Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 10
10 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Bjórn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einkavœðing bankanna Vonir um að hægt sé að klára einkavæðingu Búnaðar- banka og Landsbanka hafa vaknað á ný eftir að tilkynning- ar bárust frá fimm aðilum um áhuga á kaupum á ráðandi hlut í bönkunum. Ríkissjóður heldur enn meirihluta hluta- fjár í Búnaðarbankanum en eftir sérstaklega vel heppnaða sölu á 20% hlut í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar íslands í liðnum mánuði er ríkið í minnihluta í Landsbankanum. Áhuginn á bönkunum er meiri en búist var við og þó enn sé of snemmt að fagna eru góðar líkur á því að það tak- ist samningar um sölu. Og engin rök eru fyrir því að tak- marka söluna aðeins við hlut í öðrum hvorum bankanum. Þvert á móti mælir allt með að tækifærið, sem nú virðist vera fyrir hendi, sé nýtt að fullu. Eins og svo oft áður hafa gagnrýnisraddir tekið að hljóma. Hugmyndafræðingar um dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum hafa enn á ný tekið til við áróður og beita fyrir sig rómantískum hugmyndum - hugmyndum sem ganga út frá því að eðlilegt sé að ríkisvaldið grípi inn í eðlilega starfsemi markaðarins. í leiðara DV í ágúst 1999 sagði um þetta meðal annars: „Útilokað er að setja ákveðn- ar reglur um æskilega stærð fyrirtækja þar sem hún ræðst af tækni og efnahagslegum aðstæðum sem eru sífelldum breytingum undirorpnar. Með sama hætti er óframkvæm- anlegt að tryggja ákveðna dreifingu á eignarhaldi hlutafé- laga á opnum hlutabréfamarkaði. Allar slíkar tilraunir munu leiða til þess að sparnaður almennings, sem bundinn er í hlutabréfum, er að hluta gerður upptækur - þjóðnýtt- ur - og hlutabréfamarkaðurinn sjálfur verður ekki nema nafnið eitt. Möguleikar fyrirtækja til að afla áhættufjár til rekstrar verða stórkostlega skertir og það aftur mun draga úr möguleikum þeirra til framþróunar. Starfsmenn, hlut- hafar og almenningur er hlunnfarinn. Lög um dreifða eignaraðild að fyrirtækjum eru því sett til höfuðs almannahagsmunum til lengri tíma.“ Eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum kom til skamms tíma í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega hagræð- ingu á íslenskum fjármálamarkaði. Með einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og síðar sameiningu bankans við íslandsbanka var stigið stórt skref til aukins hagræðis. íslandsbanki hefur raunar sýnt áhuga á enn frekari sameiningu, fyrst við Búnaðarbanka og síðar við Landsbanka. Með einkavæðingu Búnaðarbanka og Landsbanka sam- hliða hlutafjárvæðingu sparisjóðanna opnast enn frekari möguleikar á hagræðingu fjármálakerfisins. Staðreyndin er sú að íslenskar fj ármálastofnanir eru litlar og sameining þeirra er allra hagur. Eigendur hagnast og viðskiptavinir njóta betri og ódýrari þjónustu en áður. Ferlið sem nú er hafið í einkavæðingu bankanna er í góðum farvegi þó endanleg niðurstaða fáist ekki fyrr en eft- ir vikur eða jafnvel mánuði. Ósk Björgólfs Guðmundsson- ar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteins- sonar fyrir nokkrum vikum um viðræður um kaup á ráð- andi hlut í Landsbankanum kom aftur af stað boltanum sem vonandi verður ekki stöðvaður. Ráðstöfun söluverðs Einkavæðing ríkisfyrirtækja á komandi misserum er nauðsynleg, ekki