Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 12
Erlendar fréttir vikunrtí
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
blaðamaöur
Fréttaljós
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002
Helgarblað
DV
Óróleiki á mörkuðum
Ekkert lát var á
óróleikanum á verð-
bréfamörkuðum í
Bandaríkjunum í vik-
unni í kjölfar fjölda
bókhalds- og fjár-
svikamála sem upp
hafa komið í þarlend-
um stórfyrirtækjum
að undanfömu og fór
svo að Dow Jones-vísitalan seig niður
fyrir 8000 stig á mánudaginn, í fyrsta
skipti siðan í október 1998. Sigið hélt
áfram næsta dag en á miðvikudag, eft-
ir afgreiðslu þingsins á nýjum lögum
um hertar aðgerðir gegn fjársvikum,
rauk visitalan upp um heO 500 stig
sem er það mesta í 15 ár. Síðan hefur
leiðin aftur legið niður á við og hafði
DJ sigið um tæp 50 stig á fimmtudag.
Minnst 800 hafa farist
Rannsókn hjálparstofnunarinnar
Global Exchange gefur til kynna að að
minnsta kosti 800 óbreyttir borgarar
hafi farist i loftárásum Bandaríkja-
manna á Afganistan. Þá er sagt að
þessar tölur muni hækka þegar fréttir
berast frá afskekktari svæðum lands-
ins. Kæruleysi bandaríska hersins um
líf óbreyttra Afgana er í reynd kennt
um fjölda þeirra sem féllu.
Bhutto í framhoð
Benazir Bhutto,
fyrrverandi forsætis-
ráðherra Pakistans,
hefur ákveðið að snúa
aftur heim til Pakist-
ans, til að leiða kosn-
ingabaráttu flokks
síns vegna þingkosn-
inganna sem fram
fara 10. október nk., þrátt fyrir það að
ný lög Musharrafs, forseta landsins,
banni henni þátttöku í kosningunum.
Bhutto, sem nýlega var dæmd af
pakistönskum dómstóli til þriggja ára
þrælkunarvinnu, sökuð um spillingu,
tekur þar með þá áhættu að verða
handtekin.
Skipulagðar aftökur
Alþjóðleg mannréttindasamtök,
hafa sakað rússneska herinn um að
stunda skipulagðar aftökur á ungum
tsjetsjenskum karlmönnum. Þetta
kemur fram í skýrslu sem birt var á
þriðjudaginn en þar segir að mönn-
unum sé reglulega rænt og þeir svo
myrtir af rússneskum hersveitum
sem starfa undir því yfirskini að þeir
séu að leita uppreisnarmanna.
Best að búa í Noregi
Annað árið í röð telja Sameinuðu
þjóðimar að best sé að búa í Noregi.
Þá koma Sviþjóð, Kanada, Belgía,
Ástralía og Bandaríkin. ísland- er i 7.
sæti. Afríkuríkið Sierra Leone var
neðst á lista 173 landa og reyndar
voru 24 síðustu löndin á listanum öll í
Afriku.
Sátt um Perejil-eyju
Spænski herinn yfirgaf klettaeyj-
una Perejil um síðustu helgi eftir ár-
angursríkar milligönguviðræður Col-
ins Powells, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna. Þar með náðist mikilvægur
áfangi í 10 daga deilu Spánar og
Marokkós um eyjuna sem hófst með
því að tylft marokkóskra hermanna
komu sér fyrir á henni að næturþeli.
Ákveðið hefur verið að við taki aftur
hið óbreytta ástand sem áður ein-
kenndi stöðu þessarar lítiifjöriegu eyj-
ar undan ströndum Marokkó.
Ingrid Betancourt:
Forsetaframbjóðandi
í gíslingu skæruliða
16 farast í árás á Gaza
Sextán Palestínu-
menn, þar af tíu börn,
létu lífið og tugir slös-
uðust þegar ísraelsk
herþota gerði eld-
flaugaárás á íbúða-
byggð í Gaza á mánu-
dagskvöld. Salah Sha-
hada, stofnandi vopn-
aðs arms Hamas-hreyfingarinnar, var
meðal hinna fóllnu og mun árásinni
hafa verið beint að heimili hans með
þessum skelfilegu afleiðingum. Árás-
in hefur verið harðlega fordæmd víða
um heim, en ísraelsk stjórnvöld segja
hana þátt í varnaraðgerðum gegn
hryðjuverkum.
Vopnuð samtök Palestínumanna
hafa hótað grimmilegum hefndum.
