Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 37
LAUGAROAGUR 27. JÚLÍ 2002 Helqarblcic? 13V 45 Dularfulli bílskúrsbruninn „Segðu honum pabba þínum að ég komi eftir 10 mín- útur og slíti af honum hausinn," kallaði Friðrik til son- ar Gunnars á unglingsaldri úr svaladyrum húss síns aö H-vegi 16, talsvert ölvaður, um kvöldmatarleytið fimmtu- daginn 1. mars 1979. Ástæða hótunarinnar var meintur dónaskapur Gunnars við eiginkonu Friðriks, Ingunni, þegar hún hafði skömmu áður gert sér tvær ferðir yfir til nágrannanna, sem bjuggu í næsta húsi að H-vegi 18. Erindið í fyrra skiptið var að æskja þess að farið yrði út i búð fyrir sig og keyptar rafhlöður þar sem hún kæmist ekki vegna ölvunar. Var orðið við því. I seinna skiptið fór hún fram á það að sér yrði ekið á fund sóknarprests- ins þar sem eiginmaður hennar væri búinn að vera drukkinn í heila viku og þyrfti hún aðstoð prestsins. Var hún þá sjálf alldrukkin. Eitthvað fannst henni Gunnar stuttur í spuna í það skiptið og spurði hvort þau væru ekki sátt eða hann á einhvern hátt reiður sér. Síðar bar nágrönnunum að vísu sæmilega saman um efnislegt inntak svars Gunnars en síður um nákvæmt orðalag þess. Að sögn Gunnars tjáði hann konunni að svo væri raunar, því slíkt ónæði sem þau hefðu gert hon- um og fjölskyldu hans væri orðið óþolandi. Ingunn minntist þess hins vegar og stóð á því fastar en fótunum að Gunnar hefði ómyrkur í máli sagt henni þá skoðun sína að hann kærði sig ekki um að þekkja svona hyski. Hótun Friðriks skömmu síðar varð til þess að kona Gunnars lét boða hann heim af fundi í bænum. Með hon- um kom presturinn til að huga að ástandinu á heimili þeirra Friðriks og Ingunnar sem verið hafði slæmt í nokkurn tíma vegna ölvunar. Dvaldist hann hjá hjónun- um fram yfir miðnætti. Voru hjónin ölvuð og við drykkju meðan presturinn var hjá þeim. Sporin rakin Rétt fyrir klukkan 3 um nóttina vakti kona Gunnars hann og sagði honum að bílskúr þeirra hjóna stæði í björtu báli. I sama mund og hann klæddi sig í fötin var bankað á forstofudyr hússins en enginn var fyrir utan þegar opnað var. Gunnar tók hins vegar eftir nýjum fór- um í snjóinn, sem var um 80 sentímetrar á dýpt. Þau lágu frá dyrunum og að húsi nágrannahjónanna. Gunn- ar fór þegar til aö kalla út slökkviliðið og tók þá eftir Ingunni fyrir utan húsið hrópandi að skúrinn væri að brenna. í sama mund varð hann var við önnur fótspor í snjóinn sem lágu frá brotnum glugga á norðvesturhlið brennandi skúrsins og rakleiðis að húsi Friðriks og Ing- unnar. Kviknuðu grunsemdir hjá Gunnari um að ná- grannar hans væru valdir að eldinum og skýrði hann lögreglu frá þeim. Þegar slökkvilið kom á staðinn skömmu á eftir lög- reglu var skúrinn alelda og þegar tókst að slökkva eld- inn var hann gjörónýtur ásamt öllu sem í honum var. Meðan slökkvistarf stóð sáust bæði Friðrik og Ingunn nokkrum sinnum standa við glugga á húsi sínu og fylgj- ast meö, þó jafnan drægju þau fyrir eða færu frá þegar eftir þeim var tekið. Lögreglan knúði dyra hjá hjónunum og kom Ingunn til dyra, klædd náttkjól og sjáanlega talsvert ölvuð. Áður en lögregluþjónunum gafst tækifæri tO að spyrja kvaðst hún að fyrra bragði ekkert vita um eldsupptökin, sagðist vera nývöknuð og neitaði að koma til yfirheyrslu. Þótti mál hennar ruglingslegt. Tortrvggileg skóskipti Lögreglan í bænum hóf þegar í stað rannsókn málsins og naut fljótlega fulltingis rannsóknarlögreglunnar. Við vettvangsrannsókn og yfirheyrslur kom ýmislegt í ljós. Staðfest var að fótspor lágu frá húsi Ingunnar og Frið- riks að brotna glugganum. Vegsummerki gáfu til kynna að þar