Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 48
Helqarhlað H>V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Notaðir bílar hjá Suzuki hílum hf. Suzuki Baieno Wagon, sjsk. Skr. 6/99, ek. 56 þ s. Verð kr. 940 þus. Suzuki Jimny JLX 4x4, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þ s. Verð kr. 990 þus. Suzuki Swift GLS, 3 d. Skr. 6/97, ek. 46 þ s. Verð kr. 550 þus. Opel Vectra CD, 4 d., sjsk. Skr. 1/97, ek. 63 þ s. Verð kr. 1130 þús. Suzuki Ignis 4x4, bsk. Skr. 8/01, ek. 14 þ s. Verð kr. 1450 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 4/98, ek. 60 þ s. Verð kr. 1580 þús. Suzuki Sidekick Sport, bsk. Arg. 1997, ek. 93 þ s. Verð kr. 1050 þus. Daewoo Lanos SX, sjsk. Skr. 11/99, ek. 45 þ s. Verð kr. 990 þús. Toyota Corolla Terra, bsk. Skr. 9/98, ek. 77 þ s. Verð kr. 840 þus. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeiíunni 17, simi 568-5100 MtíUUSypl iáBHi—LjBÍ Elín Halldórsdóttir heldur fyrstu ein- söngstónleika sína ó sunnudaginn sem jafnframt i/erða kueðjutónleikar því að hún er ó förum til Þgskalands til að freista gæfunnar íhörðum samkeppn- isheimi óperuhús- anna. Elín Halldórsdóttir hcldur á sunnudaginn tónlcika sem verða í senn fyrstu einsöngs- tónleikar hennar og kveðjutón- lcikar að sinni. DV-mvnd Hari í fyrsta sinn Á SUNNUDAGINN VERÐA MERK tímamót á ferli Elínar Halldórsdóttur söngkonu en þá ætl- ar hún að halda fyrstu einsöngstónleika sína í sal Tónlistarskólans í Garðabæ með undirleik Richards Simms. Elín hefur stundað söngnám samtals í rúmlega tíu ár og hefur sungið ýmis hlutverk í óperuuppfærslum undanfarin ár en þetta er í fyrsta skipti sem hún stendur ein og óstudd við flygilinn. „Ég hef beðið eftir þessu tækifæri og vil fyrst og fremst fá að kynna mig fyrir íslenskum áheyrendum og einnig er þetta góð æfing fyrir söngprufur sem ég mun takast á við i haust,“ segir Elín þegar blaðamaður DV hitti hana yfir tebolla á förnum vegi. Á efnisskránni á tónleikunum verða íslensk og þýsk ljóð og óperuaríur. Elín syngur ljóð og lög eftir Sigfús Einarsson, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Schubert, Schumann og Strauss og óperuaríur eftir Mozart, Gounod, Verdi, Wagner og Puccini. Elín stundaði lengi nám við London College of Music með söng sem aðalfag en eftir það bjó hún um þriggja ára skeið í Köln. Þar stundaði hún söngnám en kom einnig fram sem ein- söngvari í kirkjutónlist og fékkst við píanó- kennslu. Elín hefur komið fram á ótal tónleik- um heima og erlendis, bæði sem söngvari og undirleikari, Hún hefur stýrt kórum og sótt einkatíma hjá heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við Anne Champert, tónlistarstjóra Rík- isóperunnar í Saarbrucken, og David Syrus, tónlistarstjóra við Covent Garden. Ástæðan fyrir dvöl hennar í Köln var sú að eiginmaður hennar, bassasöngvarinn Jóhann Smári Sævarsson, var að syngja við óperuna í Köln. Þau hjónin deila því hlutskipti óperusöngv- ara að búa eiginlega í ferðatösku en Elín segir mér að á þeim tíu árum sem þau hafa búið sam- an hafi þau búið á tíu ólíkum stöðum innan lands og utan. Eftir nokkra dvöl í Köln fluttu þau heim á klakann aftur og dvöldu við kennslu á Akureyri um hríð og þar stofnuðu þau óperufélagið Norðuróp sem hefur staðið fyrir ýmsum skraut- legum tónlistarverkefnum bæði fyrir norðan og sunnan en uppsetning þeirra í Dráttarbrautinni í