Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 56
56 Helqarblacf DV LAUGARDACUR 25. M Af 2002 Mercedes Benz E320,4matic, 11/98, ek. 84 þ. km, sjsk., álfelgur, geislaspilari, topplúga og fleira. Verð kr. 3.200.000, skipti ath. Mercedes Benz 230 CE Sportline, 01/90, ek. 131 þ.km, sjsk., 18“ álfelgur, spólvörn, leðuráklæði, topplúga, geislaspilari. Vero kr. 1.490.000. Toyota Avensis Sol stw., 2000 cc, 01/98, sjsk., ek. 59 þ. km. Verð kr. 1.380.000. Mazda323Lx, 12/00, ek. 41 þ. km, beinskiptur, 5 gíra, Verð kr. 1.130.000. Nissan Patrol Elegance 3000 cc, sjsk. 10/00 ek. 40 þ. km, 35“ breyttur, leðurinnrétting, topplúga, kastaragrind, fjarhitari, toppbogar, varahjólshlíf, spoiler og fleira. Verð kr. 4.600.000. Musso 2900 TDI, árg. 1996, ek. 107 þ. km, beinskiptur, 38“ breyttur, 5/38 hlutföll, kastaragrind, olíumiðstöð, loftdæla með úrtaki, loftlæstur að framan og aftan, mjög vel útbúinn bíll. Verð kr. 2.490.000. BÍLASALAN <S> SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐA 10 • S: 577 2800 / 587 1000 www.benni.is Breyttur opnunartími: Virka daga. 10-19 • Laugardaga 11-17 Akureyri: Bilasalan Ós • Hjalteyrargótu 10 - Simi 462 1430 Formúla 1 Þetta atvik var vægast sagt mjög umdeilt í keppninni í Austurríki þegar Rubens Barrichello hleypti Michael Schumacher framúr sér á síöustu metrunum eftir fyrirmæli frá liðsstjórn Ferrari. Vilja margir meina aö þetta hafi veriö aigjör óþarfi og sportinu til vansa. Viðskipti eða ástríða Þann tólfta maí síðastliðinn tókst Ferrari-keppnisliðinu að ganga fram af heimsbyggðinni með ótrú- legum skipunum á síðustu hringj- um austurríska kappakstursins til ökumanna sinna þegar Rubens Barrichello sem hafði forystu nær alla keppnina var beðinn að gefa eftir sigur í hendur félaga síns, Michael Schumacher. Reiði áhorfenda um allan heim var geysileg og voru ökumennimir púaðir svo af brautargestum að aldrei hefur slíkt heyrst í fimmtíu og tveggja ára sögu Formúlunnar. Eldheitir Ferrari-aðdáendur brenndu fána liðs sins að lokinni keppni, svo mikil var heiftin, sumir sögðust aldrei ætla að horfa framar á Formúlu 1 kappakstur. Verið getur að 12. maí komi til með að verða einn af eft- irminnilegustu dögum kappakstursins þegar fram líða stundir. Dagurinn sem það varð á end- anum ljóst að markaðsöflin stýrðu hinu ástríðu- fulla og goðsagnakennda ítalska keppnisliði Ferr- ari. Nú, eða er ástriðan svo sterk innan liðsins að þeir vilja ekki hætta neinu í leið sinni að enn ein- um heimsmeistaratitlinum? Schumacher alltaf umdeildur Síðan 1996, er Michael Schumacher hóf að aka fyrir Ferrari, hefur liðið ekki farið i neinar graf- götur með goggunarröð ökumanna sinna og liðs- skipanir sínar. Schumacher er númer eitt hjá lið- inu og aðrir ökumenn liðsins koma þar á eftir. Rubens BarricheOo þar á meðal. Michael Schumacher hefur á undanfómum árum verið goðsögn í sköpun með því að vinna hvert metið á fætur öðru og nú stefnir í að hann tryggi sér fimmta heimsmeistaratitil sinn og þann þriðja í röð. Þaö hefur ekki gerst síðan Juan Manuel Fangio skóp söguna á sjötta áratugnum. Á þess- um átta ámm hefur hann unnið 39 keppnir á móti 5 sem félagar hans hjá Ferrari hafa unnið til samans. En það hefur borið skugga á þá goðsögn sem Schumacher hefur verið að skapa sér sem hann á erfitt með að losa sig við. Aderleid-atvik- ið gegn Damon Hill árið 1994 hefur alltaf verið umdeilt, Jerez ’97, er hann ók vísvitandi utan í Jacques Villeneuve og nú hefur Zeltweg ’02 bæst við. Þetta atvik á síðustu metrum austurríska kappakstursins á eftir að rýra gildi titla hans og afreka. í ljósi þeirra yflrburða sem hann og Ferr- ari hafa notið á þessu ári er undarlegt að hann hafi samþykkt þessar skipanir liðsins þegar hann hafði yfir tuttugu stiga forystu á næsta keppinaut sinn. Það var öllum fullljóst að heimsmeistarinn naut sín alls ekki á verðlaunapaUinum í Austur- ríki og ýtti hann þvi félaga sínum og raunveru- legum sigurvegara keppninnar á efsta þrep verð- launapallsins og gaf honum verðlaunagripinn. Það var þó ekki fym en hann mætti á blaða- mannafundinn að það rann upp fyrir honum að hann og Ferrari höfðu gert alvarleg mistök. Blaðamenn tóku hann kverkataki með spuming- um sínum. En hengdu þeir bakara fyrir smið? Juan Pablo Montoya er á þeirri skoðun. „Ég sá svipinn á andliti Schumachers. Ég sá að hann hafði ekkert með þessar skipanir að gera.