Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 2
2 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Bankastjóri Búnaðarbankans um „fúkyrðaflaum“ formanns úrskurðarnefndar: Krefst þess að for- maðurinn víki sæti - sagði það sem allir hugsuðu, segir Guðjón Ólafur Búnaðarbankinn hefur kraflst þess í bréfi til úrskurðamefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, að Guðjón Ólaf- ur Jónsson víki sæti sem formaður nefndarinnar í öllum málum sem varða Búnaðarbankann með einum eða öðrum hætti. Ástæðan er hörð gagnrýni Guðjóns Ólafs í garð bankans í grein á vef reykvískra framsóknar- manna, Hriflu.is, og ummæli hans i flölmiðlum í kjölfarið. Guðjón skrifaði greinina sem formaður Kjördæmissam- bands framsóknarfélaganna í Reykja- vikurkjördæmi suður. „Fúkyrðaflaumur“ „Það segir sig sjálft hvers vegna við förum fram á þetta,“ segir Sólon Sig- urðsson, annar bankastjóra Búnaðar- bankans. „Mér finnst áhyggjuefni ef eitt stærsta flármálafyrirtæki landsins ætl- ar að reyna að hafa áhrif á fiármálaum- ræðuna með þessum hætti,“ segir Guð- jón Ólafur og telur ekki að efasemdir bankans um óhlutdrægni hans séu á rökum reistar. „Ég hef náttúrlega lengi tekið þátt í opinni og lýðræðislegri umræðu og með því hef ég ekki afsalað mér nein- Guðjón Ólafur Halldór J. Jónsson. Kristjánsson. um rétti til að taka að mér trúnaðar- störf sem mér hafa verið falin. Ég held að ég hafi ekki opinberlega sagt annað en það sem allir voru að hugsa en fáir þorðu að segja." Sólon Sigurðsson svarar því til að bankinn telji ótvírætt að Guðjón Ólafur sé vanhæfur til að flalla um mál bank- ans eftir þann „fúkyrðaflaum sem hann jós yfir okkur - hann getur gegnt hvaða opinbera starfi sem er fyrir mér nema þessu,“ segir Sólon. „Miður lukkuð háttsemi" í greininni á Hriflu.is segir Guðjón meðal annars að Búnaðarbankinn virð- ist hafa gefið þriðja aðila upplýsingar um skuldastöðu Norðurljósa. Það sé „grafalvarlegt mál og bankanum mjög til vansa svo ekki sé meira sagt“. Þetta sé „ekki í fyrsta skipti sem Búnaðarbankinn vekur athygli fyrir sérstaka og undar- Sólon lega viðskipta- Sigurðsson. hætti“. Nefnir hann meðal annars til sögunnar viðskipti yfir- manna verðbréfaviðskipta bankans fyrir fáeinum misserum og segir loks „margt ótalið af miður lukkaðri háttsemi þess- arar rómuðu flármálastofhunar". Skilningur Halldórs Úrskurðamefndin sem Guðjón Ólaf- ur stýrir starfar samkvæmt samkomu- lagi viðskiptaráðuneytisins, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) og Neytendasamtakanna. Hlutverk henn- ar er að fialla um ágreining viðskipta- manna við lánastofnanir og verðbréfa- fyrirtæki. Guðjón Ólafur er fulltrúi við- skiptaráðuneytisins og skipaður af Val- gerði Sverrisdóttur. Stjómarformaður SBV er Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans. Hann segir að máfið hafi ekki ver- ið tekið fyrir á vettvangi samtakanna. „En menn sem gegna stöðu sem þessari verða að gæta þess að geta verið óháð- ir gagnvart þeim aðilum sem um er að ræða. Þannig að ég hef skilning fyrir því að þessi krafa komi fram.