Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 28
28 Helqarblacf J3'Vr LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 Leonardo hefur húið á íslandi í eitt og liálft ár. Hann kann vel við land og þjóð og segir fslendinga að mörgu leyti vera feimnasta fólk sem liann Iiefur kynnst á ævinni. Hann liafði gaman af því að vera boðið til í mat forsetans bara vegna þess að hann er frá Kúbu og tók að sér að útskýra kúbversku þjóðarsálina fyrir forsetanum meðan beðið var eftir Buena Vista. DV- mynd: SJÖ Íiflf Island sparkaði í rassinn á mér Leonardo Moran er kúbverskur teiknari sem starfar hjá marqmiðlunarfyrirtækinu Zoom en hefur áður verið einn aðalteiknarinn við tvo af stærstu teiknimqndaþáttum Bandaríkjanna, Smáfólkið og Simpsons. Leonardo flúði barn- unqur frá Kúbu ásamt fjölskqldu sinni en faðir hans var eitt sinn löqmaður Fídels Castrós og trqqqði honum frelsi á undraverðan hátt þótt hann þqrfti síðar að flqja undan banatilræðum einræðisherrans. Leonardo seqir meðal annars frá föður sínum, listinni, ástarfundum í ítölsku klaustri, trqqqinqasölumanninum Snoopq oq útskqrir tvíegqjað sverð qoðsaqnarinnar um fequrð íslenskra kvenna. Áður en vikið er að Leonardo sjálfum er ekki úr vegi að minnast örstutt á föður hans sem var merki- legur maður á Kúbu á sinni tíð. Leonardo verður tíðrætt um hann og hefur frá mörgu merkilegu að segja en hér er rétt tæpt á því helsta. Hann var kúbverskur lögmaður, Dr. Lucas Moran að nafni, yfirlýstur andstæðingur harðstjórans Batista og varð fyrir ýmsum ofsóknum yfirvalda af þeim sökum. Dr. Moran var sósíalisti af gamla skól- anum og hneigðist á sveif með byltingarhreyfing- unni, frekar vegna föðurlandsástar en málstaðarins. Dr. Moran var meðal annars lögmaður Fídels Castrós, Ché Guevara og fleiri byltingarmanna 1957 í réttarhöldunum sem haldin voru yfir þeim fáu sem komust lífs af úr fyrstu stóru uppreisnartilraun byltingarmannanna, sem mistókst herfilega, þegar 80 illa búnir og skipulagslitlir skæruliðar sigldu frá Mexíkó til Kúhu á skipinu fræga, Granma, sem nú er geymt á safni þar í landi. Hermenn Batista slátr- uðu lunganum úr hópnum en forsprakkarnir voru leiddir fyrir rétt. Hið ótrúlega gerðist: Dr. Moran tókst næstum að fá Castró og félaga sýknaða og tryggði þeim með lagaklækjum málamyndadóma þrátt fyrir augljósan byltingarásetning. Hann vísaði til ákvæðis í stjórn- arskrá Kúbu þar sem sagði að hverjum manni væri ekki aðeins heimilt, heldur beinlínis skylt að berj- ast gegn harðstjórn. Dómararnir voru sjálfstæðir - það er hér var ekki um sýndarréttarhöld að ræða - og sögðu þessi rök vel fram sett og hægt væri að fallast á þau. En Dr. Moran þyrfti þá að sanna að harðstjórn ríkti á Kúbu. Með þessu hafði Dr. Moran i raun snúið réttarhöldunum við og nú var það Batista og stjórn hans sem var í raun verið að rétta yfir. Hann leiddi fram fjölda vitna sem öll sögðu frá harðræði, glæpum og kúgun yfirvalda og á endan- um vildi einn dómarinn sýkna Castró og félaga með öllu en hinir tveir fengu í gegn að dómarnir urðu afar vægir, sérstaklega hjá forsprökkunum sem voru lausir skömmu síðar. Þessi sigur í dómsalnum setti dr. Moran ofarlega á lista Batista yfir óæskilega menn og varð hann fljótlega nauðbeygður til að flýja upp i fjöllin og leita á náðir skæruliðanna. Verandi frekar húman- isti með sósíalískar skoðanir en sanntrúaður kommúnisti og þar að auki með munninn fyrir neð- an nefið komst hann fljótlega upp á kant við Castró þegar hann álasaði honum fyrir að senda þá sem voru ekki sammála honum beinustu leið fyrir af- tökusveit. Skömmu síðar sagði vinur og lífvörður dr. Morans honum frá því að hann væri næstur á af- tökulistanum og neyddist þá dr. Moran til að flýja öðru sinni, þó ekki fyrr en Ché Guevara hafði kall- að hann á fund sinn og þeir rætt heimspeki og póli- tík i hálfan sólarhring. Kaus heiðurinn frekar en peninga Dr. Moran var nú með báða einræðisherrana á hælum sér og háðir vildu hann feigan. Hann neydd- ist þvi til að fara huldu höfði