Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 32
Helcjarblaö 3I>V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Aðild skiptir öllu máli íslensk sendinefnd qekk út affundi Alþjóða hvalveiðiráðsins eftir að aðild Islendinga að ráðinu var hafnað. Island saqði sig úr ráðinu fqrir tíu árum en Árni Mathiesen sjávarútveqsráðherra seqir mjöq mikilvægt fqrir Islendinqa að vera aðilar að ráðinu oq tekur dræmt íhuqmqndir um að þeir hefji hvalveiðar ítrássi við alþjóðasamþqkktir. FYRIR TÍU ÁRUM SÖGÐU ÍSLENDINGAR sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Er sú ákvörðun ekki að koma aftan að okkur núna? „Ef við hefðum ekki sagt okkur úr ráðinu væri ekki um það að ræða að viö værum að reyna að fara inn með þeim fyrirvara að fá aðild að ráðinu og veiða hvali á sama tíma. Þá værum við bara þarna inni fyr- irvaralaus. Þannig var úrsögnin ekki mistök. Hins vegar voru það mistök að mótmæla ekki hvalveiði- banninu á sínum tíma. Við sögðum okkur úr ráðinu til að fara hina svokölluðu Nammco-leið og áttum von á að fleiri þjóðir myndu fylgja fordæmi okkar og ganga úr ráöinu. Hafréttarsáttmálinn skuldbindur okkur að vera aðilar að hvalveiðistjórnunarstofnun en ekkert segir að sú stofnun þurfi að vera Alþjóða hvalveiðiráðið. Nammco hefur hins vegar ekki hlotið þá alþjóðlegu viðurkenningu sem þarf. Reyndar eru bara tvær sjálfstæðar og fullvalda þjóðir aðilar að ráðinu, það er við og Norðmenn, og svo Grænlending- ar og Færeyingar. Meðan önnur fullvalda og sjálf- stæða þjóðin, Noregur, stýrir sínum veiðum í gegnum Alþjóöa hvalveiðiráðið getum við ekki sagt að Nammco sé bær stofnun og fengið fyrir því alþjóðlega viðurkenningu. Þannig að þessi leið gekk bara ekki upp. Á þessum tíu árum hafa orðið breytingar innan Al- þjóðlega hvalveiðiráðsins. Nýjar þjóðir hafa verið að koma inn og fylgi við hvalveiðar hefur aukist. Við teljum því að skynsamlegt sé fyrir okkur að vinna málinu framgang innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Það er líka nauðsynlegt að vera þar inni til þess að geta selt afurðirnar því að þjóðir hvalveiðiráðsins eru skuldbundnar til að kaupa ekki hvalaafurðir af þjóð- um sem eru utan ráðsins. Þá er það bara spurningin um að fara inn með fyrirvaranum sem ekki hefur gengið enn þá, eða fara inn án fyrirvarans, og þá höf- um við rétt til að fára í visindaveiðar eins og Japan- ar. En jafnvel þótt við fengjum fyrirvarann viður- kenndan gætu einstakar þjóðir mótmælt honum og verið óbundnar af honum í tvíhliða samskiptum. Við gætum því átt von á viðskiptaþvingunum eins og þeim sem Bandarikjamenn hafa hótað. Fyrstu skrefin væru því vísindaveiðar." - Af hverju þurfum við að veiða hvali? „Það er mjög nauðsynlegt fyrir okkur að veiða hvali í vísindaskyni. Við þurfum að fá meiri upplýs- ingar um áhrif hvala á vistkerfið, hvað þeir éta mik- ið og hvaða áhrif það hefur á viðgang fiskistofnanna. Við fórum í sérstaka leiðangra, að minnsta kosti fjór- um sinnum á ári, til að rannsaka ýmsa þætti í líf- fræði þorsksins, en í tólf ár höfum við ekki farið i hvalaleiðangra. Miðað við mælingar á langreyðinni og þorskstofninum þá er langreyðarstofninn nærri því tvöfalt stærri en veiðistofn þorsksins. Það þarf enginn að segja mér að svona stærðir hafi ekki áhrif á vistkerfið. Við þurfum að vita hver þau eru. Einnig þarf að hafa jafnvægi í hafinu. Þar getur ekki ein teg- und vaxiö óheft á kostnað annarra tegunda. Veiðar eru nauðsynlegar til að viðhalda þessu jafnvægi." Verðum að fyl£ja skuldbindingum - Nú er hvalurinn næstum því orðinn heilög skepna. Ef við færum að veiða hval mætti þá ekki bú- ast við svo mikilli andstööu að sölumarkáðir okkar á fiski myndu hrynja? „Fiskmarkaðir Norðmanna hafa ekki hrunið þótt þeir veiði hval. Hvers vegna ætti það þá að gerast á íslandi? Ég veit ekki til að Japanar hafi borið ein- hvern skarðan hlut viðskiptalega vegna þess að þeir séu að veiða hvali í vísindaskyni. Enginn veltir fyrir „Við getum ekki veitt hvali og verið fvrir utan hvalveiðiráðið. Nammco-möguleikinn er lögfræðilegur mögu- leiki en liann er ekki praktískur möguleiki. Suinir segja að við eigum að láta samþvkktir Alþjóða hvalveiði- ráðsins lönd og leið og fara að veiða hvali en það myndi örugglega kalla á mjög sterk viðbrögð. Þá værum við að spila upp í hendurnar á öfgahópum." DV-mvnd GVA sér viðskiptaþvingunum á mestu hvalveiðiþjóð heims, Bandaríkin. - Hversu öflugir