Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 36
HgIqorblacf 3Z>V LAUG ARDAGU R 25. M Af 2002
Ólafío Hrönn Jónsdóttir leikkona er með
fyndnustu íslendingum. Hún er komin aftur í
Þjóðleikhúsið eftir erfiða regnslu sem hún
telur að hafi bregtt sér: hún er viðkvæmari
en áður, hún er hætt að herma eftir og tilbú-
in að takast á við meira krefjandi hlutverk.
ÞÚ ERT BÚIN AÐ LEIKA FIMMTÍU sýningar af
Með vífið í lúkunum í Borgarleikhúsinu.
„Já, og árið áður lék ég í Sýnd veiði í Iðnó. Það
hentaði mér rosalega vel að vera í einni sýningu í
einu þannig að ég gæti verið heima á daginn hjá
stelpunni minni. Svo er ég að leika i Strompleiknum
í Þjóðleikhúsinu."
Það hefur sem sagt ekki allt gengið sem skyldi með
barnið?
„Nei, hún fæddist mjög veik og ég vildi náttúrlega
vera eins lengi og þyrfti heima með hana. Hún er
hress núna þó ekki sé allt búið.“
Hvenær útskrifaðistu úr Leiklistarskólanum?
„87“
Og þú hefur verið á fullu síðan.
„Já.“
Hvernig var að kúpla sig út úr leikhúsinu eftir
þessa löngu törn?
„Það var ofsalega skrýtið. Ég hafði verið á fullu síð-
an ég útskrifaðist og varla tekið mér pásu nema
svona rétt í kringum fæðingar. Leikhúsheimurinn
heltekur mann og maður gleymir svolitið lífmu fyrir
utan leikhúsið. Maður er alltaf að láta allt rúlla.
Vinnan er svo rosalega stór þáttur í lífi leikarans.
Þegar ég fór út úr þessum heimi sá ég að leikhús-
heimurinn skildi ekki svo mikið eftir sig. Það voru
hjá mér engin tengsl á milli þessara tveggja heima.
Það var svolítið sjokk fyrir mig. Ég hef þurft að hugsa
hlutina dálítið upp á nýtt.“
Þér var kippt ansi hressilega inn í lífið.
„Já, líf mitt breyttist mjög mikið. Foreldrar mínir
dóu með fimm ára millibili og ég var komin heim
með veikt barn. Það var mjög mikil breyting. En
svona leiðir alltaf til einhvers góðs því maður lærir
að meta lífið upp á nýtt, hvað skiptir máli og hvað
maður vill; hvernig maður vill vera.“
Lífið utan leikhússins nærir væntanlega lista-
manninn. Heldurðu að þetta breyti þínum lista-
mannsferli?
„Ég held það.“
Hvernig?
„Ég held að þessi reynsla hafi dýpkað mig. Mig
langar í alvarlegri og meira krefjandi verkefni. Það
var líka eitt sem gerðist hjá mér: ég get ekki lengur
hermt eftir fólki. Ég er svo hrædd um að særa það og
mig langar ekki til þess. Ég er orðin viðkvæm fyrir
svona hlutum."
Ég þekki mann sem eignaðist fyrirbura og hann
sagði að löngu eftir þá reynslu hafi hann ekki getað
lesið skáldskap, einungis ævisögur um alvöru fólk.
„Ég skil hvað hann á við. Maður vill hafa allt í
meiri alvöru. Þegar ég hitti fólk vil ég tala við það í
alvöru. Ég horfi öðrum augum á lífið.“
Bölvun fyndninnar
Þú hefur aðallega fengist við grínhlutverk.
„Já, en samt ekki til að byrja með. Þegar ég útskrif-
aðist úr skólanum vissi ég að ég gæti alltaf farið út í
grínið og ætti auðvelt með það. Ég lét það hins vegar
ekki mikið uppi og einbeitti mér frekar að alvarlegri
hlutverkum. Svo fór ég meira út í grínið og þá er eins
og maður sé settur í skúffu."
Bölvun fyndninnar?
