Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 19
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Helqarhlað H>V • ■jMM Stærsta hlutverk kirkjunnar er að setja líf okkar í samhengi og sýna okkur að það hafi einhvern tilgang. Lífið er ekki tilviljun. Við höfum hlutverki að gegna og yfir okkur er æðri hugsandi máttur sem kallar okkur til ábyrgðar." Má ekki skríða fvrir valdi - Séra Örn Bárður hefur aldrei skirrst við að segja hluti sem samfélagið sem hann starfar í vill ekki endi- lega heyra. Þegar hann starfaði á Biskupsstofu gaf hann út lítið kver sem heitir Kirkjan í upphæðum og fjallaði um fjármál kirkjunnar og meðal annars var byggingar- stefna kirkjunnar harðlega gagnrýnd. Kverið olli miklu fjaðrafoki og margir vOdu helst ekki að það kæmi út en Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta. Ertu uppreisnarmaður í eðli þínu? „Ég hef oft lent í þeirri aðstöðu að þurfa að orða óþægUega hluti. I skóla þurfti ég stundum að taka á kennurum fyrir hönd nemenda. Maður má ekki skriða fyrir valdi sem er misnotað. Ég talaði tæpitungulaust all- an tímann sem ég var lausráðinn hér í Nessókn og það virðist ekki hafa stuðað menn meira en svo að ég var ráðinn til áframhaldandi starfa. Ég er orðinn sjóaðri en svo að ég láti einhverja valdamikla menn eða stjórnmála- menn segja mér hvað ég má og má ekki. Ég vO frjálst þjóðfélag með aðhaldi. Ég vil að fólk hafi jöfn tækifæri. Ég þoli Ula forréttindi sem einum eru veitt umfram aðra. Ef ég fæ á tilfinninguna að ég standi við hliðina á manni sem hefur fengið eitthvað á silfurfati, án fyrirhafnar, get ég orðið ofsareiður." Ekld gegn peninguin - Nú myndu sumir segja að í prédikunum þinum fælist pólitisk afstaða, jafnvel sósíalismi: „Kristindómurinn hefur aldrei talað gegn eignum eða peningum sem slíkum. En hann talar um að allir menn séu jafnir og eigi að njóta grundvallargæða lífsins. Þetta snýst um það hverju menn þjóna í lífi sínu. Auðmenn geta látið margt gott af sér leiða en mér hugnast það ekki að hér verði tO fámennur hópur auðmanna sem síðan skammtar öðrum af sínu nægtaborði. Það hefur lika brugðist að þjóðfélagið fyndi hentuga leið tO að skipta auðæfunum og lífsins gæðum. Við erum og höfum alltaf verið í vandræðum með það. Mótvægi við frjálsa markaðinn eru eftirlitsstofnanir sem eru því miður enn að slíta bamsskónum á hlaupum á eftir þeim sem reyna að komast undan þeim. Ég hlýt að gleðjast yfir því hvernig þessar stofnanir hafa sýnt klæmar undanfarna daga og vona að þær séu ekki að slá vindhögg. Það verður að veita aðhald. Maður- inn er þannig. Hið Ola kemur af sjálfu sér en það þarf að vinna að hinu góða. Þannig erum við öU og þess vegna þurfum við aðhald. Ég er ekki að tala á móti frelsi einstaklinga til orðs og athafna né gegn frjálsum viðskiptum. Ég er að minna á að þetta er vandmeðfarið. Það eru komnir fram einstak- lingar hér á landi með gifurlega peninga. Hefur það gerst í skjóli eftirlitsleysis eða tómarúmi sem þeir hafa nýtt sér? Það er búið að færa tO miUjarðaverðmæti í samfé- laginu.“ Kaldur heili ekki nóg - Eru þessi auðæfi þá komin í hendur manna sem þú telur ekki treystandi fyrir þeim? „Ég held að manneskjan sé þannig gerð að hún þoli hvorki of mikla peninga né of mikil völd. Þetta snýst ekki um persónur og getur þess vegna átt við um mig eða þig- Kvótakerfíð hefur tU dæmis fært örfáum fjölskyldum mOljarða á sUfurfati og lagt sjávarþorpin í auðn. Þetta getur ekki talist réttlátt. Það má ekki stjórna bara með köldum heUa og gleyma heitu hjartanu. Þetta var allt gert í nafni hagræðingar en er ekkert annað en meðgjöf til einstakra manna. Það er skylda prests að tala inn í að- stæður sem þessar og það hlýt ég að gera.“ Smásagan um Esjuna - Það er ekki hægt að skiljast viö séra Örn Bárð án þess að rifja upp viðbrögðin við smásögunni sem hann skrifaði í Morgunblaöið fyrir fáum árum. Þar sagði frá manni sem vOdi selja Esjuna. Myndskreyting sem notuð var með sögunni varð tO þess að Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra þótti að sér vegið og beitti áhrifum sínum til að láta víkja Erni Bárði úr Kristnihátíðarnefnd. Kostaði sagan þig sem sagt starfið? „Mér var vikið úr starfi sem ritari Kristnihátíðar- nefndar og í kjölfar þess ákvað ég sjálfur að starfa ekki lengur á Biskupsstofu. Þessi saga var ekki uppreisn sem slík heldur tOraun til að setja umræðuna sem þá var efst á baugi, svo sem um hálendið, kvótakerfið og blóö- dropana úr okkur eða gagnagrunninn, í nýtt samhengi. Það virðist hafa tekist. Það var ekki bara myndskreytingin sem fór fyrir brjóstið á ráðherranum ef marka má orð hans í útvarps- viðtali um að sagan væri jafnvond. Sagan lifir og er e.t.v. orðin að eins konar dæmisögu því ef menn segja að eitt- hvað sé eins og að selja Esjuna þá vita allir hvað átt er við.“ Örn Bárður viðurkennir að hann eigi í handriti smá- sagnasafn, rétt eins og ráðherrann sem reiddist hvað mest. Hefur hann sýnt útgefendum handritið til útgáfu? „Við skulum bíða og sjá tO. Kannski birti ég fleiri sög- ur eða læt bara þessa einu duga. Ég þarf ekki að kvarta yfir athyglinni sem hún fékk.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.