Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 10
Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö OV ehf. Plötugerb og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flokkur í vanda Vandræði Samfylkingarinnar virðast engan endi ætla að taka. Ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra að fara ekki fram í alþingiskosningum á komandi vori varpar enn einu sinni kastljósinu að pólitískri eyði- merkurgöngu samfylkingarfólks. Fyrir siðustu alþingiskosningar voru væntingar Sam- fylkingarinnar miklar og forystumenn kosningabandalags- ins töluðu íjálglega um að loks væri komið fram pólitískt afl sem stæði jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Draumsýn um sameiningu vinstrimanna reyndist hins vegar lítið annað en tálsýn. Skömmu fyrir kosningar taldi samfylkingarfólk að allt yfir 31% væri sigur, þrátt fyrir að samanlagt fylgi vinstri- flokkanna fjögurra sem mynduðu kosningabandalagið hefði verið 38%. Niðurstaða kosninganna var 26,8% fylgi. Allt frá síðustu kosningum og frá því Samfylkingin var formlega stofnuð fyrir rúmum tveimur árum hefur forystu- mönnum hennar ekki tekist að marka þau spor í íslenska stjórnmálasögu sem að var stefnt. Eftir rúmlega þriggja ára stjórnarandstöðu stendur flokkurinn veikum fótum og liðs- menn hans gleðjast yfir skoðanakönnunum sem sýna fylgi sem slagar upp í kjörfylgi í kosningunum 1999. í vonleysi hafa samfylkingar gert sér vonir um að Ingi- björg Sólrún Gisladóttir kæmi sem hvítur riddari til að leysa flokksmenn úr pólitískri prisund. í huga þeirra er borgarstjóri foringinn sem flokkurinn þarfnast - er flokkn- um lífsnauðsynlegur eigi honum að takast að fella ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. En eins og svo oft áður hafa flokksmönnum verið mislagðar hendur - góður ásetningur tryggir ekki alltaf að vel og skynsamlega sé staðið að málum. Skoðanakönnun Gallups fyrir Kreml.is, sem stýrt er af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, átti greinilega að vera pólitískt útspil til að „hanna“ atburðarás sem gerði borgarstjóra kleift að stiga inn á svið landsmálanna. En á stundum eru „hönnuðir“ pólitiskra atburðarása of snjallir og allt snýst í höndunum á þeim. Skoðanakönnun DV sýndi að mikill meirihluti stuðn- ingsmanna R-listans i borgarstjórnarkosningunum var andsnúinn því að Ingibjörg Sólrún færi fram til Alþingis. Meirihlutinn var greinilega á því að loforð i kosningabar- áttu ættu að standa. En þrátt fyrir afdráttarlausa niður- stöðu og þrátt fyrir loforð tók borgarstjóri sér umhugsun- arfrest. Ingibjörg Sólrún kaus að ganga ekki niður eftir rauða dreglinum sem Össur Skarphéðinsson hafði rúllað út fyr- ir hana. Össur segist i viðtali við Helgarblað DV i dag telja að staða sin hafi styrkst, meðal annars vegna þess að hann hafi sýnt i verki að hann hugsi fyrst og fremst um hag Samfylkingarinnar. Þetta er undarlegt stöðumat hjá formanninum. Það mætti vissulega segja að hann hefði gert „það eina rétta“ en staða hans hefur ekki styrkst fremur en staða fyrirliða knattspyrnidiðs sem býst til að ganga af velli á lokamínút- um leiksins. Og Össur vandar ekki Samfylkingunni kveðjurnar i við- talinu. Hún er ekki orðin burðugur flokkur að hans mati; hana skortir trúverðugleika; sveit þingmanna flokksins er ekki nægilega öflug. Vandfundin eru dæmi um aðra eins lýsingu formanns á eigin stjórnmálaflokki. Þetta er það sem formaðurinn situr uppi með að eigin mati. Og flokkurinn situr uppi með formanninn. Samfylk- ingin er svo sannarlega flokkur i vanda. Óli Björn Kárason ____________________________ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 DV Ungfrú strönd Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspistill Ég ýtti á hnappinn og beið þess að lyftan lokaðist. Ég var á leið á minn stað á sjöundu hæð hótelsins, einn með mínum þanka um leið og ég horfði á sjálfan mig í speglum lyftunnar. Auðvitað má segja að það sé hégómi einn að horfa á sjálfan sig í spegli lyftu en í þessari varð ekki hjá því komist. Það voru spegl- ar á alla vegu. Því blasti ásjónan við, hliðar jafnt sem bak. Ég gerði það sem flestir gera í þessari stöðu, að minnsta kosti ef þeir eru einir, strauk gegnum hárið og brosti við sjálfum mér. Einhvem tímann las ég að karlar mátuðu sig frekar í speglum á almannafæri en konur. Þeir eru hégómagjarnari en þeir vilja vera láta. Lyftudymar voru að lokast þegar smágerður handleggur skaust á milli. Þær