Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 38
38 He fc) a rb la c) 30"V LAUGARDAGU R 25. MAÍ 2002 fyrir lýðræðinu! Ein helsta ástæðan fyrir lýðræði er örugg- lega öll partíin íkringum það. Ef við byggj- um ekki við lýðræði væri ekki hægt að halda kosningafundi og fá sér íglas á eftir, halda prófkjör og fá sér íglas á eftir, sigra í kosningum og fá sér íglas á eftir og tapa í kosningum og fá sér reglulega vel neðan í þvíá eftir. Hér að neðan er uppskrift að áhugaverðu kosningakvöldi. PÓLITÍSKAR KOSNINGAR HAFA ÞAÐ fram yfir knattspyrnuleiki að í þeim er alltaf í það minnsta einn sigurvegari. Pólitískt jafnteíli er ekki til. Og í pólitískum kosningum geta jafnvel allir unnið „mið- að við aðstæður“. Að því leyti gilda sömu lögmál í kosningum og i Eurovision: allt yfir sextánda sæti þykir okkur íslendingum ásættanlegt. Þess vegna var mjög viðeigandi hjá forsvarsmönnum Eurovision að ákveða að halda keppnina sama dag og íslendingar ganga að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum. Hins vegar má spyrja sig að því hvort efnahagslífið fagni þessari samnýtingu kvöldsins því í stað tveggja drykkju- og snakkkvölda er nú aðeins eitt. Hagræðing fyrir heimilin en ekki ÁTVR. Boðslistinn Fordrykkir eru mikilvægir á svona löngum skemmtikvöldum. Eurovision hefst klukkan sjö og lýkur ekki fyrr en kosningasjónvarpið byrjar klukk- an tíu. í ár er Eurovision reyndar hálf óspennandi þar sem Einar Bárðarson er fjarri góðu gamni eftir núlliö í fyrra. Til að skapa létta pólitíska stemningu er hægt að blanda litaða kokkteila. Blár fyrir sjálfstæöismann- inn, grænn fyrir framsóknarmanninn og svo mætti áfram telja. Fyrir þá sem eru pólitísk viðrini eða áhugalitlir um stjórnmál er hægt að snúa sér beint að bjórnum eða halda áfram í vatninu. Hafa ber í huga að samsetning gesta er sjaldan við- kvæmari en á kosningakvöldi. Ekki þýðir að ætla sér að nota bara Eurovision-boðslistann frá því í fyrra. Þótt fólk sé rólegt yfir Eurovision og umburðarlynt þótt ekki séu allir sammála um hvaða lag sé best þá er umburðarlyndi svo til óþekkt þegar kemur að póli- tískum skoðunum og er aldrei jafn fjarri mönnum en einmitt á kosningakvöldi. Mér er það minnisstætt þegar amma sagði á kosningakvöldi að hún vildi spýta í augun á Jóni Baldvini. Við viljum ekki lenda í því að ólíkum pólitískum fylkingum ljósti saman í settlegum partíum, það getur farið illa með geðheils- una og ekki siður húsgögnin í íbúðinni. Steikt svínseyru Á löngum skemmtikvöldum er mikilvægt að hafa samræmi í innbyrðingu drykkja og matar, annars getur allt farið í vitleysu. Því er nauðsynlegt að hafa góðan forrétt til að narta i fram að aðalrétti kvölds- ins. Upphafið er mikilvægt því ef fólk fer í fýlu snemma í veislunni getur það kostað mikinn tíma og fyrirhöfn að koma fólki í gleðilegt horf. Forréttir verða því að hafa breiða skírskotun og mega síst vera of sérviskulegir. Til dæmis gengur ekki að bjóða venjulegu fólki upp á steikt kryddlegin svínseyru jafnvel þótt uppskriftin komi úr vönduðum portú- gölskum matreiðslubókum. Viltu