Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Fréttir DV Sofnaði George Bush á hryðjuverkaverðinum? Bush Bandaríkjaforseti segist mót- fallinn því að sérstök stjómskipuð þingnefnd rannsaki hveming banda- rísk stjómvöld meðhöndluðu viðvar- anir um hugsanleg hryðjuverk í Bandaríkjunum, sem fyrst komu fram mánuðum fyrir hryðjuverkaárásimar þann 11. september í fyrra, en leggur þess i stað til að fram fari rannsókn innan þingsins til að tryggja að mikil- vægar upplýsingar leki ekki út. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Berlín í fyrradag, sem haldinn var eftir að Bush haföi ávarpað þýska ríkisþingið í upphafi sex daga opinberrar heim- sóknar sinnar til íjögurra Evrópu- landa. Bush undir miklum þrýstingi „Ég tel nauðsynlegt að þingið fái að vita allan sannleikann um það hvað raunverulega gerðist og tel best að leyniþjónustunefnd þingsins rannsaki málið,“ sagði Bush sem er undir mikl- um þrýstingi heima fyrir um að upp- lýsa málið sem fyrst. Þar fara þingmenn demókrata fremstir i flokki, en Tom Daschle, leið- togi þeirra í öldungadeildinni, þrýstir mjög á um að óháð nefnd fari með rannsókn málsins, en það er mat margra að stjómvöld heiðu getað kom- ið í veg fyrir hryðjuverkaárásimar ef tekið hefði verið á málum með festu, sérstaklega eftir að viðvörun barst inn á borð forsetans þann 6. ágúst í fyrra um áform Osama bin Ladens um flug- rán í Bandaríkjunum. „Þar sem við eigum enn í stríði gegn hryðjuverkaöflunum, þá er það mikilvægt að leynilegar upplýsingar sem okkur bárust verði ekki gerðar opinberar,“ sagði Bush. Fyrsta viðvörunin Fyrsta viðvörunin um að hryðju- verkamenn væru hugsanlega að und- irbúa sig fyrir árásir i Bandaríkjunum bárust reyndar mun fyrr inn á borð bandarískra stjórnvalda, eða í desem- ber árið 2000, en þá varaði leyniþjón- ustan, CIA, fyrst við ákveðnum gmn- semdum um aukna starfsemi hryðju- verkahópa. Tveimur mánuðum síðar, eða í febr- úar árið 2001, bárust svo ábendingar frá bandarískum flugmálayfirvöldum um grunsamlegan flugnema af arab- iskum uppruna, sem nýlega hafði haf- ið nám við bandarískan flugskóla, en miðað við fram lögð prófskírteini þótti flugkunnátta hans grunsamlega lítil auk þess sem hann talaði mjög slæma ensku. Við nánari eftirgrennslan töldu flugmálayfirvöld að prófskírteini hans væru ófölsuð. Um var að ræða Hani Hanjour sem seinna reyndist hafa stjómað vélinni sem flaug inn í Penta- gon-bygginguna. Vísbendingar um al-Qaeda Um mánaðamótin apríl og maí fengu stjórnvöld síðan inn á borð til sín ákveðnar vísbendingar um hugs- anlegar árásir al-Qaeda-samtakanna á bandarísk skotmörk í Mið-Austurlönd- um, Arabíuskaga og Evrópu. Aðeins nokkrum dögum síðar, eða 11. maí, gefur bandaríska utanríkis- ráðuneytið síðan út viðvörun til bandarískra borgara búsetta erlendis, um aukna hættu á hryðjuverkaárás- um heittrúarhópa tengdum al-Qaeda- samtökum Osama bin Ladens. Þann 29. maí er aftur varað við því sama og fólk hvatt til að vera vel á verði, auk þess sem hvatt er til frekari öryggisráðstafana. I júní er bandarískum flugfélögum send viðvörun um aukna hættu á flug- ránum, auk þess sem utanríkisráðu- neytið varar við aukinni hættu á hryðjuverkaárásum um allan heim. í kjölfarið er bandarísku sendiráðunum í Senegal og Bahrin lokað af öryggis- ástæðum. Grunsamlegir flugnemar í júlí fá stjómvöld inn á borð til sín minnisblað ónefnds starfsmanns alrík- islögreglunnar, FBI, í Phönix í Ari- Bush í Berlín Bush Bandaríkjaforseti var vei vakandi í Berlín þegar hann ávarpaði þýska þingiö