Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Side 34
34 / / e t c) a rb l a c) jrjnyr LAUGARDAGUR 14-. SEPTEMBER 2002 Athyglisfælni leikarinn Ingvar E. Siqurðsson ræðir íuiðtali við Helqarblað DV um qaldur, qeðveiki oq að hann sé írauninni ekki úr Borqarnesi. Heil þjóð er á leiðinni í bíó þessa dag- ana til að sjá bandaríska kafbátamynd, nokkuð sem ekki hefur verið talið á áhugasviði íslendinga hingað tii. Aðal- hlutverkin eru sossum ekki i höndum neinna smámenna. Harrison Ford fékk heiðursverðlaun við síðustu óskarsverð- launaafhendingu og Liam Neeson er einn af bestu sonum Hollywood. En það voru ekki bara þeir sem drógu íslendinga í bíó heldur kollegi þeirra, íslendingurinn Ingv- ar E. Sigurðsson. Siðustu vikurnar hafa verið sýnd brot úr myndinni fyrir sýning- ar í kvikmyndahúsum landsins og hefur þá jafnan verið öskrað og klappað þegar Ingvari hefur brugðið fyrir. Spenningur- inn fyrir myndinni var mikill og um síð- ustu helgi rann stóra stundin upp þegar myndin var frumsýnd á íslandi. Myndin hefur fengið góðar viðtökur en flest hefur þó fallið í skuggann af frammistöðu Ingv- ars í myndinni. Ég hitti Ingvar á Hótel Sögu skömmu eftir frumsýninguna. Stundum er eins og ég sé andsetinn af forvitnum ættfræðingi og þvi er fyrsta spurningin um hvort hann sé ekki úr Borgarnesi. „Nei,“ segir Ingvar, „þetta er þrálátur misskilningur. Pabbi var símstöðvarstjóri þar i þrettán ár og ég bjó þar í fjögur. Núna eru foreldrar minir flutt aftur til Reykjavíkur og ég hef lítið til Borgarness að sækja lengur." Framliðni ættfræðingurinn í mér koðn- ar niður í sætinu: þannig að þú ert bara Reykvíkingur? spyr ég. „Já,“ segir Ingvar, „ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en flutti á krítískum tima í Borgarnes. Ég var átján ára. Og í Borgarnesi var ég dreginn í leikfélagið." Er það upphafið á þinum leiklistarferli? „Já, ég hugsa það. Hugsanlega hefði ég sótt um leiklistarskólann ef ég hefði ekki farið í Borgarnes en það var frábært að hafa leikið eitthvað áður en ég fór í próf- in.“ Varstu þá meiri fótboltastrákur fyrir þann tíma? „Nei, ég var antisportisti. Ég spilaði fót- bolta í fríminútum og svoleiðis og bróðir minn reyndi mjög að koma mér í boltann og sendi mig á alls kyns æfingar. Ég meik- aði bara ekki íþróttaandann." Var það keppnisandinn sem þú kunnir ekki við? „Ég veit það ekki alveg. Þótt ég sé mik- il félagsvera þá átti ég erfitt með mig í hópi. Ég gat ekki verið í skátunum, KFUM og ekki æft fimleika. Samt var ég líkam- lega mjög efnilegur og ég fann alveg að ég hafði bæði kraft og keppnisanda. En það var eitthvað sem hefti mig. Ég var mikið draumórabarn og hafði gaman af að loka mig inni og setja plötu á grammófóninn." Er ekki rétt að þú ert hógvær og frekar feiminn að eðlisfari? „Það er voðalega einkennileg blanda að vera leikari og vilja þó nánast ekki at- hygli. Það er eitthvað skrýtið við það; blanda af athyglissýki og athyglisfælni. Mér finnst rosalega gaman að æfa verk en vil svo helst ekki sýna þau.