Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 11 Skoðun Washingtonbréf lyftuferðina fylgdist ég betur með fegurðardrottningunum. Það var rétt hjá konunni, þær dvöldu á sama hóteli og við, sólböðuðu sig og gerðu sig enn sætari. Það brást ekki að all- ar voru eins klæddar. Ég gaf mér það að baðfataframleiðandi kostaði keppnina. Við nánari athugun komst ég að því að ég hafði verið of dómharður. Þetta voru huggulegar stelpur þótt þær stæðust engan sam- anburð við Lindu. Fyrr má nú líka vera. Það var mikið tilstand við sund- laugina þegar kom að krýningu ung- frú strandar 2002. Ég fylgdist með úr fjarlægð þegar þjónustulið dúkaði borð, skreytti umhverfið með blóm- um og tók til stóla fyrir drottning- amar. Enga stúlknanna hafði ég hitt í návigi eftir lyftuferðina góðu en sá þó út undan mér að þær voru á þön- um um hótelið, ýmist í baðfotum eða kjólum. Taugaspenna setti aug- ljós merki á meyjarnar. Það var mikið í húfi. Titiliinn ungfrú strönd beið hinnEur heppnu. Hinar fengju eflaust snyrtivörur, tískufatnað og sokkabuxur. Ólíklegt var að þeim hlotnaðist ljósatími eins og tíðkast hér á landi. í sólarlandinu var enginn birtuskortur. „Hver heldur vinni?“ spurði ég konuna þegar við gengum frá sundlauginni inn í hót- elið. „Mér er nú ansi mikið sama um það,“ sagði konan. „Ég vona bara að sú sem vinnur njóti þess. Til þess er leikurinn víst gerður. Ég verð hins vegar að viðurkenna," bætti hún við, „að ég þekki þær ekki í sundur.“ „Þessi er fallegust, ég má hundur heita ef hún vinnur ekki,“ sagði ég og gaut augunum að stúlku sem kom í humátt á eftir okkur, klædd bláum kjól. „Þetta er strandamaður ársins, svo mikið er víst,“ hélt ég áfram í þeirri fullvissu að stúlkan skildi okkur ekki, „vel vaxin og and- litsfríðari en hinar.“ Ljóðalestur? Stúlkan varð samferða okkur hjónunum í lyftunni. Hún var aug- ljóslega spennt vegna stóru stundar- innar sem fram undan var. Mér var í mun að styrkja hana enda taldi ég hana skara fram úr. „Hver eru áhugamálin?" spurði ég, minnugur þess að á heimaslóð eru ævinlega tí- unduð áhugamál stúlkna í fegurðar- samkeppni. Með spurningunni vildi ég stuðla að því að hún mætti und- irbúin til leiks, spyrðu dómarar keppendur út úr. Spurningin var sett fram á ensku í þeirri von að ljónynja strandarinnar skildi það tungmnál. Ég var ekki mæltur á hennar. Stúlkan horfði orðlaus á mig þar sem viö stóðum í lyftunni. Sama gerði konan mín sem sá ekki að mér kæmu áhugamál keppandans við. „Ég á við,“ sagði ég og beindi orðum mínum beint aö bláklæddri fegurð- ardísinni, „eru þau ljóðalestur, úti- vist eða dans?“ Þetta eru þau áhugamál sem ís- lenskir þátttakendur í fegurðarsam- keppni nefna undanbragðalaust. Fátt er alþjóðlegra en fegurðarsam- keppni. Því gaf ég mér það að sömu gildi væru við lýði i sólarlandinu og á Fróni. Stúlkan fagra horfði í gaupnir sér og svaraði ekki þótt ég gæfi henni úrvalstækifæri til þess að nefna ljóðalestur. Fátt hrífur dómara í fegurðarsamkeppni meira en slíkt svar. Tilvonandi Strönd ársins flýtti sér út þegar lyftan stöðvaðist. Ég var ekki viss um að góður tilgangur minn hefði hjálpað henni og þótti það miður. Yngisstúlkan var enn taugatrekktari að sjá þegar hún fór úr lyfturmi en þegar hún sté um borð. „Þú ert ekki með öllum mjalla,“ sagði konan þar sem við horfðum á eftir ungfrúnni. „Ha?“ hváði ég, enn með hugann við áhugamál fegurðar- drottninga, „það kann að vera ein- hver munur hér og heima,“ tautaði ég með sjálfum mér, „það er alls ekki víst að ljóðalestur sé þeim efst í huga á ströndinni." 