Keflavík í fyrra vakti verðskuldaða athygli. Eiiisöngvari eða endurskoðandi Enn hafa þau hjón pakkað niður, ef svo má segja, og þess vegna verða þessir fyrstu ein- söngstónleikar Elínar að líkindum kveðjutón- leikar að sinni. Jóhann Smári hefur fengið tveggja ára samning við óperuna í Regensburg í Þýskalandi og þangað hyggst fjölskyldan öll flytja með haustinu. „Þetta er eitt magnaðasta bassahlutverk óp- erubókmenntanna svo þetta er frábært tæki- færi,“ segir Elín og ég stenst ekki freistinguna að spyrja hana hvort það sé kostur eða galli að vera í hjónabandi með einsöngvara frekar en endurskoðanda, svo dæmi sé tekið. „Það eru kostir og gallar. Við erum vinir og bestu en óvægnustu gagnrýnendur.hvor annars og það tekur stundum á. Auðvitað rifumst við stundum um tónlist og túlkun en við njótum reynslu hvors annars og veitum hvort öðru ómetanlegan stuðning." Elín og Jóhann Smári eiga tvö börn sem hljóta að hafa fengið stóran skerf af tónlist í uppeldinu og Elín viðurkennir að það séu æf- ingar nánast allan daginn á heimilinu. „Strákurinn, sem er eldri, hefur lítið hrifist af tónlist en systir hans, þriggja ára, er til í að syngja allan daginn og spilar lagiö um Bangsimon með mér á píanóið.“ Elín segist vera alin upp við tónlist en faðir hennar var mikill áhugamaður um tónlist og einnig segist hún hafa heiUast snemma af leik- húsi og vildi helst sjá allar sýningar sem buð- ust. Hún var í píanónámi sem hún lagði þó á hill- una á menntaskólaárunum en lék á þeim tíma undir á æfmgum í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins svo hún sagði í raun aldrei alveg skilið við píanóið. „Síðan ákvað ég að fara í söngtíma í einn vet- ur eftir stúdentspróf og þá ákveð ég endanlega að leggja þetta fyrir mig,“ segir Elín. Tóm ást Hér má einnig ljóstra upp því hliðarspori Elínar að á unglingsárum kom út lítil plata sem hét Tóm ást og innihélt tvö lög eftir hana sem voru afrakstur hæfileikakeppni í skólan- um. Fyrir viku var platan leikin á X-inu og auglýst eftir flytjandanum en Elín frétti það of seint og gaf sig ekki fram. Við tölum saman um hörkuna í samkeppn- inni við óperuhúsin ytra, um smæð, sam- keppni og stjörnudýrkun í íslensku tónlistar- lífl og komumst að þeirri niðurstöðu að við viljum eiga stjömur en erum stöðugt reiðubú- in að toga þær niður af festingunni um leið og tækifæri gefst. Vegna smæðar samfélagsins hlýtur það að verða hlutskipti margra tónlistarmanna að freista gæfunnar erlendis en verður heimþrá- in þá varanleg tilfinning? „Ég hef alltaf verið haldin útþrá og geri ráð fyrir að ég sé dálítill sígauni í mér. Það er samt margt á íslandi sem ég mun sakna og hef saknað og mun auðvitað aldrei rjúfa tengslin. En ég sakna líka kirsuberjatrjáa í blóma þegar íslenskur vetur stendur sem hæst.“ Elin ætlar að nota tækifærið í Regensburg og syngja fyrir í óperuhúsum í nágrenninu sem hún hefur ekki gert áður en Regensburg er rétt hjá Múnchen og er reyndar talin með- al fegurstu borga Þýskalands og ein fárra sem slapp við skemmdir í stríðinu. En kvíðir Elín þvi að henda sér út í samkeppnina? „Nei, ég hlakka frekar til. Þetta er tækifæri sem ég beðið eftir því ég hef verið dálítið bundin yfir fjölskyldu og barnauppeldi fram til þessa. En þeir sem þurfa að syngja hætta því aldrei heldur halda alltaf áfrarn." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.