Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 DV ætti sér ástkonu breyttist viðhorf almennings til hans. Nú var litið til hans í tortryggni. Það gerði lög- reglan líka. Skyndilega fann eiginmaður Agöthu að lögreglan grunaði hann um að vera valdur að hvarfi hennar. „Þeir halda að ég hafi drepið hana,“ sagði eig- inmaður Agöthu við vin sinn. Aldrei var gefið upp hvað stóð í bréfunum sem Agatha hafði skOið eftir á heimili sinu en í blöðum var gefið í skyn að í þeim heíði hún sagt að hún óttaðist um öryggi sitt. Blaða- maður nokkur sagði seinna, líklega réttilega, að ef Ag- atha hefði framið sjálfsmorð og lík hennar fundist í tjöminni sem var slædd þá hefði eiginmaður hennar verið handtekinn fyrir morð. Blaðamaður Daily Sketch, sem sérhæfði sig í frá- sögnum af sakamálum, komst yfir púðurdós sem Agatha átti og sýndi hana miðli sem sagði að eigand- inn væri látinn og líkið væri í bjálkakofa. Blaðamað- urinn fann slíkt hús í skóginum, ekki langt frá þeim stað sem bíll Agöthu fannst. Ekkert lík var í húsinu. Hin undarlega Theresa Daginn eftir að Agatha Christie hélt að heiman kom kona í leigubíl til heilsuhælis í Yorkshire. Hún sagðist heita Theresa Neele. Gestir stóðu í þeirri trú að hún hefði komið þangað til að jafha sig á láti barns síns og væri þess vegna niðurdregin. Hún blandaði ekki miklu geði við gestina en átti þó eitt sinn tal við þá um hvarf glæpasagnahöfundarins. Á þessum tíma setti konan, sem kallaði sig Theresu, auglýsingu í The Times og bað alla þá sem þekktu Theresu Neele að gefa sig fram. Enginn gaf sig fram því nafnið var upp- spuni. Ástkona eiginmanns Agöthu bar hins vegar eftimafnið Neele. Nokkrum gestanna fannst Teresa minna mjög á Agöthu Christie og einhverjir þeirra höfðu orð á því viö Teresu sem sneri talinu að öðru. Einn gestanna hafði samband við lögreglu sem hafði samband við eiginmann Agöthu sem mætti á staðinn og þekkti konu sína samstundis. Þegar Teresa sá hann sagði hún: „Að hugsa sér, bróðir minn er kominn." Þau lokuðu sig af og töluðu saman og eftir þann fund sendi eiginmaður Agöthu frá sér yfirlýsingu um að Teresa væri Agatha. Hún hefði greinilega misst minnið. Hún þekkti ekki einu sinni dóttur sína. Með aðstoð sálfræðings sem dáleiddi hana fékk hún smám saman minnið en mundi þó ekki eftir að hafa yfirgef- ið heimili sitt og ekki heldur eftir ökuferðinni. Hún mundi eftir að hafa komist á Waterloo brautarstöðina og séð þar auglýsingu frá heilsuhæli og ákveðið að halda þangað. Hvað kom fyrir Agöthu? Ýmsar kenningar komust á kreik um ástæður fyr- ir hvarfi Agöthu og nokkrar eru enn á kreiki. Sumir litu á hvarf Agöthu sem auglýsingabrellu, hún hefði einfaldlega verið að vekja á sér athygli. Aðrir sögðu Agöthu hafa sviðsett hvarfið til að fá eiginmann sinn til að tolla í hjónabandinu. Önnur kenning var sú að Agatha hefði horfið til að fá marm sinn ákærðan fyr- ir morð og hefði síðan ætlað að birtast og bjarga hon- um úr klóm réttvísinnar. Þetta var að vísu langsótt, sögðu sérfræðingar, en ekki langsóttara en söguþráð- ur í sakamálasögu eftir Agöthu Christie. Nokkrir sér- fræðingar í sálfræði halda því hins vegar fram að Ag- atha hafi misst minnið vegna gífurlegs sálræns álags en um slíkt eru Qölmörg dæmi. Eftirmáli þessarar sögu var sá að Agatha féllst loks á skilnað. Eiginmaður hennar kvæntist ástkonu sinni og það hjónband varð farsælt. Agatha giftist fjórum árum síðar fomleifafræðingi sem var fimmtán árum yngri en hún og naut velgengni og hamingju allt til dauðadags. Dularfullt hvarf Agöthu Christie í desembermánuði 1926 fylgdust Englendingar grannt