11. september er að baki, eitt ár í lífi fólks og þjóða sem hafa notað siðustu daga tÚ að átta sig á nýjum heimi. Vissulega breyttist hann fyr- ir ári þegar fjórum farþegavélum var rænt á austurströnd Bandaríkj- anna og stefnt á einar þekktustu byggingar heims. Næstu mínútur þar á eftir voru í senn óraunveru- legar og ólýsanlegar. Öryggið vék fyrir ótta. Það kom hik á heims- byggðina. Og menn spurðu sjálfa sig og aðra hvað í ósköpunum væri að gerast. Enda þótt ár sé talsverður tími liggur svarið ekki fyrir. Og mun líklega seint gera. Bandarískur fræðimaður komst vel að orði í einum af óteljandi um- ræðuþáttum bandarísku sjónvarps- stöðvanna í vikunni þar sem rætt var um atburðina fyrir ári í sögu- legu ljósi. Hann sagði að fjölmiðlar og almenningur í Bandaríkjunum væru byrjaðir aö púsla 11. septem- ber inn í sögu sína. Þeim reyndist það hins vegar erfltt, einfaldlega vegna þess að fólskuverk af þessu tagi passa ekki inn i söguna..it does not fit in the history," sagði fræðimaðurinn. Þetta er laukrétt. Það er ekki hægt að leita að saman- burði í sögunni. Hryllingsópera Það er morgunljóst að myndin af einum hæstu turnum heims að hverfa ofan í götuna verður ekki máð úr huga fólks. í fyrsta sinni horfði mannkynið á þúsundir farast í beinni útsendingu, sekúndu eftir sekúndu. í fyrsta sinn horfði mann- kynið á sjónvarpið sitt breytast í hreina og beina hryllingsóperu. Það gleymist ekki. Og það gerir miklu meira. Það býr til nýja mynd af óvini fyrir stóran hluta heims- byggðarinnar. Og eftir situr að þessi sami óvinur er ósýnilegur. Hann laumar sér inn í þvöguna á síðustu sekúndunum í eigin lífi. Og svo margra annarra. Fólk er vant því að heyra af sjálfsmorðsárásum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Tugir saklausra manna eru að farast í hveiju sprengjutil- ræðinu af öðru. Og árásarmennim- ir telja að himnamir opnist þeim þegar hvellurinn heyrist. Um árabil hafa yfirvegaðar og friðsamar trúar- kenningar múslíma verið misnotað- ar í þessum viðbjóðslega tilgangi. Þó aldrei fyrr eins og 11. septem- ber á síðasta ári. Þrátt fyrir allt mannfaUið í Tel Aviv og öðnnn borgum ísraels verður ekkert í sög- unni borið saman við atburðina í New York og Washington fyrir ári. Kollegarnir Það er að mörgu leyti undarleg tilfinning að sitja meðal erlendra starfsbræðra uppi á sjöundu hæð bandaríska utanríkisráðuneytisns í hjarta Washingtonborgar og horfa á minningardagskrá um atburðina fyrir ári. Sjá blik í auga kollegans. Horfa á víðtæka hluttekningu fólks frá öllum heimshomum. Setjast sjálfur niður og skrifa forystugrein um ógnarveröld sem virtist í næsta nágrenni fyrir ári, en stendur skyndilega enn þá nær. Og þetta hugsa blaðamenn frá íslandi og Úg- anda, Malasíu og Kambódíu, Mexíkó og Lettlandi á sama stað. Heimurinn fer minnkandi. Það er vitað. En óvíða sést það betur en á skrifstofu erlendra fréttamanna í útlendri borg. Þar sitja menn hver í sinu horni og skrifa samtímasöguna um leið og hún gerist. Horfa hver til annars og spyrja hvort þetta og hitt kunni aö vera einum of amerískt - og spyrja einnig hvort löndum sín- um komi við það sem fólk er að hugsa á fjarlægum slóðum. Menn jánka hver til annars. Og halda áfram að skrifa, allir í hnapp. Á svona stundum dregur til í landa- kortinu. Allt sem menn hugsa er nær þeim en nokkur fær mælt. Ólíkar sögur Og þær eru margar sögumar um þver og endilöng Bandaríkin. Enda þótt fólk af yfir 90 þjóðernum hafi misst lífið i