Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 17
LAUCARDAGUR 27. JÚLf 2002 HeIqarhlað H>V *7 Svo nærri, en samt svo fjarri Það eru ekki margir staðir orðnir eftir á jörðinni sem ekki hafa verið heimsóttir af mannskepnunni. Mörg hundruð manns hafa komið á Mount Everest, Suðurskautslandið og Galapagosegjar. Sjórinn er hins vegar svo til ókannað svæði enda er vitað meira um gfirborð tunglsins heldur en hafsbotn jarðarinnar. Það er því varla nema von að köfunaríþróttin sé íörum vexti, enda að sögn köfunarkennarans Héðins Ólafssonar spennandi tilhugsun að skoða sig um á stöðum sem enginn annar hefur komið á áður. ■ Sjá næstu opnu „Ef þú ferð upp á hálendið eða inn í afdali geturðu verið pottþéttur á því að þar hafi einhver manneskja gengið áður. Þú þarft hins vegar ekki að fara langt, getur í raun bara keyrt niður í næstu fjöru og stung- ið þér á kaf og verið nokkuð viss um að þangað hafi enginn komið áður, að þú sért fyrsta manneskjan sem kemur á þennan stað. Það er mjög spennandi." Þetta segir kafarinn Héðinn Ólafsson, en það eru tæp fjögur ár síðan hann sökk á kaf í íþróttina. í dag rekur hann köfunarskólann Kafarinn.is og kynnir ekki bara íslendingum íþróttina heldur fylgir hann einnig erlendum ferðamönnum um hinn íslenska neðansjávarheim. „Ég hef aldrei upplifað það að þeim sem prófa að kafa sjálfir finnist þetta ekki æð- islegt. Þessi heimur kemur öllum skemmtilega á óvart,“ segir Héðinn af einlægni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.