Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 31
LAUCARDAGUR 25. MAÍ 2002 Helqarblað I>V 31 Athafnamenn í Rússlandi settu ríkið á vonarvöl en auðguðust sjálfir ótæpilega. Ofbeldisfullur kapítalismi tók við af ofbeldisfullum kommúnisma og hinn almcnni borgari í Rússlandi hefur aldrei fundið fyrir frelsinu sem fylgja átti breyttum stjórnarháttum. Örbirgð er komin í stað fátæktar og stjórnleysi í stað ofstjórnar. En Rúss- ar eru ýmsu vanir og hver veit nema það hilli undir betri tíð. hvað af fénu varð, en ekkert finnst. Afur á móti er það almenn vitneskja að fyrrum ráðamenn flokks og leyni- þjónustu lifi góðu lífi af ávöxtum auðæfa gamla komma- flokksins. Haldgóðir samningar Eftir að Jeltsín kom til valda var drifið í því af mikl- um krafti að einkavæða ríkisfyrirtækin. Tíu til þrjátíu einkavæðingar fóru fram á hverjum degi til að byrja með. Ekki var fylgst náið með i hvaða höndum fyrir- tækin lentu. Hamagangurinn við einkavæðingu var slikur að ekki vannst tími til að setja lagaramma um sölu og rekstur fyrirtækjanna og enn síður að sjá til þess að halda stofnunum þjóðfélagsins í starfhæfu formi. Fæstir vissu lengur hvað voru lög i landi og hvert var hlutverk hins opinbera og um hvað einka- framtakið átti að annast. Fyrst var einkavætt og svo átti að setja ný lög um stofnanir þjóðfélagsins og hvernig þær skyldu starf- ræktar. Talið er af mörgum sem fylgjast með Rúss- landsmálum að forgangsröðin hafi verið öfug og hafi það verið mesta skyssa sem gerð var þegar skipt var frá alræði kommaflokksins yfir í ofstækisfullan og jafnvel glæpsamlegan kapítalisma. Oligarkarnir tóku völdin. Þegar Lusjkov, borgar- stjóri í Moskvu, skorti fé til að flikka upp á niðurnídda borgina leitaði hann til armbandasmiðsins, sem áður er nefndur. Gusinskí átti byggingafyrirtæki og fór létt með að gera haldgóða samninga um uppbyggingu höf- uðborgarinnar. Greiðslan var þriðjungur og upp í helm- ingur húsanna sem fyrirtækið gerði upp. Khodorkovskí hremmdi drjúgan hlua af helstu auð- æfum Rússlands, oliuvinnslu og hráefni í og á jörðu. .Sá þriðji, Boris Beresovskí, fékk tugþúsundir Rússa til að fjárfesta í nýrri alþýðubílaverksmiðju, sem aldrei reis, en hann keypti aftur á móti hlutabréf í annarri verksmiðju. Fyrstu árin höfðu auðmennirnir ekki vit á að vinna saman en áttu í harðri samkeppni um að sölsa arðbær- ar eignir undir sig. En 1995 var fari að þrengja að Jeltsín forseta og kommúnistar unnu vel á í hugum kjósenda. Opinberir steufsmenn og ellilífeyrisþegar fengu ekki greitt og stofnanir rikisins voru komnar að fótum fram. Sýnt þótti að kommúnistar myndu sigra í kosningunum 1996. Auðmennirnir sneru saman bökum og lánuðu ríkinu háar upphæðir en tóku veð í þeim eignum sem eftir voru og hægt var að koma í peninga. Jeltsín vann kosn- ingarnar og síðar gengu oligarkarnir að veðum sínum og fengu ríkiseignirnar fyrir smánarverð. Dæmi um þessa viðskiptahætti er að auðkýfingurinn Potanin tryggði sér 38% í Norelsk nikkel, sem er langstærsti nikkelframleiðandi í veröldinni. Fyrir hlut- ina greiddi hann 250 milijónir dollara. Sama ár var velta fyrirtækisins 3,3 milljaröar doUarara og hagnaður 1,2 milljarðar dollara. Varla þarf reikningsglögga menn til að sjá hvílík kostakaup þarna voru gerð. Khodorkov- skí tryggði sér meirihluta í oliufyrirtækinu Yukos fyr- ir litlar 309 milljónir dollara og Bereskvskí var verð- launaður með öðru olíufyrirtæki, Sibnef, fyrir 110 millj- ónir dollara sem teljast smápeningar á þeim markaði. Vondir kostir Rússnesku auðkýfingamir voru svo frekir til fjár- ins að þeir hugsuðu aldrei um annað en að sölsa sem mest undir sjálfa sig og vönduðu þá ekki meðulin. Stjórnmálamenn stóöu ráðþrota og kunnu engin ráð til að stöðva fjárpyndina sem þeir voru beittir eða að þeir tóku þátt í spillingunni og gáfu skít í þjóðarhag. Jeltsín var greinilega mjög vanhæfur og efnahagur Rússlands versnaði stöðugt á meðan oligarkarnir græddu á tá og fingri. Nokkrir dugnaðarmenn sáu að gripdeildir fantakapítalistanna gátu ekki gengið til lengdar en erfiðlega gekk að snúa dæminu við. En að því kom að Jeltsín gafst upp, veikur og mæddur, og aðrir tóku við stjórnartaumum. Pútín gerir það sem í hans valdi stendur til að reisa við efnahaginn og eru margir af auðugustu mönnum Rússlands flúnir land og lifa á illa fengnu fé í vellystingum. En heima í einkavæddu Rússlandi lepur alþýðan dauðann úr skel og veit ekki hvort er verra, harðýðgi og alræði Kommúnistaflokksins eða arðrán glæpahneigðra kapítalista. Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 2. júní 2002, kl. 14.00, í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál í kaffihléi verður verðlaunaafhending. Stjómin “Jói frændi er ánægður með nýju Wallas miðstöðina sína” Eigum einnig miðstöðvar og vatnsdælurí sumarhús, húsbíla og báta. 12/24 - 220 v Wallas* Dælur ehf Simi 5 400 600 Fiskislóð 18 UTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskaö eftir tilboöum í endurgerö lóöar við leikskólann Garðaborg, Bústaðavegi 81. Verkið felst í endurgerö á 1.284 m2 lóö leikskólans og nær til jarðvinnu, yfirborðsfrágangs, gróðursetningar, frárennslislagna, uppsetningar leik- tækja og lýsingar. Helstu magntölur: Grúsarfylling: 90 m3 Hellulagnir: 555 mz Verklok eru 5. ágúst 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Opnun tilboða: 12. júní kl. 11:00, á sama stað. FAS 56/2 F.h. Gatnamálastofu Reykjavíkur er óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Ýmis smærri verkefni II. Helstu magntölur eru: Gröftur: 8.300 m3 Fylling: 6.300 m3 Holræsi: 470 m Mulningur: 1.440 m2 Púkk: 8.100 m2 Steyptir stoðveggir: 115 m Gróðurbeð: 800 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. nóvember 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 28. maf 2002 gegn 10.000 kr skilatryggingu. Opnun tilboða: 6. júní 2002, kl. 14:00 á sama stað. GAT 57/2 F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskar eftir tilboðum í viðhald loftræstikerfa í íbúöum aldraðra. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 3.000. Opnun tilboða: 12. júní 2002, kl. 14:00 á sama stað. FAS 58/2 INNKA UPASTOFNUN REYKJA VÍKURBORGAR Fríklrkjuvegl 3-101 Roykjavik-Sími 570 5800 Fax 552 2516 - Notfang: isrf9rtius.rvk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.