Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 15
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 15 DV Helgarblað Samskiptaörðugleikar við stjórnendur Áslandsskóla rauði þráðurinn í fréttum frá stofnun hans: Falleinkunn í samskiptum Frétt DV í vikubyrjun um ólgu í Áslandsskóla var aðeins upphaflð að röð frétta um skólann og meinta samstarfsörðugleika við stjórnend- ur hans í fjölmiðlum þessa vikuna. En frétt DV var síður en svo upp- hafið að fréttum um ástandið i Ás- landsskóla, sem gárungar kalla nú Ástandsskóla. Frá því íslensku menntasamtökin, sem reka skól- ann, gerðu samning við Hafnar- fjarðarbæ um reksturinn í fyrravor hafa reglulega birst fréttir af átök- um um skólann. Rauði þráðurinn í þeim umijöllunum hefur verið sam- starfsörðugleikar við Sunitu Gandhi, framkvæmdastjóra ís- lensku menntasamtakanna, og „allt í öllu“ í starfi skólans. Eða eins og kennari við skólann sagði við DV sl. mánudag: „Við göngum út ef Sunita fer ekki. Það er alveg klárt." Er nú svo komið að 11 kennarar af 15 hafa sagt upp störfum. Eftir því sem DV kemst næst hafa ekki færi en 28 starfsmenn skólans hætt eða verið sagt upp á því rúma ári sem skólinn hefur starfað. Mælirinn virðist fullur. Þegar þetta er skrifað á föstudegi er skóla- starfið i uppnámi, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar hefur lýst því yfir að for- sendur samningsins um rekstur skólans séu brostnar og stjómendur skólans, með Sunitu Gandhi í farar- broddi, hafa hunsað fyrirhugaðan fund með bæjaryfirvöldum sem átti að vera í gær. Áhyggjur sliga for- eldra bama í skólanum en miklar vonir vora bundnar við skólastarf undir nýjum formerkjum. Merk tílraun Áslandsskóli er rekinn sem til- ráunaskóli og byggist starfsemin á svonefndum Montessorifræðum og undanþágu frá 53. grein grunn- skólalaga. Átti skólastarfið annars að öllu leyti að vera í samræmi við ákvæði grunnskólalaga. Undanþág- an veitti skólastjómendum hins vegar visst frjálsræði til að innleiða nýja skólastefnu og aðferðir sem margir hafa hrifist af. í skólanum hafa verið um 120 nemendur. Þó skiptar skoðanir séu um rekstrarform Áslandsskóla og grundvallarmál um rekstur skóla yfirleitt snýst deilan nú ekki um þær hliðar málsins. Hún snýst um framkvæmd skólastefnunnar og umfram allt samskiptaörðugleika við framkvæmdastjóra íslensku menntasamtakanna, dr. Sunitu Gandhi. Sunita Gandhi er Indverji sem hlaut sína menntun i Bretlandi. Hefur hún starfað víða um heim. Hún á íslenskan eiginmann og 5 ára barn sem hún ættleiddi á Indlandi. Sunita Gandhi hefur gegnt allsherj- ar hlutverki í skólanum, er allt í senn hugmyndafræðingur, fram- kvæmdastjóri samtakanna sem rek- ur skólann og framkvæmdastjóri. Þannig hefur hún í raun verið bæði yfir- og undirmaður skólastjóra. Sunita er ekki kennari að mennt og mun ekki hafa haft mikla reynslu af þvi hvernig skipuleggja á kennslu. Hugmyndafræði íslensku menntasamtakanna byggir á starfi The Council For Global Education þar sem Sunita Gandhi er einmitt helsti hugmyndafræöingurinn. Meginhlutverk skóla er skilgreint sem mannrækt og að hámarka getu bamsins með kennsluaðferðum sem taka mið af öllum þroskaþáttum þess. Er áhersla lögð á þekkingu, leikni, viðhorf og manngildi. Tungulipur en hrokafull