Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Blaðsíða 24
24 H<s>Igcirbloö 33”V l_A.UGA.RDA.GUR 25. MAÍ 2002 Sæll eins og krakki í drullupolli „Sk.0, ég hef ekki haldið einkasgningu hér í nokkur ár. Árið 2000 i/ar haldin stór gfir- litssgning á verkum mínum íKópavogi. Svo sgndi ég íNorræna húsinu... Djöfull er það vitlaust að geta ekki munað svona. ífgrra var síðan opnað safn um mig íNeskaupstað. / Regkjavík hef ég ekkisgnt ítvö ár,“segir Trgggvi Ólafsson sem erstaddur hér á landi ítilefni af þvt að ídag klukkan þrjú verður arnar og var í gamla daga. Núna þykir mér mest gam- an að hitta fólkið en ekki að heyra hvað krítíkin seg- ir; sá fiðringur er horfinn. Það er eins með mig og gömlu hundana, þeir hætta að hlaupa á eftir tíkun- um. En ekki skrifa það. Ég er orðinn þannig núna að þegar sýningunni lýk- ur þykir mér yndislegast og best af öllu að komast aft- ur í vinnuna. Ég hlakka til að finna nýtt verkefni á hverjum degi. Það eru mikil forréttindi. Að sjá hvern- ig til tekst, finna kikkið. Það er eins og að veiða rjúp- ur, spurningin er hvort þær verða tvær eða tuttugu og tvær. Ég hef unnið þannig að fram að hádegi teikna ég en mála síðdegis. Ég get verið að mála til átta, níu eða tíu á kvöldin, það fer eftir birtu. En hvers vegna ég rnála frekar siðdegis veit ég ekki, það er eins og það sé betra þegar dagurinn dvínar en þegar hann rís.“ opnuð sgning á verkum hans íGalleríi Fold við Rauðarárstíg. TRYGGVI ER BÚSETTUR í Kaupmannahöfn og hef- ur verið í fjörutíu ár. „Það eru fjörutíu ár síöan,“ seg- ir Tryggvi og dæsir, „tveir þriðju af ævinni. En þótt ég hafi búið lengi i Kaupmannahöfn verð ég aldrei Dani. Ég verð alltaf strákur austan af fjörðum." Það sem dró Tryggva til Kaupmannahafnar var ein- faldlega listaháskólinn þar sem hann var við nám í sex ár. Náminu lauk en Tryggvi sat sem fastast. „Það er spurning af hverju," segir Tryggvi. „Ég veit ekki svarið við þeirri spurningu. Ég fékk frið til að mála i Kaupmannahöfn og ég er viss um að ef ég heföi fengið frið til að mála í Hrísey þá væri ég þar. Núna er ég með mína eigin vinnustofu þar sem ég vinn allan daginn, lukkulegur, alla daga og stundum um helgar líka. Ég elska það. Það er ekki jafn mikill spenningur í kringum sýn- ing- Vísa inspírasjón frá mér „Ég ferðast mikið, fer í margar stuttar ferðir. Mér hefur verið boðið að dvelja í Róm um nokkurra mán- aða skeið en ég vil það ekki. Ég fer í stuttar ferðir, teikna og ljósmynda. Síðan fer ég heim og vinn úr þeim hugmyndum sem ég fæ. Sumar hugmyndir fæðast andvana og sumar verða að einhverju. Þær þurfa meðgöngutíma. Núna er ég til dæmis að vinna úr hugmyndum frá því ég var í Madríd í vetur. Síðan fer ég kannski norður í land og sé fjall. Það hefur hvað áhrif á annað; það verður eins konar keðjuverkun. Ég vísa því frá mér sem menn kalla inspírasjón. Ég mála alltaf og vinnan gefur mér óhemju mikið; vinn- an er frjó. Ég trúi blint á það. Það þýðir ekkert að mála hálftíma á dag. Ég var einu sinni næturvörð- ur og málaði á daginn. Það kom ekkert út úr því. Ég hef málað árum saman og það veitir mér mikla fullnægju og flæði hugmynda er mun meira. Með því að vinna stanslaust af „vissri al- vöru“ gengur maður i skóla. Það er eins með málara og þá sem veiða lax; þeir eru betri sem hafa veitt lax frá 1950 en þeir sem byrja núna að veiða. Það er eins með málaralistina og önnur störf. Þetta er svipað því að ég yrki vísur um eigin hugðarefni og hver vísa gefur af sér aðra.