eftir að hafa oröið vitni aö mögnuðum mótmælaaögerðum gegn stefnu Bandaríkjamanna í ýmsum málum. zona, þar sem hann varar við auknum fjölda flugnema af arabískum uppruna við bandaríska flugskóla. Hann hvetur til að málið verði rannsakað nánar og varar við hættunni á að al-Qaeda kunni að vera með það í undirbúningi að koma útsendurum sínum að hjá bandarískum flugfélögum í störf flug- manna, öryggisvaröa og tæknimanna með hryðjuverk i huga. Áform Bin Ladens um flugrán Yfirmenn FBI gefa málinu lítinn gaum en senda frá sér viðvörun um hugsanlegar hryðjuverkaárásir er- lendis, auk þess sem ekki sé hægt að útiloka þær heima fyrir. í framhaldinu felur Bush Banda- ríkjaforseti öryggisráðgjafa sínum, Condoleezzu Rice, að meta ástandið og vinna skýrslu um endurteknar viðvar- anir. Þá skipar Þjóðaröryggisráð BandaríKjanna sérstaka nefnd til að rannsaka aukna hryöjuverkaógn og hugsanlegar árásir í París, Tyrklandi og Róm. í ágúst, þegar líður að þeim tíma- mótum að þrjú ár eru liðin frá árásun- um á bandarísku sendiráðin í Kenía og Tansaníu, varar bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, enn við aukinni hættu á hryðjuverkaárásum og þann 6. ágúst berst Bush skýrsla þar sem gerð er grein fyrir hugsanlegum árásarmætti al-Qaeda-samtakanna og áformum Osama bin Ladens, þar á meðal hugsanleg flugrán í Bandaríkjunum. Moussaoui handtekinn Þann 13. ágúst handtekur alríkislög- reglan síðan Zacharias Moussaoui, franskan ríkisborgara að alsírskum uppruna, sem vakið hafði grunsemdir flugkennara hjá Pan American-flugfé- laginu við flugskóla félagsins í Minnesota. Peningaráð Moussaouis vöktu at- hygli þeirra, en hann hafði lagt 6800 dollara í reiðufé á borð þeirra og beð- ið um sérstaka flugþjálfun á stórar far- þegaþotur, þrátt fyrir litla reynslu. Þremur dögum eftir handtöku Moussaouis, eða þann 16. ágúst, varar alríkislögreglan við því að hryðju- verkamenn kunni að hafa komið sér upp birgðum handhægra vopna til að nota viö flugrán og voru þar sérstak- lega nefndir breyttir farsímar, lykla- kippur og pennar. Frönsku leyniþjónustunni tekst síð- an að upplýsa að Moussaoui hafi verið í slagtogi með íslömskum öfgamönn- um og hlotið þjálfun i þjálfunarbúðum al-Qaeda-samtakanna í Afganistan. Hann var síöar ákærður fyrir að hafa tekið þátt í undirbúningi hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum. Erlent fréttaljós Erlingur Kristensson blaöamaöur Varað við árás á WTC Seint í ágúst berst bandaríska út- lendingaeftirlitinu síðan viðvörun frá leyniþjónustunni, CLA, um að tveir menn af arabískum uppruna sem grunaðir voru um aðild að sprengju- árásinni á bandaríska herskipið US Cole í höfninni i Jemen, kunni að hafa komist inn í Bandaríkin í þeim til- gangi að vinna hryðjuverk. Það er síð- an upplýst að annar þeirra, Khalid al- Midhar, hafl komist inn í landið þann 4. júlí, en alríkislögreglunni tekst þó ekki að hafa hendur í hári hans. Þann 7. september, aðeins fjórum dögum fyrir hryðjuverkaárásimar í New York og Pentagon, varar banda- ríska utanríkisráðuneytið enn við árásum erlendis og nú á bandarískar herstöðvar og byggingar í Japan og Suður-Kóreu. í kjölfarið varar liðsmaður alrikis- lögreglunnar, FBI, sem yfirheyrt hafði Moussaoui, við hugsanlegum ráða- gerðum hryðjuverkamanna um að ráð- ast á byggingar World Trade Center í New York. Af hverju var ekkert gert? Miðað við atburðarásina er með ólíkindum að stjómvöld skuii ekki hafa gert neitt til að hindra hugsanleg- ar árásir og stóra spurningin, af hverju? Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, segir að óteljandi vísbending- ar um hugsanlegar fyrirætlanir Osama bin Ladens, hefðu iðulega ver- ið ræddar á daglegum morgunfundum Bush með fulltrúum CLA. Þar hefði einungis verið rætt um hugsanleg flugrán, en engum hefði dottið í hug að þeim yrði flogið inn í eða á bygg- ingar. „Viðkomandi stofnunum var auð- vitað tilkynnt um aðsteðjandi hættu, en svo virðist sem viðvaranirnar hafi ekki þótt nógu afgerandi til að taka þyrfti sérstaklega á málinu og kannski var treyst á að öryggiseftirlit væri þeg- ar nægilegt," sagði Fleicher. CIA undir væntingum En hvaða lexíu hafa menn lært af þessu vandræðamáli? Það er augljóst að leyniþjónustan, CIA, hefur ekki staðið undir væntingum og rækilega sannast að lög og reglur gera henni erfitt um vik heima fyrir. Það er því eðlilegt að ráðamenn tali um endur- skipulagningu og frekari tæknivæð- ingu, þar sem tölvur muni leysa menn af hólmi við vinnslu gagna og því ekki lengur þörf á afburða hugsuðum á borð við Hercule Poirot eða aðra leynilögreglusnillinga heimsbók- menntanna. En svona eftir á að hyggja þá hefðu fram komnar vísbendingar átt að klingja einhverjum bjöllum hjá meðal- spæjara, sem það reyndar gerði hjá áð- umefndum alríkislögreglumanni frá Arizona sem varaði við auknum fjölda flugnema af arabískum uppnma. Ekki vantaði visbendingarnar, held- ur getuna og aðferðimar til að vinna rétt úr þeim fyrir blessaðan forsetann og hjálparkokka hans, sem nú hafa ákveðið að setja á stofn 1600 manna súpersveit innan alríkislögreglunnar, til að fást við þessi mál og vinna að frekari endurskipulagningu. Vilja sjá leyniskjölin Rannsóknamefnd öldungadeildar þingsins hefur þegar hafið eigin rann- sókn á því hvað fór úrskeiðis og eru yfirheyrslur þegar hafnar. Bob Gra- ham, formaður nefndarinnar segir menn hoppandi vonda og vilji sé fyrir því að fá botn í málið sem fyrst. „Við megum engan tima missa og verðum að vinna hratt,“ sagði Graham. Á sama tíma hafa demókratar farið fram á að fá afhent leyniskjöl varðandi málið auk þess sem ýmsir aðstandend- ur fórnarlamba hryðjuverkaárásanna hafa farið fram á opinbera rannsókn. Á móti saka repúblikanar demó- krata um að nýta sér málið í póli- tískum tilgangi og hafa repúblikanar reyndar þegar blásið til gagnsóknar, að mati ýmissa demókrata aðeins til að leiða athyglina frá kjama málsins með hræðsluáróðri um áframhaldandi hryðjuverk. Hryöjuverkamenn bíða færis Ýmsir forystumenn repúblikana hafa tekið þátt í umræðunni og meðal annars þau Robert Mueller, yfirmaður FBI, Condoleezza Rice, öryggismála- ráðgjafi ríkisstjómarinnar, Dick Cheney varaforseti, Colin Powell utan- ríkisráðherra og Donald Rumsfeld vamarmálaráðherra. Þá blandaði talsmaður lögreglunnar í New York sér í málið og sagði að FBI teldi mögulegt að hryðjuverkamenn væru nú þegar að undirbúa endur- teknar árásir á borgina og hefðu Frels- isstyttuna og Brooklyn-brúna meðal annars í sigtinu. Sveit hryðjuverka- manna sé talin hafa smyglað sér inn í landið frá Mið-Ameríku og bíði aðeins rétta tækifærisins. Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður Bush Bandaríkjaforseta þegar hann kemur aftur heim úr fjögurra landa Evrópuheimsókn sinni til Þýskalands, Rússlands, Frakklands og Italíu, þar sem hann hefur eflaust eft- ir fremsta megni reynt að tryggja stuðning við áframhaldandi baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum í heiminum, auk þess sem hann notaði tækifærið til þess að ganga formlega frá nýgerðu tímamótasamkomulagi við Rússa um frekari fækkun kjam- orkuvopna, sem þeir Pootie Poot, eins og Bush kallar Pútin, undirrituðu í Moskvu í gær. Erlendar fréttir vikunn, Undirrituðu samning Vladimír Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandarikjaforseti undirrituðu tima- mótasamkomulag við hátíðlega athöfn í Kreml í gær. Þar er kveðið á um að löndin tvö fækki lang- drægum kjamaflaugum sinum um tvo þriðju á næstu tíu árum. Samkomu- laginu hefur verið lýst sem endanlegri útfór kalda stríðsins. Bush og Pútín munu ræða saman næstu þrjá daga og víst er að baráttan gegn hryðjuverk- um verður þar efst á blaði Bandaríkja- forseta. Pútín mun einnig reyna að ná fram efnahagslegum tiislökunum til handa Rússum. Grænlendingar fá hval Alþjóða hvalveiðiráðið ákvað á fundi sínum í Japan í vikunni að end- umýja hvalveiðikvóta Grænlendinga til næstu fimm ára. Ráðið felldi hins vegar tillögur Bandaríkjamanna og Rússa um að frumbyggjar þeirra í Aiaska og Síberíu fengju að veiða norðhvali, þeim til sárrar gremju. Þá felldi ráðið einnig tillögu Japana um að hvalveiðibannið frá 1986 yrði fellt úr gildi. Fundur hvalveiðiráðsins ein- kenndist af hatrammri valdabaráttu hvalveiðisinna og hvalveiðiandstæð- inga þar sem ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð flugu á báða bóga. íslend- ingar gengu út af fundinum eftir að aðildarumsókn þeima var hafnað í upphafi vikunnar. Slaknaði á spennu Heldur slaknaði á spennunni milli kjamorkuveldanna Indlands og Pakistans undir vikulokin. Her- menn þeirra skiptust á skotum við landa- mærin að hinu um- deilda Kasmír og um tíma var ekki annað að sjá en að stefndi i styrjöld milli landanna. Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, sagði við hermenn sína þegar hann heimsótti þá að tími úrslitaorrustunnar væri upp runninn. Hann mildaði hins vegar orðaval sitt þegar líða tók á vikuna og brá sér í helgarfrí. Varað við frekari árásum Bandarískir ráðamenn kepptust í vikunni viö að vara landa sína við því að frekari hryðjuverkaárásir á Banda- ríkin væru í uppsiglingu. Þeir sögðu að spumingin væri ekki hvort, heldur hvar og hvenær. Umræður þessar spunnust í framhaldi af því að upplýst var að Bush Bandaríkjaforseta hefði borist viðvörun á síðasta sumri um að hryðjuverkamenn væru að skipu- leggja rán á bandarískum flugvélum. Ýmsir hafa orðið til að velta því fyrir sér hvort hægt hefði verið aö koma í veg fyrir árásimar 11. september ef viðvörunum þessum hefði verið gef- inn meiri gaumur. Sjálfsmorðsárásir í ísrael Palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi sjáifan sig og tvo ísraelska borgara í tætlur í almenningsgarði í bænum Rishon Letzion i nágrenni Tel Aviv á miðvikudagskvöld. Hins vegar fór sjálfsmorðsárás sem átti að gera á næturklúbb i norðurhluta Tel Aviv á fimmtudagskvöld út um þúfur. Örygg- isvörður skaut sjálfsmorðsliðann tii bana áður en honum tókst að aka bii sínum hlöðnum sprengiefni inn í næt- urklúbbinn. Frændur deila Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðhema Danmerkur, og ýmsir aðrir stjóm- arliðar eru sármóðg- aðir út í sænska ráð- herra sem leyfðu sér að gagnrýna stranga útlendingastefnu dönsku stjómarinn- ar. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins sem er andvigur veru innflytjenda í Danmörku og styður ríkisstjórnina, gekk lengst í fýlunni og lagði til að Svíum yrði meinað að aka um Eyrarsundsbrúna yfir til Dan- merkur. Leiðtogar dönsku stjómar- andstöðunnar lýstu skilningi sinum á gagnrýni Svía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.