Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 46
 HeIqctrhlctcf H>V LAUGARDACUR 25. MA.Í 2002 Ragnar Róbertsson, fslandsmeistari og heiuisbikarmeistari í torfæruakstri götubíla 2001, kvæntist Ingibjörgu Magnúsdóttur síðasta laugardag. DV-myndir JAK Ragnar Róbertsson tryggði sér heimsbikartitilinn í fyrra þegar hann endaði síðustu braut lokaumferðar mótsins með hrikalcgu stökki sem endaði með veltu og kengboginni afturhásingu. wr Ragnar Róbertsson skar brúðartertuna af sömu yfirvegun og nákvæmni og hann beitir þegar hann ekur vandasamar og erfiðar torfærubrautir á Pizza ‘67 Willysnum. Torfæran hefst á sunnudag: Hvað gerir sá nýkvænti? Síðustu daga og vikur hafa torfæru- ökumenn verið önnum kafnir í öllum frístundum sínum við að endurbyggja og bæta keppnistæki sín fyrir fyrstu umferð torfærunnar sem ekin verður á morgun, sunnudag, i malargryfjunum í Bolöldum fyrir minni Jósefsdals. Flestir þeirra hafa varla gefið sér tima til að reka nefið út úr bílskúmum, nema Ragnar Róbertsson. Ragnar not- aði síðasta laugardag til að ganga upp að altarinu hjá séra Valgeiri Ástráðs- syni í Seljakirkju og kvænast heitkonu sinni, Ingibjörgu Magnúsdóttur. Á með- an mátti Pizza 67 Willysinn bíöa en Ragnar átti þá eftir að skipta um aftur- hásinguna undir jeppanum. Gamla hásingin kengbognaði í lokabraut sið- ustu torfærunnar í fyrra þar sem Ragn- ar tryggði sér heimsbikartitilinn en áður hafði hann unnið íslandsmeist- aratitilinn í götubilaflokki. Erfið titilvöm Ragnar á nú fyrir höndum erfiða tit- ilvöm því helsti keppinautur hans í götubílaflokki, Gunnar Gunnarsson á Trúðnum, er búinn að setja nýuppgerða vél með innspýtingu í jeppann, auk nýrrar 350 TurboHydramatic skipting- ar með converter sem grípur við 5000 snúninga. Gunnar hyggst endurheimta íslandsmeistaratitilinn aftur og ná heimsbikartitlinum sem Ragnar hefur haldið í tvö ár. Það stefnir allt í harða keppni milli þeirra Ragnars og Gunn- ars auk þess sem búast má við að fleiri blandi sér í toppbaráttu götubílaflokks- ins. -JAK Bland í noka Ákafir aódáendur Formúlu 1 bíða spenntir eftir keppninni í Mónakó um helgina. Menn velta því mikiö fyrir sér hvort sama staða muni koma upp og í siðustu keppni, nefnilega að Rubens Barrichello „vinni" öruggan sigur og hleypi síðan Michael Schumacher fram úr sér á lokametr- unum. Taki liösstjórn Ferrari aftur slíka ákvörðun má telja nokkuð víst að vin- sældir Ferrari fari ört minnkandi og að ákafir stuðningsmenn liðsins snúi á önnur mið. Víða um heim hefur framkoma Ferrari í síðustu keppni í Austurriki verið fordæmd og er þá reyndar vægt til orða tekið. Þeir sem heitast unna Formúlunni vonast eftir því að rétt yfirvöld taki sig nú saman í andlitinu og banni ökumönnum liða að ráðskast með úrslitin eins og Ferr- ari gerði í síðustu keppni. Mikil eftirvœnting ríkir í Senegal etir því að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefjist. Landsliö Senegal leikur nú í fyrsta skipti í úrslitum keppninnar og mætir heimsmeistur- um Frakka í opnunarleik HM um mánaðamótin. Yfirvöld í Senegal hafa nú gefið út skipun til skólayfirvalda þess efnis að öllum skólabörnum í landinu verði gefið frí á meðan leikir Senegal í keppninni standa yfir til þess að krakkamir geti fylgst með átrúnaðar- goðum sinum á knattspyrnuvellinum. Lið Kamerún er loksins komið til Japan til þess að taka þátt í HM í knattspymu. Brottför liösins tafðist í nokkra daga vegna ósamkomulags um aukagreiðslur til handa leikmönnum og gengu þeir samningar afar illa fyr- ir sig. Loksins þegar hægt var að halda af stað skorti leyfi til að fljúga yfir Kambódíu og Filipseyjar og tafð- ist liðið um 20 klukkustundir vegna þessa. Þessi seinkun kann að raska mjög undirbúningi liðsins fyrir HM. -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.