Laugardaginn 23. febrúar síðast-
liðinn hélt kólumbiski forsetafram-
bjóðandinn Ingrid Betancourt af
stað frá höfuðborginni Bogota til
San Vicente, sem er um 250 km suð-
ur af borginni. Hún komst þó aldrei
á leiðarenda þar sem henni var
rænt af liðsmönnum skæruliðasam-
takanna FARC sem í fjölda áratuga
hafa barist gegn þarlendum stjórn-
völdum.
Betancourt er 40 ára gömul og
hefur í gegnum tíðina verið mikill
andstæðingur FARC. Hún bauð sig
fram til forseta til að vekja athygli á
málefnum sínum og vildi fyrst og
fremst koma Kólumbíu á réttan
kjöl. Eiturlyf og spilling eru nánast
hvergi jafn áberandi og í heima-
landi hennar. Henni gekk þó ekki
vel I skoðanakönnunum og var með
minnsta stuðninginn af frambjóð-
endunum.
Hún hugðist ferðast til San
Vicente til að vera viðstödd fjölda-
samkomu til heiðurs mannréttinda-
málum en eiginmaður hennar, Juan
Carlos Lecompte, sagði hana finna
fyrir þörfinni að vera með borgur-
um San Vicente „á góðum stundum
og slæmum". Til þess að komast
þangað þurfti hún að ferðast í gegn-
um svæði sem áður hafði verið grið-
arsvæði FARC og vöruðu bæði
stjómvöld og herinn hana viö að
hætta sér ekki um vegi sem ekki
væru öryggir. Hún tók ekki mark á
þeim viðvörunum.
Hörð viðbrögð
Viðbrögð við mannráninu voru
mikil um heimsbyggð alla. Samein-
uðu þjóðirnar, Bandarikin og Evr-
ópusambandið fordæmdu atvikið og
kröfðust þess að Betancourt og öll-
um þeim sem FARC hefur rænt í
gegnum tíðina yrði sleppt umsvifa-
laust.
Árið 1999 hóf forseti Kólumbiu,
Andres Pastrana, friðarviðræður við
FARC og gaf þeim landssvæði á
stærð við Sviss sem griðarsvæði og
yrðu þeir ekki angraðir af hermönn-
um landsins héldu þeir sig þar.
Pastrana batt hins vegar endi á aliar
viðræður eftir að samtökin rændu
farþegaþotu og háttsettum öldungar-
deiidarþingmanni með skömmu
miilibili. Þetta gerðist aðeins
nokkrum dögum áður en Betancourt
var rænt og var herinn byrjaður að
ná aftur völdum á því landssvæði
sem Pastrana hafði látið FARC eftir.
Þau elstu og bestu
En FARC eru ekki eins og upp-
reisnarsamtök eru flest. Þau eru
eldri en uppreisn Fidel Castro og
Che Guevara á Kúbu og hafa enst
lengur en allar aðrar suður-amer-
ískar skæruliðahreyfingar. Rætur
þeirra má rekja til borgarastriðs
fjálslyndra og íhaldssamra sem stóð
yfir frá 1948 til 1958. Einni skæru-
liðasveitinni var stjómað af Pedro
Antonio Mann, „Sureshot Maru-
landa“ eins og hann er kallaður,
sem skírði sveitina nafninu FARC
(Byltingarher Kólumbíu) árið 1966.
Eiturlyfjapeningar
Það var þó ekki fyrr en á 9. ára-
tugnum sem samtökin tóku að
stækka að ráði. Þau fóru að einbeita
sér að eiturlyfjaiðnaðinum og hafa
ætíð síðan fjármagnað starfsemi
sina með framleiðslu og sölu á eit-
urlyfjum eins og kókaíni og heróíni.
Tekjur þeirra sem stafa einungis af
þeim viðskiptum nema nú um 25
milljörðum ár hvert. Auk þess
rukka þau inn lausnargjöld fyrir þá
sem lent hafa í klóm samtakanna en
talið er að um 800 manns séu nú í
haldi FARC, þar af fimm þingmenn
og einn forsetaframbjóðandi. Tekjur
þeirra af lausnargjöldum sem þeir
krefjast af aðstandendum fanga
REUTERS-MYND
Ingrid Betancourt
Betancourt var frambjóðandi til forseta Kólumbíu og var rænt á ferð sinni um landið þar sem hún hugöist berjast fyrir
málstað sínum og málefnum. Hún hefur nú verið í haldi skæruliðasamtakanna FARC í meira en fimm mánuði ásamt
um 800 öðrum sem haldið er gegn vilja sínum.
Hvað gerir sá nýi?
