Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 6
6 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Afsögn Baugsforstjóra úr stjórn SMS: Hefur ekkert með húsleit lögreglunnar að gera - var ákveðið í maí, segir Tryggvi Jónsson forstjóri Tryggvi Jónsson. Tryggvi Jóns- son, forstjóri Baugs, sagði í samtali við DV síðdegis í gær að afsögn hans úr stjóm SMS-versl- unarkeðjunnar í Færeyjum hefði ekkert með hús- leit lögreglu að gera eins og skOja mætti á frétt Ríkisútvarpsins í gær. Ríkisútvarpið greindi frá því að forstjóri Baugs hefði sagt sig úr stjóm SMS-verslunarkeðjunnar í Færeyjum. Tryggvi væri annar af tveimur stjómendum Baugs sem bomir hefðu verið sökum um fjár- drátt og brot á bókhalds- og skatta- lögum. Hann hefði neitað sakargift- um. Segir einnig í frétt RÚV að Hans Mortensen, forstjóri SMS-keðj- unnar, staðfesti afsögn Tryggva í samtali við Fréttastofu útvarps og segi að í stað hans hefði Jón Schev- ing Thorsteinsson, deildarstjóri hjá Baugi,Ýtekið við stjómarsætinu. Þá er vitnað til þess að íslenska og fær- eyska lögreglan gerðu í vikunni húsleit í höfuðstöðvum SMS-keðj- urpiar í Þórshöfn vegna rannsóknar á meintum brotum stjómenda Baugs. SIVIS verslun í Færeyjum Ekki liggur fyrir hvaöa þætti var veriö aö skoöa í húsleit ísiensku lögreglunnar í SMS-verslanakeðjunni í Þórshöfn. Þetta var ákveðið í maí „Við tókum þessa ákvörðun þeg- ar við gerðum skipulagsbreytingar 31. maí,“ segir Tryggvi Jónsson en hann er staddur í Bandaríkjunum. „Þá stofnuðum við sérstakt sviö sem heitir Fjárfesting og þróun. Þar er Jón Scheving Thorsteinsson yfir- maður. SMS fór undir þetta svið og Jón fór því inn i stjórnina. Fyrsti stjórnarfundurinn með þessu nýja fyrirkomulagi var i síðustu viku, eða áður en húsleitin var fram- kvæmd. Ég fór ekki á þann fund og reyndar ekki Jón Scheving heldur. Þess í stað fór starfsmaður hans á fundinn. Það eru tveir islendingar í stjóm SMS núna, Jón Scheving Thorsteinsson og Jóhannes Jóns- son, stjómarmaður í Baugi.“ Ekki liggur fyrir hvaða þætti var verið að skoða í húsleit íslensku og færeysku lögreglunnar í höfuð- stöðvum SMS-keðjunnar í Þórshöfn. Húsleitin var gerð í kjölfar húsleit- ar í aðalstöðvum Baugs í Reykjavík vegna rannsóknar á meintum brot- um tveggja stjómenda fyrirtækis- ins. Ekkert hefur heldur verið gefið upp um hvort í Færeyjum hafi ver- ið um að ræða rannsókn á einhverj- um nýjum gögnum í tengslum við kæru Jóns Geralds Sullenbergers, eiganda bandarísku heildsölimnar Nordica. -HKr. OPC'UIZ- . ^\6k1 6-jAwOi Ekki missa af uppátækjum þessara frægu tvíbura! xosna Við 6f}0 m m Persónulega eldhúsid ELDASKÁLINN Brautarholti 3 • 105 Reykjavík Sími: • 562 1420 Sýningar á morgun sun. 15/9, sun. 22/9 og sun. 6/10 kl. 14:00 Miðasölusími: 551 1200 Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is Læknar fái nýtt launakerfi Framkvæmdastjóri og yfirlæknar heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjamamesi leggja til að fyrir næstu mánaðamót verði komið á nýju launakerfi lækna sem þjóni markmiðum heiisugæslunnar um bætta þjónustu. Yfírstjóm heilsugæsl- unnar afhenti heilbrigðisráðherra til- lögur sínar um framtíðarskipan heilsu- gæslunnar í gær þar sem þetta kemur fram. Markmið tillagnanna er að allir geti fengi þjónustu heimOislæknis sam- dægurs. I tillögunum er enn fremur gert ráð fyrir að launakerfi læknanna verði þannig byggt upp að þeir geti valið milli þess að að vera að hluta á fóstum laun- um og að hluta á verkgreiðslum, eða á fóstum launum. Jafnframt að komið verði á bráða- þjónustu lækna á heilsugæslustöðvum á dagtíma og vaktþjónustu eftir kl. 16.00. Heilsugæslustöðvar verði opnað- ar í Voga- og Heimahverfi og í Sala- hverfi í Kópavogi á næsta ári með til- heyrandi stöðufiölda lækna. Á árinu 2004 komi ný stöð í Árbæ og önnur í Borgum í Kópavogi. Veruleg fiölgun námsstaða í heimilislækningum