Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Page 26
26 / / I c) ct rb lct c) H>"Vr LAUGARDACUR 27. JÚLÍ 2002 Stórveldið í kjötbransanum Kristinn Gylfi Jónsson stýrir sínum fyrirtækjum með bræðrum sínum og föður af miklum eldmóði. Það er sama hvar borið er niður og varpað fram spurningum um þetta svið, maður kemur aldrei að tómum kofunum hjá Kristni. Hann hefur gagnrýnt samkeppnisyfirvöld fyrir að vilja ekki heimila hag- ræðingu sem felist í samruna fyrirtækja i þessum framleiðslugreinum á sama tíma og samruni hefur verið heimilaður i smásölunni í stórum stíl. Þá hefur hann einnig verið ófeiminn við að gagnrýna Búnaðarbankann sem þó er jafnframt helsti við- skiptabanki þeirra feðga. Bankinn er hins vegar eigandi kjúklingabúsins Reykjagarðs og hefur Kristinn gagnrýnt bankann fyrir að vinna gegn hagræðingu með því að endurbyggja kjúklingaslát- urhús Reykjagarðs á Hellu fyrir hundruð milljóna króna. Þessu til viðbótar hefur Kristinn nýverið gagnrýnt Hagkaup fyrir tvískinnung þegar menn þar segist einungis selja kjúklinga sem lausir eru við camphylobacter, en flytji á sama tíma inn camphylobacter-mengaða kjúklinga frá Danmörku. Þar telja margir að Kristinn dansi djarft á bjarg- brún og hafi um leið stungið höfðinu í gin Baugs- ljónsins. Kristinn segist þó hvergi banginn. Þó að Baugur og Hagkaup séu öflug verslunarveldi sem hann virði mjög mikils verði þau að þola umræðu og sanngjarna gagnrýni eins og hverjir aðrir. Á góða að DV tók Kristin tali sl. þriðjudag og spurði um það risaveldi í svína- og kjúklingarækt sem hann hefur byggt upp ásamt bræðrum sinum og föður. Kristinn er viðskiptafræðingur að mennt og er gift- ur Helgu Guðrún Johnson, blaðamanni og þekktri sjónvarpskonu. Þau búa á Seilugranda í Reykjavík og eiga fjögur börn. Pjárfest hefur verið fyrir millj- arða við uppbyggingu fyrirtækja fjölskyldunnar. Ekki hefur það allt verið dans á rósum og þrátt fyr- ir erfiðan rekstur Móa á síðasta ári segist Kristinn nú bjartsýnn á framtíðina. - En hefur maðurinn Með litla sæta grísi úr Brautarholtsbúinu Kristinn Gylfi Jónsson ásamt eiginkonunni, Helgu Guðrúnu Jolinson. dótturinni Auði, tæplega 11 ára, Jóni Bjarna sem er átta ára - og tvíburununi Helgu Þóru og Ólafi Hauki sem eru þriggja og hálfs árs. Þó að tilvera fjölskvldunnar snúist að verulegu levti um svína- og alifuglarækt þá reyna þau að nýta þær ör- fáu frístundir sem gefast í sameiningu. einhvem tima fyrir sina ijölskyldu? „Ég á afskaplega góða konu og við höfum verið svo heppin að eignast fjögur yndisleg börn. Þar er elst Auður sem er tæplega 11 ára, þá Jón Bjarni sem er átta ára. Síðan fengum við tvíbura fyrir þrem og hálfu ári síðan, eða í desember 1998. Það eru þau Helga Þóra og Ólafur Haukur. Eftir að þau fæddust hef ég reynt að minnka við mig vinnuna um helgar. Ég hef alltaf fengið mikinn stuðning frá minni fjölskyldu og samheldni okkar Brautarholtsfeðga hefur verið mjög mikil. Einnig frá systur minni Emilíu Björgu sem er yngst okkar systkina. Það hefur ríkt mikil eindrægni í okkar hópi en öðru- vísi gæti þetta aldrei gengið. Það er þó auðvitað tekist á, en málin alltaf leyst. Svo hef ég átt að ákaflega gott starfsfólk og samstarfsmenn sem er mjög mikilvægt." - En hvað skyldi fjölskyldan setja á grillið þegar tækifæri gefst? „Við erum mikið með svínakjöt og kjúkling, en okkur finnst mjög gott að grilla lambakjöt. Nú í kvöld er ég t.d. að fá grillaðan lax sem ég veiddi um helgina. Laxveiði er eitt áhugamálið og við hjónin förum þá gjarnan saman en við höfum mjög gaman af veiðimennsku. Síðan erum við líka dug- leg að ferðast um landið með krakkana og eigum aðstöðu í sumarbústað tengdafjölskyldunnar við Þingvallavatn. Ég hef búið í Reykjavík sl. fimmtán ár, þótt pabbi hafi stundum bent mér á að það sé miklu fallegra að horfa á þennan stóra markað ofan af Kjalarnesi.