Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Síða 42
50
Helgarblaö I>V LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002
Formúla 1
>
i
i
\
I
-v
t
I
Michael Schumacher vann sinn fimmta heims-
meistaratitil í Frakklandi í síðustu viku
Síðasta keppni keppnistímabilsins sem
háð var í Frakklandi fyrir viku hefur verið
skráð á spjöld sögunnar því þar innsiglaði
Michael Schumacher fimmta heimsmeistara-
titil sinn og jafnaði þar með met Argentínu-
mannsins Juans Manuel Fangio sem vann
sama afrek á árunum 1952 tii 1957. Það sem
meira er er að aldrei hefur meistaratitill ver-
ið svo fljótt í höfii, eða á 140 dögum, og þeg-
ar sex keppnum er ólokið af keppnistímabil-
inu. Þó svo það hafi verið ljóst þegar líða tók
á keppnistimabilið hver yrði meistari þessa
árs þá óraði engan fyrir því að Schumacher
gæti tryggt sér tignina svo fljótt en röö
óhappa og atvika urðu þess valdandi aö þeg-
ar fiórir hringir voru til loka keppninnar
rann sigur úr greipum Kimis Raikkonens í
hendur Schumachers er Finnanum fataðist
flugið á olíupolli. Keppnistímabilið er því
farið að snúast um hvaða ökumaður eða
keppnislið klárar í öðru sæti á stigalistan-
um.
Fögur orö um kappann
Eftir að Ferrari-fákurinn númer eitt kom
fyrstur í mark fyrir viku á Magny-Cours
hafa menn ekki verið sparir á yfirlýsingar
sínar um ágæti Þjóðverjans sem aðeins er á
sínu 33. aldursári og búinn að „endurskrifa"
allar sögubækur Formúlu 1. Italska íþrótta-
blaðið La Gazzetta dello Sport sló tif dæmis
upp á forsíðu sinni: „Schumacher er ekki
Keppnísdagatal 2003
Keppni t Dagsetning Land Braut
1 9. mars Ástralía Melbourne
2 23. mars Malasía Sepang
3 6. april Brasilía Interlagos
4 20. apríl San Marino Imola
5 4. maí Spánn Barcelona
6 18. maí Austurríki A1
7 l.júní Mónakó Monte Carlo
8 15. júní Kanaría Montreal
9 29. júní Evrópa Númburgring
10 6. júlí Frakkland Magny-Cours
11 20. júlí Bretland Silverstone
12 3. ágúst Þýskaland Hockenheim
13 17. ágúst Ungverjaland Hungaroring
14 31. ágúst Belgía Spa
15 14. september Ítalía Monza
16 28. september Bandaríkin . Indy
17 12. október Japan Suzuka
ökumaður, hann er fallbyssa.“ Síðan bættu
þeir við í undirmálstexta: „Við erum ekki að
tala um mann sem fyrir tilviijun vinnur
fimm heimsmeistaratitla heldur er þetta án
nokkurs vafa hæfileikaríkasti ökumaður
allra tíma.“ Fyrrverandi Ferrari-ökumaður,
Nikki Lauda, sem á árum áður vann fimmt-
án keppnir fyrir Ferrari og stjómar nú Jagú-
ar-keppnisliðinu, var ekki feiminn við að
segja það sem honum lá á hjarta. „Ham ekur
eins og guð. Harm er fullkominn ökumaður,
hann er sá besti frá upphafi.“ Þetta em ekki
lítil orð frá þreföldum heimsmeistara.
„Schumacher á mikinn heiður skilinn fyrir
það hvemig hann hefur stutt Ferrari-liðið
áfram. Hann vissi frá upphafi þess tíma sem
hann byrjaði hjá Ferrari árið 1996 hvaða fólk
hann vildi í kringum sig til að móta hið
óskipulagða keppnislið í súperlið.“ Luca di
Montezemolo, forstjóri Ferrari, er á sömu
línu og fyrrverandi ökumaður hans hjá lið-
inu. „Besti ökumaður fyrr og síðar sem ekið
hefur fyrir Ferrari."
Hugsanlega með Ferrari til 2006
Willi Weber, sem hefur verið umboðsmað-
ur Michaels frá upphafi ferils hans, er að
sjálfsögðu ánægður með árangurinn. Eftir að
Schumacher hafði unnið tvo meistaratitfla
með Benetton á árunum 1994 og 1995 var
stefnan tekin á Ferrari og launaskalar For-
múlunnar vom sprengdir og í dag er kapp-
inn launahæsti íþróttamaður heimsins. Þrír
milljarðar í árslaun er ekki óvarlega áætlað.
Nú hefur hann bætt þremur titlum við með
ítalska liðinu sem fyrir sex árum var hvorki
fúgl né fiskur. Fimm titlar í höfh og jafnvel
sá sjötti á næsta ári? Weber er ekki í
nokkmm vafa um það. „Tölffæðin er
Schumacher ekki mikils virði en að jafna
met Fangio er honum mjög dýrmætt. Á
næsta ári kemur hann til með að gera betur.
