Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 25. fVlAf 2002 Helqarblctá DV 4 f Þjórsárverum er stærsti einstaki varpstaður heiðagæsar í heiminum og verin eru friðuð samkvæmt Ramsesar- sáttmálanum. Á neðri mvndinni sést gæsasmölun í Þjórsárverum að fornum sið. Tilgangurinn er þó ekki að drepa gæsir og éta heldur að nierkja þær en á efri myndinni sjást nokkuð móðar og þreyttar heiðagæsir sem búið er að inerkja með hring um hálsinn eftir vel heppnaða smölun. standa laustengdar hreyfmgar heimamanna eða áhuga- manna, félagasamtök og svo einstakir vísindamenn sem ekki virðast alltaf hafa mikið samstarf sín á milli. „Andstaðan er ekki skipulögð í samanburði við Lands- virkjun. í þessu máli eru heimamenn á móti virkjun sem er andstætt því sem gerðist við Kárahnjúka þar sem heimamenn studdu framkvæmdir. Margir vísindamenn eru síðan í þeirri aðstöðu að þeir eru að vinna fyrir Landsvirkjun. Náttúrufræðistofnun er stór verktaki hjá Landsvirkjun svo eitt dæmi sé tekið. Fyrir vikið verður stofnunin að vissu leyti vanhæf til að fjalla um verkið frá öðrum sjónarhóli. Það sést vel í kringum Kárahnjúka hvernig Lands- virkjun beitir fjármagni miskunnarlaust til að halda úti áróðri í formi heimasíðu, standa fyrir sýningarhaldi og fleiri þáttum. Menn sitja alls ekki við sama borð í þess- um efnum.“ Tilfinningamar ráða Það vita allir að fólk flokkar virkjanir eftir persónu- legri afstöðu sinni. Menn eru hlynntir virkjun á einum stað en andvígir henni á öðrum stað. Oftast er þetta mat byggt á tilfinningalegri afstöðu. „Ég hef verið mikið í Þjórsárverum. Leiðin þangað liggur yfir svarta sanda og eyðisvæði og svo opnast fyr- ir manni þessi gróðurvin við rætur jökulsins með fagra fjallasýn að baki. Að koma þarna í sólskini að sumarlagi er einstök tilfinning og þetta svæði á engan sinn líka. Okkur hættir til þess að vanmeta tilfinningar og tO- finningaleg rök en sannleikurinn er sá að þegar nánar er skoðað þá ráða tOfinningar flestu ef ekki öOu sem við gerum. Þær ráða öllu um það hvaða tegundir dýra við veiðum og hvaða landsvæði við verndum svo dæmi sé tekið. Það eru litil vistfræðOeg rök gegn því að leyfa veiðar á hrossagauk á íslandi en hann er vinsæll veiði- fugl um aUan heim. Það eru tillfmningaleg rök sem koma í veg fyrir það. Ef eingöngu ætti að beita vistfræði- legum rökum þá væri skynsamlegra að veiða margar mófuglategundir en ýmsar þær tegundir sem nú eru leyfðar veiðar á. En málið er aUs ekki svo einfalt því tU- finningarnar ráða þó erfitt sé að stOla þeim á vog and- spænis hagfræðUegum stærðum.“ Hver hafði séð Gullfoss? Arnór gagnrýnir einnig þau rök að engin ástæða sé tO að vernda landsvæði þar sem aldrei kemur neinn. „Þegar Sigríður í Brattholti var að berjast fyrir vernd- un Gullfoss á sínum tíma þá er ég viss um að stór hluti þjóðarinnar hafði aldrei nokkru sinni séð fossinn. Þó við sjáum þetta ekki í dag þá megum við ekki svipta kom- andi kynslóðir þeim forréttindum að upplifa þetta svæði eins og það er.“ Þjórsárver eru stærsta einstaka varpsvæði heiðagæs- arinnar í öllum heiminum. Því má halda fram að þau hafi verið týnd umheiminum öldum saman utan hvað smalamenn Gnúpverja hafa án efa alltaf vitað um þau og þangað sóttu menn einnig lífsbjörg á sáratíma gæsanna þegar þeim var smalað í gæsaréttir sem enn sjást rústir af í verunum. Það var síðan 1951 sem breski fuglafræð- ingurnn Peter Scott fór í leiðangur í Þjórsárver og má segja að hann hafl þá fundið þau aftur. Miðað við fyrirhugaða lónhæð Norðlingaölduvirkjun- ar munu um 500 hreiður heiðagæsa hverfa undir vatn. Amór segir að ekki sé rétt að miða eingöngu við fjölda hreiðra því taka verði tOlit tO beitilands sem hverfur undir vatn. Þannig gefi fjöldi hreiðra ekki endilega tO kynna endanleg áhrif á stofnstærðina. Landsvirkjun þegir þegar hentar í matsskýrslu Landsvirkjunar er vitnað tO skýrslu frá Náttúrufræðistofnun íslands og sagt að eyðOegging 10% af varpstöðvum heiðagæsa sem yrði ef 25 virkjunarkost- ir sem teknir eru fyrir í rammaáætlun væru nýttir þá hefði það í fór með sér 9% fækkun í stofninum. í þessari skýrslu er einnig leitt getum að því að 5% minni lífslík- ur geti til lengri tima leitt