„Já, svolítið. Ég var mjög oft fengin til að lesa upp
í útvarpsþáttum áður fyrr en það er alveg hætt. Mað-
ur er kannski ekki eins trúverðugur ef maður er í
grínbransanum, ég hef heyrt þá kenningu og held að
það sé svolítið til í því.“
Hefurðu alltaf verið fyndin?
„Já, ég hef alltaf verið í því hlutverki að grínast á
alls kyns samkundum frá því ég var lítil. Ég grinað-
ist í skátunum, skólanum og í leikfélaginu á Horna-
firöi. Þetta hefur alltaf verið svona og þegar ég fór í
Leiklistarskólann ákvað ég að hvíla þetta aðeins.“
Komstu beint frá Hornafirði í Leiklistarskólann?
„Nei, nei. Ég átti bara heima á Hornafirði í sjö ár.
Síðan fór ég í skóla á Laugarvatni og flutti siðan aft-
ur í bæinn með foreldrum mínum, kláraði stúdentinn
og fór í inntökupróf. Ég er ekki Hornfirðingur. Ég átti
heima þar í sjö ár og hélt bara að ég væri Hornfirð-
ingur."
Þú hélst það, en hvað ertu? Ertu Reykvíkingur?
„Já, í raun og veru er ég fædd og uppalin í Reykja-
vík. Ég flutti svo út á land og kom aftur til baka.“
Þannig að það er ekki bara misskilningur hjá okk-
ur hinum að þú sért Hornfirðingur, heldur líka hjá
þér?
„Já.“
„Ég er auðvitað meira í því að herma eftir konum og ég held að þær séu viðkvæmari fvrir því en karlar.
Stjórnmálamönnum finnst ofsalega gaman þegar hermt er eftir þeirn. Og ef mér líður illa þegar ég hermi eftir
fólki þá á ég ekki að vera að því. Ég veit að þetta er asnalegt og óþarfa viðkvæmni en þetta er bara staðan
hjá mér í dag. Ég vorkenni fólkinu sem ég hermi eftir og þá líður mér illa. Og af hverju ætti ég að vera að
því? Eins og þegar ég hermdi eftir Björk - þá hugsaði ég með mér: æ henni þvkir þetta örugglega leiðinlegt."
DV-mynd Hari
Ég er hætt
að herma eftir
Flóttaleið fyndninnar
Það er oft talað um að þeir sem eru alltaf að grín-
ast noti húmorinn sem eins konar bjarghring til að
sleppa frá tilveru sinni.
„Jú, jú, húmorinn er tæki til að lifa af. Það hjálp-
ar fólki mikið að sjá fyndnu hliðina á hlutum þeg-
ar eitthvað hrjáir það; húmorinn smækkar vanda-
málið og þá fjarlægist maður hlutina og getur hleg-
ið að þeim. Það er ákveðin flóttaleið fólgin í
húmornum og stundum þarf maður slíkan neyðar-
útgang. En sumt er ekki hægt að grínast með.“
Nú eru Sýnd veiði og Með vífið í lúkunum fyndn-
ar sýningar. Er alltaf jafn skemmtilegt að leika í
försum, jafnvel þótt sýningin sé númer fimmtíu?
„Það er alltaf jafn skemmtilegt. Fólk furðar sig
alltaf á því. Það er bara svo skrýtið með það að
þetta er lítið og skemmtilegt líf sem maður á á svið-
inu og það dettur maður inn í á hverri sýningu og
skemmtir sér alltaf jafn vel.“
Það hlýtur að vera gaman að láta heilan sal af
fólki hlæja.
„Svo er það líka alltaf ögrun að láta verkið virka
á hverju kvöldi. Það er alltaf ákveðið próf.“
Þykir þér auðveldara aö fást við gamanhlutverk
en alvarleg?
„Ég veit það ekki. Mér finnst hvort tveggja erfitt,
það er bara ólikt. Dómurinn á sýningu þar sem
maður á að vera fyndinn er hins vegar mjög afger-
andi. Það er ekki hægt að blekkja sjálfan sig, það er
bara eitt mælitæki: hláturinn."