Það yrði yndislegt. Hann á það sannarlega
skilið." Núverandi samningur meistarans
við Ferrari rennur út í lok 2004 en þrátt fyr-
ir það hafa menn verið að spá fyrir um lok-
in á ferli Schumachers. En er hugsanlegt að
hann aki jafnvel lengur en út ‘04? „Já, það
gæti vel farið svo að við framlengdum samn-
inginn við Ferrari út árið 2006. Ég sé enga
ástæðu á þessari stundu til þess að Michael
ætti að hætta eftir tvö ár,“ sagði Weber. Jean
Todt, liðsstjóri Ferrari, þakkar fyrir að hafa
haldið kappanum í sinum röðum allan þenn-
an tima. „Eftir sex mánuði með Ferrari 1996
sögðu allir aö Michael Schumacher væri þeg-
ar kominn í samningaviðræður við önnur
lið. I dag gæti enginnÝímyndað sér að hann
gæti ekið fyrir annað lið en Ferrari. Og fyrir
mig er þaö stærsti vinningurinn."
Löngunin enn til staðar
Aðspurður um löngunina til að keppa
áfram og stefna á sjötta titilinn hafði Michael
þetta að segja: „Ég hef enn þá löngunina en
ekki vegna þess sem spurt er um heldur ein-
faldlega vegna ánægjunnar af að keppa og
reyna að ná eins mörgum ánægjulegum
keppnum og við getum. I framhaldi af þvi
getum við afrekað meira - vonandi náð fleiri
meistaratitlum" Schumacher hefur ekki
alltaf verið á besta bílnum í gegnum tíðina
en það er engin spummg hvemig staðan er í
dag. „Við erum í svo góðu formi varðandi lið
og árangur að við ættum að geta náð viðlíka
frammistöðu áffam og átt jafn góðar keppnir
og um síðustu helgi í Frakklandi, sem ég
held að hafi verið mjög spennandi. Það er
þetta sem við lifum fyrir, viö elskum íþrótt-
ina og njótum meira en alls annars." Mikið
hefur verið reynt að bera saman afrek
Schumachers og Argentinumannsins J.M.
Fangio sem varö fyrstur manna til að ná
fimm titlum. „Mér finnst það ekki viðeigandi
að bera saman þessa tvo hluti, það er í það
minnsta mín skoðun, og ég reyni einfaldlega
að njóta þessa afreks sjálfúr, án þess að bera
það saman við eitthvað annað" var haft eftir
heimsmeistaranum. „Mér finnst það sem
Fangio gerði á sínum tíma alls ekki sam-
bærilegt við það sem við erum að gera hér í
dag. Ég trúi því að það sem hann gerði hafi
sennilega verið miklu meira en að vera bara
ökumaðurinn. Það er öðruvísi en í dag, þar
sem við höfum svo marga til að aðstoða okk-
ur og þar sem liðsheildin hefur mun meira
að segja en í fortíðinni."
Formúlan í sumarfrí
Eftir keppni helgar-
innar, sem er sú tólfta á
tímabilinu og haldin á
Hockenheim-brautinni í
Þýskalandi, fer Formúl-
an í langþráð sumarfrí.
Þá koma til með að vera
þrjár vikur í ungverska
kappaksturinn þann 18.
ágúst og ökumenn, jafnt
og ekki síst sem liðs-
menn, sem ævinlega
vinna eins og hestar
daga og nætur, geta hvílt
lúin bein. Prófunarbann
kemur til með að standa yfir þennan tima
svo allir fá nægan tíma. Hockenheim hefur
gengið í gegnum miklar breytingar á milli
ára (sjá graf til hægri) og er mikill sjarmi far-
inn af brautinni gömlu sem lá um þéttan
skóg svæðisins þar sem ökumenn náðu
geysilegum hraða á löngum beinum köflum.
Eftir mikla pressu frá sirkusstjóra Formúl-
unnar, Bemie Ecclestone, neyddust eigendur
brautarinnar til að breyta legu hennar af ör-
yggisástæðum. Fleiri áhorfendur komast nú
á viðburðina og fleiri og áhugaverðari beygj-
ur em komnar til sögunnar. Flestir þeir öku-
menn sem skoðað hafa aðstæður eru ánægð-
ir með árangurinn. Keppnisdagatal næsta
árs (sjá töflu) hefur verið gefið út og er aug-
ljósasta breytingin á milli ára sú að þetta
góða sumarfri, sem F1 er að fara í eftir þessa
helgi, hefur verið tekið burt. Breski og
franski kappaksturinn hafa skipt um stöðu
en að öðru leyti era engar breytingar. Þeir
sem hafa þann vana að gera tímaáætlanir
langt fram í tímann ættu þvi að gefa mótaröð
næsta árs góðan gaum. -ÓSG