Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDA0UR25.MAÍ2OO2 H'& I' Q Cl A"Ö iCl Ö^IW 29 „Mér hugnast ekki þegar menn eru stimplaðir kommar ef þeir hafa félagslega lífssýn. Slíkt finnst mér einfald- lega barnalegt og kemur í veg fyrir að hægt sé að ræða málin með vitrænum hætti. Allir þurfa að leggja hönd á plóg við að móta samfélagið," segir Robert Faulkner hér í viðtalinu. dv-mynd: -sbs Borgaraleg skylda að móta samfélagið „AÐ MÍNUM DÓMI ER NAUÐSYNLEGT að fólk sem er af erlendu bergi brotið og hefur sest að hér á landi sé virkt í mótun samfélagsins. Meðal annars með störfum á hinum pólitíska vettvangi. Þetta er einfaldlega hluti af því að þetta fólk aðlagist íslensku þjóðfélagi og geti jafnframt haft áhrif á þróunina. Jafnframt tel ég þetta vera lið í því að þeir sem eru íslendingar í húð og hár meðtaki að ísland er orðið fjölmenningarlegt samfélag þar sem fólk víðs vegar að úr heiminum hefur sest að; býr og starfar og hefur áhrif á þjóðfélagsgerðina með einum eða öðrum hætti," segir RobertÝFaulkner, tónlistarkennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Borgaraleg skylda Og Robert er meira en tónlistarkennari, því hann er líka að verða sveitarstjórnarmaður. Hann er fyrsti út- lendingurinn hér á landi sem blandar sér í baráttuna á hinum pólitíska vettvangi með því móti. Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti fyrir skömmu hafa er- lendir ríkisborgarar nú kosningarétt hér - og þá jafn- framt kjörgengi - eftir fimm ára samfellda búsetu á ís- landi. Fólk af Norðurlöndunum þarf hins vegar aðeins þriggja ára búsetu til að öðlast þessi sömu réttindi. „Ég lít á það sem borgaralega skyldu mína að hafa áhrif á það samfélag sem ég bý og starfa í. Mér hefur þótt óréttlátt að hafa ekki haft kosningarétt öll þessi ár sem ég hef búið hér. Því fagna ég mjög þessum lögum sem nýlega hafa tekið gildi," segir Robert. Hann skipar annað sætið á Aðaldælalistanum, en það er eini framboðslistinn sem fram kom fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar þar í sveit. Því eru Robert og hin- ir fimm efstu mennirnir sem listann skipa sjálfkjörnir til þess að stjórna málum sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Sextán ár á íslandi Robert og Juleiet, kona hans, fluttu til íslands árið 1986 frá heimaslóðum sínum í Lundúnaborg. „Þingey- ingurinn Jón A. Baldvinsson, sem er sendiráðsprestur í London, er góður kunningi okkar og það var í gegn- um hann sem við komum hingað. Einhverju sinni sát- um við saman við spjall þegar það barst í tal hvort ekki væri upplagt hjá okkur að fara til starfa á íslandi. Við létum slag standa og komum. Og erum hér enn, nú sext- án árum síðar. Og ekki á förum í bráð," segir Robert. Þau hjónin koma viða við í störfum sínum í hérað- inu. Þau kenna bæði við Hafralækjarskóla og Juleiet stjórnar kirkjukórum í sveitinni. Auk þess hefur Ro- bert með höndum stundakennslu við Háskólann á Ak- ureyri. Þá stjórnar hann Karlakórnum Hreim í Þingeyj- arsýslu sem og Kór Hafralækjarskóla. Vetrarstarfi þess- ara kóra er nú að ljúka og hefur veriö í mörg horn að líta hjá stjórnandanum. Tónleikar hafa verið haldnir vítt og breitt að undanförnu og hafa þeir lukkast vel, enda er efniviður kórstjórans býsna góður. Þannig hélt síðamefndi kórinn tónleika í Laxárvirkjun um síðustu helgi og stefnt er á útgáfu geisladisks með lögum kórs- ins á hausti komanda. Þau Robert og Juleiet eiga tvö börn; þau James Boss sem er fjórtán ára og Nönnu Lucy sem er sex ára. Fjöl- skyldan heldur enn sínum breska ríkisborgararétti og ætlar ekki að breyta því í bráð. Af þjóðsögum og Þingeyingum Þjóðsagan hermir að Þingeyingar séu helst til grobbnari en aðrir íslendingar. Séu upp með sér yfir einhverju því atgervi eða arfleifð sem nútímafólk