með fréttum af hvarfi Agöthu Christie. í Times var flenni- stór fyrirsögn: Kvenrithöfundar saknað, og birt var lýsing á Agöthu og klæðnaði hennar daginn sem hún hvarf. Næstu tíu daga var leitin að Agöthu Christie forsíðuefni breskra blaöa. Ekki einu sinni dauða málarans Monet eða fundi Churchiils og Mussolinis tókst aö víkja hvarfi Agöthu Christe af forslöum. Árlð 1926 var Agatha Christie 35 ára og þetta var versta árið í lífi hennar. Móðir hennar lést um vorið og Agatha tók dauða hennar svo nærri sér að hún féll Morð eða sjálfsmorð? Lögreglan óttaðist hið versta og fjölmenni leitaði á svæðinu með sporhundum. Tjöm í nágrenninu var slægð. Eiginmaður Agöthu tók þátt í leitinni. Fjöl- miðlar fóm hamfórum i fréttaflutningi. Heimili þeirra hjóna var umsetið af blaðamönnum og lög- reglumenn fylgdu Rósalind dóttur þeirra í og úr skóla. Þegar fréttir birtust um það í dagblöðum að eigin- maður Ágöthu hefði verið henni ótrúr og að hann Agatha Chrlstie á þeim tíma sem hún hvarf. Hún sést hér yfirgefa hótel sitt. i djúpt þunglyndi. Dag einn í ágúst kom eiginmaður Agöthu heim og sagði henni að hann væri ástfanginn af annarri konu og vildi skilnað. í fyrstu virtist Agatha ekki skilja hvað hann var að tala um. Síðan reyndi hún að sannfæra sjálfa sig um að ást hans á konunni væri að- eins stundarfyrirbæri, hann myndi átta sig. Hún harðneitaði að veita eiginmanni sínum skilnað. Hún virtist missa lífslöngun, hríðhoraðist og hætti að geta sofið. Föstudaginn þriðja desember heyrði þjónustustúlka hjónin rífast heiftarlega við morgun- verðarborðið. Nokkru siðar fór eiginmaður Agöthu í heimsókn til vina sinna þar sem hann ætl- aði að eyða helginni ásamt ást- konu sinni. Agatha hélt ásamt sex ára dóttur sinni í heimsókn tíl tengdamóður sinnar, þar sem hún var utan við sig og ókyrr en tengdamóðir hennar taldi tauga- veiklun hennar stafa af því að henni gengi illa að skrifa bókina sem hún var að vinna að. Tengdamóðir Agöthu tók eftir því að Agatha var ekki með gift- ingarhring sinn og spurði hana hvar hann væri. Agatha svaraði ekki en hló móðursýkislega. Hún hélt síðan heimleiðis með dóttur sína. Um kvöldið yfirgaf Agatha heimili sitt án þess að segja þjónustufólki sínu hvert hún væri að fara. Hún skildi eftir nokkur bréf. Næsta morgun fannst bíll hennar mannlaus skammt frá þeim stað þar sem eiginmaður hennar dvaldi. Bíln- um hafði verið ekið út af vegin- um og hann yfirgefmn. Ljós voru á honum. Loðfeldur og lítil ferðataska voru inni í bílnum. Þar var lika taska með ökuskír- teini Agöthu Christie. Ljóð vikunnar Úr daglega lífinu - eftir Káin Uppskafnlngur mœtti mér, mannl þessum bauð ég kver: glottið, sem hann glotti þó, gaman þótti mér að sjó. .Ertu vitlaus, vittufá úr vasa mínum dali þrjá fyrir skltlð kvæðakver, hvað ert þú að gefa mér?" . Vitlausan", fyrst þekkl ég þig, þú mátt óhætt kalla mlg. .En fyrlr dagsverk fœrðu þltt fimmtíu ára starfið mitt." Síðan gekk hver sína leið, sólin skein á grœnan meið. En gróðinn, sem að burt ég bar, í buddu mlnni téttur var. En hann á dansl dyntar sér, dagur þegar llðlnn er, og við sérhvern daður-dans drjúgum léttist buddan hans. Bækur sem sitja í minninu Ólafur Jóhann Ólafsson rlthöfund- ur seglr frá minnisstœðum bókum sem hann kynntist á unga aldri. „Það breytist eins og vindáttin hvaða bækur mér eru kærastar og þess vegna ætla ég að fara svolítið aftur í tímann og reyna að rifja upp fáeinar skruddur sem sitja í minninu frá því ég var strák- pjakkur að byrja að kynnast bókunum á heimilinu. Ég hef líklega verið sex eða sjö ára þegar það vildi mér til happs að