Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 4
4 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Loftbelgsfarinn Thomas Seiz lauk 6 vikna dvöl í nótt - 16. skiptið á íslandi: Verst að neyðast til að sofa eina nótt í rúmi - er með 55 manns í annasamri vinnu í Sviss - kemur hingað til að slaka á „Ég kom fyrst hingað til íslands fyrir tæpum áratug þegar við konan ákváðum að fara eitthvað til að ræða vandamál í hjónabandinu og reyna að stilla saman strengina. Og það tókst. Við dvöldum hér í á þriðju viku, náðum að slaka mjög vel á, ekki síst á tjaldstæðinu á Ak- ureyri og víðar á Norðurlandi sem er í mestu uppáhaldi hjá mér,“ sagði Thomas Seiz, 41 árs, frá Zug- héraði í Sviss, sem er aðaleigandi 55 manna ráðgjafarfyrirtækis í heima- landinu. Hann flaug af landi brott í nótt eftir sína sextándu íslandsdvöl. 1 þetta skiptið kom hann með Hum- mer-jeppann sinn, loftbelg og flug- mann sem hann ferðaðist með á ýmsum stöðum á landinu i samtals 13,5 klukkustundir. Fylgdarliðið var 11 manns, þar á meðal móðir Thom- asar og 9 ára dóttir hans, sem dvöldu hér i tvær vikur. Dýrum myndabúnaði stoliö „Ferðalagið byrjaði reyndar ekki vel,“ segir Thomas. Einhvers staðar frá því að hann afhenti starfsmönn- um Eimskips lyklana af Hummer- bíl sínum sem fór með Goðafossi frá Hamborg og þangað til hann sótti bílinn í Reykjavík hvarf ljósmynda- búnaður úr bílnum. Hann er metinn á um 2 milljónir króna. „Ég ákvað að hugsa ekki meira um þetta til að Skugglnn fylglr belg Á ferö á Norðurlandi. spilla ekki dvölinni, fékk mér ann- an ljósmyndabúnað en Eimskip neitar ábyrgð í málinu. Ég mun snúa mér að því brasi frekar er ég kem heim til Sviss.“ Thomas segist hafa neyðst til að sofa eina nótt í rúmi á meðan ís- landsdvölinni stóð - það hefði verið heldur slæmt - honum hafx ekki veriö afhentur bíllinn og tjaldbún- aðurinn strax úr skipinu. „Vissulega á maður allt til alls heima, meðal annars sumarhús, en ég vil sofa í tjaldi og gera aðra hluti en venjulega þegar ég dvel á íslandi. Ég vil þurfa að hafa fyrir lífinu, leggja mig til dæmis fram við að versla, útbúa morgunmat og halda á mér hita. Það er líka gott fyrir böm- in að upplifa hve lífið getur verið breytilegt," sagði Thomas sem á 9 ára dóttur, Önnu Katharinu, Krist- inu, 4 ára, og Adinu, sem er 15 mán- aða. Carmen, 35 ára, konan hans, er alfarið heima í Sviss í þetta skiptið vegna litlu stúlkunnar. „Uppáhaldsstaðirnir okkar eru Akureyri, Askja og Raufarhöfn. Hér á íslandi er maður innan við sólar- hring að ná að slaka á. I New York ertu viku að ná því,“ segir Thomas sem hefur eignast marga vini og kunningja hér á landi þar sem hann vill framar öllu dvelja í fríum. DV-MYNDIR: THOMAS SEt Jarðbundnlr flugkappar Á myndinni er Thomas Seiz meö aö alflugmanninum, Urs Mattle. Belgurlnn á hllðlnnl eftir lendingu „Viö neyddumst til aö lenda á veginum þegar viö sáum þykkan skýjabakka og hraun fram undan. “ Furðu lostnir hestamenn En hvernig gengu loftbelgsferð- imar i landi hinnar breytilegu veðr- áttu? „Við áttum ekki von á að geta verið svona lengi á lofti og raun bar vitni, samtals 13,5 klukkustundir enda má belgurinn ekki við meira en 5-8 sekúndumetrum. Fyrst flug- um við um Borgarfjörö, til dæmis yfir Reykholt. Það var hægt frá klukkan 5 að nóttu til klukkan 9 að morgni því eftir það hitaði sólin landið og ókyrrð myndaðist. Við fómm reyndar aldrei I meiri hæð en eitt þúsund metra af öryggisá- stæðum," segir Thomas. Hann og ílugmaðurinn héldu eftir þetta með belg og búnað norður til Blönduóss þar sem flogið var yfir Blöndusvæðið. Þvi næst fór loftbelg- urinn upp suður af Sauðárkrók og lent var við Glaumbæ. Einnig var flogið yfir Varmahlíð og þar sem Landsmót hestamanna fór fram á Vindheimamelum. „Fólk spurði okkur gjarnan; Island er landið sem ... Thomas Seiz er búinn aö koma í 16 skipti til íslands og nú