ekki gott að segja. Frelsi er nefnflega afstætt. Og frelsi er ekki endilega ferill frá einum stað til annars. Það getur verið breytilegt í tima og eins í hug- um ólíkra manna. Ég var spurður i þessari miklu borg við hvers konar þjóðskipiflag íslendingar byggju. Það var kona sem bar fram þessa spumingu, lið- lega fertugur túlkur sem var með mér í ferð um höfuðborgina miklu og nágrenni hennar. Ég man að mér kom spumingin á óvart og vissi altént ekki til þess að ég hefði verið spurður að henni áður. Þar af leið- andi lá ekki beint við hvemig svara ætti konunni. Mér kom þó fyrst til hugar að segja „lýðræði", jú að á ís- landi gætu menn valið hverjir kæmust til valda. Langþreytt ofríki Vísast var svariö lengra. Og efa- lítið mjög hátíðlegt. Hvergi þykir manni landið sitt fegurra en einmitt utan úr heimi. Konan sagði mér að í Sovét hefði fólk ekki áhuga á stjómmálum, það tæki því ekki að fylgjast með brölti þessara stjóm- málamanna, þetta væri hvort eð er állt ákveðiö í einhverjum skúma- skotum af mönnum sem gerðu aUt tU að halda völdum sínum. Og kæmust upp með hvað sem væri. Hún nefndi nöfn og yfir mig rigndi fussum og sveium af langþreyttu of- ríki. Ég taldi mig vera kominn í hlut- verk huggarans og spurði hvort þetta færi nú ekki batnandi, þessum geðslega Gorbachev væri ef tU vill að takast ætlunarverk sitt, ekki væri annað að sjá en blessaða heimspressan lofaði þennan mUda mann fyrir að opna ógnarstórt land sitt og leyfa frjálsum vindum að leika um efhahag þess. Hún hélt nú ekki. Þjóð sín þekkti varla þennan mann, sem líklega væri langtum kunnari utan Sovét en innan þess og virtist lítið skárri en fyrirrennar- amir. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.