Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 17
LAUOARDAGUR 25. MAf 2002 Helgorblaö DV IV Sólargeislinn fannst í Kína Siqurvin Berqþór Maqnússon oq Kristjana Hildur Gunnarsdóttir eru nqkomin frá Kína þarsem þau qenqu frá ættleiðinqu tæpleqa ársqamallar stúlku, Sunnu Lífar Zan Berqþórsdóttur. Sunna Líffannst íalmenninqsqarði íKína oq var henni komið fqrir á barnaheimili þar sem hún dvaldi þar til hún kom til Islands. • Sjá næstu opnu AF EINHVERJUM ORSÖKUM bregst náttúran þegar kemur að barneignum hjóna eða para. Það að geta ekki eignast barn með eðlilegum hætti er oft á tíðum erfitt að viðurkenna. Sumir bregða á það ráð að fara í glasafrjóvg- un en aðrir kjósa að ættleiða börn, stundum frá fram- andi löndum. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir og Sigurvin Bergþór Magnússon, íþróttakennarar í Keílavík, ákváðu að ætt- leiða barn, eftir að þau komust að þvi að náttúran hafði brugðist þeim. Kristjana segir að áður en þau komust að raun um að þau gætu ekki eignast barn með eðlilegum hætti þá hafi þau rætt alvarlega um að ættleiða barn: „Þegar við sáum að það var einhver fyrirstaða í því að við gætum eignast barn á eðlilega máta þá ákváðum við strax að sækja um ættleiðingu. Við vildum ekki gripa inn í gang náttúrunnar og fara í glasafrjóvgun. Við höf- um talað við fólk sem hefur átt í vandræðum með að eignast barn og allt of margir eru fastir í þeirri hugsun að eignast sitt eigið bam. En það má alveg líta á það þannig að það eru margir sem fara á mis við það að ætt- leiða barn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.