móðir mín lagðist í flensu um leið og ég lá i mislingum. Hún ákvað að nota þessa daga til að lesa fyrsta bindi þá nýút- kominnar sjálfsævisögu Konstantíns Pástovskís þar sem hann segir frá bemsku sinni og skólaárum. Ég fékk hana til að lesa bókina upphátt svo ég gæti fylgst með. Ef mig misminnir ekki urðu þetta fjögur bindi alls og ég las þau þrjú síðari nokkrum árum seinna en hef ekki enn viljað eyðileggja minn- inguna um lestur móður minnar forðum með því að opna fyrsta bindið sjálfur. Það var Halldór Stefánsson sem þýddi þetta verk; ég veit ekki hvort það er lengur fáanlegt í búðum en það hlýtur að vera til á bókasöfh- um. Það var svo þegar ég var á fermingaraldri að ég rakst í fyrsta sinn á Eyðilandið eftir T.S. Eliot inni á skrifstofu foður mins. Hann hefur líklega séð mig vera að skoða bókina því ég man hann stakk upp á því að ég læsi hana og segði sér svo hvaða merkingu ég legði i hana. Það er orðið margt Eyðilandið sem ég hef keypt um dagana enda finnst mér enginn bókaskápur geta án þess ver- ið. Ég gleðst enn yfir því að geta ekki sagt með neinni fullvissu um hvað það snýst. En líklega nýtur það engr- ar sérstöðu í þeim efhum því þeim virðist Qölga með árunum hlutunum sem ég botna ekkert í. Þegar ég las svo stuttu síðar Ævin- týri góða dátans Svejks komst ég mér til mikils léttis að raun um að merk- ing hlutanna var ekki bara vandfund- in heldur sannleikurinn líka. Svo liðu árin og nú er á náttborðinu hjá mér bók Erics Newby um ferð hans niður Gangesána þar sem hindúar kveðja umbúðir sálarinnar og bíða þess að endurholdgast. Hafi þeir rétt fyrir sér um þennan gang mála skulum við hafa hlutverkaskipti í næsta lífi, Kolbrún mín: þá spyr ég þig um bækur og þú svar- ar, eflaust skilmerkilegar en ég.“ Brot úr lífs- verki Geirs Frumsamin verk og þýöing- ar eftir Geir Kristjánsson. Allt of hljótt varð um út- komu þessarar bókar haustið 2001. Hér er að fmna um hundr- að erlend Ijóð eftir rúmlega tuttugu skáld frá sjö þjóðlöndum. Mest fer fyrir skáldskap þýddum úr rússnesku. Einnig eru hér smásög- ur og minningabrot eftir nokkra rússneska merkishöfunda. Hágæða- skáldskapur sem unun er að kynn- ast í sérlega góðri þýðingu. Einnig smásögur og leikrit eftir Geir sem eru sannarlega góður skáldskapur. Bók sem á skilið mikla athygli. Ekk- ert nema vandað efni hér á ferð. Reynsla er ekki það sem kemur fyrir mann. Hún er það sem maður gerir úr því sem fyrir hann kemur. Aldous Huxley Aðallistinn - allar bækur 1. íslenska vegahandbókin. Bókaútqáfan Stönq 2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 3. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 4. Kortabók íslands. Örn Siqurðsson ritst. 5. Myrin. Arnaldur Indriðason 6. Stangveiðihandbókin. Eiríkur St. Eiríksson 7. Kokkur án klæða. Jamie Oliver 8. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir 9. Ferðakortabók. Landmælinqar íslands 10. Hálendishandbókin. Páll Ásqeir Ásqeirsson Skáldverk 1. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir 4. Lokavitni. Patricia Cornwell 5. Réttarkrufninq. Patricia Cornwell 6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 7. Anna, Hanna & Jóhanna. Marianne Fredriksson 8. Daqbók Bridqet Jones. Helen Fieldinq 9. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 10. Dís. Birna Anna, Oddny oq Silja MetsölulisV Eymundsson 18. - 24. júlf Kiljur 1. ABENDINTHEROAD. Nicholas Sparks 2. HEMLOCK BAY. Catherine CouIter 3. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA SISTERHOOD. Rebecca Wells Ustínn er fré New York Times

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.