Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 22
22 Helgarblaö X>"V LAUGARDAGUR 25. IVIAÍ 2002 Svíagrýlan vakin upp Fantabröqð. Þetta war orðið sem utanríkis- ráðherra notaði yfir framgöngu sendinefnd- ar Suía qaqnvart Islendinqum á ársfundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins íJapan fqrr í vikunni. Hin norræna frændþjóð okkar - auk Banda- ríkjamanna - neitaði að stqðja umsókn okk- ar um innqönqu íráðið að nqju. Þetta mislík- aði íslensku sendinefndinni á fundinum herfileqa oq qekk affundi. TALAÐ ER UM ÓEÐLILEG VINNUBRÖGÐ Svía í málinu og stór orð hafa veriö notuð í því sambandi. Stóryrtastur hefur verið ráðherrann sem stundum er kallaður Dóri hvalur þegar hann talar um sænska fanta. í landsleik íslands og Svía í knattspyrnu sumarið 2000 fóru leikar 2-1 fvrir okkar mönnum. Rikharður Daða- son skoraði sigurmarkið. í leik þessara þjóða 49 árum fyrr skoraði afi hans, Akurnesingurinn Ríkharður Jónsson, öll fjögur mörk íslenska liðsins en Svíarnir skoruðu ekkert. Það eru því þeir nafnar á knattspyrnu- vellinum sem helst eru til þess fallnir að slátra Svíagrýlunni. keppt við frændþjóðina í knattspyrnu og yfirleitt lot- ið í lægra haldi. Rétt er þó að geta hér síðasta lands- leiks þessara þjóða, en hann var háöur 16. ágúst árið 2000. Þá vann ísland með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmark íslendinga þá skoraði Ríkharður Daðason, sem er afabarn Ríkharðs Jónssonar, en hann skoraöi öll mörkin í hinum fræga landsleik gegn Svíum 49 árum áður. Það eru því nafnarnir, afinn og barna- barnið, sem í boltanum eru bestir við að slátra Svía- grýlunni. I handboltanum hefur gengi okkar gagnvart sænsk- um mótherjum verið brokkgengt og brothætt. Skemmst er að minnast þátttöku íslendinga á EM í handbolta snemma á þessu ári. Þar töpuðum við í undanúrslitariðli fyrir Svíum með 22 mörkum gegn 33. Þetta var fimmtándi landsleikurinn í röð sem ís- lendingar töpuðu fyrir þessari frændþjóð sinni. Faxi er feiknarlega grimmur Sá handboltamaður sænskur sem íslendingar þekkja ef til vill best er hinn frægi Staffan Olson, sem gjarnan er nefndur Faxi. Hann er feiknarlega grimmur og skæð- ur keppnismaður og hefur landsliði okkar marga skrá- veifuna gert. Er að þvi leyti bæði elskaður og hataður - rétt eins og hann er í heimalandi sínu. Annar handbolta- maður sem nefna má er Mats Olson. Hann lék með lið- inu Lugi frá Lundi þegar það lið keppti við Víking í Laugardalshöll i Evrópukeppninni áriö 1981. Þar sýndi hann snilldartakta - og sýndi þannig hvernig Svíagrýlan er í raun. í landsleikjum í þremur helstu boltaíþróttunum, það er fótbolta, handbolta og körfubolta, hefur ísland aðeins unnið átta af 82 leikjum, en Svíar sjötiu. Fjórir leikir hafa endað með jafntefli. Selma félík tólf stig Á seinni árum hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verið sú mælistika sem Islendingar hafa hvað helst notað til þess að segja til um vinfengi annara Evrópuþjóða við okk- ur. Fái smellurinn sem er framlag íslendinga i keppnina það árið mörg stig frá einstaka þjóð er það talið dæmi um góðan hug til fólksins sem bygg- ir þessa eyju norður í höfum. Séu stigin færri eða jafnvel engin eru ályktanir í hina áttina