árásunum 11. septem- ber misstu Bandaríkjamenn mest. Og þar á meðal hluta af ímynd sinni sem öruggt land sem flóttamenn frá striðshrjáðum löndum dreymir um að gera að framtíðarheimili sínu. Harmsögumar heUtust yfir alla Bandaríkjamenn í vikunni. Og les- endur blaða og áhorfendur sjón- varpsstöðva höfðu ekki undan að taka við tilfinningum og trega fólks sem missti og man. Margir höfðu á orði að fullmikið væri munað. Hver og einn jarðarbúi horfði með sínum augum á atburðina 11. septem- ber. Heima á íslandi fannst landsmönnum ná- lœgðin mikil. Rétt hinum megin hafsins var nokk- ur hluti af heimsmynd- inni að hrynja, heims- mynd sem hafði virst um aldir og œvi nokkuð traust. Gömul kona í Iowa sagðist vera hætt að hugsa um þetta. Hún hefði aldrei skiliö þetta og léti aðra um það. Markaðsstjóri i New Jersey var nýkominn úr ársleyfí eftir að hafa helgað sig hjálparstörfum. Sex bama móðir fór um með yngstu dóttur sína í vagni en hún fæddist nokkrum mánuðum eftir að maður hennar fórst á 105. hæð suðurtums- ins. Hann hafði alltaf dreymt um að eignast sex böm eins og mamma hans og amma. Starfskona símafyr- irtækis grætur enn yflr samtalinu við einn farþegann sem réðst til at- lögu í flugi 93 yflr ShanksviUe. Vandi forsetans Ameríka man. Þetta voru ein- kunnarorð vikunnar í Vesturheimi. En lífið heldur áfram. Mikil ósköp. Og raunar var ekki annað séð í vik- unni sem er að líða en að mestur hluti almennings í Bandaríkjunum hafl hrist úr sér tregann og reiðina og horfl björtum augum fram á við. Samfélagsgerðin stóðst þessa árás. Og vel það. í öllum helstu blöðum vestra mátti lesa um það í vikunni að efnahagur landsins hefði náð sér á nokkrum vikum en ekki á nokkrum árum eins og menn héldu fyrir ári. Menn hafl um stund misst fótanna en standi nú uppréttir. Og blöðin skafa reyndar ekki utan af því. í þvi ágæta blaði Inter- national Herald Tribune sagði á mið- vikudag að enda þótt Bandaríkjafor- seti hefði sagt fyrir ári að fram und- an væri ný og breytt barátta þá hefði hún í reynd ekkert breyst. Enn væru leyniþjónustumenn eitthvað að bjástra en óvinurinn væri jafn ósýni- legur og áður. Og næsta skotmark hulin ráðgáta. Forsetinn yrði að gera óvininn sýnilegri, annars gleymdi þjóðin fljótt. Núna væri honum ekk- ert mikilvægara en að gera almenn- ingi stríðið gegn hryðjuverkamönn- um skOjanlegt. Stundum ekki Þetta að lokum: íslendingar og fólk um þvera kringluna eru ekki aðeins hluti af heimsbyggð heldur og heimshluta. Þar hugsar hver sem nemur hans plássi. Hver og einn jarðarbúi horfði með sinum augum á atburðina 11. september. Heima á íslandi fannst landsmönnum ná- lægðin mikil. Rétt hinum megin hafsins var nokkur hluti af heims- myndinni að hrynja, heimsmynd sem hafði virst um aldir og ævi nokkuð traust. Heimsmynd sem ís- lendingar þekktu af eigin raun, ekki aðeins í gegnum sjónvarp og söngva, heldur af veru sinni vestra. Á þessum tímamótum, þegar um fátt er annað talað en samstöðu og sigurvilja gegn myrkustu öflum, er nauðsynlegt að spyrja hvemig Vest- urlandabúar sem stóðu næst at- burðunum 11. september hefðu hag- að sér í vikunni ef fólskuverkin hefðu verið framin í öðrum heims- hluta. Vísast hefðu stærstu sjón- varpsstöðvar heims ekki þurft að kalla út jafn mikið af fólki til að ri^a upp og fylla minúturnar af mögnuðum trega. Það deyja þús- undir víða á hverju ári af völdum illsku og ómennsku. Við kippum okkur stundum upp við það. Stund- um ekki. DV-MYND ÞÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.