Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 / / e l Q a r b la ö X>"V 9 menningsgarði í borginni Sanshui í Guangdong-hér- aði í suðurhluta Kina. Lögreglan fann stúlkuna og kom henni fyrir á barnaheimili. „Við fengum að vita að hún hefði fundist þann 15. júní í fyrra og þegar hún fannst var hún i bleikum fal- legum fötum og með henni var miði þar sem stóð að hún hefði fæðst 8. júní. Fyrir okkur sem íslendinga er það ótrúlegt að þetta litla kríli skyldi finnast i kassa í almenningsgarði, en það er algengt að börn séu skil- in eftir á þennan hátt í þessu stóra landi,“ segir Krist- jana en tekur það fram að börnin séu skilin eftir á fjölförnum stöðum þar sem öruggt sé að þau finnist. Þvegin úr saltvatni og mjólk Hópurinn sem fór frá íslandi áleiðis til Kína föstu- daginn 3. maí var 6 pör og 4 einstæðar mæður. Flug- ið til Peking tók 9 klukkutíma samtals og þegar hóp- urinn lenti var tekið mjög vel á móti þeim af starfs- mönnum sendiráðs íslands í Kina. Fyrstu þrjá dag- ana í Peking fór hópurinn í skoðunarferðir um borg- ina þar sem Torg hins himneska friðar og Kínamúr- inn, ásamt fjölda annarra staða var skoðaður. Krist- jana og Bergþór segja að þessi tími í Peking hafi þjappað hópnum vel saman og þetta hafi verið góður undirbúningur fyrir það að taka við börnunum. Með- al þess sem hópurinn heimsótti var kínverskt bað- hús, en Bergþór segir að það hafi verið sérstök upp- lifun. „Maður var þveginn hátt og lágt og það var enginn líkamspartur undanskilinn. Við vorum smúluð, þvegin upp úr saltvatni og mjólk, nudduð og síðan fórum við inn I stóran sal þar sem við horfðum á skemmtiatriði og slökuðum á. Ég hvet alla sem fara til Kina til að fara í kínverskt baðhús,“ segir Berg- þór. Eftir þrjá daga í Peking var haldið til Guangzhou í Guangdong-héraði en þar var hitinn um 35 gráður og mikill raki í loftinu. Þegar Kristjana og Bergþór voru nýkomin á hótelið sem þau áttu að gista á var þeim sagt að þau hefðu 10 mínútur til að gera sig klár í rút- una sem átti að fara með þau á skrifstofu ætt- leiðingarfélagsins í Kína. Þegar þangað kom var þeim vísað inn í herbergi þar sem þau biðu og gengu frá pappírum. í næsta herbergi við þau voru 10 stúlk- ur við leik á gólfinu, sumar grátandi. „Það var hræðilega þungt loft þarna inni og mikil molla. Við fórum ásamt öðru pari inn í herbergið þar sem stúlkurnar voru og um leið og við komum inn þekktum við litla sólargeislann, Sunnu Líf Zan. Við vorum búin að fá tilmæli um það að við ættum að rétta henni leikföng og mynda tengsl við hana. Um leið og hún rétti okkur hringlu til baka kom umsjón- arkonan og sagði okkur að taka hana upp. Okkur fannst við þurfa meiri tíma til að mynda tengsl við hana og við vildum leika við hana lengur, en við tók- um hana og okkur var þá strax vísað í þriðja her- bergið. Þar inni vorum við í tvo klukkutíma að ganga frá alls kyns pappírum og þessa tvo tíma grét Sunna Líf stanslaust," segir Kristjana. Eftir að hafa gengið frá öllum nauðsynlegum papp- irum var haldið beint á hótelið. Þegar þangað var komið var Sunna Líf hætt að gráta og var farin að hjala og hlæja með foreldrum sínum. Kristjana segir að eftir þessar tvær erfiðu klukkustundir hafi Sunna Líf tekið þeim mjög vel. „Það var rosalega gott að finna það þegar hún kúrði sig að manni og maður fann að henni leið vel.“ Leið eins og kvikmyndastjömum Daginn eftir þurfti hópurinn að fara aftur á skrifstofuna til að ganga frá enn fleiri pappírum. Kristjana og Bergþór segja að það hafi verið verulega erfitt að fara þangað aftur með stelpuna því um leið og þau komu inn hjúfraði Sunna Líf sig að mömmu sinni. „Manni fannst það mjög óþægilegt að taka barnið úr þvf öryggi sem við veittum því og fara með það aft- ur á barnaheimilið þar sem það grét svo sárt og þurfa að vera þar í rúmlega tvo klukkutíma því Sunna Líf hefur áreiðanlega haldið að við værum að fara aftur með hana þangað. Hún vildi ekki fara úr fanginu á okkur allcm tímann sem við vorum þarna.