Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 44
 HelQctrblaö 33'V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Dæmigert þorp úr lilíðunum við Beaune. Fátt minnir á nýja tíma nema ökutækin. Á ferð um vínstíginn er hjólað í gegnum ótal þorp sem er að finna á fimm til fimmtán kílómctra fresti. DV-mvndir SER Að skoða og skjalla vín Leiðin liqgur af þæqilequm sveitavequm qfir á hraðbrautina sem færir okkur hratt oq ör- ugqleqa qfir hæðadröqin suðaustur til Beaune. Útsqnið úr bifreiðinni er eins oq út úr möqnuðu miðaldarævintqri. Hvarvetna blasa akrar og vellir við, en inn á milli rísa tiqnarleq eikartré við hliðina á sveitabæjum oq kirkjum, kastölum oq herraqörðum. ÓVÍÐA í FRANS ER FEGURRA um að litast en í vínhéruðum Búrgúndar. Ekki einasta er landslagið áhrifamikið heldur vitjar sagan manns á hverju strái. Á þessu svæði, mitt í matarkistu Frakklands, rikja aldagamlar hefðir í húsagerð og háttum fólks. Tíminn virðist annar en hann er. Vitaskuld nær nútímaleg bifreið manns að skjóta sér á milli máðra húsveggj- anna, en þegar stigið er út úr henni virðist sem geng- ið sé inn í gamla tíma, göldróttar miðaldir. Við erum á leið til Beaune í maí, gamallar virkis- borgar frá miðöldum sem er umvafinn einstaklega fögrum vínekrum, einum þeim frægustu í heimi. Og kunnugleg bæjarheiti koma á móti manni á meðan landið svífur hjá. Búrgúndarhérað liggur suðvestur á París, en þang- að er þriggja tíma þægilegur akstur frá Signubökkum og ekki er úr vegi að lengja þá ferð með því að þræða yndislega sveitavegina á þessum troðnu slóðum sem hafa verið almannaleiö um árþúsund. Ævagömul sveitaþorp á borð við Joigny og Chablis eru til að mynda gersemar sem eru verðugir áningarstaðir á leið til hjarta Búrgúndar. I þessum borgum, á einum kalkríkasta bletti landsins, er að finna víðfrægar vin- ekrur og litlu þorpin bera þess merki að þar eru unn- in eðalvín aftan úr visku tímans. í þorpinu Chablis, nokkurn veginn miðja vegu milli ystu marka Parisar og Beaune, er ekki úr vegi að leggja bifreiðinni inn í miðjum bæ og teyga gullið vínið úr Cradonnay-þrúg- um sveitarinnar. Á þessu svæði, því nyrsta, í Búrgúndarhéraði, hefur vínviður verið ræktaður frá 12. öld og þykir hinn kalkríki jarðvegur í Chablis vera aðalástæða þess hve vínið er gott. í Chablis eru heimkynni hinna skrjáfþurru samnefndu hvítvína sem drjúpa úr Chardonnay-þrúgunum og kannast ís- lendingar líklega mest við Macon-vínin sem þaðan koma. Ganila virkisborgin Leiðin liggur af þægilegum sveitavegum yfir á hraðbrautina sem færir okkur hratt og örugglega yfir hæðadrögin suðaustur til Beaune. Útsýnið úr bifreið- inni er eins og út úr mögnuðu miðaldarævintýri. Hvarvetna blasa akrar og vellir við, en inn á milli rísa tignarleg eikartré við hliðina á sveitabæjum og kirkjum, kastölum og herragörðum. Það er erfitt að vera ökumaður í svona ferð og þurfa að beina augun- um að veginum, enda útsýnið til beggja handa með því eftirminnilegasta á vegferð um meginland Evr- ópu. Því er ekki úr vegi að hægja öðru hverju á við útskot og njóta þess að horfa, þess fullviss að bráðum nálgist sjálf dýrðin. Höfugt vín úr þurri <>g þægilegri Chardonnav-þrúg- unni rennur í glas undir kastalanum í Meursault. Sntábændur í kring selja þorpshöfðingjuin þrúgurnar sem vinna þær fvrir stóru víngerðarhúsin við Beaune.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.