“ Halldór er varkár þegar kemur að því hvort Guðjón Ólafur hafi að sínu mati farið yfir strikið. „Ég get bara orð- að það þannig að ég hef skilning á því að þessi krafa komi fram.“ Dómsmál? Guðjón Ólafur segir að það sé hlut- verk nefndarinnar sjálfrar að taka af- stöðu til kröfu Búnaðarbankans. Það verði gert í næstu viku og hann geri ekki ráð fyrir að taka þátt' í umræðu um málið sjálfur. Óljóst er hvaða leiðir Búnaðarbank- inn hefur ef nefndin fellst ekki á kröfu bankans, t.d. hvort hægt sé að vísa nið- urstöðu nefndarinnar til ráðherra, Fjár- málaeftirlitsins eða annað. Bankinn gæti vitanlega beitt sér fyrir því að SBV segðu sig frá úrskurðamefndinni og eins látið reyna á vanhæfi Guðjóns Ólafs i til- teknu máli fyrir dómstólum. -ÓTG Bílslysið í Danmörku: Stúlkan komin heim til Akureyrar Litla stúlkan frá Akureyri, Sig- rún Maria Óskarsdóttir, sem lenti i bílslysi í Danmörku í byrjun mánaðarins, var flutt með sjúkra- fiugvél frá Árósum til Akureyrar í gærmorgun. Fylgdu henni í flug- vélinni foreldrar hennar, danskur læknir sem og hjúkrunarfræðing- ur. Sigrúnu var haldið sofandi í rúmar tvær vikur og enn er verið að vekja hana. Faðir stúlkunnar, Óskar Þór Halldórsson, segir að nú taki viö markviss endurhæflng sem óvíst sé hve langan tíma taki. Sigrún dvelst á barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og segir faðir hennar hana vera þar í góð- um höndum afar færra sérfræðinga. -sbs Þingmenn á Þingvöllum Þaö varglatt á hjalla viö opnun fræöslumiöstöövar á Þingvöllum í gær. Meðal þeirra sem mættu voru þingmennirnir Björn Bjarnason og Össur Skarþhéðinsson, en báöir sitja þeir í Þingvallanefnd, og Rut Ingólfsdóttir. Fræöslumiðstöðin góöa stendur á Hakinu og er þar sögu Þingvalla gerö skil, meöal annars meö margmiðlunartækni. Sveinn Valfells leggur fram vantrauststillögu á stjórn SPRON: Stjórnin hunsar vilja stofnfjáreigenda Sveinn Valfells, einn fimmmenn- inganna sem hefur fyrir hönd Bún- aðarbankans gert tilboð í SPRON, ætlar að leggja fram vantrauststil- lögu á stjórn sparisjóðsins. Þetta ætlar hann að gera á fundi stofnfjár- eigenda sem stjómin hefur boðað til þann 12. ágúst. Óskar Sveinn eftir að tillaga sín verði tekin fyrir sem fyrsti dagskrárliður á fundinum og verði hún samþykkt verði ný stjórn kjörin strax þar á eftir. í bréfi sem Sveinn hefur sent for- manni sjóðsstjórnarinnar, Jóni G. Tómassyni, segir að núverandi stjóm hafi opinberlega skýrt frá því að hún hyggist ekki samþykkja við- skiptasamninga með stofnfé í spari- sjóðnum sem gerðir verða á grund- velli samnings umræddra fimm- menninga við Búnaðarbankann. Jafnvel þótt forsenda þess samnings sé að eigendur 2/3 hluta stofnflár samþykki hann. „Virðist þá engu máli skipta fyrir stjórnina, þó að hún sæki umboð sitt til þessara sömu stofnfláreigenda. Hún lýsir því einfaldlega yfir að hún hyggist hundsa vilja þeirra verði hann sá að gera viðskiptin," segir Sveinn í bréfi sínu. í samtali við DV í gærkvöld kvaðst Sveinn ekki vilja tjá sig frek- ar um þessa vantraustsyfirlýsingu sina en sagði yfirlýsinga að vænta í dag, laugardag. -sbs Blaðið í dag