“ Eftir að hafa gengið endanlega frá allri pappírs- vinnu fór hópurinn í skoðunarferðir um héraðið ásamt börnum sinum og segja Bergþór og Kristjana að Kínverjar hafl starað mikið á þau, sérstaklega þar sem Kristjana er með ljóst sitt hár og þau voru með kínverskt barn. „Okkur leið eins og kvikmyndastjömum þarna úti og það voru margir sem vildu fá að taka mynd af okk- ur með bömum sínum. Það var líka bent á okkur og stundum labbaði fólk með okkur til að skoða okkur betur. Það var líka greinilegt að Kinverjamir litu upp til okkar þar sem þeir vissu að það kostar töluverða fjármuni að ættleiða barn frá Kína. Okkur fannst við ekki eiga þessa virðingu skilda því að menningarsaga Kínverja er svo stórbrotin og þjóð þeirra einnig og ef eitthvað er ættum við að bera meiri virðingu fyrir þeim.“ Gengið var frá vegabréfsáritunum fyrir börnin hjá danska sendiráðinu í Kína og í fluginu frá Peking til Kaupmannahafnar tók við 9 tíma leikþáttur fyrir bömin þar sem 17 nýbakaðir foreldrar léku fyrir börn sin, því í flugvélinni voru ásamt íslenska hópnum, 7 Sunna Líf Zan fannst yfirgefin í pappakassa í almenn- ingsgarði í Kína. Hún er nú orðinn fslendingur og þótt loftslagið sé kalt eru tilfinningarnar heitar. hjón frá Svíþjóð. Kristjana og Bergþór segja að flug- ferðin hafi gengið vel og þegar þau lentu í Keflavík hafi fjölskylda og vinir tekið á móti þeim: „Það var mikil dramatík í gangi þegar við hittum fjölskylduna í Leifsstöð. Allir voru mjög spenntir að sjá Sunnu Líf Zan og allir tóku henni mjög vel. Hún er svo sannarlega stjarna fjölskyldunnar." Frá því þau komu heim með litlu stelpuna sína hef- ur gestagangur verið mikill. Kristjana segir að áður en þau fóru út hafi þau fengið leiðbeiningar um það hvernig best sé að mynda tengsl við Sunnu Líf Zan. „Það vilja allir taka stelpuna upp og halda á henni sem eðlilegt er. Okkur var sagt að við mættum ekki láta aðra halda mikið á henni og að við ættum sjálf alfarið að sjá um að gefa henni að borða og skipta á henni því hún verður að finna að hún geti alfarið leit- að til okkar. Það er okkur líka svo mikilvægt að hún myndi sem sterkust tengsl við okkur sem fyrst. En það er erfitt að halda aftur af fólki og segja því að „ Við fengum að vita að hún hefði fundist þann 15. júní í fyrra og þegar hún fannst var hún í bleikum fallegúm fótum og með henni var miði þar sem stóð að hún hefði fæðst 8. júní. Fyrir okkur sem íslendinga er það ótrúlegt að þetta litla kríli skyldi fnnast í kassa í almenningsgarði, en það er algengt að börn séu skilin eftir á þennan hátt í þessu stóra landi, “ segir Kristjana en tekur það fram að börnin séu skilin eftir á fölfórnum stöðum þar sem öruggt sé að þau finnist. vera ekki of mikið utan í henni, en fólk áttar sig fljótt á þessu því við fórum mjög vel í gegnum þessi atriði áður en við fórum út.“ Nafnið merkir lofsömuð Upp á síðkastið hefur umræða um kynþáttafordóma verið mikil í íslensku samfélagi og í raun um alla Evrópu. Kristjana og Bergþór hafa ekki áhyggjur af þvi að Sunna Líf verði fyrir kynþáttafordómum þegar hún eldist. Við lítum á Sunnu Líf sem íslending og alla þá sem flytjast hingað og aðlaga sig ís- lenskri menningu og tala tungumálið okk- ar. Þegar maður upplifir hvað Kínverjar bera mikla virðingu fyrir okkur þá finnst manni það skelfilegt að hugsa til þess að við skulum ekki bera jafnmikla virðingu fyrir þeim. Okkur fannst það ömurlegt þegar kínverska hópnum var vís- að frá íslandi, því ef þetta hefðu verið Norðurlanda- búar hefði þetta aldrei gerst. Auðvitað erum við hrædd um að Sunna Líf eigi einhvern tíma eftir að upplifa fordóma gagnvart sér, en við sem kennarar sjáum að þau börn sem hingað flytjast frá útlöndum eru fljót að aðlaga sig og þeim er vel tekið,“ segja þau. Nafnið Zan merkir á kínversku lofsömuð og það er svo sannarlega hægt að segja að Sunna Lif sé lofsöm- uð af öllum þeim sem sjá hana. Kristjana og Bergþór hlakka til að takast á við lífið með Sunnu Líf sér við hlið og hvetja þá sem ekki geta eignast börn til að líta á ættleiðingu sem vænlegan kost. „Sunna Lif Zan er dásamleg og við gætum alveg hugsað okkur að ættleiöa annað barn í framtíðinni," segja þau að lokum. Jóhannes Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.