hiklaust dregnar. Ósagt skal látið hvort þessi aðferðafræði við að mæla út stuðning einstakra þjóða við okkur er rétt. En lítum á tölur og staðreyndir í þessu sambandi. I Eurovision á síðasta ári var Birta, lag Einars Bárðarsonar, framlag íslendinga i keppnina. Þá fengum við eitt atkvæði frá Norðmönnum og tvö frá Dönum. Svíagrýlan glotti við tönn og gaf okkur ekkert stig. Árið 2000 var lagið Tell me með þeim Einari Ágúst Víðissyni og Thelmu Ágústsdóttur Is- landslagið í keppninni. Svíar voru vinir i raun það árið og gáfu okkur átta stig. Og vinarbragð þeirra var enn meira og hressilegra árinu fyrr, það er 1999. All Out Of Luck eftir Þorvald Bjarna Þor- valdsson var framlag íslendinga það árið. Selma Björndóttir söng og það hér um bil til sigurs. Lagið lenti í öðru sæti og fékk 146 stig. Þar af tólf frá Sví- um. Svíar eru sem sagt ekki sem verstir í Eurovision- pólitíkinni. Og hafa ágætan tónlistarsmekk, enda var All Out Of Luck býsna gott lag. En var Gleði- bankinn sem var framlag okkar árið 1986 það? Hann fékk fullt hús stiga í Stokkhólmi, en lenti engu að síður í sextánda sæti. Skagfirðingurinn Indriði G. Þorsteinsson var alla tíð gagn- rýninn á allt það seni frá Svíþjóð kom. Ilann talaði mikið og lengi um sænsku mufíuna í íslensku menningarlífi. Leiktæknin og sálfræðileg geta En víkjum aftur að íþróttunum. Líklega verður samhugur þjóðarinnar aldrei meiri en einmitt þeg- ar landslið okkar keppir i handbolta. Götur tæmast Heljarmennið og Grettir Nú er Ijóst að komnar eru upp viðsjár í hinu nor- ræna samstarfi. Sjávarútvegsráðherra segist seint munu fyrirgefa Svíum hvernig þeir höguðu sér í Jap- an. Sviagrýlan svonefnda hefur verið vakin upp að nýju - og það hugtak er aldeilis ekki nýtt á íslandi. Grettla, sú dáða saga, segir frá draugnum Glámi sem heljarmennið frá Bjargi í Miðfirði hræddist svo ógurlega og átti í snerrum við. Glámur var sænskur - og að því leyti Svíagrýla í raun og sann. Gretti Ás- mundarsyni tókst að vísu að lokum að sigra drauginn og leggja aö velli með fantabrögðum, en eftir það fylgdu honum augu hans. Glámsaugun, sem svo eru nefnd. Og það er víðar á vettvangi bókmennta og sagna- listar sem Svíagrýlan hefur slegið sér að. Sænsk- menntaður Ólafur Jónsson gagnrýnandi kom eins og hvass stormur inn í íslenskan bókmenntaheim undir lok sjötta áratugarins og hóf að skrifa um bókmennt- ir í Alþýðublaðið. Hann lét engan eiga neitt inni hjá sér, heldur skrifaði hvasst og beitt. Meðal rithöfunda safnaði hann ekki að vinum eða jábræðrum. Sá sem harðast gekk fram í andóflnu gegn Ólafi var Indriði G. Þorsteinsson, sem talaði mikið og lengi um sænsku mafluna. Ýmsir töldu Njörð P. Njarövík einnig til hennar. Nafnamir sem sigra grýluna I íþróttum hafa íslendingar sjaldnast gengið með hýrri há af leikvelli eftir að hafa att kappi við Svía. Það hefur þó gerst. I júnílok 1951 kepptu íslendingar við Svía í knattspyrnu og sigruðu með fjórum mörk- um gegn þremur. Með því móti tókst íslendingum að leggja Svíagrýluna að velli, rétt einsog Glámur varð á endanum að lúta í lægra haldi fyrir heljarmenninu úr Miðfirði. Eftir þetta hafa Is- lendingar næsta sjaldan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.