hefði eldurinn átt upptök sín. Önnur fótspor lágu svo frá húsi hjónanna að húsi Gunnars og var greinilegt að þau voru eftir aðra skó en hin fyrri. Athugun leiddi í ljós að þau sem lágu að skúrnum voru eftir skó Ingunn- ar en hin eftir skó eiginmanns hennar. Aðspurð um ferðir sínar og gjörðir eftir að presturinn fór af heimili þeirra hjóna sagði hún að fljótlega hefði Friörik sofnað í stól í stofunni. Hún hafi þá sest í sófa og fengið sér í glas. Sat hún þar til klukkan 2 um nóttina en varð þá vör við eitthvert snark úti fyrir, fann lykt og sá reyk leggja yfir húsið. Þá hafi hún farið í úlpu og kulda- skó og hlaupið niður að brennandi bílskúrnum en snúið svo við til að vekja Friðrik. Hann hafi hins vegar ekki vaknað. Hún hafi þá farið úr kuldastígvélunum í þvotta- húsinu en að því búnu íklæðst kuldaskóm Friðriks og hlaupið yfir til Gunnars til að láta vita af eldinum. Þar hafi hins vegar enginn komið til dyra og hún haldið heim á ný. Skóniir sein hurfu Lögregla þóttist sjá ýmislegt einkennilegt við þennan framburð: Hvers vegna hljóp Ingunn fyrst niður að skúrnum - þar sem hættan var - en ekki strax yfir til ná- grannanna? Hvers vegna hafði hún skóskipti áður en hún tilkynnti um eldinn? Og síðast en ekki síst voru skór Ingunnar ekki i þvottahúsinu þegar að var gáð heldur í forstofunni. Ingunn útskýrði þetta þannig að hræðsla og óðagot hefði valdið því að hún fór fyrst niður að skúrnum en siðan hefði hún viljað vekja eiginmann sinn. Hún sagði að léttara hefði verið að fara i skó manns síns en sína eigin fyrir seinni ferðina og taldi eiginmann sinn hljóta að hafa fært skóna úr þvottahúsinu. Hún þvertók fyrir að hafa átt nokkurn þátt í eldinum og kvaðst saklaus af áburði um íkveikju. Friðrik sagðist við yfirheyrslu hafa verið í fastasvefni allan tímann og fyrst vaknað um morguninn. Þetta stangaðist á við upprunalegan framburð Ingunnar sem sagði Friðrik hafa vaknað eftir að lögreglan hafði tal af henni um nóttina og hann hefði verið úrillur mjög og slegið hana. Einnig var þetta í mótsögn við þá staðreynd að vitni höfðu séð honum bregða fyrir í glugga um nótt- ina. Aðspurður um hótun sína um að slita höfuðið af Gunnari nágranna sínum sagði hann að hann hefði reiðst mjög þegar honum þótti Gunnar verða svo illa við tilburðum Ingunnar tU að friðmælast en hins vegar hefði hann ekkert meint með þessari orðsendingu. Óhrein peysa í pokaliorninu Fleiri atriði þóttu vafasöm í framburði hjónanna eða benda til þess að þau hjónin, eða að minnsta kosti Ing- unn, hefðu verið við brunann riðin: I sorppoka fyrir utan hús hjónanna fundu rannsóknarlögreglumenn lilla- bláa kvenpeysu sem lyktaöi af bensíni eða olíu. Var pok- inn hreinn og þurr og virtist hafa legið þar skamma stund. Við yfirheyrslu laugardaginn 3. mars, einum og hálfum sólarhring eftir brunann, sagðist Ingunn hafa sett pokann út tæplega viku fyrr, á sunnudegi eða mánu- degi. Þau Friðrik hefðu verið nýkomin úr ferð til Akur- eyrar og fundið megna kattarhlandslykt í þvottahúsinu. Hún hefði því skúrað gólfið, meðal annars með peys- unni, vættri í bensíni. Síðan hefði hún sett peysuna í sorppoka og út fyrir dyrnar. Var henni þá bent á að sorppokinn hefði verið tekinn á fimmtudeginum og nýr tómur settur í staðinn. Því fengi saga hennar ekki staðist. Auk þess væri peysan hrein að sjá og bæri þess ekki merki að hafa verið not- uð sem gólftuska - en við húsrannsókn kom meðal ann- ars í ljós að híbýli þeirra hjóna voru afar ósnyrtileg og meðal annars fiskúrgangur á þvottahúsgólfinu sem Ing- unn kvaðst vera nýbúin að þvo. Að míga eða míga eklti Ingunn