síöast á loftbelg. Hann hyggur á frekari dáöir í háloftunum og mun fara i meira en þúsund metra hæð þegar komiö veröur meö belginn til íslands í annaö skiptiö. Niu ara ofar skýjum með pabba Dóttirin, Anna Katharina Seiz, glaö- hlakkaleg í sólinni fyrir ofan skýin i Skagafiröi. „hvers vegna eruð þið að þessu?" Við svöruðum að það væri fyrir ánægjuna. Það átti fólk erfitt með að skilja," segir Thomas og brosir og minnist á að um 200 manns hafi jafnan safnast í kringum belginn er hann var á ferð meö hann í Burma. Loftbelgurinn fór tvisvar á loft við Mývatnssvæðið en eftir það var ekið suöur Kjöl og belgnum flogið frá Ingólfsfjalli að Þjórsárbrú. Það var síðasta lendingin i ferðinni. „Við höfum öðlast mikla reynslu á loftbelgnum í þessari dvöl og átt- um einstaklega gott samstarf við Flugmálastjóm í Reykjavík. Það urðu engin óhöpp og ég vil þakka öllum þeim íslendingum sem veittu okkur einstaka aðstoð." -Ótt Forstöðumanns leitað: Þorfinnur áfram í úthlutunarnefnd Ekki kom fram tillaga um van- traust á Þorfinn Ómarsson sem meðlim úthlutun- arnefndar Kvik- myndasjóðs á fundi stjómar sjóðsins í gærdag. „Ég persónulega treysti Þorfmni og honum er ekki vantreyst til starfa í úthlutunamefnd- inni,“ segir Bjöm Sigurðsson stjóm- armaður. Skemmst er þess að minnast að Þorfinni var vikið tímabundið úr stöðu forstöðumanns Kvikmyndasjóðs á þriðjudag. Næsta verkefni stjórnar sjóðsins verður að finna eftirmann Þorfinns, að minnsta kosti þar til mál hans verður afgreitt hjá úrskurðar- nefnd. Leitin að nýjum forstöðumanni verður tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðsins á mánudag. -jtr Fyrsti ársfjórðungur: Baugur hagn- ast um hálfan milljarð Eignarhaldsfélagið Baugur Group hf. hagnaðist um 513 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Félagið á og rekur Baug-Island, Baug-USA og Baug-fjárfestingu og þróun. Allur verslunarrekstur Baugs á íslandi fell- ur undir Baug-ísland, og var 328 millj- óna króna hagnaður á þeirri rekstrar- einingu. Veltuaukning Baugs Group hf. er- lendis á tímabilinu er gríðarleg, en á meðan veltuaukningin var 16,5 pró- sent á Baugi-ísland var hún 84 prósent á eignarhaldsfélaginu í heild sinni. Þrátt fyrir gott gengi Baugs-Island hefur stöðugildum fækkað um 70 á fyrsta ársfjórðungnum og rekstur Ný- kaups í Kringlunni verið lagður nið- ur. Eigendur Bonus Stores Inc., versl- unarkeðju Baugs í Bandaríkjunum, hafa ákveðið að auka hlutafé um tæp- lega 600 milljónir króna, í þeim til- gangi að flýta umbreytingu Bill’s Doll- ar Stores yfir í Bonus Dollar Store, þar sem síðarnefht form hefur valdið 30 prósenta söluaukningu í verslun- unum. Baugur mun ekki taka þátt í þessari hlutafjáraukningu og mun eignarhlutur hans því minnka eitt- hvað í bandaríska fyrirtækinu. -jtr Bæjarráð Akureyrar: Áfrýjun ákveöin Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðs- dóms Norðurlands eystra í máli Guð- rúnar Ólafíu Sigurðardóttur gegn Ak- ureyrarbæ vegna brota á jafhréttislög- um. Var Akureyrarbær dæmdur til að greiða Guðrúnu, sem gegnir starfi deildarstjóra ráðgjafadeildar bæjarins, um 4,7 milljónir króna í bætur. Bæjarráð samþykkti áfrýjunina með fjórum atkvæðum gegn einu en Oktav- ía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Sam- fylkingar, greiddi atkvæði gegn áfrýj- uninni og kemur fram í bókun að hún telji nauðsynlegt að leita lögfræðiálits á dómnum áður en ákvörðun um frekari málarekstur verði tekin. Valgerður H. Bjamadóttir, bæjarfulltrúi VG og fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem hún kom að málinu á fyrri stigum þegar hún gegndi starfi jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa hjá Akureyrarbæ. -ók Ec V4 /j/ ' ÞÚ 59ií) 3ÍJT!,i hvort það leynist .. . óvæntur glaðningur : í Engjaþykkninu þínu! M ^ & <:k J: MJÚLKURSAMSAUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.