til 50% minnkunar stofnsins á 20 árum en á það er ekki minnst í skýrslu Landsvirkj- unar. Heiðagæsastofninn er nú í sögulegu hámarki þótt hreiðrum hafi fækkað í Þjórsárverum samkvæmt taln- ingu frá 1996 sem Amór segir reyndar að hafi verið framkvæmd á óheppOegum tíma og gefi þess vegna ekki endOega rétta mynd af ástandinu. En í hverju felst sérstaða Þjórsárvera fyrir utan að vera griöland heiðagæsarinnar? Dynkur er stærsti og fegursti foss í Þjórsá á Gljúfurleit. Verði stíflan við Norðlingaöldu reist skerðist rennsli hans uui nærri þriðjung en það hefur þegar verið skert nokkuð vegna Kvíslarveitna. DV-mynd PÁA „Sérstaða þeirra er margvísleg. Fyrir utan að vera þessi einstæða gróðurvin við jökulrönd þá er þarna stórt rústasvæði. Rústir eru túndrulandslag myndað við sam- spils frosts og þiðu og það er ekki mikið tO af því á ís- landi. Þjórsárver eru ásamt Orravatnsrústum norðan Hofsjökuls stærsta rústasvæði landsins. Þess má reynd- ar geta að Orravatnsrústir munu lenda undir vatn verði virkjunarkostir norðan Hofsjökuls nýttir í framtíðinni. Þjórsárverin eru kjarnastaður í varplendi heiðagæsar- innar. Þau eru líklega síðasta vígið þegar varpið hörfar á jaðarsvæðum. Þarna er einnig ótrúlegur íjöldi annarra fugla sem eru sjaldséðir í þessu umhverfi og hafa sést 45 tegundir og 22 tegundir hafa orpið þar. Þarna er gróður- ríki með ólíkindum fjölskrúðugt því sauðfé gengur þarna í mjög litlum mæli og þarna blómgast plöntur á víða- vangi sem maður sér varla annars staðar." Eklti einkamál íslendinga Amór segir að eflaust muni margh' verða til þess að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum og bendir á harða andstöðu heimamanna sem hann spáir að muni berast liðsauki erlendis frá. Þjórsárver eru eitt þriggja votlendissvæða á íslandi sem eru vernduð samkvæmt hinum alþjóðlega Ramsesarsáttmála um vernd mikO- vægra votlendissvæða. Hann hafa íslendingar undirritað og skuldbundið sig tO að vernda svæðin en hin tvö eru Mývatn og Grunnifjörður á Mýrum. Þessi aðOd leggur ís- lendingum ákveðnar skyldur á herðar í þessu sambandi. Heiðagæsastofninn er ekki einkaeign íslendinga því hún verpir einnig á Grænlandi og á vetrarstöðvar á Bret- landseyjum og þess vegna má reikna með að fuglavernd- arfélög á Bretlandi mótmæli öllum aðgerðum sem ganga á varpsvæði stofnsins. „Ef öU virkjanaáform sem nú liggja fyrir á íslandi yrðu að veruleika þá myndum við sökkva 5000 hreiðr- um heiðagæsa sem er 15% af stofninum. Þetta er þess vegna ekkert einkamál okkar. Það má þess vegna bú- ast við andmælum víðar úr heiminum og frá öörum aðOum en oft áður,“ segir Arnór og bendir á að öfugt við ýmis önnur svæði sé meira vitað um Þjórsárver og lífríki þeirra en t.d. umhverfi Kárahnjúka þar sem hann segir að hafi verið rannsakað mikið á mjög stutt- um tíma og margt þeirra rannsókna hafi ekki verið nægOega vandaö. „Almennt um umhverfismat eins og við framkvæm- um það þá finnst mér vanta staðla um gæði rannsókna sem lagðar eru til grundvallar. Rannsóknir á varpi fugla t.d. þarf að framkvæma á stuttum afmörkuðum tíma yfir sumarið. Ég veit dæmi þess að rannsóknir á fuglalifi vegna vegagerðar og virkjana hafa farið fram löngu eftir að varpi lauk. Slíkar rannsóknir eru auð- vitað ekki vísindalegar. Það er ekki alltaf nóg að segja að það hafi farið fram miklar rannsóknir því magn er ekki sama og gæði.“ Það fer ekki hjá því þegar rætt er við Arnór um framtíð Þjórsárvera og lífríkið þar að þetta er honum mikið hjartans mál því þarna er hans paradís. En er þetta tapað stríð? Verður ekki virkjað hvað sem taut- ar og raular? „Ég vil ekki segja að þetta sé tapað stríð en ég ber mikinn beyg í brjósti vegna þessa máls. Það er kallað mjög hátt eftir þessum framkvæmdum sérstaklega eft- ir að Kárahnjúkavirkjun eiginlega datt út því kaup- anda vantar. Hér höfum við kaupanda og markaður- inn æpir á þetta og það eru sterk öfl sem þrýsta á. Þetta verður erfitt stríð og þetta er aðeins fyrsta orr- ustan. Það verður mjög fljótt sem þarf aftur að útvega rafmagn í hvelli og þá blasa hagkvæmir kostir við þarna með hærri stíflu. Þá verður þetta tapað stríð.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.