aðeins til að draga ríkið út úr rekstri heldur ekki síður sem hluti af skynsamlegri efnahags- stefnu i uppsveiflu. Líklegar virkjunarframkvæmdir og bygging álvers munu hafa umtalsverð þensluáhrif og sala ríkisfyrirtækja gæti komið þar á móti. En það vitlausasta sem hægt væri að gera er að nota þá fjármuni sem fást fyr- ir ríkisfyrirtækin í pólitísk gæluverkefni - þá er betur heima setið en af stað farið. Fjármunina á að nota til að greiða niður erlendar skuldir ríkissjóðs. Óli Björn Kárason H>"V Hornstrandagangan Jönas Haraldsson aðstoðarritstjóri Þunnt fiallaloftið fer furðulega með ágætustu menn. Hornstrandaskokk Vegna fyrrgreindrar reynslu tók ég því með nokkurri varúð þegar mín - ágæta eiginkona nefndi við mig létt Horn- strandaskokk, sem hún kallaði svo. Henni hafði dottið í hug að ganga með systur sinni frá Aðal- vík yfir í Jökulfirði, nánar tiltek- ið að Hesteyri. „Þetta er leikur einn,“ sagði konan, „kannski svona þrír tímar eða þar um bil. „Gættu að, kona góö,“ sagði ég. „Það vill svo til að bæði hef ég komið til Aðalvíkur og á auk þess landakort af þessu svæði. Það þarf enginn að segja mér að venjulegar skrifstofublækur skondri þetta á þremur tímum.“ Konan leit á mann sinn og lagði snarlega mat á líkamlegt atgervi hans. „Ja,“ sagði hún, „við verð- um kannski klukkutíma lengur ef við tökum þig með.“ Ég játaði hvorki né neitaði meðreiöinni en málið gekk þó svo langt að við keyrðum vestur. Á leiðinni ræddu þær systur fegurð Ísaíjarðardjúps en hugleiknastar voru þó Homstrandir og Jökul- firðir. Þær sáu landið i hillingum, hrjóstrugt og stórbrotið en um leið grösugt og sumarfagurt, auðnina og yfirgefnu húsin. Þær ætluðu að vera einar í heiminum um stund, kannski þó með mér. Sú samverustund stæði þó aðeins til boða ef ég sleppti öllum aum- ingjaskap og gengi rösklega. Milli þess sem ég þræddi firðina inn úr Djúpinu ræddu systurnar um Sæ- ból og Gjögur í Aðalvík, kirkjuna í víkinni sem fræg varð í Bömum náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hvannstóðið, fjallagrösin og blóðbergið. Göngu- leiðina kortlögðu þær í huganum, frá Sæbóli, yfir heiðina að Sléttu þar sem vel sæi yfir Jökulfirði til Grunnavíkur og síðan áleiðis meðfram ströndinni til Hesteyr- ar. „Þar getur þú fengið kaffi, í gamla læknishúsinu," sagði konan. „Fæ ég þá ekkert á leiðinni?“ spurði ég í sak- leysi mínu, án þess þó að samþykkja gönguna. „Jú,“ sagði konan, „við höfum með okkur nesti en óþarft er að bera drykkjarföngin. Það er nóg vatn á leið- inni.“ „Vegna fyrrgreindrar reynslu tók ég því með nokkurri varúð þegar mín ágœta eiginkona nefndi við mig létt Horn- strandaskokk, sem hún kallaði svo. Henni hafði dottið í hug að ganga með systur sinni frá Aðalvík yfir íjökulfirði, nánar tiltekið að Hesteyri. “ orðalaust til smáræði handa mér. Ég var þögull á leiðinni til skips, fann aðeins fyrir mjöðminni. Hnén virtust í lagi. „Allir mætt- ir!“ kallaði glaðlegur ungur mað- ur við hvítan bát í isafjarðarhöfn, sýnilega formaður. „Það viðrar vel,“ hélt káti maðurinn áfram „og veitir ekki af fyrst þið ætlið í stífa sex tíma göngu, oft í mýri og yfir vatnsfall á heiðinni. „Sex tíma,“ át ég upp eftir skipstjóran- um og leit um leið á konu mína. „Þú sagðir að þetta væri þriggja, í mesta lagi fjögurra tima ganga og það létt. Manstu hvemig ég var eftir Svínanesgönguna?" Konan glotti og ég sá ekki bet- ur en systirin liti undan. „Óttastu að dömurnar nái ekki að fylgja þér á göngunni?" spurði skip- stjórinn og virtist meina það. „Ja,“ stamaði ég, „það getur svo margt gerst á langri leið, fólk tognað eða nuddast í skó. Ekki sækir maður læknisþjónustuna á Homströndum.