Maðurinn bak við bindið Áml Tómasson ísland sparkaði í rassinn á mér Leonardo Moran Leiður á að tala um bijóst Slguröur E. Þorvaldsson Forsetafram- bjóðandi í gísl- ingu skæruliða Erlent fréttaljós Undir stækk- unargleri Ríkisendur- skoðunar Innlent fréttaljós Svo nærri, en samt svo fjarri Köfun á íslandi Vakið og sofið yfir svínum og hænsnum Kristinn Gylfi Jónsson Mótmælir kvóta Bæjarstjóm Vest- mannaeyja sam- þykkti á fundi sínum í vikunni tillögu Lúð- víks Bergvinssonar bæjarfulltrúa og al- þingismanns að mót- mæla nýlegum ákvörðunum sjávar- útvegsráðherra um að setja keilu, löngu, skötusel og kolmunna í kvóta. Er ráðherrann hvattur til að draga þessa ákvörðun til baka. Rmm tankar suður Fimm stórir olíutankar verða dregn- ir á næstu dögum frá norðanverðum Vestflörðum og suður á Kjalames. Þar verða þeir notaðir sem fóðurgeymslur fyrir svínabú. Tankamir verða teknir á Þingeyri, á Flateyri, í Súðavík, í Bol- ungarvík og á ísafirði og verða dregnir allir í einu. BB.is greindi frá. Fagnar Sólheimarannsókn Sflóm Þroskahjálpar á Suðurlandi hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er þeirri rannsókn sem nú fer fram á starfsemi Sólheima í Grimsnesi hjá Ríkisendurskoðun og Félagsmála- ráðuneyti. Segir að ekki sé unnið á staðnum með hagsmuni fatlaðra að leiðarljósi. Hagnaður íslandsbanka Hagnaður íslandsbanka nam um 860 milljónum króna fyrir skatta á öðrum ársfiórðungi. Hagnaðurinn nemur því um 2 milljörðum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðam þessa árs. Eftir skatta nemur hagnaður fyrra helmings ársins um 1,6 milijörðum króna eftir skatta. / / 1 / Takmarkaður aðgangur Landeigendur þriggja jarða við Hornaflörð hafa tekið ákvörðun um að takmarka aðgang hreindýraveiði- manna að veiðisvæði 8. Bændumir telja Hreindýraráð hafa úthlutað of háum hreindýrakvóta þar. Samkvæmt veiðikvóta Hreindýraráðs mun 30 dýr- um úthlutað á svæðinu en talið er að þau séu um 200 alls. RÚV greindi frá. Forstjóri yfirheyrður Sigurður G. Guðjónsson, forsflóri Norðurljósa, var í gær yfirheyrður af lögreglu um hvemig hann hefði komist yfir gögn frá Búnaðarbankanum, þar á meðal yfirlýsingu Fjölmiðlafélagsins um skuldaskil Norðurljósa. RÚV greindi frá. Dregnir af strandstað Tveir bátar, sem strönduðu við Ytra- skarð á Snæfiallaströnd í gær, voru dregnir af strandstað. Það var björgun- arskipið Gunnar Friðriksson sem bjarg- aði bátunum. Leki kom ekki að bátun- um og engin slys urðu á mönnum. Bankakerfi of dýrt? Bankaráð Islandsbanka telur banka- kerfið hérlendis of dýrt í samanburði við helstu viðmiðunarlönd. í yfirlýs- ingu ráðsins segir m.a. að samþjöppun í bankakerfinu sé forsenda hagræðing- ar og kostnaður íslenska kerfisins tvö- falt meiri en annars staðar Norður- löndum. -aþ Haldið til haga í frétt DV i gær þar sem sagt var frá söfhun til styrktar starfi Rauða kross- ins með ungu fólki var SPRON nefnt í yfirfyrirsögn. Þar hefði farið betur á að nefna Sparisjóðina, íslandspóst og Flugleiöir Frakt sem stóðu að söfhun- inni í samstarfi við Rauða krossinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.