“ „Þessi Tryggvi“ „Það er oft sagt að ég hafi sterkan stíl. Það interess- ar mig ekki nokkurn skapaðan hlut. Stíll er óinter- essant. Málið er bara hvað listamanninn langar að segja og hvernig hann vill segja það. Ég nenni ekki að mála sálarflækjur og ég hata þýskan symbólisma. En það er svosem margt sem ég þoli ekki. Naumhyggjan er ekki nóg fyrir mig; hún er hart brauð í staðinn fyr- ir steik. Ég er þannig gerður að ég verð að blanda liti og hafa á puttanum, spekúlera og mála, sæll eins og krakki í drullupolli. „Þessi Tryggvi" þarf að hafa þetta svona. Ég ein- falda fjöllin og læt mér oft nægja hálfan bát i staðinn fyrir heilan. Og ef ég og aðrir fá nóg af þessu þá strandar það bara og ég flnn mér eitthvað annað að gera. Þetta hefur þróast en allt getur gengið sér til húðar; það er ekkert í þessum heimi sem hefur endi nema kannski alheimurinn.“ Ekki dauður enn „Það var voða skrýtið þegar ég fékk bréfið þar sem ég var spurður hvort ég væri samþykkur því að safn um mig yrði sett upp í Neskaupstað. Menn héldu að ég gæti tekið þessu sem fiflagangi. Menn vildu því vita hvort ég væri neikvæður eða jákvæður. Ég gat ekki verið sá hrokagikkur að vera neikvæður. Ég varð fyrst og fremst hissa, óskaplega hissa. Mér hafði aldrei dottið þetta í hug í mínu villtasta hugmynda- flugi. Og ekki eldri maður en ég. Hlýtur það ekki að vera svoleiðis að maður heldur .að maður sé dáinn þegar safn er stofnað um mann? Margir stórkostlegir málarar hafa ekki fengið safn um sig og þar nefni ég til dæmis Svavar Guðnason og Gunnlaug Scheving; það eru feitir bitar sem hægt væri að gera fenomenal söfn um. Það er alltaf þannig með svona hluti að það þarf eldhuga sem stjórnast af hrifningu. Hugmyndaflug stjórnmálamanna er ekki mikið. Magni Kristjánsson er þessi eldhugi sem fékk bæjarfélagið og fleiri til að leggja sér lið við uppbyggingu saifnsins; hann er púðr- ið í byssunni. En þetta er skrýtið - og ég er ekki dauð- ur enn.“ Málarabrautin „Ef ég hefði haft eitthvert safn þegar ég var krakki að alast upp í Neskaupstað hefði það verið alveg makalaust. Það hefði verið eins og að hafa strokkvart- ett á Eskifirði þannig að sá sem ætlaði að verða tón- listarmaður hefði ekki þurft að fara til Vínarborgar. Að því leyti getur safnið í Neskaupstað orðið til góðs. Ég hafði alltaf miklar hugmyndir um uppeldislega þýðingu listar en er meira efins um það nú en áður. Ég veit að list hefur ekki vond áhrif á börn en það er til fólk sem er aldrei móttækilegt fyrir skáldskap. Það er sorglegt. Ég vil ekki vera svartsýnn en svona er þetta líklega. Ég veit ekki af hverju ég leiddist út á málarabraut- ina. Ég held að það sé ekki hátíðleg yfirlýsing en ég held að það sé að einhverju leyti meðfætt. Ég notaði hverja tómstund til að mála þegar ég var barn; sat og teiknaði út um gluggann. Ég var þó enginn einfari. Skýringin er þarna einhvers staðar. Faðir minn átti mikið bókasafn, keypti heilu kass- ana af bókum á uppboðum án þess að vita hvaða bæk- ur þaö væru. Það sem kom upp úr kössunum var af ýmsum toga, danskar myndabækur og enskar, bækur um hafsbotninn, mannkynssaga þar sem hausarnir voru skornir af fólki, allt. Ég veit ekki af hverju þeir hlutir sem ekki höfðu áhrif á aðra höfðu þessi áhrif á mig. Þetta er einhver della og ég hef þroskað með mér málningardelluna og fæ mig aldrei fullsaddan af henni.“ -sm „Það er oft sagt að ég hafi sterkan stíl. Það interessar mig ekki nokkurn skapaðan hlut. Stíll er óinteressant. Málið er bara hvað lista- manninn langar að segja og hvernig hann vill segja það. Ég nenni ekki að mála sálarflækjur og ég hata þýskan symbólisma. En það er svosem margt sem ég þoli ekki,“ segir Tryggvi Ólafsson sem í dag opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Fold. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.