opnuðust á ný. Inn smaug ung stúlka í baðfötum, rauð- um að lit. Nú má vera að mér hefði brugðið við eðlilegar aðstæður en þær voru það ekki. Við vorum stödd á baðstrandarhóteli og því daglegt brauð að léttklætt fólk skytist milli hæða. Stúlkan vakti því ekki sér- staka athygli mína þótt í rauðu bíkini væri. Ég hætti að vísu að góna á sjálfan mig í speglasalnum, leit niður og varð ópersónulegur í framan eins og verða vill þegar tveir ókunnugir hittast í þröngu lyfturrými. Átta meyjar Baðklædda stúlkan vildi greini- lega doka við því hún ýtti á stöðu- hnapp lyftunnar. Önnur stúlka smokraði sér inn, eins klædd, síðan koll af kolli uns átta bíkiniklæddar stúlkur stóðu hjá mér í lyftunni, all- ar í rauðu. Ég færði mig innst í lyft- una enda óhjákvæmilegt. Við vor- um níu saman þótt svo virtist í speglasalnum að tugir léttklæddra yngismeyja umkringdu mig. Þrátt fyrir fjöldann taldi ég víst að lyftan réði við þyngslin. Hún var gerð fyr- ir tólf manns. Við vorum níu og ég get fullyrt að álfakroppar þessir náðu ekki meðalþyngd kvenna. Þær voru í staðalhæð, náðu mér í brjóst, grannar og fráleitt ólögulegar. Það sá ég þótt ég horfði ýmist upp, nið- ur eða til hliðanna. Hvergi varð vik- ist undan. Því réð speglasalurinn. Lyftan lokaðist á eftir þeirri átt- undu. Stúlkumar töluðu hver upp í aðra, hlógu og bentu. Ég skildi ekki neitt enda tungumálið mér fram- andi. Það hvarflaði að mér að þær væru að tala um mig þar sem þær skríktu og bentu svo ósjálfrátt dró ég inn magann og lyfti brjóstinu. Ég var sem betur fer búinn að strjúka gegnum hárið þannig að það lagð- ist eins vel og kostur var. Við nánari umhugsun taldi ég þó ólíklegt að ég væri um- ræðuefnið. Mér sýndist þær aíls ekki taka eftir mér. Viðkvæmnin var því óþörf. Ég slakaði aðeins á maganum. Stúlkurnar fóm úr lyftunni einni hæð neðar en ég. Eftir sat daufur ilmvatnsilmur og minning um átta meyjar í baðfotum. Ég velti því fyr- ir mér, meðan lyftan fór upp um eina hæð, af hverju þær væru eins klæddar, allar i rauðu bikiní. Und- arlegt að velja sér ekki mismunandi liti, jafnvel þótt vinkonur ættu í hlut. En hvað veit ég? hugsaði ég með mér. Kannski þótti ekkert flott- ara í þessu landi, og á þessari bað- strönd, en rautt bíkini. Fegurðarsamkeppni Ég sagði konunni minni af þess- um ferðafélögum í lyftunni þegar inn á hótelherbergið kom, lýsti klæðnaði stúlknanna og furðaði mig enn á hinum sameinaða smekk. „Er lítið úrval baðfata í tiskubúðun- um hér?“ spurði ég konuna. Hún er betur heima í þeim efnum en ég. „Þú fylgist nú ekkert með,“ sagði konan þá er lauk lýsingum mínum á fáklæddu meyjunum átta. „Veistu ekki að hér fer fram fegurðarsam- keppni? Stelpurnar í keppninni dvelja á sama hóteli og við og eru alltaf eins klæddar, hvort sem þær eru í baðfótum eða einhverju utan um sig. Þær hafa verið hér við sundlaugina í stífum æfmgum milli þess sem þær hafa skroppið niður á strönd enda keppa þær um titilinn ungfrú strönd 2002.“ Konan mældi mig út með augun- um. „Þér er farið að fórlast ef þú þekkir ekki fegurðardrottningar frá öðru kvenfólki. Hefurðu látið kíkja á sjónina nýverið? Hvað voru þeir annars margir með þér í lyftunni, kropparnir, elskan, sagðirðu átta?“ „Æ,“ sagði ég og lét sem ég heyrði hvorki tóninn né sæi glottið á frúnni, „þær voru óttalega rýr- ar. Þessar stelpur stóðu varla út úr hnefa. Mér fannst vanta á þær allt hold. Voru fegurðardrottn- ingar ekki miklu fal- legri og kynþokka- fyllri i okkar ung- dæmi? Manstu t.d. eftir Lindu P.? Hún var ekki aðeins fögur heldur kyn- þokkafull líka. Heimur versn- andi fer,“ taut- aði Önnur stúlka smokraði sér inn, eins klœdd, síðan koll af kolli uns átta bík- iniklæddar stúlkur stóðu hjá mér í lyftunni, allar í rauðu. Ég fœrði mig innst í lyftuna enda óhjákvœmilegt. Við vor- um níu saman þótt svo virtist í speglasalnum að tugir léttklœddra yngis- meyja umkringdu mig. „riú er þetta allt tóm anorexía og búlómía." „Þetta eru ósköp sætar stelpur," sagði konan, „og fráleitt með anor- exíu. Þær eru fínar á skrokkinn vegna þess að þær eru duglegar að æfa sig, styrkja og hreyfa. Það gætu sumir tekið sér til fyrirmyndar," sagði hún og horfði á mig miðjan. Ég dró kviðinn inn, líkt og í lyft- unni nokkru fyrr, enda betra að gleyma sér ekki. „Iss,“ sagði ég, enn á innsoginu, „án þess að ég dæmi þær allar, gef ekk- ert fyrir þessar hor- renglur." Stranda- maður ársins Eft- ir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.