fær illa skilið hver nákvæmlega sé. „Ég hef aldrei skilið sjálfur hvernig þessi saga er alltaf á floti. En sjálfur lít ég svo sannarlega á mig sem Þingeying og hef stolt og metnað fyrir hönd þessa héraðs. Hér er náttúrufegurð einstök og yndislegt fólk. Ég hef alltaf upplifað Þingey- inga sem mitt fólk og finnst ég eiga mínar rætur hér. í það minnsta hef ég aldrei skynjað mig sem útlending á íslandi. Finnst ég eiga heima hér," segir Robert. En víkjum þá að máli málanna; sveitarstjórnarmál- unum í Aðaldal sem Robert ætlar sér nú að blanda sér í. Viðfangsefnin i þeim ranni eru svipuð hvert sem sveitarfélagið eða landshornið er. Meginhluti tekna Að- aldælahrepps fer til reksturs Hafralækjarskóla og segir viðmælandi okkar að vel takist til með rekstur hans. Meira en 90% kennara séu fagmenntaðir og ánægja sé með skólastarfið. Fjárfestum í börnum „Sveitarsjóðurinn hefur ekki mikið fé til fram- kvæmda að öðru leyti. Við höfum einbeitt okkur að því að fjárfesta i börnum og það er góð byggðastefna. Þá ekki aðeins fyrir Aðaldalinn heldur miklu frekar Iandið í heild. Hagur Aðaldælahrepps hefur ekkí ver- ið nógu góður að undanförnu, en nú erum við laus úr „Eg lít á það sem borgaralega skyldu mína að hafa áhrif á það samfélag sem ég bý og starfa í. Mér hefur þótt óréttlátt að hafa ekki haft kosningarétt öll þessi ár sem ég hefbúið hér. Þvífagna ég mjög þessum lög- um sem nýlega hafa tekið gildi,"segir Aðal- dælingurínn Robert Faulkner. þeirri gjörgæslu sem sveitarsjóðurinn hefur verið í. Þetta horfir allt til betri vegar," segir Robert. Um önnur mál sem líklegt er að áberandi verði á komandi kjörtímabili nefnir hann sameiningu sveit- arfélaga i héraðinu. Nú þegar hafi sveitarfélögin með sér samstarf i ýmsum verkefhum og hún geti orðið upptaktur að sameiningu í fyllingu tímans. Að henni hafi svo sem verið unnið þegar lögö var fram tillaga um sameiningu allra sveitarfélaga sýslunnar i eitt sem var hafnað í atkvæðagreiðslu á sínum tíma. „Það hefði líka átt að vera ljóst strax í upphafi að fyrir þeirri tillögu var ekki hljómgrunnur og hún hlaut að verða felld," segir Robert. Aðaldælahrepp, sem i eru um 300 íbúar, segir hann vera landbúnaðarhérað - en aðrar atvinnugreinar séu að verða æ ríkari þáttur í atvinnulífi sveitarinnar. Þar megi nefna ferðaþjónustu en einnig vinni margir af bæ, en búi í sveitasælunni. Virkja alla til þátttöku Það hljóta óneitanlega að vera tímamót í sögunni að maður sem er af erlendu bergi brotinn sé nú orð- inn fulltrúi í sveitarstjórn á Islandi. Kannski er þetta tímanna tákn og hluti af ákveðinni jafhréttisbaráttu, nú þegar fólki frá erlendum löndum fjölgar óðum í ís- lensku samfélagi. Jafnréttisbaráttan snýst væntan- lega um margt fleira en jafnrétti kynjanna; svo sem að öll sjónarmið og raddir eigi sína fulltrúa á vett- vangi stjórnmálanna og annars staðar þar sem ákvarðanir um hag fólks eru teknar. „Það þarf að virkja nýtt fólk til þess að hafa áhrif á samfélagiö. Sú þróun sem átt hefur sér stað í stjórn- málum í Evrópu á síðustu misserum þar sem öfga- flokkar hvers konar eru að verða æ meira áberandi er ekki góð. Einmitt þess vegna þarf að virkja alla til virkrar þátttöku í því að móta samfélagið. Þar ber hver nokkra ábyrgð bæði sem einstaklingur en einnig sem hluti af heildinni. Að því leyti er ég félagshyggju- maður en hef ekki skipt mér af landsmálapólitíkinni eða skipað mér þar í neinn flokk. En mér hugnast ekki þegar menn eru stimplaðir kommar ef þeir hafa félagslega lífssýn. Slíkt finnst mér einfaldlega barna- legt og kemur í veg fyrir að hægt sé að ræða málin með vitrænum hætti. Allir þurfa að leggja hönd á plóg við að móta samfélagið," segir Robert Faulkner að síðustu. -sbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.