Samferðamenn Sunitu hér á landi era sammála um að hún hafi verið rétta manneskjan til að kynna þá stefnu sem unnið er eftir í Áslands- skóla og víðar og hefur fallið í ágæt- an jarðveg sem slík. Sunitu Gandhi er einmitt lýst þannig að hún sé vel máli farin, tungulipur og góð sölu- manneskja. Hún búi yfir miklum sannfæringarkrafti sem heilli fólk. Hins vegar fær Sunita ekki mjög háa einkunn hjá viðmælendum DV þegar kemur að framkvæmd um- ræddrar stefnu og rekstri skóla. Era hroki og tortryggni nefnd til sög- unnar sem hennar helstu gallar, eig- inleikar sem ekki eru til þess fallnir að liðka fyrir samskiptum eða leysa ágreining. Hún sé allt í öllu, skóla- stjóri sé nánast valdalaus og ráðgjaf- ar sem nefndir vora til sögunnar í upphafi skólastarfs í fyrra hafi frek- ar verið til að bæta ímynd skólans en að nota ætti reynslu þeirra og þekkingu. I ljósi ofanritaðs þarf ekki að koma á óvart þótt fréttir af sam- skiptaörðugleikum við Sunitu Gandhi hafi birst áður en skóla- starfið hófst fyrir alvöru í fyrra- haust, þegar Kristrún Lind Birgis- dóttir sagði upp störfum sem skóla- stjóri - vegna samskiptaörðugleika við Sunitu. í mars á þessu ári lýsti foreldraráð skólans yfir marghátt- uðum áhyggjum af þróun mála í skólanum og sendi skýrslu þar um til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Þar bar samskiptaörðugleika einnig á góma. Eldfimur kokkteill Uppnámið í Áslandsskóla á sér nokkrar hliðar sem allar kristallast í atburðum síðustu daga með fjölda persóna og leikenda. I fyrsta lagi er Áslandsskóli pólitískt hitamál þar sem bæði byggingaframkvæmdir og rekstur skólans var boðinn út. í öðru lagi er verið að reyna ýmsar nýjungar í skólastarfi sem tíma tek- ur fyrir nemendur, kennara og for- eldra að aðlagast. Þanþolið er lítið. í þriðja lagi er rekstur skólans í höndum manneskju sem fær fallein- kunn í mannlegum samskiptum. Saman mynda þessir þættir afar eldfima blöndu sem er við það að springa. VW Golf Comfortline VW Polo VW Vento VW Polo VWGolf Skráður: Nóvemberl 999 Skráður: Apríl 2002 Skráður: Október 1996 Skráður: Nóvember 1997 Skráður: Febrúar 1997 Vél: 1600 cc Vél: 1400 cc Vél: 1600 cc Vél: 1400cc Vél: 1400 cc Ekinn: 63.000 km Ekinn: 4.800 km Ekinn: 104.000 km Ekinn: 69.000 km Ekinn: 73.000 km Verð: 1.160.000 kr. Verð: 1.490.000 kr. Verð: 650.000 kr. Verð: 700.000 kr. Verð: 570.000 kr. VW Golf VW Passat VW Golf Comfortline VW Polo VW Golf Comfortlíne Skráður: Janúar 2001 Skráður: Apríl 1998 Skráður: Janúar 1999 Skráður: Júlí 1997 Skráður: Janúar 2000 Vél: 1800 cc Vél: 1600 cc Vél: 1400 cc Vél: 1400 cc Vél: 2000 cc Ekinn: 13.000 km Ekinn: 85.000 km Ekinn: 58.000 km Ekinn: 61.000 km Ekinn: 69.000 km Verð: 1.950.000 kr. Verð: 1.070.000 kr. Verð: 960.000 kr. Verð: 640.000 kr. Verð: 1.320.000 kr. Auðveld og örugg bílaviðskipti Við bjóðum áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti. Allir notaðir bílar hjá okkur fara í gegnum strangt skoðunarferli. 14 daga skiptiréttur. Ókeypis skoðun eftir fyrstu þúsund kílómetrana. Allt að eins árs ábyrgð á notuðum bílum. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í síma 570 5070. Fólksvagnar á frábæru verði! <S£> TOYOTA betri notaðir bílar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.