“ Að- spurður hvort hann færi eftir skipunum liðs síns ef hann lenti í svipaðri stöðu og Barrichello, „Auðvitað, annars gæti ég farið að leita að nýju starfl. Einfalt!" Ron Dennis; ekkert rangt Liðsskipanir hafa aldrei verið vinsælar á með- al áhorfenda, en það er ljóst að þær hafa alltaf verið hluti af Formúlu 1 kappakstrinum og verða það svo lengi sem þær verða ekki bannaðar af Al- þjóða akstursiþróttasambandinu, FLA. Undanfar- in ár hafa þær verið notaðar af flestum liðanna og umtalið hefur verið æði misjafnt eftir því hver hefur átt í hlut. í hinni eftirminnilegu Jerez keppni árið 1997 tóku Williams og McLaren sig saman og stóðu að fyrsta sigri Mika Hakkinens. Ári síðar varð það Hakkinen á ný sem fékk sigur frá félaga sínum í Melboume. Er Eddie Irvine ók fyrir Ferrari, gaf hann eftir sæti til Schumachers í Austurríki og Japan árið ’98, síðan í Frakklandi ’99 og þáði svo í staðinn sigur frá Mika Salo í Hockenheim og Schumacher í Malasíu það sama ár. Þá fór minna fyrir gagnrýni enda var stiga- keppnin í jámum. Breska pressan var sérstak- lega róleg og fannst það eðlilegt, öfugt við núver- andi ástand. I franska kappakstrinum í fyrra var Ralf Schumacher beðinn að víkja fyrir félaga sín- um, en hann neitaði og var harðlega gagnrýndur fyrir af blaðamönnum. Það er oft ekki sama hver á í hlut. Ron Dennis, liðsstjóri McLaren, sem seg- ist gefa ökumönnum sínum jafnan rétt í keppn- um er á þeirri skoðun aö Ferrari hafi ekki gert neitt rangt í síðustu keppni. „Þeir gerðu ekkert rangt gagnvart reglunum. Ég er alls ekki hissa á því sem gerðist því þeir gerðu ekkert sem þeir hafa ekki gert áður,“ sagði Dennis um atburðina á síðustu metrum austurríska kappakstursins. „Ég er liðsstjóri McLaren og viö höfum lýst yfir jafnrétti á milli ökumanna sem ég tel að beri lið- inu gott vitni. Það gæti kostað okkur stöðu á stigalistanum eða jafnvel meistaratitli, en ég er samt á þeirri skoðun að það sé rétta leiðin til að reka Formúlu 1 keppnislið." Gert í þágu titilbaráttunnar Það voru þeir Ross Brawn og Jean Todt, sem stjóma keppnisliði Ferrari, sem tóku þessa af- drifaríku ákvörðun þann 12. maí, en skiptar skoð- anir eru um hvenær hún var tekin og hvemig hún var framkvæmd. Hvort liðið hefði betur falið aðgerðir sínar í þjónustuhléum eða Barrichello óvart ekið út af og þannig hleypt félaga sínum fram fyrir. Það hefði veriö betra fyrir sportið að sumra mati. En það hefði bara gert aðgerðir liðs- ins óhreinni og verið niðurlægjandi fyrir Brasil- íumanninn sem um þessa helgi undirritaði nýjan tveggja ára samning við liðiö. Ross Brawn segir að þrjú ár i röð (’97 til ‘99) hafði Ferrari tapað tit- ilbaráttu í síðustu keppnum á örfáum stigum og með þessari framkvæmd hafi forskot Schu- machers verið aukið um fjögur stig sem gætu haft mikið að segja í lok ársins og því hægt að koma i veg fyrir að þetta endurtaki sig. „Við höf- um varið miklum fjármunum til að vinna meist- aratitla og kostendur reiða sig á okkur,“ var haft eftir félögunum að keppni lokinni, en það er hugsanlegt að þessi ákvörðun geti haft þveröfug áhrif á viðskiptahlið Ferrari sem hefur getað stát- að sig af hundruð prósenta í aukningu á sportbíl- um sínum eftir að velgengni liðsins jókst. Kostendur eru viðkvæmir gagnvart gagnrýni og slæmri imynd. Það að fá dygga aðdáendur Ferr- ari-liðsins á móti sér er ekki gott og á meðan þeir fylgjast ekki með missa kostendur áhugann. Ekki bara á Ferrari heldur Formúlu 1 í heild sinni. En Jean Todt er ekki á þeirri skoöun. Alls ekki. „Ég veit að aðdáendur okkar elska okkur (Ferrari). Við höfum brugðist þeim og þeir eru reiðir. En hætta sjómenn að elska hafið þrátt fyrir að það gefi á annað slagið?" -ÓSG Jordan bíll Sato iiggur hér viö brautarkantinn eftir samstuöuö viö Nick Heidfeld í síöustu keppni. Sato hlaut heilahristing viö áreksturinn en ekki frekari meiösli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.