Uribe hefur einsett sér að berjast
gegn skæruliðasamtökum eins og
FARC. Hvað hann mun þó gera þeg-
ar hann tekur við embætti er vitan-
lega óljóst, og hvort hann mun beita
sér óspart í því aö frelsa Betancourt
og þingmennina fimm er ekki hægt
að segja til um.
Aðgerðir FARC eru harkalegar. í
júní síðastliðnum gáfu þeir út við-
vörun til borgarstjóra 100 borga í
landinu með þeim skilaboðum að
segja af sér hið fyrsta ellegar verða
að skotmarki samtakanna. Ríkis-
stjórnin svaraði með því að bjóða
borgarstjórum landsins lifvörslu og
skotheld vesti.
FARC-samtakanna, sem handtekinn
var þann 18. júlí. Samkvæmt honum
átti að ræna farþegaflugvél og fljúga
henni á forsetasetrið eða þinghús
landsins, annaðhvort þann 20. júlí,
þjóðhátíðardags Kólumbíu, eða 7.
ágúst, þegar Uribe sver embættiseið
forseta.
Það er því óhætt að segja að
FARC ætla að láta verulega til sín
taka á þessum viðkvæma tíma-
punkti, þegar einn forseti lætur af
völdum og annar tekur við.
Sorgarsaga
Ekki lítur út fyrir að Ingrid
Betancourt verði sleppt á næstunni.
Statt og stöðugt hefur verið unnið
að því, innanlands og utan, að fá
hana lausa, en án árangurs. Sér-
staklega var sótt eftir því þegar fað-
ir hennar dó um miðjan mars, 83
ára að aldri. Heilsu hans hafði hrak-
að verulega eftir að Betancourt var
rænt í febrúar og kom hann marg-
sinnis fram í sjónvarpi til þess að
biðla til skæruliðanna að sleppa
henni úr gíslingu sinni.
Fyrr í vikunni var birt, í tilefni af
því að fimm mánuðir höfðu liðið frá
því að henni var rænt, myndband
sem tekið hafði verið upp þann 15.
mai. Íþví gagnrýndi hún í ávarpi
sínu kólumbísku ríkisstjórnina fyr-
ir að „yfirgefa land sitt“ og fyrir að
láta hana „rotna“ i frumskóginum.
Hún sagði einnig að dagarnir 82
sem liðið hefðu frá þvi að henni var
rænt hefðu verið „stórkostlega ein-
manalegir".
Hún og kosningastjóri hennar,
Clara Rojas, sem var með Bet-
ancourt í fór þegar henni var rænt,
litu ekki vel út og voru folar og
horaðar.
Viöeigandi ráðstafanir
Uppreisnarseggirnir standa fastir
við sitt og krefjast lausnar sinna
manna í skiptum fyrir frelsi Bet-
ancourt og gefa ríkisstjóminni eitt
ár til að aðhafast eitthvað í málinu.
Áður en þeir „grípa til viðeigandi
ráðstafana".
Byggt á efni frá Reuters, BBC
og Washington Post.
Hrikalegt hryðjuverk í bígerð
Þá gaf kólumbíska lögreglan út
núna í vikunni að komið hefur
verið í veg fyrir hugsanlega sjáifs-
morðsárás samtakanna. Lögreglan
komst á snoðir um verknaðinn við
yfirheyrslu á Jorge Enrique Car-
vajalinu, háttsetts yfirmanns innan
REUTERS-MYND
Jaröarförln
Faðir Ingrid Betancourt lést um miðjan mars, á meðan hún var fangi FARC-
skæruliðasamtakanna. Á myndinni sést eiginmaður hennar, Juan Carlos
Lecompte, sem hefur barist ötullega fyrir frelsi eiginkonu sinnar.
þeirra eru einnig töluverðar.
Samtökin hafa ítrekað gefið út að
þeir muni ekki sleppa þeim áhrifa-
mönnum nema í skiptum fyrir leið-
toga innan vébanda þeirra sem eru
í haldi kólumbískra stjómvalda.
Þar sem valdaskipti voru á dag-
skrá í landinu var ekki búist við að
eitthvað væri hægt að gera fyrr en
þau höfðu gengið í gegn. Pastrana
er enn við völd en hann lætur senn
af embætti og nýkjörið forsetaefni,
Alvao Uribe, tekur við. Hann er
fyrsti forsetaframbjóðandinn í sögu
landsins sem vinnur kosningar með
því að fá hreinan meirihluta í fyrstu
umferð þeirra. Ingrid Betancourt,
sem enn er haldið gíslingu, fékk
innan við 1% atkvæða.