eru öfgasinnaðir náttúruverndar- sinnar í baráttu gegn hvalveiðum? „Þeir geta verið mjög öflugir og alveg sérstaklega ef við förum ekki varlega og tryggjum að það sem við gerum standist alþjóðalög og alþjóðlegar skuldbind- ingar. Ég held að kraftur þessara samtaka verði miklu minni ef farið er í einu og öllu eftir því sem samþykkt hefur verið á alþjóðavettvangi." - Nú ætlum við að fara í hvalveiðiráðið næstum því bakdyramegin á lagaþrasi. Er þetta ekki slæm staða? „Það er hvorki verið að fara bakdyramegin né í gegnum lagaþras. Það er mjög algengt að ríki gangi inn í samtök með fyrirvörum, reyndar svo mjög að flestar þjóðir hafa einhvern tíma gert það. Menn hafa hins vegar sagt: Þið genguð út og eruð að koma inn aftur, þess vegna eigið þið ekki að fá fyrirvara. Það er út af fyrir sig skiljanlegt sjónarmið en það er mjög langsótt að halda því fram að við höfum gengið út fyr- ir tíu árum til þess að koma aftur inn með fyrirvara. Þegar svona langur tími er liðinn þá held ég að menn hljóti að líta á umsókn okkar eins og hverja aðra að- ildarumsókn frá ríki sem ekki hefur verið aðili áður.“ Þurfum að fara vel yfir málið - Hversu mikilvægt er fyrir okkur að komast inn í hvalveiðiráðið? „Það skiptir öllu máli. Við getum ekki veitt hvali og verið fyrir utan hvalveiðiráðið. Nammco-mögu- leikinn er lögfræðilegur möguleiki en hann er ekki praktískur möguleiki. Sumir segja að við eigum að láta samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins lönd og leið og fara að veiða hvali en það myndi örugglega kalla á mjög sterk viðbrögð. Þá værum við að spila upp í hendurnar á öfgahópum. Eitt sjónarmið er að taka það bara rólega og bíða og sjá hver þróunin verður í hvalveiðiráðinu - sjá hvort stuðningur við okkar málstað eykst ekki og reyna síðan að fara aftur þessa leið með fyrirvarann. Eftir sem áður gætu Bandaríkin mótmælt og verið óbundin af honum og ef við færum í veiðar í atvinnu- skyni þá gætu þeir beitt viðskiptahindrunum eins og þeir hafa hótað frá því hvalveiðibannið var sett.“ - Eigum við þá bara að sækja um aftur og aftur þar til umsóknin er samþykkt? „Ég er búinn að nefna nokkra valkosti. Kannski eru til nokkrar útfærslur á þeim. Einn kosturinn er að fara með málið fyrir alþjóðadómstól og fá þessari niðurstöðu hnekkt. Það tæki hins vegar tíma og væri flókið og það væri mjög erfitt fyrir okkur að grípa til einhverra aðgerða í þeirri stöðu. Við þurfum bara að fara vel yfir málið og meta hversu mikils virði fyrirvarinn er tO skemmri og lengri tíma litið.“ Spenna í Hafnarfirði - Svo við snúum frá hvalnum og að allt öðrum mál- um: Nú eru spennandi kosningar í þínum bæ, Hafn- arfirði, fylgistu ekki spenntur með þeim? „Ég fylgist grannt með og hefði gjarnan viljað vera meiri þátttakandi, bæði þar og annars staðar í kjör- dæminu, en í ráðuneytinu eru stór mál í gangi sem ég þarf að sinna. Samkvæmt könnunum berjast Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking um að ná meirihluta. Munurinn er innan skekkjumarka og þess vegna gæti munað einu atkvæði. Við þurfum á öllum atkvæðum að halda til að Magnús Gunnarsson verði áfram bæj- arstjóri.“ - Nú virðist vera rígur í ríkisstjórninni vegna þess að heilbrigðisráðherra skrifaði undir viljayfirlýsingu við borgina. „Það er bara eitt mál sem hefur komið upp sem veldur því. Ég var satt að segja afskaplega hissa á því að það skyldi koma upp og skil ekki hvað kom yfir vin minn, Jón Kristjánsson. Landstjórnin á ekki að grípa inn í kosningar á þeim nótum sem þarna virð- ist hafa gerst. Ég hef orðið var við óróleika í ná- grannasveitarfélögunum vegna þessa. Menn velta fyr- ir sér hvort það eigi að taka Reykjavík fram fyrir með þessari yfirlýsingu og hvort eigi að færa framkvæmd- ir úr þeim sveitarfélögum til Reykjavíkur því auðvit- að aukast ekki heildarfjármunirnir við svona yfirlýs- ingu.“ - Finnur þú fyrir þessúm óróa á ríkisstjórnarfund- um? „Nei, þetta mál var afgreitt og svo tóku menn bara fyrir næsta mál á dagskrá. Þetta er fólk sem hefur verið lengi í pólitík, er búið að vinna mjög vel saman í þessari ríkisstjórn og lætur ekkert trufla sig.“ - Býstu við að verða sjávarútvegsráðherra eftir næstu kosningar? „Það veit enginn en ég er tilbúinn að vera hérna áfram. Ég kann mjög vel við mig, enda er ég hér að fást við áhugaverð og spennnandi verkefni með góðu fólki.“ -KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.