vinna Friðjón? Samkvæmisleikir eru gríðarlega skemmtilegir ef vel er staðið að verki. Vinsælustu leikir seinni ára eru án efa Pictionary og Actionary. Margir hafa gert sig að fullkomnu flfli. Enn er í minnum haft í Kópa- vogi þegar náungi í lengri kantinum lék orðið Níl með þvi að hlykkjast eftir parketinu. Sérstaklega þótti áhugavert þegar kom að Viktoríufossum. Hægt er að notast við atburði dagsins í áðurgreindum samkvæmisleikjum. Hægt er að herma eftir ákveðnum frambjóð- endum og jafnvel heilu framboðunum. Einnig er hægt að reyna við helstu stefnumál. Sérstaklega væri fróðlegt að sjá Geldinganes í túlkun velleikandi áhugamanna. Og má þá heldur ekki gleyma nektardansstöðunum og hinum bönnuðu einkadönsum. Húsnæðismál aldraðra bjóða einnig upp á áhugaverða túlkunarmöguleika. Einnig er hægt að gera sína eig- in útgáfu af Viltu vinna milljón? sem gæti þá heitið Viltu vinna Friðjón? Hægt er að vinna spurn- ingar upp úr Eurovisionkeppni síðustu ára, stefnuskrám flokk- anna og listasætum. Til dæmis væri hægt að spyrja: hefur Friðjón Guðröðarson verið í framboði í sveitarstjórnarkosningum og þá fyrir hvaða flokk? Hver var í fjórða sæti H-listans á Súðavík árið 1978? Veðmál Samkvæmt ströngustu lögmálum má ekki veðja á íslandi. Menn geta þó á kosningakvöldi látið eftir sér að veðja svona upp á grínið. Þaö á aö leggja heiður sinn að veði, heilar og hálfar vínflöskur. Einnig er það mjög í anda póli- tíkusa að segjast mundu éta hattinn sinn eða mega hundur heita ef þetta eða hitt gerist. Rétt er að minn- ast á að líkurnar eru mun betri i sveitarstjómarkosn- ingunum heldur en í Eurovision. Kosningakynlíf Svo eru auðvitað sumir sem vilja eiga rómantíska stund heima fyrir framan kosningavökuna. Er þá oft um elskendur að ræða sem geta kryddað kynlíf sitt með því að nota kosningasjónvarpið sem eins konar kynlífshjálpartæki. Þátttakendur gætu jafnvel leikið sér í eins konar fatapóker með kosningatölunum. Ef þriðji maður Hnjúka eða fyrsti maður Biðlistans kemst inn þá er hægt að láta til skarar skríða og kasta klæðum. Frjálslyndustu pörin geta brugðið sér í gervi frambjóðenda að eigin vali og þannig verið í skemmtileg- um hlutverkaleikjum, jafnvel þverpólitískum. Einnig geta elskendur stillt sér þannig upp að annað sjái á sjónvarpsskjáinn og sjái þannig alla frambjóðendurna sem sitja í sjónvarpssal. Sjáandinn getur þannig ímyndað sér að hann sé með þeim er mynda- vélin beinist að hverju sinni. Getur þetta valdið skemmtilegri spennu i kynlífinu. Mesta spennan er auðvitað fólgin í því á hverjum myndavélin stað- næmist þegar hápunkti er náð. Góða skemmtun sm/PÁÁ Þitt tækifæri til að ná lengra NÁMSRÁÐGJÖF alla daga kl. 10:00-11:30. Ef þú hefur spurningar um nám við Háskólann í Reykjavík, langar að fræðast um námsstyrki eða vilt fá ráðgjöf um háskólanám þá eru námsráðgjafar og kennarar til viðtals alla daga kl. 10:00-11:30. Birgisdóttir msiustjári og námsráðgjafi Umsóknarfrestur er til 5. júní. HÁSKÓLINIM í REYKJAVÍK REYKJAVIK UNIVERSITY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.