“ Upphafið í Brautarholti - Hvar byrjaði þetta ævintýri? „Minn uppruni er sá að Ólafur Bjarnason, afi minn, flyst ásamt konu sinni, Ástu Ólafsdóttur og fjölskyldu að Brautarholti á Kjalamesi 1923. Þá kaupir hann Brautarholtið og hefur þar fljótlega stórbúskap með kýr. Hann keypti einnig jörðina Arnarholt á Kjalarnesi og átti þá land upp í Blik- dal og upp í Esju. Ólafur selur Thor Jensen síðan jörðina Arnarholt þar sem Thor byggði mikið sum- arfjós fyrir kýrnar sínar, frá Korpúlfsstöðum. Eft- ir þessa sölu byggir afi ný fjós og hlöðu í Brautar- holti og var þar með umfangsmikinn kúabúskap. Faðir minn Jón Ólafsson og bróðir hans Páll komu inn í búskapinn 1953. Þeir ráku um tíma mjög stórt kúabú með í kringum 50 mjólkandi kýr. Ég held að fyrstu svínin í Brautarholti hafi komið á stríðsárunum. Þá var þar mikið setulið, bæði Bretar og Ameríkanar sem vildu fá svínakjöt. Margir bændur fóru þá út í svínabúskap til selja hermönnunum svínakjöt. Ég held að afi hafi þá verið með tvær gyltur til að sinna þessu. Tóku svínin fram yfir kýmar í framhaldinu fara þeir bræður Páll og Jón út í töluverðan svínabúskap og hætta kúabúskap 1967 og þá voru sett svín í gömlu fjósin í Brautarholti. Voru þeir með um 20 gyltur. Upp úr 1970 fara þeir svo einnig út í graskögglaframleiðslu. Upp úr 1980 sá pabbi aö mikil tækifæri væru í svínaræktinni. Fór hann út til Danmerkur og komst í samband við danska aðila sem voru að framleiða og þróa búnað og innréttingar fyrir nýtísku svínabúskap. Pabbi byrjar svo að byggja fyrsta nýtískulega sérhæfða svínahúsið í Brautarholti 1982. Ég varð stúdent úr Verslunarskólanum 1983 og þá fór ég í þennan svínabúskap með pabba. Við fluttum fyrstu gylturnar í þetta hús fyrri part árs 1984. Síðan komu bræður mínir inn í þennan svínabúskap hver á fætur öðrum. Ólafur eldri bróðir minn og síðan Björn og Jón Bjarni. Við höf- um allir fjórir veriö i þessu ásamt föður mínum síðan. Verkaskiptingin hjá okkur feðgunum hefur ver- ið sú að ég hef séð um sölu-, markaðs- og fjármál í gegnum árin. Mitt aðalstarf er að vera fram- kvæmdastjóri fyrir Sild og fisk og Svínabúið í Brautarholti. Ég er jafnframt stjórnarformaður kjúklingabúsins Móa og stjórnarformaður Mjólk- urfélags Reykjavíkur. Ólafur er yfir gyltu- og smá- grísaframleiðslunni, Jón Bjarni er yfir grísaeldinu og fóðurframleiðslunni og Björn er framkvæmda- stjóri fyrir Nesbúið. Síðan hefur pabbi verið í því að byggja.“ Eins og ein Smáralind Sem dæmi um umfangið í fyrirtækjum þeirra feðga eru þau í húsnæði upp á samtals tæplega 45 þúsund fermetra að gólffleti og starfa á svæði frá Borgarfirði og austur fyrir fjall. Til samanburðar má nefna að verslunarmiðstöö Smáralindar er með 40 þúsund fermetra í verslunarrými, en heildar- gólfflötur í Smáralind er 63 þúsund fermetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.