“ Skipstjórinn leit á konumar tvær. „Hafðu engar áhyggjur af þeim,“ sagði hann. „Þetta eru að sjá röskar konur, vel búnar og í vönduðum skóm. Þær komast þetta. Þú sýnir þá bara karlmennsku og styður þær síðustu metrana.“ Konan fékk ekki lengur varist hlátri en mágkonan gekk spölkom frá til þess að særa ekki karlmennið á bryggjusporðinum. „Við erum ekki beinlínis vanda- málið,“ sagði konan loks Gönguferðir um öræfi, fjall- göngur og útivist af öllu tagi er sú tegund ferðamennsku sem nýtur hvað mestra vinsælda. Sumarið er tíminn, eins og segir i dægur- laginu, og flestir sótraftar á sjó dregnir. Þátttakendur í þessum ferðum eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Vaxtarlag virðist heldur ekki skipta máli. Bumbu- kallar stunda þetta sport ekki síð- ur en aðrir en trúlega fara þeir hægar yfir. Vinnufélagar minir hafa árum saman montað sig af alls konar göngu- og fjallaferðum, hvort sem er um eyðilendur Hornstranda, ferðir um Fjörður nyrðra, óhyggðir Héðinsfjarðar, hinn svokallaða Laugaveg að ógleymdu skemmtiskokki á ná- læg fjöll, Esju eða Keili. Mágurinn gönguglaði Reynsla mín af þess háttar sporti er hins vegar fátækleg og ef satt skal segja heldur döpur. Fyr- ir mörgum árum þrælaðist ég upp Esjuna. Það telst tæpast til stór- afreka og ég var aumur í kálfun- um eftir þá reynslu, einkum eftir ferðina niður. Þá hef ég sigrast á Vörðufellinu, fallegu fjalli Ámes- inga, en kemst trauðla í hóp af- reksmanna fyrir. Fjallið gnæfir ekki nema 391 metra yfír sjávar- mál. Með í þvi meinta klifri voru tvær stúlkur, þá tíu ára gamlar. Þær náðu toppnum löngu á und- an mér. Þrekvirkið mesta var 10 tíma ganga umhverfis Svínanes í hinum forna Múlahreppi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Sá góði hreppur er nú aflagður og tilheyr- ir Reykhólahreppi, likt og öll austursýslan. Eftir þá göngu var ég haltur í marga daga, annað hnéð úr lagi gengið. Ég stenst því engan samanburð við fjallageitur og síst við mág minn. Það er óþolandi með öllu. Sá góði maður vék.frá sjálfsögðu bilífl og bumbusöfnun og hóf stíf- ar göngur. Fljótlega var hann far- inn að hlaupa upp um fjöll og gekk jafnvel svo langt að prófa ísklifur. Sú íþróttagrein er venju- legu fólki óskiljanleg og satt best að segja fáránleg. Ég hef séð slíka iðkan í sjónvarpi, liggjandi í mín- um þægilega sófa, þar sem þátt- takendur hanga 1 þverhnípi haf- andi höggvið sig inn í ísstálið. Umbunin er aðeins ánægjan að loknu dagsverki, ekki 50 þúsund dollarar sem léttgeggjaðir þátttak- endur í sjónvarpsþáttunum Fear Factor keppa að. ísland dugar ekki lengur mági mínum. Hann er farinn að klifra upp útlend fjöll og hefur þegar sigrast á því hæsta í Evrópu og Afríku. Ég bíð þess eins að hann skokki á Everest og feti þannig í fótspor Haraldar Amar fjalla- garps. Enn hefur mágurinn ekki nefnt pólana en þó er aldrei að vita. Karlmennið Systumar gönguglöðu tóku dag inn snemma þeg- ar kom siglingunni i Aðalvík. Hann var hægur á Djúpinu. Þær smurðu nesti og tóku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.