i heimaborg sinni, Santiago, og verjast flugumönnum Fídels þangað til hann komst með hjálp vina sinna á skip til Banda- rikjanna. Þar tók CIA á móti honum á hafnarbakk- anum og reyndi sitt besta til að fá hann til að ger- ast gagnnjósnari. Dr. Moran neitaði. Fyrstu árin í Bandaríkjunum var hann slyppur og snauður og vann ýmis láglaunastörf. Fjölskyldan kom á hæla hans til Bandaríkjanna og þau settust að á Flórída. Það er auðheyrt á mæli Leonardos að faðir hans er í miklum metum hjá honum og ber hann ómælda virðingu fyrir honum. Hann segir hann hafa verið góðan og gáfaðan mann, prinsippmann fram í fing- urgóma sem mat heiður sinn og réttindi annarra ofar öllu. Á banabeðinum segir hann föður sinn hafa svarað ónærgætinni hjúkrunarkonu sem spurði hann hvort hann hefði ekki eftir mörgu að sjá sem hann hefði tapað - landi sínu, húsi sínu og öllum eignum, byltingunni, gagnbyltingunni, fjöl- skyldunni og svo framvegis: „Hverju hef ég að sjá eftir? Maður verður alltaf að gera hið rétta.“ „Þetta voru erfiðir tímar. En eitt gott við að alast upp við svona aðstæður er að maður þroskast fljótt og kynnist góðum og slæmum hliðum lífsins af reynslunni. Fyrir sex ára aldur þekkti ég til dæmis muninn á hugrekki og hugleysi, lífi og dauða og hlutum sem flestir þurfa ekki að kynnast fyrr en miklu seinna. Þegar við vorum síðar flutt til Miami Beach man ég eftir því að oft voru ekki til peningar fyrir skóm, skólabókum eóa öðrum nauðsynjum. Þá minnti mamma okkur alltaf á hvað skipti máli. Pabbi okkar hefði valið, hann hefði kosið heiðurinn frekar en peninga og það væri ekkert að skammast sín fyrir. Og það er kannski ágætis lexía þegar mað- ur er barn.“ Hormónar í klaustri Leonardo ólst upp á Miami Beach í Flórída eftir að foreldrar hans settust þar að, landflótta frá Kúbu. Teiknihæfileikar hans komu í ljós snemma i æsku og til vitnis um það varð föður hans fljótlega nóg um pappírseyðslu piltsins og keypti því fyrir hann töflu og krítar. Upp vaxinn sótti Leonardo um og fékk skólastyrk i elsta listaháskóla i Bandaríkj- unum, Pennsylvania Academy of the Fine Arts, lauk þar námi og hélt þaðan til framhaldsnáms í Flórens á Italíu þar sem hann vildi stúdera endur- reisnina og kynnast verkum nafna síns Da Vinci og hinna meistaranna. Námið þar var mjög hefðbund- ið og miðaði að því að skóla nemendur til í sígild- um grundvallaratriðum módelteikningar og högg- myndalistar. Skólinn var lítill og góður, sem dæmi má nefna að listasögukennarinn var forstjóri Uffizi- safnsins - „Guð listarinnar," segir Leonardo og glottir. Hann leiddi nemendur um ganga safnsins utan venjulegs opnunartíma og sagði þeim frá sin- um uppáhaldsverkum. „Ég bjó í klaustri," upplýsir Leonardo. „Munka- bransinn mátti muna sinn fífil fegurri og vegna skorts á nýliðun í stéttinni gripu þeir til þess ráðs að leigja út herbergi til námsmanna í klaustrinu. Þetta var eldfornt og gullfallegt klaustur og ég man hvað mér fannst magnað að yfir hliðinu var lág- mynd eftir Fra Angelico, einn mesta málara endur- reisnarinnar! Það var byggt um 1450 og meðal fyrri íbúa var meðal annarra einn dýrlingur. Sem er meira en hægt er að segja um okkur ungu strákana. Þar sem þetta var munkaklaustur var stranglega bannað að konur kæmu inn fyrir veggi þess og dyr- unum læst á miðnætti. En vilji er allt sem þarf, ekki satt?“ segir Leonardo brosandi og lýsir því næst príli sínu og félaga sinna með yngismeyjum upp og niður fjögurra metra háa klausturmúrana. „ítalskur vinur minn benti mér svo á að venju- lega syndgaði fólk fyrst og færi svo í klaustur. Ég væri búinn að snúa þessu við.“ Að ná til fjöldans Ástæðan fyrir því að verðandi listmálari færði sig yfir í teiknimyndagerð var uppgötvun Leonardos á þvi sem honum finnst hafa vakað fyrir ofurmennun- um á endurreisnartímanum. „Þegar ég var á Ítalíu fór ég mikið í kapellurnar en þær geyma urmul af frægum listaverkum. Fljót- lega þóttist ég sjá að markmið þessara náunga fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.