dró þá framburð sinn til baka og sagði gólf- Nágrannaerjur geta oft i/erið illwígar og ganga jafnvel stundum svo langt að þær enda með ósköpum. Þess vegna hvarflaði hugur manns nokkurs á Ólafsfirði, sem við skulum kalla Gunnar, fgrst að nágrannahjónunum þegar hann horfði bjargarlaus á bílskúrinn sinn brenna til kaldra kola vetrarnótt eina árið 1979. En var óreglufólkið ínæsta húsi, hér eftir kölluð Ingunn og Friðrik, líka brennuvargar? Lögreglan íbænum þurfti svo sannarlega að rgna ístækk- unarglerið ímáli þar sem lillablá kvenpegsa, dul- arfull skóför og salernisvenjur heimiliskattar komu meðal annars til skoðunar. þvottinn hafa farið fram á fimmtudeginum. Peysan væri svo hrein vegna þess að hún hefði áður þvegið gólfið með sápu og greinilega gert það afar vel. Það þótti svo gera útskýringar Ingunnar enn ótrúverö- ugri að framburður Friðriks gekk þvert á hennar. Hann kannaðist ekki við peysuna og sagðist ekki hafa orðið var við óeðlilega kattarlykt í þvottahúsinu umrætt sinn; gekk meira að segja svo langt að lýsa því yfir að „köttur þeirra væri afar þrifinn og migi alltaf utandyra". Þá sagðist hann ekki einu sinni hafa orðið var við að Ing- unn heföi þrifið þvottahúsið við heimkomuna. Ingunn hélt fast við sögu sína og síðar dró Friðrik í land, sagðist ekki hafa komið í þvottahúsið helgina áður og gæti því ekki vitað hvort köttur þeirra hjóna hefði brugðið út af vananum og sprænt á þvottahúsgólfið. Vitni sem tekið hafði að sér að gefa kettinum meðan þau hjón voru í burtu bar að þá daga sem það hefði gef- ið kisu að éta hefði ástandið í þvottahúsinu verið gott, það hreinlegt og hvorki hefði það fundið kattarhlands- lykt né orðið vart við aðra ketti þar inni sem ábyrgir gætu hafa verið fyrir meintum óþrifnaði. Að teknu tilliti til ofangreindra staðreynda og annarra gagna urðu yfirvöld sannfærð um sekt Ingunnar og var hún ákærð fyrir stórfelld eignaspjöll. Krafist var refsing- ar og skaðabóta. „Líldega sek en samt saklaus“ Lyktir þessa erfiða máls réðust á skorti á sönnunar- gögnum. Gegn staðfastri neitun Ingunnar á því aö vera völd að brunanum stóð ekkert sem hnekkti henni af- dráttarlaust. Engin vitni voru til staðar og engar beinar sannanir. Þau atriði sem grunsemdir vöktu voru aðeins óbein sönnunargögn og dugðu ekki ein og sér. Útskýring- ar Ingunnar og Friðriks voru vissulega missennilegar og í sumum atriðum voru þau í mótsögn hvort við annað en allar gátu þær staðist, þegar ekki var hægt að sanna ann- að. Héraðsdómari tíndi þó til eitt og annað sem honum fannst ótrúverðugt í framburði Ingunnar. Meðal annars þótti honum skýring Ingunnar á því hvers vegna hún hefði hlaupið fyrst að skúmum óeðlileg „þar sem ótti og skelfing dregur fólk venjulega ekki að hættum“. Hann benti á ósamræmi í framburði hjónanna og taldi skó- skipti Ingunnar tortryggileg. Hann leyfði sér einnig vissar vangaveltur í niðurstöðu sinni: „Af þessu verður að telja að allsterkar líkur bendi til þess að ákærða hafi valdið brunanum, þó verður þeim ekki jafnað til fullrar sönnunar um að ákærða hafi með íkveikju valdið brunanum.“ Þessi orð verða að teljast hálfundarleg í ljósi megin- reglunnar um að fólk teljist saklaust uns sekt þess er sönnuð. Þar er enginn millivegur, sérstaklega ekki í sakamálum. Ekki er hægt að vera „nánast“ saklaus, „næstum því“ eða „líklega" sekur. Annaðhvort er fólk al- gjörlega sekt eða algjörlega saklaust. Að gefinni þessari mjög svo skýru persónulegu skoð- un sýknaði dómarinn Ingunni og dularfulli bílskúrs- bruninn er því enn óupplýstur. -fin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.