“ ÖIl á saina báti Það muna örugglega margir eftir trommuatriðinu í Englum alheimsins þar sem Ingvar fór með aðalhlutverkið. Spilarðu á trommur? spyr ég. „Ég get varla sagt það,“ svarar Ingvar og staöfestir liklega hógværðina sem spurt var um fyrir nokkrum sekúndum. „Ég var í bílskúrsbandi í Reykjavík áður en við fluttum upp í Borgarnes og þar var ég sett- ur á bak við trommusettið í borgfiskri hljómsveit." Líður þér vel á sviðinu? „Ég get verið mjög stressaður áður en ég fer á svið en þegar ég er kominn á svið- ið er ekki hægt að fara neitt og þá líður mér vel - ef ég veit hvað ég er að gera.“ Hvernig leið þér í inntökuprófunum í Leiklistarskólanum? „Mér leið ágætlega en þetta var stressandi. Ég kynntist fólkinu í hópnum fljótlega, fannst hin samt þekkjast mjög vel en þau komu öll úr svipuðu umhverfi, höfðu verið saman í Herranótt í MR og þess háttar. En svo vorum við öll á sama báti.“ Við rifjum upp hverjir voru með Ingvari í árgangi: Baltastar Kormák- ur, Edda Arnljótsdóttir, kona Ingvars Eggert Kaaber, Erling Jóhannesson Harpa Arnardóttir, Hilmar Jónsson og Katarina Nolso frá Færeyjum. Heljarstöklí í huganum Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði (!) að , : , leikarar sjá sjaldn- ast þær sýningar sem þeir leika sjálfir i. Það þarf reyndar ekki að vera meira en meðalsnot- ur til að sjá þetta út en það er nú eins og það er. Upprif- inn yfir þessari upp- götvun minni spyr ég Ingvar hvort hann sé ekki að upplifa sjálfan sig á annan hátt í bíó inu. „Jú, eftir þvi sem maður sér sjálfan sig oftar horfir maður meira á sig sem ein- hvern annan,“ segir Ingvar. „Ég er hættur að vera við- kvæmur fyrir sjálfum mér; að ég líti ekki nógu vel út, sé ekki nógu sætur eða svoleið- is. Það er ekki málið. Þetta er kannski svolítið eins og þegar maður heyrir rödd sína í fyrsta sinn á bandi. Manni finnst einhvern veg- inn að þetta sé ekki maður sjálfur. Ég geri það stundum á æfingatímabilinu í leikhús- inu að ég sest út I sal og sé mig fyrir mér á sviðinu og fylgi mér eftir í gegnum sen- urnar. Ég hef stungið upp á því við leikstjóra að leikhóp- urinn settist skömmu fyrir frumsýningu út í sal og fylgdist með ljósabreytingum og hlustaði á tónlistina í verkinu og lifði þannig verk- ið saman." Er þetta ekki svipað þeirri tækni sem herir og hryðju- verkamenn nota við undir- búning árása, þeir fara aftur og aftur yfir mögulega at- burðarás? „Einhver sagði,“ segir Ingv- ar, „að fyrsta skrefið til að stökkva heljarstökk væri að sjá sig fyrir sér í huganum í stökk- inu. Ef imyndunin ræður við það þá er maður nær því að geta það í raunveruleikanum." Geðsjúklingar, fyllibyttur og bamaníðingar Ég hef lengi haft dálitinn áhuga á því hvernig geðveiki og listræn sköpun mætast en það er frekar vinsælt viðfangsefni í listum. Ingv- ar lék eins og frægt er orðið Pál í Englum alheimsins og þegar ég sá þá mynd verð ég að játa að ég hafði nokkrar áhyggjur af Ingvari. Og núna, einhverjum kvikmyndum seinna, kemst ég ekki hjá því að spyrja Ingvar: hvemig var að leika Pál? „Þegar ég var kom- inn með það á hreint hvernig ég vildi leika hann þá var það ekkert mál. Sumir líta á leiklist sem eitthvað huglægt en fyrir mér er leiklist einfaldlega tækni. Ég stilli ákveðnar bylgju- lengdir og set eitt- •>r- hvað í gang líkamlega til að hjálpa hug- sjónum og tilfinningum að koma fram. Það hefur engin áhrif á mig, Ingvar E. Sig- urðsson, heldur er leikurinn bara viðbót við einhverja reynslu." Rithöfundar hafa oft kvartað yfir