Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 HelQarblað II>"V 25 ...vandamál vikunnar 16 ára gömul frænka þín er á leið á útihátíð um i/erslunarmannahelqina. Hún kemur til þín og bið- ur þig að kaupa áfengi fyrirsig. Hvað gerir þú? Drekka á ábyrgan hátt „Ég myndi byrja á að segja þessari frænku minni frá minni reynslu af áfengi og að ég hafi ekki sjálfur byrjað að drekka fyrr en ég var 24 ára. Ég myndi gefa henni góð ráð varðandi það hvernig hún gæti minnkað pressuna frá vinum og kunningjum. Einnig myndi ég segja henni að hún væri orðin nógu gömul til þess að taka ákvörðun varðandi þessi mál sjálf og ef hún væri ákveðin í því að drekka þá myndi hún redda sér áfengi, enda þótt ég myndi ekki vilja kaupa það fyrir hana. Ef hún væri búin að taka þá ákvörðun að drekka myndi ég segja henni að hún ætti að drekka á ábyrgan hátt og engir væru betur til þess fallnir að kenna henni það en foreldrar hennar svo ég myndi segja henni að hún skyldi leita til þeirra.“ Kjartan Guðbergsson, (Daddi diskó) plötusnúður og dagskrárgeröarmaöur á Stöö 2 Færi ekki í Ríkið „Ég yrði svolítið hneykslaður á meintri frænku að vilja fara með áfengi á útihátíð - aðeins 16 ára. Vitaskuld fer ég ekki í Ríkið fyrir hana. Mig grunar samt að hún geti alltaf fengið einhvem annan til að kaupa áfengið og hef því smááhyggjur. Ef mér tekst ekki að tala stúlkuna ofan af fyrirhuguðum áfengiskaupum er ekki um annað að ræða en að tala við foreldra hennar og segja litlu frænkunni það.“ Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaösins Prédikaði yfir foreldrunum „Ég mundi sennilega neita þessari frænku minni um áfeng- iskaupin. Því næst væri ég likleg til að hafa uppi á foreldrum hennar og prédika yfir þeim nokkur varnaðarorð - ekki vegna áfengislöngunar frænku minnar heldur vegna væntanlegrar útihátíðarferðar sem ég tel háskalegt að senda 16 ára stelpur á. I raun er ég þeirrar skoðunar að foreldrar ólögráða barna sýni vítavert kæruleysi með því að heimila þeim að fara á þessar útihátiðir þar sem nauðg- anir, þjófnaðir, slagsmál og eiturlyfjaneysla eiga sér nær undantekningarlaust stað. Varðandi áfengiskaup fyrir börn þá býst ég við að ef ég ætti 16 ára dóttur mundi ég sjálf vilja sjá um áfengiskaup hennar og hafa þar með einhverja stjórn á magni og gæðum - en vandi er um slíkt að spá þar sem ég er barnlaus." Bryndís Loftsdóttir, verslunarstjóri Pennans-Eymundssonar ..eitthvað íyrir þig? Líkamslína byggð á ilmolíufræðum U.NCÖMt — lyktarskyninu gert til hæfis og gagns „Aroma Fit“ er nafnið á hressandi ferskri líkamslínu frá Lancomé sem stuðla á að jafnvægi og hreysti bæði huga og líkama. Vörur þessa eru byggðar á arom- atheraphy eða ilmolíufræðum en þetta er þriðja líkamslínan sem Lancomé framleiðir undir þeim for- merkjum. Áður hafa komið á mark- aðinn frá þeim likamslinurnar sem stuðlar að aukinni orku, og sem dregur úr streitu. Markmið „Aroma Fit“ er hins vegar að fegra bæði líkama og sál. Allar vörurnar í þessari línu líta ekki bara mjög girnilega út og gefa ómótstæðilega áferð heldur lykta þær einnig afskaplega ljúft, enda er lögð áhersla á að þær séu lyktarskyninu bæði til hæfis og gagns. „Aroma Fit“ vörurnar eiga það sameiginlegt að vera í appelsínugulum umbúðum og formúla þeirra bygg- „Aroma „Aroma tonic“ calm“ ist á olíum ávaxta- og grænmetisseyðis. Þessi kokkteill samanstendur m.a. af sell- eríi, gulrótum, basiliku og appelsínum, með öðrum orðum kokkteill sem er stút- fullur af vítamínum og rakagefandi efn- um. í línunni er m.a. að finna gel gegn appelsínuhúð, húðmjólk, sturtusápu, lík- amsilm og styrkjandi vökva fyrir brjóstin, svo eitthvað sé nefni. Likamslína þessi lagar línurnar, grennir, örvar sogæðakerf- ið, flýtir fyrir losun úrgangsefna og hefur vatnslosandi áhrif. í sumar bættust þrjár vörur í þessa línu; styrkjandi brjóstagel sem gerir brjóstin stinnari og þéttari, gel gegn appelsínuhúð, sem gefur húðinni samstundis þéttandi tilfinningu og á að gefa sýnilegan mun eftir 20 daga, og aö lokum kornagel sem örvar blóðrás og los- ar um dauðar húðfrumur. -snæ ITALSKVR 1/TI4RIM - GRIJUL Yfir 2 m á hæð Hægí að mála i hvaða lit sem er llægt að tengia við gas Tilvaiið í sumarbústaðinn og garðinn Verð 49.900 kr. Kynningarevrð Verð 69.900 kr. Kynningarvvrð ...með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. 18.900 kr. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2,100 kr. V________________________________) Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2L400 kr. 9.900 kr. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.1C0 kr. ) wc*>* 14.900 kr. Akralind 1 - 201 Kópavogur - Sími 564 0910 ELDUR tJORÐ Íslandssími |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.