verði í Heilsugæslunni og verði þannig 6-10 nýjar stöður auglýstar strax. Þá komi heilsugæslan á fót miðlægri, faglegri símaráðgjöf heilsugæslulækna fyrir almenning á landsvísu. Sjálfstæði stjómenda Heilsugæslunnar verði auk- ið. Loks gerir yfirstjóm heilsugæslunn- ar tfflögu um langtímaaðgerðir, að kom- ið verði á launakerfi sem grundvallist á samningi Læknafélags íslands. -JSS Úrslitin ráðast í torfæru Lokaumferð íslandsmeistaramóts- ins í torfæruakstri verður ekin í dag og fer keppnin fram á Hellu og hefst kl. 13.00. Torfæruáhuga- og ökumenn hafa beðið þessarar keppni með óþreyju því keppnissvæðið á Hellu er mjög sérstakt. Ekið er þvers og kruss yfir á og mjög blauta mýri. Er þetta eina torfærukeppnissvæðið sem býður upp á slíkar brautir og má segja aö Hellukeppnin sé mjög blaut og leðjug. Haraldur Pétursson á Musso hefur 19 stiga forystu á Gísla Gunnar Jónsson á Arctic Trucks sem hefur sigrað í íslandsmeistaramótinu sl. fimm ár og er nú allt útlit fyrir að Gísli verði að horfa á eftir titlinum. „Það verður ekkert gefið eftir og ég verða að vona að eitthvað komi upp á hjá Haraldi svo að hann nái ekki að ljúka keppninni," sagði Gísli í vikunni. Þeir keppinautar hafa báðir yfirfarið og undirbúið keppnisbíla sína af kostgæfni fyrir þessa lokarimmu. Það sama má segja um Björn Inga Jóhannsson sem hefur verið að blanda sér í toppbaráttuna í sumar. „Ég ætla mér að ná öðru sætinu af Gísla á laugardaginn og er búinn að rífa vélina í jeppanum í sundur til að reyna að tryggja að ekkert bili,“ sagði Bjöm Ingi. í götubílaflokki stendur baráttan milli Ragnars Róbertssonar á Pizza 67 Wfflysnum og Gunnars Gunnarsson á Trúðnum en þar hefur Ragnar nokkurra stiga forskot sem honum mun þó reynast eriitt að halda ef Trúðurinn virkar eins og til er ætlast enda er hann mun oflugri en Wfflysinn hjá Ragnari -JAK gM&iífejílYíiAfiJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.58 19.43 Sólarupprás á morgun 06.50 06.35 Síðdegisflóö 12.10 16.43 Árdegisflób á morgun 24.43 05.16 J . Yfirleitt þurrt Suöaustlæg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu, en 8-13 viö suðvestur- ströndina. Víða dálítið þokuloft sunnan- og austan til í dag en skýj- að með köflum og yfirleitt þurrt ann- ars staðar. Dálítil rigning Suðlæg átt, 5 til 13 metrar á sekúndu í nótt og á morgun, hvassast vestan til. Skýjað með köflum á Noröur- og Austurlandi, úrkomulítið suðaustan til en annars dálítil rigning. Mánudagur Þriðjudagur Veðríð rt Hiti 6 til 16' Miðvikudagur Hiti 6° til 16° Vindur: 5-10"- Vindur: 5-10 "V. Vindur: 5-10 Væta í flest- Væta i flest- Væta í flest- um lands- um lands- um lands- hlutum, eink- hlutum, eink- hlutum, elnk- um vestan- um vestan- um vestan- lands. lands. lands. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvióri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYRI léttskýjaö 13 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 13 BOLUNGARVÍK skýjaö 14 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 13 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK súld 12 RAUFARHÖFN skýjað 9 REYKJAVÍK úrkoma í gr. 15 STÓRHÖFÐI skýjað 14 BERGEN léttskýjaö 16 HELSINKI skýjað 21 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 23 ÖSLÓ hálfskýjað 22 STOKKHÓLMUR 20 ÞÓRSHÖFN 15 ÞRÁNDHEIMUR skúr 14 ALGARVE léttskýjaö 23 AMSTERDAM léttskýjað 21 BARCELONA skýjaö 23 BERLÍN léttskýjaö 21 CHICAGO þokumóða 12 DUBLIN mistur 18 HALIFAX léttskýjað 11 FRANKFURT heiðskírt 10 HAMBORG léttskýjaö 21 JAN MAYEN léttskýjað 6 LONDON heiðskírt 23 LÚXEMBORG heiöskírt 20 MALLORCA þrumuveður 22 MONTREAL heiöskírt 18 NARSSARSSUAQ skýjað 16 NEW YORK léttskýjað 19 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS léttskýjaö 22 VÍN léttskýjaö 18 WASHINGTON heiðskírt 13 WINNIPEG heiðskírt 10 JlaAt'j a íiuitiíiiati

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.