Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 44
 HelQctrblaö 33'V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Dæmigert þorp úr lilíðunum við Beaune. Fátt minnir á nýja tíma nema ökutækin. Á ferð um vínstíginn er hjólað í gegnum ótal þorp sem er að finna á fimm til fimmtán kílómctra fresti. DV-mvndir SER Að skoða og skjalla vín Leiðin liqgur af þæqilequm sveitavequm qfir á hraðbrautina sem færir okkur hratt oq ör- ugqleqa qfir hæðadröqin suðaustur til Beaune. Útsqnið úr bifreiðinni er eins oq út úr möqnuðu miðaldarævintqri. Hvarvetna blasa akrar og vellir við, en inn á milli rísa tiqnarleq eikartré við hliðina á sveitabæjum oq kirkjum, kastölum oq herraqörðum. ÓVÍÐA í FRANS ER FEGURRA um að litast en í vínhéruðum Búrgúndar. Ekki einasta er landslagið áhrifamikið heldur vitjar sagan manns á hverju strái. Á þessu svæði, mitt í matarkistu Frakklands, rikja aldagamlar hefðir í húsagerð og háttum fólks. Tíminn virðist annar en hann er. Vitaskuld nær nútímaleg bifreið manns að skjóta sér á milli máðra húsveggj- anna, en þegar stigið er út úr henni virðist sem geng- ið sé inn í gamla tíma, göldróttar miðaldir. Við erum á leið til Beaune í maí, gamallar virkis- borgar frá miðöldum sem er umvafinn einstaklega fögrum vínekrum, einum þeim frægustu í heimi. Og kunnugleg bæjarheiti koma á móti manni á meðan landið svífur hjá. Búrgúndarhérað liggur suðvestur á París, en þang- að er þriggja tíma þægilegur akstur frá Signubökkum og ekki er úr vegi að lengja þá ferð með því að þræða yndislega sveitavegina á þessum troðnu slóðum sem hafa verið almannaleiö um árþúsund. Ævagömul sveitaþorp á borð við Joigny og Chablis eru til að mynda gersemar sem eru verðugir áningarstaðir á leið til hjarta Búrgúndar. I þessum borgum, á einum kalkríkasta bletti landsins, er að finna víðfrægar vin- ekrur og litlu þorpin bera þess merki að þar eru unn- in eðalvín aftan úr visku tímans. í þorpinu Chablis, nokkurn veginn miðja vegu milli ystu marka Parisar og Beaune, er ekki úr vegi að leggja bifreiðinni inn í miðjum bæ og teyga gullið vínið úr Cradonnay-þrúg- um sveitarinnar. Á þessu svæði, því nyrsta, í Búrgúndarhéraði, hefur vínviður verið ræktaður frá 12. öld og þykir hinn kalkríki jarðvegur í Chablis vera aðalástæða þess hve vínið er gott. í Chablis eru heimkynni hinna skrjáfþurru samnefndu hvítvína sem drjúpa úr Chardonnay-þrúgunum og kannast ís- lendingar líklega mest við Macon-vínin sem þaðan koma. Ganila virkisborgin Leiðin liggur af þægilegum sveitavegum yfir á hraðbrautina sem færir okkur hratt og örugglega yfir hæðadrögin suðaustur til Beaune. Útsýnið úr bifreið- inni er eins og út úr mögnuðu miðaldarævintýri. Hvarvetna blasa akrar og vellir við, en inn á milli rísa tignarleg eikartré við hliðina á sveitabæjum og kirkjum, kastölum og herragörðum. Það er erfitt að vera ökumaður í svona ferð og þurfa að beina augun- um að veginum, enda útsýnið til beggja handa með því eftirminnilegasta á vegferð um meginland Evr- ópu. Því er ekki úr vegi að hægja öðru hverju á við útskot og njóta þess að horfa, þess fullviss að bráðum nálgist sjálf dýrðin. Höfugt vín úr þurri <>g þægilegri Chardonnav-þrúg- unni rennur í glas undir kastalanum í Meursault. Sntábændur í kring selja þorpshöfðingjuin þrúgurnar sem vinna þær fvrir stóru víngerðarhúsin við Beaune.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.