því að íslendingar lesi skáldverk þeirra með símaskrána við hendina svo hægt sé að fletta upp hver sé hver í bókum þeirra. Hefurðu lent í því, Ingvar, að fólk tengi þig beint við persónur sem það hefur séð þig leika? „Já. Ekki upp á síðkastið heldur fremur þegar ég var að byrja að leika. Fólk átti ekki von á því að ég gerði ákveðna hluti á sviði „af því ég væri ekki þannig maður“. Fólki brá ef ég gerði eitthvað sem var ólíkt mér. Mér hefur líka verið skipað í mjög öfgakennd hlutverk: hef leikið geð- sjúklinga, fyllibyttur og barnaníðinga." Fyrstu skrefin á leiksviðinu hljóta að einkennast af því að leikarinn sé að yfir- stíga hindranir og setja persónuleg met í að ganga fram af sjálfum sér? „Jú,“ segir Ingvar og ég prjóna við spurninguna: hvað er það erfiðasta sem þú hefur þurft að gera á sviði? „Ég hef farið í gegnum persónulegar eldskírnir sem mér hefur sjálfum fundist vera afrek en öðrum hefur kannski ekki þótt neitt sérstakt. Hlutverk drengsins í Stund gaupunnar var til dæmis mjög erfitt en hann var geðklofi. Bríet Héð- insdóttir var leikstjóri og það var mögn- uð lífsreynsla fyrir mig að leika í þessu verki og ekki síður góður undirbúning- ur fyrir Engla alheimsins því ég kynnt- ist geðsjúkdómum vel. Ef maður stendur ekki frammi fyrir vandamáli, áskorun, sem leikari þá er ekkert gaman. Annars er hætt við því að sýningin verði hvorki spennandi fyrir leikarann né áhorfandann." Þú hefur aldrei verið hræddur um að þú værir sjálfur kominn nærri mörkum geðveikinnar í starfi þínu? „Nei, aldrei," svarar Ingvar sannfær- andi. „Maður var stundum í uppnámi i Leiklistarskólanum eftir að hafa spunnið í heilan dag og farið um ókunn lönd sem maður þekkti ekki sjálfur og gert hluti sem maður var ekki vanur og skoðað til- finningar sem maður var óvanur að eiga við. En maður var alltaf fljótur að komast til baka. Það er líka til fjöldinn allur af sögum um leikara sem þurfa að fara á sviðið þótt þeir séu i miklu uppnámi per- sónulega. Það er oft talað um óhamingju- sömu trúðana i þessu sambandi: það er , alltaf jafngaman að horfa á þá því þeir i beita ákveðinni tækni til að blekkja I áhorfandann. Þetta eru í rauninni ■ galdrar." B Hestar og karate Bb En hvað langar þig að gera? B Hvernig viltu að ferill þinn verði? B spyr ég en Ingvar þegir. Er þetta kannski ósanngjörn spurning? segi ég. „Nei,“ svarar Ingvar, „í IB rauninni hugleiði ég aldrei hvern- I ig ég sé framtíðina. Mér finnst ■ erfitt hvað þetta er illa borgað. I Sumir líta á starf leikarans og I segja: jájá, þetta hlýtur að vera I gaman. Auðvitað verða öll störf að I gefa manni eitthvað. Mér finnst I ákveðin hvíld í þvi að brjóta sam- I an þvottinn; þá get ég tekið afdrifa- I ríkar ákvarðanir og svarað stórum I spurningum með jái eða neii. ■ Það sem fer mest í taugarnar á ' mér eru peningaáhyggjur. Það tek- ur mikið frá manni. Ég er svosem ekki að kvarta því það er sama hvar V stigið er niður fæti í listalifinu hvað ■ þetta varðar." " Áttu eitthvert tómstundagaman? „í rauninni hef ég engan tíma til að hella mér út i eitthvert hobbí. Ég fitla við hitt og þetta, fer í útreiðartúra með vinum mínum og er núna að byrja að æfa karate. Svo spila ég mikið við krakkana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.